Tíminn - 07.09.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.09.1961, Blaðsíða 14
TÍMINN, fimmtudaginn 7. september 1961 ! n Svo þræddi hann slóðina heim að bænum. Hallfríði varð litið á eftir honum og dáðist að fjörkippnum, sem gamla hryssan tók, er hún sá, hvert stefnt var. Þrátt fyrir það að götuslóðinn væri svo þröngur að hrossin kæm ust þar varla fyrir tvö, þá fór sú gamla á kostum, lendin fal leg og fjaðurmagn í limaburð inum. Allt í einu greip Hall- friði grunur. Hann er að farga hryssunni. Hún vildi helzt ekki hugsa setninguna til enda. En svo reyndi hún að hrista af sér óþægindin. „Hvað kemur þetta mér við? Jú, allt sem er ófagurt, snert ir mann, þegar maður verð- ur þess var, þó að maður eigi ekki sök á þvl sjálfur“. Perð in var búin að vera sem skemmtiferð. í þessu heyrir hún hófadyn að baki sér. Tveir lausir hest ar og töskuhestur geysast fram úr. Á eftir koma tveir menn. Annar var við aldur og feitur mjög, með fyrir- mannlegt útlit, hinn var lítt af bamsaldri, líklega sonur eldra mannsins. Þeir heilsuðu Hallfríði og spurðu hvert ferð hennar væri heitið. Hún saðgi þeim það. Þá segir eldri maðurinn: — Afbragð. Við eigum þá samleið alla leið. Hófust nú fjörugar umræð ur. Leið svo drykklöng stund. Bar þau fljótt yfir, því að mennimir riðu hratt. Loks sagði eldrl maðurinn: — Stanzaðu hestana í hvamminum þarna. Við skul um á. Þegar þau voru nýsetzt, kom Jóakim. Hann stökk af baki, spretti af hestinum, sem var sveittur mjög og sagði: — Eg vissi ekki, hver fjand inn hafði numið burtu stúlk- una mina og hugsaði honum þegjandi þörfina. Auðvitað varst það þú. Komdu blessað ur og sæll. — Já, sæll og blessaður, gamli vinur. Stúlkuna þína, segir þú. Heldurðu að þú telj ir mér trú um, að þú hafir komizt yfir svona myndarlega stúlku? Nei, blessaður, fyrr hrynja fjöllin. — Víst er hún ráðskona min í ár, eiginkonan að ári. — Jæja, þú segir fréttir. Seigur ertu. Nei, þú hlýtur að Ijúga. — Ráð'skonan mín. Ætlarðu að segja, að ég Ijúgi því? sagði Jóakim og færði í brýnn ar. — Nei, góði vinur. Þú seg- ir auðvitað allt satt. Eg gefst' upp. Og því til staðfestu sýp- urðu á pelanum. — Mikið var, sagði Jóakim, tók við vasapelanum og saup vel á. —i Þetta áttu ekki til í verzl uninni, skrattinn þinn, sagði hann um leið og hann rétti fleyginn að kaupmanninum. — Þar skjátlast þér vinur. Þú skalt fara með heilflösku heim, sem ég rétti þér sem sáttabikar. Og svo bannar þú Nóttin færðist yfir, stjörnu björt haustnótt. Allt í einu sagði Jóakim: — Hér förum við af baki. Hallfríður vatt sér úr söðl- inum. Þau settust, en fundu um leið, að jörðin var rök. Jóakim spratt á fætur, vatt sér úr yfirhöfninni, breiddi hana á jörðina og sagði: — Seztu á þetta, Hallfríð- ur, þá verðurðu ekki vot. Hallfríður þáði boðið. 9 mér ekki að gefa henni auga, stúlkunni. Þá hló Jóakim, svo að and litið varð að einu sólskini. — Min er æran, herra kaupmað ur, en meira en augnatillit má það ekki vera. — Nei, blessaður, gamlir syndaselir eins og ég keppa ekki í kverinamálum. Það var staðið lengi við í kaupstaðnum. Pyrst var dvalið góða stund hjá kaupmanninum, veitti hann vel. Þá var gengið milli verzlana og skoðaðar vörur. Loks undir kvöldið var búizt til heimferðar. Jóakim bauð Hallfríði inn á veitingahús og, keypti mat. Svo var lagt af stað. Kvöldið var yndislega fagurt og milt. Það sá hvergi ský á lofti, þess vegna var hætt við næturfrosti. Hestarn ir voru ólmir af fjöri og heim þrá, og lögðu sig fram í löng um og ferðmiklum sprettum. Hallfríði fannst ekkert skyggja á nema þetta með, gráu hryssuna. Hún gat ekkij gleymt því, og er leiðin lá fram hjá Dæld, sagði hún: — Mundu eftir þeirri gráu. — Hún er búin að skila sér heim. Eg þekki hana svo vel, sagði Jóakim og kímdi. Hallfríði létti. Hún hafði haft hann fyiúr rangri sök. — Hvað má bjóða þér? spurði Jójikim. — Hvað hefurðu að bjóða? — Pyrst og fremst mig, sagði hann og hló hjartan- lega. — Þú veizt, að því boði tek ég aldrei, svaraði hún. — Þá þetta, sagði hann og rétti fram tvo bréfpoka, var sætabrauð í öðrum, en brjóst sykur í hinum. Hallfríður bragðaöi á hvoru tveggja. -isri fii/ — Hvað ætlarðu að vera lengi hjá mér? spurði hann. — Það fer eftir því, hvern ig okkur sémur. — Til æviloka. Vel sé þér fyrir það. Dauðinn einn skal aðskilja okkur, sagði hann. — Byrjaðu nú ekki á neinni vitleysu í ferðalok, sagði hún. — Þetta er engin vitleysa, Hallfríður. Sjáðu stjörnurn- ar. Þessar þarna mynda brúð arsveig. Þú verður konan mín, jafnvel himinteiknin boða það. — Annaðhvort sérðu of- sjónir eða mislest teiknin, sagði Hallfríður. Jóakim færði sig nær. — Hallfríður, hvers vegna neit- ar þú því, sem ekki er unnt að neita. Gæfa okkar beggja er samofin héðan í frá. Við unnum bæði sama heimilinu, sömu börnum, sömu lífskjör um, sömu siðum og trú. Ef við skiljum, ristum við þver- skurð í allt þetta, sem aldrei getur gróið. Og við eigum lífs orku, , sem himnasmiðurinn í hefur gefið okkur til viðhalds lífinu og til lífsnautnar, sem er öllu öðru fremri. Hallfrið- ur, þú hefur lært að fela eld, kannt þá list svo vel að ekki skeikar. En sama höndin, sem felur eldinn, lyftir hlóðarhell i unni og gefur glæðunum, sem sváfu, nýja næringu. Og þá, þá fyrst er hægt að búrverka, bera fram heilnæma fæðu fyrir hvern og einn. Nú er mig að bera af leið með það sem ég vildi segja. Þetta: Við eig um að leggja saman ást og orku, þá fær meistari himn- anna að blása lífsanda , góð an efnivið. Eg brenn af löng- un eftir því, að við sameinuð bjóðum almættinu verknaði til sköpunar. Ágætt, íslenzkt ævintýri lætur biðil segja: — „Segðu já, elsku lífið mitt góða“. Eg ber nú fram hina sömu bæn. Hallfríður hafði hlustað líkt sem í leiðslu, og látið hug ann reika. Nú fann hún, að hún átti orðið og varð hverft við. — Hvað varst þú að segja? sagði hún, líkt því sem hún vaknaði af draumi. — Hefurðu sofið, Hallfríð- ur? sagði biðillinn og voru sárindi í rómnum. —Nei, sofið hef ég ekki, sagði hún. — Fallegu orðin þín skrifa ég fyrst og fremst j á mælskulista þess, sem veit, að hann er sterkari. — Eg er ekki að neyða þig til neins, Hallfríður. Eg er ,aðeins að leiða þig til skiln- '!ings á eðli lífsins, og hvers af okkur er krafizt. Heldur þú, að það sé blind tilviljun, að þú komst hingað? Var það blind tilviljun, að ég hitti séra Þórð, þegar ég hafði tekið gröf þeirrar konu, sem ætlaði að fleyta heimili mínu um stund? Heldurðu, að það sé blind tilviljun, að gamla tengdamóðir mín skyldi hníga nið'ur örend, er hún hafði lof að mér, af góðvild sinni, 1 meiru en hún var fær um að veita? Nei, Hallfríður, ekkert af þessu er blind tilviljun. Hingað ertu komin og hér áttu að vera með mér til ævi- loka. Eiginkona mín og móðir barna minna, borinna og ó- 1 borinna, verður þú. Það er guðleg ráðstöfun. — Þú ert ekkjumaður, Jóa- kim. Einu sinnl lofaðir þú því á helgri stund að elska og til heyra eiginkonu þinni til ævi loka. Pinnurðu ekki enn á- hri^in af þessu heiti? — Jú, að sönnu. En eins og mér ber skylda til að sjá börnum mínum farborða, þó að konan sé dáin, eins er mér heimilt, jafnvel skylt, að við halda því heimilislífi, sem ég vígðist, er ég stofnaði eigið heimili. Þegar þú ert orðin eiginkona mín, heldur heim- ilislífið áfram í réttu horfl. Þá byrja ég hvern dag með gleði hlns endurnærða helm- ilisföður, og blessun næturlnn ar umlykur mig. Þá fer ég út til fanga eins og fuglinn í mó og hlakka til heimkom- unnar og greikka sporið, er nær dregur bænum. Slíkt er heimili með eiginkonu og börnum. Öll önnur heimili eru svipur hjá sjón. — Þú hefur váxið í augum mínum í dag, en ég get ekki elskað þig, og þar af leiðandi ekki veitt þér það heimili, sem þú virðist þrá. Leitaðu Fimmtudagur 7. september. 8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádegisútvarp. 12.55 „Á frívaktinni“, sjómannaþátt- ur (Kristín Anna Þúrarinsd.). 15,00 Miðdegisútvarp. 18.30 Tónleikar: Lög úr óperum. 18.55 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20,00 Tónleikar: „Myndir á sýningu" eftir Mussorgskij (Sinfóníu- hljómsveitin í Chicago leikur; Rafael Kubelik stjórnar). 20.30 Norður Noreg; síðari hluti ferðaþáttar (Vigfús Guðmunds son gestgjafi). 20.55 Tónleikar: Atriði úr óperunni „Brottnámið úr kvennabúr- inu“ eftir Mozart (Erna Berg- er, Lisa Otto, Rudolf Schock, Gerhard Unger og Gottlob Frick syngja með kór og hljómsveit. Stjórnandi: Wil- helm Schiichter). 21.20 Erlend rödd: Vandamál rúm- enskra menntamanna, grein eftir Peter Dimitriu (Sigurð ur A. Magnússon blaðamaðu-r). 21.40 Samleikur á fiðlu og píanó: Sónata nr. 1 í F-dúr op. 8 eft- ir Grieg (Yehudi Menuhin og Robert Levin leika). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Kvöldsagan: „Smygl'arinn" eft i.r Arthur Omre; V. (Ingólfur Kristjánsson rithöfundur). 22.30 Sinfónískir tónleikar: Sinfónía nr. 7 í E-dúr eftir Anton Bnickner (Sinfóníu- hljómsveit Berlínarútvarpsins lciku-r; Rolf Kleinert stjórnar). 23.40 Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍÐFFÖRLl Ulfurinn og Fálkinn 39 Ervin sá, að þessi kynjaskepna var maður, klæddur í gæruskinns kápu. En þegar hann ætlaði að nálgast hann og úlfana, hófu þeir að urra og láta skína í tennurnar, og hann ákvað að koma sér burt. Bryndís var ekti komin langt, og hún var að velta því fyrir sér, hvað hún ætti að gera. — Ef ég gæti bara fundið Eirík aftur, hugs aði hún, — gáeti ég áreiðanlega leitt hann af með einhverri sögu. Þá sá hún eitthvað reika í átt til hennar, óstyrkum fótum, það var Ervin. Þótt hann félli oft, dróst hann þó áfram. — Þá er ekki allt tapað enn þá, hugsaði Bryndís ánægð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.