Tíminn - 07.09.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.09.1961, Blaðsíða 3
'tcmher 196L ,h upp á vænginn í» A Armbandsúr flugvirkjans lá á væng flug- vélarinnar Rán klukkutímum saman, meíian hún var aíí leita aí Sleipni Berghreinn með úrið, sem fór hina óvenjulegu flugferð á flugvélar- vængnum cg kom óskaddað heim aftur. eioa í gær kom maður meS tals- verðu fasi í ritstjórnarskrifst. Tímans og mátti glöggt sjá, aS hann hafSi frá einhverju ó- venjulegu aS segja. Þetta var Gunnar Skúlason, og í hend- inni hélt hann á armbandsúri, sem legiS hafði á væng gæzlu- flugvélarinnar Ránar, þegar hún var send aS leita að vél- bátnum Sleipni í fyrramorgun. Sagan af þessu flugi úrsins á vængnum er á þessa leið: Nokkru fyrir hádegi í fyiTadag, meðan vélbáturinn Sleipnir var að sökkva í hafi milli íslands og Fær- eyja, var unnið af kappi í flugskýli Landhelgisgæzlunnar á Reykjavík- urflugvelli við lagfæringar á vinstri hreyfli varðflugvélarinnar Rán. Verkinu þurfti að hraða sem mest, því að innan skamms átti vélin að leggja af stað að leita skipbrotsmannanna. Einn viffgerðarmannanna, Berg- hreinn Þorsteinsson flugvélaviki, var mjög að flýta sér eins og aðrir og fannst armbandsúr sitt vera sér til óþæginda. Bað hann félaga sinn einn að taka það af úlnlið sér, en athugaði ckkert, hvað af því varð. Síðan luku þeir viðgerðinni, og Rán var dregin út úr flugskýl- inu. Þar voru hreyflarnir ræstir og lagt af stað í leitarflugið um kiúkkan 11. Voru Berghreinn og félagi hans um borð. Svo sem kunnugt er, fann Rán fljótlega gúmmíbát þeirra Sleipn- ismanna og sveimaði yfir honum alllengi. Um fjögur leytið, þegar bandaríska gæzluskipið Ketchmer hafði tekið skipbrotsmennina um borð, hélt flugvélin aftur til Reykjavíkui Mundi þá Berghreinn skyndilega eftir úrinu og spurði félaga sinn, hvort hann væri með það í vasanum. „Nei,“ svai'aði hann, „ég lagði það upp á væng- inn.“ Berghreinn lét þetta gott heita, og bjuggust þeir við að finna úrið annaðhvort utan við skýlið eða við enda flugbrautarinnar, þegar heim kæmi. Af einhverri rælni fór þó félagi Berghreins fram í stjórn klefa og leit út á vænginn, þar sem hann hafði lagt úrið um morguninn. Og þar var það reynd- ar enn, lauslega krækt utan um Sýning Krist- jansframlengd Kristján Davíðsson listmálari hefur undanfarna daga sýnt verk sín í bogasal þjóðminjasafnsins. Sýning hefur verið sæmilega sótt og allmargt mynda selzt. Nú hefur Kristján ákveðið að framlengja sýninguna til sunnu- dagskvölds, svo að þeir, sem ekkl hafa komið við að skoða hana, eiga þess enn kost. Yandamálin rædd Norræna fiskimálanefndin, sem ákveðið var að stofna á fundi efnahagsmálanefndar Norður- landaráðs í Voksenásen 19.—20. ágúst síðastliðinn, hélt fyrsta fund sinn í Reykjavík 6. september. Nefndin ræddi þau vandamál, sem steðja að sjávarútvegi á Norður- löndum vegna markaðsbandalag- anna í Evrópu. Nefndin mun taka þessi vandamál til frekari um- ræðu á öðrum fundi síðar í þesS- um mánuði. loftnetsstöng Vakti þetta að sjálf- sögðu mikla furðu þeirra félaga, En úrið sat kyrrt á sínum stað, þar til flugvéiin var lent. Virtist það engan skaða hafa hlotið af ferða- laginu og gekk alveg rétt, þegar eigandinn sótti það út á vænginn. Þess má geta, að úiið er 10 ára gamalt, af gerðinni Precia og var keypt í Frakklandi. BÆJARUTGERÐ AKRA KogKsaman ness lögð niður NTB—Belgrad, 6. sept. Ríkin 25 á þingi leiðtoga óbandalagsbundinna ríkja í Belgrad hófu í dag fram- kvæmd áætlunar þeirrar, sem þeir hafa sett sér til þess að koma í veg fyrir að ný heims- styrjöld brjótist út. Fyrsta skrefið í frarhkvæmdinni var för Nehrus forsætisráðherra og Nkrumahs, forseta Ghana, til Moskvu, en þar biðja þeir Krustjoff forsætisráðherra að koma til fundar við Kennedy forseta hið fyrsta, svo að hægt verði að draga úr alþjóða- spennunni. Nehru og Nkrumah lögðu báðir af stað til Moskvu í nótt, hvor í sínu lagi, eftir að Belgrad-þinginu lauk með maraþonfundi, sem stóð langt fram á nótt, en þá var geng ið frá lokayfirlýsingu þingsins. Bent er á það í Belgrad, að ár angur hafi náðst af ráðstefnunni einnig að fleira leyti. Af henni leiði, að önnur lönd fari einnig að lýsa sig óbandalagsbundin, en þetta hljóti svo aftur að leiða til þess, að hinar stóru valdablokkir missi styrk. Arangurinn tekinn saman Sá árangur, sem varð á fundin- um, telja fréttamenn og stjórn- málafræðingar, að verði glögglega tekin saman í eftirtalin fjögur at- riði: 1. Sukarno Indónesíuforseti og Modibo Keita, forseti Mali, munu fara til Washington til þess að eiga viðræður við Kennedy for- seta. Keita fer að líkindum á morg un til Bamako í Mali og fer síðan þaðan vestur um haf, en Sukarno heldur kyrru fyrir þangað til á föstudaginn. Ekki er ljóst, hvar leiða skuli Kennedy og Krustjoff saman, en Nkrumah hefur lagt til, að það verði í Accra, höfuðborg Ghana. 2. Ráðstefnan sendir hvatningu' sína um aukið átak tíl þess að koma í veg fyrir nýja styrjöld, til Sameinuðu þjóðanna og til ríkis- stjórna allra landa og hvetur all- ar þjóðir til að senda Krustjoff og Kennedy sams konar áskoranir , um að leysa heimsvandamálin á I friðsamlegan hátt. j 3. Eftir að árangurinn af að-j . gerðunum í Moskvu og Washing- j ton er kominn í Ijós, munu leið-1 togarnir hittast aftur í New York í sambandi við þinghald allsherj , arþingsins, til þess að vega og meta árangurinn af frumkvæði1 sínu. 4. Ríkin 25 munu koma saman f til nýs leiðtogafundar síðar og j ; vona þá, að fulltrúar fleiri þjóða; verði viðstaddir. Ekki hefur verið ákveðinn staður né stund fyrir1 slika ráðstefnu. ; | i Yfirlýsingin í lokayfirlýsingunni, sem gefin' var út í nótt, biðja leiðtogarnir j þess, að bundinn verði endi á til- raunir með kjarnorkuvopn. f yfir, lýsingunni voru annars: þessi aðal- atriði Varanlegan frið er ekki hægt (Framhald á 15. síðu). Nýtt útgerðarævintýri að hefjast á Akranesi í hlutafélagsformi Á mánudagskvöldið var langur og harður bæjarstjórn- arfundur á Akranesi. Kom þar m. a. til umræðu útgerðarmál bæjarins, nýfallinn dómur í launamáli fyrrverandi bæjar- stjóra, ásamt ýmsu öðru. Bæj- arstjórnin samþykkti að leggja niður Bæjarútgerð Akraness, sem komin er í 40 milljóna króYia skuldir og á nú orðið fá- ar útgöngudyr. Jafnframt var samþykkt að hefja togara- rekstur í hlutafélagsformi og endurkaupa b/v Bjarna Ólafs- son handa hinu nýja bæjar- útgerðarfélagi. Enn fremur var samþykkt að veðsetja ýmsar fasteignir bæjar- ins fyrir nýjum lánum handa út- gerðarfélagi þessu og jafnframt taki bæjarsjóður ábyrgð á öllum þeim lánum, sem hægt er að fá til útgerðarfélags þessa. Er þetta til viðbótar þeim mörgu milljón- um, sem bærinn er búinn að greiða og ganga í ábyrgð fyrir á þessu ári til útgerðarinnar. Fyrir þessum furðulegu ráðstöfunum faefur ekki verið fengið samþykki félagsmálaráðuneytisins, svo sem skylt er að lögum. Reksturhalli Bæjarútgerðar Akraness á s.l. ári varð kr. 10.110.300,16. Fulltrúar minnihlutans, Bjarni Th. Guðmundsson og Sigurður Guðmundsson fluttu svofellda til- : lögu í máli þessu: 1. Bæjarstjórn Akraness samþykk ir að leggja Bæjarútgerð Akra j j ness niður nú þegar og auglýsa1 | togarann Akurey til sölu. i 2. Þar sem ekki liiggja fyrir nein' j ar upplýsingar um hag Fisk- ! veiðihlutafélagsins Akurey og j reikningum bæjarútgerðarinnar I hefur verið haldið leyndum i fyrir bæjarfulltrúum frá því í j marz í vetur og ekki er vitað um' ! rekstursgrundvöll félagsins, þáj |k samþykkir bæjarstjórn Akra-| ness að synja, að láta eignir bæjarfélagsins að veði fyrir lán um handa nefndu félagi og á- byrgðir bæjarsjóðs uinfram það sem orðið er.“ Tillögu þessa felldi bæjarstjórn armeirihlutinn. Bæjarfulltrúi Framsóknarflokks ins og fyrrverandi bæjarstjóri höfðu fyrir löngu lagt til að tog- j ararnir yrðu seldir meðan þeir | voru í sæmilegu verði. Fékk það engan hljómgrun. Þetta hefði kom ið í veg fyrir milljónatöp hin síð- ustu ár og jafnframt hefði verið unnt að greiða allar skuldir út- gerðarinnar með söluverðinu, fyr- ir utan framlag bæjarins. Ábyrgð arleysi bæjarstjórnarinnar í út- gerðarmálunum ætlar að reynast bæjarbúum dýrt. Og enn skal hald ið áfram og töpin aukin. Dómurinn í bæjarstjóra- málinu Upplýst var á fundinum að kostnaður bæjarins af bæjarstjóra skiptunum í fyrrasumar er orð- inn um 14 milljón. í sambandi við það og með vísun til fyrri bók- ana fluttu Sig, Guðmundsson og Bjarni Th. Guðmundsson svofellda tillögu: „f tilefni af nýföllnum dómi í launamálum fyrrv. bæjarstjóra gegn bæjarsjóði Akraness sam- þykkir bæjarstjórnin að bæjarfull trúar þeir, sem stóðu að uppsögn bæjarstjóra í fyrrasumar, gegn vilja meirihluta kjósenda í bæn- um, taki á sig kostnað þann, sem af bæjarstjóraskiptunum leiðir, til þess að losa gjaldendur á Akra nesi við útgjöld þau, sem nefndir bæjarfulltrúar hafa valdið bæjar- sjóði.“ Bæjarfulltrúar meirihlutans sýndu sama ábyrgðarleysið og áð- ur gagnvart fjármálum bæjarins og felldu tillögu þessa. Utsvörin hækkuÖ um kr. 341 þús. Samþykkt var að hækka útsvör- in í ár um kr. 341 þús., þar sem upphæð þessi hefði verið lögð á í vor umfram það sem lög leyfðu hæst. Sjálfstæftssflokkurinn skiptist í þrennt Á fundinum átti að kjósa einn mann í stjórn byggðasafnsins. Kratar völdu í það framkvæmda- (FramnaJfl a 15. siðui

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.