Tíminn - 07.09.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.09.1961, Blaðsíða 12
[12 T f MIN N, fimmtudaginn 7. september 1961. m » í-■ " . . RITSTJORl: HALLUR SÍMONARSON VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.SW.V1 Sigurvegarar í fjórða flokki \ Akranes og K.R. leika jí tíl úrslita á sunnudag Nú líður óðum að einum merkasta knattspyrnuviðburð- inum á hverju sumri, úrslita- leiknum um íslandsmeistara- titilinn í knattspyrnu. Á sunnu daginn mætast Akurnesingar og KR á Laugardalsvellinum og er það hreinn úrslitaleikur. Bæði liðin hafa hlotið 15 stig í 1. deild, leikið hvort níu leiki. unnið sjö, gert eitt jafntefli og tapað einum, Akranes fyrir Val, en KR fyrir Akranesi. Auk þess gerðu bæði liðin jafntefli við neðstu liðin í deildinni, Akranes við Hafnarfjörð, eri KR við Fram. Mikill áhugi er íyrir þessum úr- slitaleik — og munu flestir á þeirri skoðun, að erfitt sé að gera upp á milli liðanna nú. KR-ingar hafa ekki sýnt neitt sérstakt að undanförnu, og Akurnesingar sigr- uðu þá verðskuldað í leiknum á Akranesi. I fyrrahaust mættust þessi lið einnig í algerum úrslita- leik — og flestum á óvænt sigr- uðu þá Akurnesingar. Sigri þeir hins vegar aftur nú mun það fáum koma á óvart. Frétzt hefur, að Akurnesingar muni mæta til leiks me® nokkrar af sínum gömlu kempum, eins og t. d. Þórð Þórðarson, Halldór Sigurbjörnsson (Donna) og jafn- vel Ríkarð Jónsson, en liðið hef- ur ekki enn verið valið svo ekki er hægt að skýra frá því hvernig einstakar stöður verða skipaðar. En það mun væntanlega hægt á morgun eða laugardag. KR hefur alla sína beztu menn heila, og auk þess hefur frétzt, að Örn Steinsen, hinn kunni lands- liðsútherji, sé væntanlegur heim og komi jafnvel til að keppa í leiknum. Við munum geta ítarlega um úrslitaleikinn næstu daga, eða strax og iiðin hafa verið ákveðin. Nýlega er lokið fslandsmótinu i 4. flokki og bar KR sigur úr býtum. Félagið sigraði Val með 2—1, Breiðablik með 9—0, ÍBK með 6—1 og Fram með 2—0, sem segja má, að sé hin ágætasíta frammistaða. Og hér er mynd af slgurvegurunum. Aftari röð frá vinstrl: Gunnar Jónsson, aðstoðarþjálfari, Sigurður S. Sigurðsson, Karl Stelngrimsson, Bolli Bollason, Aðalsteinn Blöndal, Gísli Blöndal, Ragnar Kristinsson og Guðbjörn Jónsson, þjálfari. Fremri röð: Hilmar Björnsson, Ólafur Lárusson, Halldór Björnsson, Gylfi Örn Guðmundsson, Jón Már Ólason, Guðmundur Gunnarsson og Guðmundur Óskarsson. Miklar umræður um fjármál á þingi Iþróttasambands Islands Benedikt G. Waage endurkjörinn forseti íþróttaþing íþróttasambands íslands, hið fertugasta og fimmta í röðinni, var haldið í Bifröst í Borgarfirði 2. og 3. september s. 1. Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ, setti þingið og minntist í upphafi látinna íþróttafrömuða, þeirra Stefáns Runólfssonar, gjaldkera ÍSÍ og Axels Andréssonar, sendi- kennara ÍSÍ. Vottuðu fulltrúar hinum látnu virðingu sína með þvi að rísa úr sætum. Þá flutti forseti ÍSÍ þinginu kveðju forseta íslands, hr. Ásgeirs Ásgeirssonar, verndara ÍSÍ. Skúli Þorsteinsson, framkvæmda stjóri IJMFÍ flutti þinginu kveðju Ungmennafélags fslands. Forsetar þingsins voru kjörnir: Gísli Halldórsson, Rvík og Jens Guðbjörnsson, Rvík. Ritarar þingsins voru kjörnir: Kristján Ingólfsson, Eskifirði og Guðlaugur Guðjónsson, Rvík. Skýrslu framkvæmdastjórnrr flutti Ben. G Waage og reikninga sambandsins las upp og skýrí Gunnlaugur J. Briem. Reikninga* voru síðan samþykktir. Kjörnar voru fimm þingnefndir. er störfuðu á þinginu. Aðalmái þingsins voru: Slysatrygging íþróttamanna Samþykkt var að stofna til slysa tryggingasjóðs íþróttamanna, ef þátttaka væri nægileg. Fjármál íþróttahreyfingarinnar. ■ ■ !.) ' :L' Fjöldi tillagna um athugun nýrra fjáröflunarleiða kom fram, og var kosin milliþinganefnd til að vinna úr þeim og skila nefndaráliti til vorfundar sambandsráðs ÍSÍ. í milliþinganefndina voru kjörnir: Stefán G. Björnsson, Ásbjörn Sig- urjónsson, Gunnar Sigurðsson, Gunnar Vagnsson, Bragi Kristjáns- son. Samþykkt var að hækka skatt úr kr. 3,00 á mann i jkr. 5.00. 50 ára afmæli ÍSÍ. Skýrt var frá setörfum afmælisnefndar, er vinn- ur að undirbúningi hátíðarhalda í t sambandi við 50 ára afmæli ÍSÍ, ' sem verður 28. jan. 1962. Samþykkt var áskorun til hér- aðssambanda ÍSÍ, að minnast af- mælisins á veglegan hátt. Læknisskoðun íþróttamanna var mikið rædd og samþykkt að íþróttamenn mættu eigi taka þátt í íslandsmeistaramótum, nema þeir væru læknisskoðaðir. íþróttamiðstöð í Reykjavík. Sam- þykkt var að ÍSÍ gerðist aðili að skrifstofubýggingu, sem íþrótta- bandalag Reykjavíkur ætlar að reisa í Laugardal í Reykjavík. Stofnun lýðskóla. Samþykkt var að skora á menntamálaráðherra að Ieggja fyrir Alþingi frumvarp um -tofnun og rekstur lýðskóla. MiIIiþinganefnd í æskulýðsmál- im. Samþykkt var að beina þeim tilmælum til menntamálaráðherra, að hann leggi fyrir Alþingi þings- ályktunartillögu um skipun milli- þinganefndar í æskulýðsmálum. Lagabreytingar voru samþykktar þessar: 1. Ákvæði til bráðabirgða. í til- efni af 50 ára afmæli ÍSÍ skal íþróttaþing haldið í júní 1962. 2. Sérsamböndin fái Vz af skatt- tekjum ÍSÍ í stað V3 áður, og að ævifélagagjald verði kr. 1000,00 í stað kr. 300.00 áður. Félagsskírteini og skírteini fyrir læknisskoðun var samþykkt að fela framkvæmdastjórn áð útbúa. 17. júní lögfcstur þjóðhátíðar- dagur. Samþykkt var að skora á Alþingi að lögfesta 17. júní sem þjóðhátíðardag íslendinga. 1 í framkvæmdastjórn ÍSÍ voru kjörnir: Ben. G. Waage, Guðjón Einarsson, Hannes Þ. Sigurðsson, Axel Jónsson, Gunnlaugur J. Briem. í varastjórn voru kjörnir: Sveinn Björnsson, Valdimar Örnólfsson, Jón Ingimarsson, Lúðvík Þorgeirs- son, Atli Steinarsson. Endurskoðendur voru kjörnir: Stefán G. Björnsson og Þórarinn Magnússon. í Sambandsráð ÍSÍ voru kjörnir: Fyi'ir Reykjavík: Jens Guðbjörns- son og til vara Gísli Halldórsson. Fyrir Vesturland: Óðinn S. Geir- dal og t. v. Jón F. Hjartar. Fyrir Norðurland: Ármann Dalmanns- son og t. v. Guðjón Ingimundar- son. Fyrir Austurland: Þðrarinn Svenisson og t. v. Björn Magnús- son, Eiðum. Fyrir Suðurland: Þór- ir Þorgeirsson og t. v. Ingvi R. Baldvinsson, Hafnarfirði. íþróttadómstóll ÍSÍ. Þórður Guð- mundsson, Kristján L. Gestsson, Einar Sæmundsson, Frímann Helgason, Gísli Sigurðsson, Andre- as Bergmann, Stefán Kristjánsson, Jón Ingimarsson, Einar Björnsson. Á þinginu mættu 39 fulltrúar, kjörnir af héraðssamböndum og sérsamböndum. Auk þess fram- kvæmdastjórn ÍSÍ og framkvæmda- stjóri, svo og gestir þingsins, Þor- steinn Einarsson, íþróttafulltrúi, Skúli Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri UMFÍ og Ragnar Olgeirsson, formaður UMS Borgarfjarðar. Nú um nokkurt árabil hafa Sov étríkin átt fremstu þolhlaupara heims og nægir í því sambandi að minnast á Kutz og Bolotnikov. En margir aðrir hlauparar, sov- ézkri, hafa einnig náð ágætum tíma í þolhlaupum. Fyrir nokkr- um dögum fór fram frjálsíþrótta mót í Moskvu og þar kom vel fram hin mikla breidd á lengri vegalengdunum. f 10000 m hlaup inu hlupu ekki færri en 6 menn innan við 29:25 mín. — Bolotni- kov sigraði örugglega á 29:04.4 mín. Annar varð Jerfimov á 29: 07.7 mín. Þriðji Kuzin á 29:08.4 mín. Fjórði Virkus á 29:15.2 mín. Fimmti Vorobjev á 29:21.0 mín. Sjötti Batov á 29:24.6 mín, — og síðan komu nokkrir hlauparar með lítið eitt lákari tíma. Óvenju legur árangur á landsmóti. Þeir fundu fööur handa honum Benedikt G. Waage Það skeður oft ýmislegt skemmtilegt í sambandi við ftalska knattspyrnu, og hér kem- ur síðasta sagan. Hún er frá einu tærsta knattspyrnuféiagi ítaliu. tnternazionale í Mílanó. Sú regla gildir hjá ítölskum knattspyrnuliðum, að aðeins tveir útlendingar megi leika með sama ’iðinu. Internazionale hefur i l’ði sínu Spánverjann Luis Suar “z og Englendinginn Gerry Hit- ’hens — sem báðir eru frábærir 'eikmenn og voru keyptir fyrir stórupphæðir s. 1. vor. Suarez frá Barceloua, en Hitchens frá Astno Villa. En svo komst þriðji útlend- ingurinn á snæri félagsins, hinn ágæti Partúgali Jorge Gomez. Og nú voru góð ráð dýr. í skil- ríkjum Gomez stóð, að hann væri fæddur 17. febrúar 193 í portú- gölsku nýlendunni Angola. Móð- irin var María Antonia Gomez, en faðir óþekktur. Og þá var það sem forráðamenn Inter fengu hugmynd — óþekkti faðirinn. Náð var í 74 ára gamlan Míl- anóbúa, fyrrverandi sjómann. Skip hans hafði komið til Angola og hann viðurkenndi að hafa átt ástarævintýri í Angola og þóltist ntuna eftir nafninu María Gomcz. Og hann bætti einnig við: „Getið þið ekki séð hvað Jorge líkist mér.“ Og nú liefur Inter gert Jorge Gomez að ítölskum ríkisborgara svo að hann geti leikið með fé laginu ásamt hinum tveimur út- lendingum, Suarez og Hitchens. En er þetta ekki nokkuð langt gengið, jafnvel á ítalíu. Hið stóra iþróttablað „Mundo Sport- ivo“ heldur því fram, að með þessu hafi knattspyrnufélögin gengið feti of langt í brellum sínum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.