Tíminn - 07.09.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.09.1961, Blaðsíða 7
'.V.V T í MIN N, fimmtudaginn 7. september 1961. .■.V.V.V.V.V.V.V.V.’.VW.WVAP.V.WA^'.W.V.V.V.V.V.V.W.V.'.V.V.V.W.W.V.' GRÓÐUR OG GARÐAR I. Á ráðstefnu raunvísinda- manna í Háskólanum nýlega var að þvl vikið, að náttúru- fræðin væri orðin hálfgert oln- bogabarn í skólum landsins. En víðast hvar erlendis sk'ipar náttúi'ufræðin veglegan sess og fer vegur hennar vaxandi. íslenzkir stúdentar, sem numið hafa við háskóla erlendis, segja, að erlendu stúdentarnir séu augljóslega miklu betur að sér í náttúrufræðum, þegar þeir komi þar úr menntaskóla, einkum í öllu „verklegu”, þ. e. að kryfja dýr’, athuga jarðlög, greina og þekkja plöntur o. s. frv. Hér er t. d. jurtaþekking flestra nemenda mjög lítií, enda mun þeim sáralítið sýnt af lifandi gróðri í skólunum. Veldur þar margt um, svo sem hirðing grasgarðs er vandasöm og engin íhlaupavinna. Þarf nauðsynlega að ráða sérstakan, vandvirkan garðyrkjumann að garðinum og gefa honum tíma til að sinna starfinu. Annars „týnast“ jurtirnar og allt fer í graut. Sú er reynslan annars staðar. Á Akureyri er myndarleg grasa,deild í lystigarðinum og hefur verið starfrækt í nokkur ár'. í slikum grasagörðum geta kennarar aukið grasafræðiþekk ingu sína og faiið þangað með nemendur haust og vor, kennt þeim að þekkja jurtir og opnað augu þeirra fyrir fegurð og fjölbreytni gróðursins. Auðvit- að eru einnig ræktaðar útlend- ar jurtir, runnar og tré í grasa görðunum. Geta menn þar séð hvaða tegundir þrífast og eru | Á víðavangi | Æxlaveiki í rót káljurtar. Nauðsyn aukinnar náttúrufræðikennslu ónógir kennslukraftar, of fjöl- mennir bekkir, hinn langi, gróðurlausi vetrartími o. s. frv. Einstaka skólar láta nemendur greina jurtir og safna þeim t. d. Garðyrkjuskólinn, framhalds deild bændaskólans á Hvann- eyri, Húsmæðrakennaraskól- inn, Kennaraskólinn og e. t. v. fleiri. Á ráðstefnunni komu fram ákveðnar raddir um, að Háskólinn láti málið til sín taka og komi á fót kennslu í náttúrufiæði, m. a. til að búa kennaraefni undir kennslu í menntaskólum og miðskólum. í því sambandi kemur mjög til kasta náttúrugripasafnsins, en í hinu nýja vandræða-bráða- birgðahúsnæði þess er ekkert húsrými til afnota við kennslu, eða svo að fært sé að nota safn ið sjálft sem kjarna við kennsl una. Teiknað hafði verið hús fyrir náttúrugripasafnið, þar sem gert hafði verið ráð fyrir kennslu og góðum sýningarsal, en í staðinn reis Háskólabíó af grunni, eins og bent var á á ráðstefnunni. Dregst kennslu- málið því líklega eitthvað á langinn eins og bygging sóma- samlegs safnhúss. — Svolítið rofar til á öðru sviði náttúru- fræðikennslumálanna. Komið hefur verið á stofn vísi að gras garði í Laugardalnum í Reykja vík í hinni gömlu gróðrarstöð Eiríks Hjartarsonar. Kjarni ís- lenzku deildarinnar er allmik- ið safn lifandi jurta, sem Jón Sigurðsson skólastjóri og fiú gáfu bænum og garðinum. En hentugar til ræktunar í görð- um. Eru grasagarðar að vissu leyti viðskiptastofnanir og hafa samband við erlenda grasa- garða. II. Farið er að taka upp úr mat- jurtagörðum og virðist heil- brigði matjurtanna að jafnaði sæmileg. Kartöflumygla sást lítillega í Reykjavík um 20. ágúst, en víðast hefur verið úð- að til varnar. Talsvert ber á vöitukláða í kalkborinni mold og illa framræstum görðum. í m. rófum og káli verður vart æxIa-% veiki á stöku stað. Veikin er auðþekkt á ljótum, vörtukennd- * um æxlum á neðanjarðar- « hlutum jurt-" anna og má venjulega i rekja slóð veikinnar til smitaðra upp-°' eldisreita kál-V jurta eða*J Hnúðormar á rót-:mitaðs búfjárí* kartöflujurtar. áburðar. Veik-J. (Stækkað). n lifir mörg.J ár í moldinni eins og kartöflu-J« hnúðormarnir illræmdu. Þeir‘I fundust í haust að Reykhúsum.J í Eyjafirði og verða þeir garð'* ar lagðir niður — og svo er*J víðast um sýkta garða — mennljj hafa séð sóma sinn í því — og*« ekki viljað láta þá verða út-«J breiðslustöðvar hnúðormanna. Frá Eyrarbakka hafa þó undan- farin haust komið hnúðorma- simtaðar kartöflur til verzlun armeðferðar — því miður. En s. 1. vor töldu fulltrúar Eyr- bekkinga, að eftir þetta sumar mundu þeir alveg skipta um garðlönd og útsæði, svo að ekki stafaði frá þeim hætta lengur. Gerið Atvinnudeild Háskól- ans eða Búnaðarfélagi íslands aðvart'.yhf várt verður við kart- öflúhnúðorma eða æxlaveiki á Ofstækismennirnir og si’S- leysi þeirra í Morgunbl. Ræð'u þeirri, er Hermann Jónasson hélt á samkomu Fram- sóknarmanna að Laugum og birtist hér í blaðinu á sunnudaig- inn, lauk hann með þessum orð- um: „í utanríkismálum þarf einn- ig hreinna lífsloft. Það þarf að koma i veg fyrir, að þjóðin sé einnig þar dregin í dilka tveggja andstæðra fylkinga. Það á að gera meira af því en gert hefur verið, að birta rökfastar fræði- legar greinar um hina hræðilegu galla einræðisins — hvernig sem það er á litinn, og í hvaða gervi sem það er. En þetta starblinda I> og glórulausa níð og lof á víxl ■■ um austrið og vestrið í ýmsum dagblöðum er engum til gagns, !■ forheimskar þjóðina og er okk- •í ur til vansæmdar. Ij Er ekki hægt að fá íslendinga ’■ almennt til að skilja það og finna •* þannig til, að það er ekki sízt !■ eins og nú er ástatt um okkar \ þjóð, hverjum íslendingi nægi- íj Iega göfugt og nægilega stórt *• hlutverk, að taka þátt í því að *■ bjarga henni — og ef við gerum !• það ekki sjálf, gera það ekki aðr !■ ir, hvort sem þeir heita Rússar ■; eða Bandaríkjamenn.“ nýjum stöðum. Það sést bezt 5> nú um uppskerutímann. Ormar \ fundust í gulrótum í fyrrasum- % ar. Hafið gát á því í haust og I* látið vita, ef þið finnið orm- smognar gulrætur. Bezt er að Ij hætta gulrótarækt í sýktum |. görðum. »5 Ing. Davíðsson. >1 ,W.WW.'AV.VAT.VAVAV *' Sýningar Þjoðleik- hússins í vetur Húsmæðrakennarastúlkur í grasaferð á Lsugarvatni 17 júlí s.l. *• (Ljósm.: Ing. Davíðss.) ^■.■.■.■.■.■.■.■^.■.".■.".■.■.■^.■.■.■.■.■.■.■.v.'.v.vV Sl. föstudag hélt þjóðleikhús- stjóri fund með leikurum og for- stöðumönnum hinna ýmsu deilda Þjóðleikhússins, en það hefur ver ið venja undanfarin ár, er leikhús ið tekur til starfa á haustin. Eins og fyrr hefur verið greint frá, þá hófust æfingar 22. ágúst sl. á leikriti Halldórs Kiljans er heit ir Strompleikur, og verður það væntanlega frumsýnt í byrjun októbermánaðar. — 15. þessa mán- aðar verður frumsýning á amer- ískum gamanleik, sem heitir All ir komu þeir aftur, og er eftir Ira Levin. Leikritið var æft sl. vor og eru því aðeins eftir síð- ustu æfingarnar. Leikstjóri verð- ur Gunnar Eyjólfsson, en aðal- hlutverkið er leikið af Bessa Bjarnasyni. Þá verður sýnt leikritið The Caretaker, efti'- Harold Pinter. Leikstjóri verðir BenerPkt Árna son Verðlaunaleikrit Sigurðar A Magnússonar, Gestagangur, verð- ur einnig sýnt á þessu leikári. eins og fyrr hefur verið greint frá. Um jólin verður svo sýnt hið gamla og þekkla leikrit Matthí- asar Jochumsonar, Skugga Sveinn, en sem kunnugt er eru nú liðin hundrað ár, frá því er hann samdi Útilegumennina. sem hann síðar breytti, og hefur leikurin-n verið sýndur undir nafninu Skugga Sveinn Leikstjóri verður Klem- enz Jónsson. I Eftir jól hefjast æfingar á hin urn vinsæla söngleik My Fair Lady ,og verður Sven Age Larson leikstjóri. Þá verður einnig tekinn til sýninga franskur gamanleík- ur, sem heitir Idiote og leikritið Hostage eftir írska höfundinn Brendan Beham. Fleiri leikrit verða væntanlega tekin til sýn- inga á þessu leikári, og má i því sambandi nefna leikritið Chin Chin eftir Francois Billetdeux og ástralska leikritið The Summer of The Seventheenth Doll eftir Roy Lawler. Tveir leikarar voru ráðnir á fastan samning, sem ekki hafa verig á hinum svokallaða A-samn ingi áður, þau Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson. Haraldur Björnsson lætur af störfum sem fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið í haust. en hann mun starfa áfram á sérstök um samningi og leikur hann m.a í Stromnleiknum og í Gamanleikn um Allir komu þeir aftur. Þjóð- 'eikhússtjóri þakkaði Haraldi fyr ir vel unnir, störf hjá Þjóðleik- húsinu frá því að það tók til starfa. Brotajarr og malma Kaiinn næsta verði ‘Vnnrinrn lonssur, Sölvhoiseötu 'l — Simi 113B( Það er fróðlegt að sjá, hvernig Mbl. leggur út af þessum orðum Hermanns. Mbl. segír, að Her- mann hafi sagt, að það væri „alveg sama hvort við séum við hlið austursins eða vestursins." Það skipti ekki máli, hvort þeir heita Rússar eða Bandaríkja- menn í því sambandi, og íslend- ingar eigi enga afstöðu að taka í heimsmálunum. — Þannig er siðferði Mbl. Það snýr út úr og gerir mönnum upp skoðanir. Varnaðarorð Hermanns til þjóð- arinnar uni að glata ekki dóm- greind sinni oig vöku í glórulausu ofstæki öfganna til austurs og vesturs, segir Mbl. að þýði, að Hermann vilji innlima ísland í austurblokkina. — Þannig spegla þeir það ofstæki, sem Hermann varar réttilega við. Þetta eru sömu inennirnir, sem héldu því blákalt fram, að Rússar hefðu mútað samvinnufélögunum til að gera samninga við verkalýðs félögin til að kolvarpa íslenzku þjóðfélagi. Akranessþáttur Gröndals Benedikt Gröndal reynir enn í Alþýðubl. að halda því fram, að meirihluti bæjarstjórnar á Akranesi hafi farið fullkomlega að Iögum, þegar meirihlutinn vék Daníel Ágústínussyni úr starfi á þeim forsendum, að liann hefði brotið gróflega og svívirðilega af sér í starfinu, dregið fé af gamalmennum o.fl. í þeim dúr. Engar aðrar ástæð- ur voru fram færðar fyrir brott vikningunni. Daníel neitaði að víkja ,úr starfinu undir slíkum ærumeðiandi áburði, enda gerði hann ekki annað með því cn að reyna að bera hönd fyrir höfuð sér, þegar svo svívirðilega og dólgslega var á hann ráðizt. — Daníel krafðizt þess, að dómur hrcinsaði sig af þessum ærumeið andi áburði, fyrr viki hann ekki. Fógetarétur dæmdi allar hinar þungu ásakanir dauðar og ó- merkar og eftir þann dóm vék Daníel úr starfi. Daníel hafði cnga ástæðu til að áfrýja þeim dóini, því að fébótamál sitt varð hann að sækja fyrir öðrum rétti. Kratarnir áfrýjuðu heldur ekki þeim dómi, og segir það sína sögu um hinar tilbúnu sakir. — Þegar fébótamálið stóð fyri: dyr um skrifaði Benedikt Gröndal í Alþýðublaðið 28. ágúst í fyrra: „Alþýðuflokksmenn hafa íhugað þag mál vandlega og leggja það óhræddir fyrir dómstóla, því Daníel hefur svo ótvírætt gert ráðstafanir áu samþýktkar bæjar stjórnar og svikizt um að fram kvæma samþykktir, sem gerðar liafa verið.“ Þcgar til kastanna kom, heyktust kratar á að standa við hinar þungu ásakanir sínar, átu þær allar ofan í sig aftur og báru aðeins við breyttu pólitísku viðhorfi i landinu, eða með öðr- um orðuni spilltu pólitísku sið- ferði krata á íslandi. Dómurinn dæmdi DanieJ 120 þús. króna fé bætur, þ.e. laun út kjörtímabil- i., og auk þess var bæjarsjóði gert að greiða allan málskostn- að, en málsaðili er aldrei dæmd ur til greiðslu á málskostnaði gagnaðila, nema málsaðili hafi ótvírætt og gróflega gcrzt brot legur við lögin. Enn mun Benedikt Grönda! samt reyna að halda því fram, að meirihluti bæjarstjórnar hafi farið að lögum í þessu máli. — Næsta stigið verður líklega að segja, að þessi ósiðlegu og Ijótu vinnubrögð hafi verið bæði heið arleg og siðleg — þannig eru viðbrögð manna, sem ekki kunna að skammast sín.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.