Tíminn - 29.09.1961, Side 5
TÍMINN, föstudagiim 29. septembcr 1961.
Otgetandl: FRAMSÚKNARFLOKKURINN
FramJrvæmdastjóri: Tómas Arnason Rit
stjórax Þórarinn Þórarmsson (ábj, Andrés
Kristjánsson .lón Helgason FulitrúJ rit
stjómar Tómas KarLsson Auglýsinga
stjóri EgiD Bjarnason — Skrifstofur
t Edduiiúsinu - Simar' 18300- 18305
Augiýsingaslmi 19523 Afgreiðslusimi:
12323 — Prentsmiðjan Edda h.f
- ERLENT YFIRLIT
Launamál lækna
Það eru slæm tíðindi, að slitnað skuli upp úr samn-
ingaviðræðum milli Sjúkrasamlags Reykjavíkur og
Læknafélags Reykjavíkur, þar sem afleiðing þess
verður sú, að Sjúkrasamlagið hættir að borga alla
læknishjálp, sem veitt er utan sjúkrahúsa, og verða þeir,
sem leita hennar, að greiða hana samkv. miklu hærri
taxta en áður hefur gilt. Þetta getur orðið mörgum
þungur baggi til viðbótar öllu öðru, sem „viðreisninV
hefur haft í för með sér.
Því verra er til þess að vita, að vafalítið hefði mátt
ná samkomulagi um mun minni hækkun læknataxta en
nú Verður, ef haldið hefði verið með nægum skilningi á
þessu máli af hálfu hinna opinberu aðila strax frá upp-
hafi. Þar virðist hins vegar hafa verið farið ekki ósvipað
að og hjá ríkisstjórninni í afstöðu hennar til verkamanna
fyrr á þessu ári, þegar fyrst var sagt, að kaupið mætti
ekki hækka neitt, en síðan boðin 3% kauphækkun, þar
næst 6%, og síðan samið um 15—20% kauphækkun hjá
iðnaðarmönnum og farmönnum, eftir að búið var að sví-
virða samvinnufélögin fyrir að hafa samið um 10%
kauphækkun hjá verkamönnum. Nú mun læknum hafa
verið boðin 13% hækkun taxtans á lokastigi og það á
sama tíma og félagsmálaráðherrann, sem er yfirmaður
-sjúkrasamlaganna, semur um 27% kauphækkun hjá
yfirmönnum á strandferðaskipum og varðskipum ríkis-
ins. Þessu undu læknar ekki og svara með 100% hækk-
un taxtans, eftir því sem Sjúkrasamlagið segir. Þar er
vitanlega of langt gengið, en þannig er það oft, að skiln-
ingsleysi og stirfni býður óbilgirninni heim.
Ýmsum kann að þykja læknar kröfuharðir og skal
ekki dregið úr því. En þess ber vel að gæta, að fáar
stéttir hefur ,,viðreisnin“ leikið eins grálega og lækna.
Þeir þurfa að stunda langt og dýrt nám erlendis, en
kostnaður við það hefur nú margfaldazt. Þeir þurfa að
kaupa ýms dýr tæki og sá kostnaöur hefur margfaldazt.
Þeir þurfa að hafa bifreið og þar hefur bæði stofnkostn-
aður og rekstrarkostnaður margfaldazt á stuttum tíma.
Þannig mætti lengi telja.
Þess ber svo vel að gæta, að um margt hafa læknar
alveg sérstöðu. Þeir hefja ekki starf sitt fyrr en um og
yfir þrítugt eftir langt nám, sem oft hefur fylgt meiri
eða minni skuldasöfnun. Þeir læknar, sem vinna sér vin-
sældir og álit, geta oft orðið tekjuháir, en það kostar þá
að vinna tvöfalt og þrefalt dagsverk á við marga þá, sem
gegna umsvifaminni störfum. Þeir þurfa að vera reiðu-
búnir til starfs jafnt á nótt sem degi. Þess eru alltof
mörg dæmi, að slíkir menn hafi fallið frá fyrir aldur
fram. Það er því eðlilegt, að þjóðfélagið búi betur að
slíkum mönnum en flestum öðrum. Vissulega eru þeir
margir, sem læknis hafa leitað, er gera sér ljóst, að
góður læknir verður seint full metinn.
Það er með þessar staðreyndir í huga, sem vinna ber
að því að leysa launamál læknanna. Ekki sízt ber að hafa
þetta í huga í sambandi við launamál lækna, sem starfa
í þjónustu ríkisins út um landið. Þar verður læknis-
skorturinn stöðugt tilfinnanlegri og eiga launakjörin
vissulega sinn þátt í því.
Ef tekið verður á launamálum lækna með fullum
skilningi og það metið til fulls, hve erfitt, vandasamt og
ábyrgðarmikið læknisstarfið er, mun vafalaust ekki
heldur standa á læknunum að taka tillit til þess, að við
búum í fátæku þjóðfélagi og getum því miður ekki veitt
afburðamönnum okkar svipuð kjör og stórþjóðirnar.
Sleppir Gnrsel völdunum?
Þaí getur oltií á úrslitum jiingkosninganna 15. október n.k.
VAXANDI athygli beinist nú
að þingkosningunum, sem eiga
að fara fram í Tyrklandi 15. þ.
m., en þær geta skorið úr um
það, hvort Tyrkiand verður
lýðræðisríki að nýju eða held-
ur áfram að búa við einræðis-
stjóm. Þessi athyglí hefur auk-
izt við aftökurnar, sem nýlega
áttu sér stað í Tyrklandi.
Eins og menn rekur minni
til, gerði tyrkneski herinn
stjórnarbyltingu í Tyrklandi i
maí í fyrra. Formaður herráðs:
ins, Kemal Gursel, hafði for-
ustu um byltinguna og varð
formaður þeirra byltingar-
nefndar hersins, sem síðan hef
ur farið með stjórn landsins. í
rauninn hefur hann verið ein-
ræðisherra síðan. Gursel lýsti
strax yfir því, að herinn hefði
aðeins gripið í taumana vegna
þess, að ríkisstjórnin fylgdi
ekki lengur stjórnarskránni og
ætlaði sér bersýnilega einræðis
vald. Tilgangurinn með bylt-
ingunni væri sá að koma í
veg fyrir þetta og endurreisa
lýðræðisstjórn í landinu að
nýju. Efnt yrði því til frjálsra
kosninga eins fljótt og hægt
væri, og myndi herinn afhenda
vald sitt í hendur þeirrar ríkis-
stjórnar, sem þingið mynd-
aði. í fyrstu virtist það ætlun
Gursels að láta kosningar fara
fram í fyrrahaust, en það fórst
fyrir:®'~og var því borið við,
að ekiu Hefði unnizt nægur
tími til að ganga flrá nýrri
stjórnarskrá og kosningalög-
um. Síðan hefur kosningum
stöðugt verið frestað, unz það
var endanlega ákveðið, að þær
færu fram 15. október. í sum-
ar fór fram þjóðaratkvæða-
greiðsla um hina nýju stjómar-
skrá og kosningalöggjöf, og var
hún samþýkkt með miklum
meirihluta, en þátttakan í at-
kvæðagreiðslunni var heldur
dræm.
ÞEGAR Gursel gekkst fyrir
byltingu hersins í maí 1960,
mæltist það ekki illa fyrir.
Flokkur demokrata var þá bú-
inn að fara með stjórn í Tyrk-
landi síðan 1950 undir forustu
þeirra Bajar forseta og Mend-
eres forsætisráðherra. Flokkur
demokrata, sem var klofningur
úr hinum gamla republikana-
flokki Ataturks, sigraði í frjáls-
um kosningum 1950 og aftur i
næstu kosningum á eftir.
Stjórn hans reyndist á margan
hátt athafnasöm framan af, en
þegar frá leið hneigðist hún
meira og meira í einræðisátt
og þótti beita ólögum í kosn-
ingunum, sem fram fóru þar
1957. Því var jafnvel haldið
fram, að hún hefði falsað nið-
urstöður þeirra. Eftir þær,
beitti stjórnin andstæðinga
sína auknu harðræði, jafn-
framt því, sem ýmis spilling
færðist í aukana. Vorið 1960
benti allt til þess, að stjómin
ætlaði að láta til skarar skríða
gegn andstæðingum sínum og
beita hernum til þess verks.
Gursel varaði hins vegar við
því, þar sem hernum hefði allt-
af verið haldið utan við póli-
tískar deilur. Stjórnin lét hann
þá taka sér orlof, en Gursel
svaraði rétt á eftir með þvl að
steypa henni úr stóli. Hann
hafði aldrei áður skipt sér af
stjórnmálum, en naut mikils
KEMAL GURSEL
álits í hernum . Hann er 66 ára
að aldri.
Eitt af fyrstu verkum Gurs-
els var að láta hefja mál gegn
Bajar forseta, Menderez og ráð
heirum hans, flestum þing-
mönnum demokrata og ýmsum
embættismönnum, alls um 600
manns. Réttarhöld þessi hafa
staðið yfir undanfarna mánuði
og farið fram í fangabúðum,
sem Tyrkir hafa á eyju, sem
nefnist Yazzi. Herréttur annað-
ist réttarhöldin og féli dómur
hans fyrir skömmu síðan. Úr-
skurður hans féll á þá leið, að
15 voru dæmdir til dauða, 31
í ævilangt fangeisi og 418 til
styttri fangavistar. 128 voru
sýknaðir. Ríkisstjórnin breytti
síðan 12 dauðadómum í ævi-
langt fangelsi, en lét dauða-
dóminn yfir Menderes og tveim
ur meðráðherrum hans koma
til framkvæmda.
ÖLL hafa þessi réttarhöld
mælzt misjafnlega fyrir, og þó
einkum aftökurnar á Menderes
og ráðherrum hans. Margar
vinveittar ríkisstjórnin vöruðu
Gursel við þeim, þar sem þau
settu einræðis- og ofbeldissvip
á stjórnarfar Tyrklands. Gurs-
el sat hins vegar fastur við
sinn keip. Rök hans voru þau,
að dómarnir og aftökurnar
ætlu að vera síðari valdhöfum
til aðvörunar.
NÆR STRAX eftir aftökurn-
ar eða nánar tiltekið á mánu-
daginn var, fengu svo flokkar
þeir, sem hafa fengið leyfi til
framboðs í kosningunum 15.
október, að hefja kosningabar-
áttuna. Þessir flokkar eru fjór-
ir. Enginn flokkur getur tekið
þátt í kosningunum, nema
stjórnarnefnd hersins leyfi
það. Einum flokki hefur verið
neitað um leyfið og er for-
sendan fyrir því sú, að hann
hefur ekk iboðið fram í eins
mörgum kjördæmum og tilskil-
ið er. Til þess að fá rétt til
framboðs, þarf flokkur að
bjóða fram í a.m.k. 16 af 76
sýslum Tyrklands. Flokkamir
þurfa að fullnægja ýmsum
öðrum skilyrðum og kosnin.ga-
baráttunni er skorinn allþr'öng-
ur stakkur. Erfitt verður því
að telja kosningarnar fullkom-
lega frjálsar.
Hinir fjórir flokkar, sem
taka þátt í kosningunum, eru
þessir:
Republikanar, sem eru hinn
gamli flokkur Ataturks og fór
með stjórn í Tyrklandi til 1950.
Formaður hans er Ismet In-
onu, sem tók við stjórn Tyrk-
lands af Ataturk og gegndi
henni til 1950. Margir telja
þennan flokk sigurvænlegan.
Þjóðflokkurinn, en hann
klofnaði úr demokrataflokki
Menderes fyrir nokkrum ár-
um og tók þátt I seinustu kosn-
ingum.
Réttarflokkurinn, sem al-
mennt er talinn arftaki demo-
krataflokks Menderes, en starf-
semi hans hefur verið bönnuð.
Flokkur hins nýja Tyrk-
lands, en hann er gamalt brot
úr demokrata flokknum, klofn-
aði úr honum 1955.
Líklegt þykir, að Gursel
muni láta sér vel líka, ef re-
publikanar vinna og hann mun
afhenda stjórn þeirra völdin.
Fari hins vegar svo, að hinir
flokkarnir fái meirihluta sam-
anlagt og myndi stjórn, getur
innað orðið uppi á teningunum.
Það gæti þýtt hið sama og fylg
ismenn Ménderes kæmust til
valda á ný, og þá gætu Gursel
og hershöfðingjarnir, sem hafa
fylgt honum, átt á ýmsu von.
Margir draga í efa, að herinn
muni láta af völdum undir
þessum kringumstæðum.
EF kosningabaráttan fær að
fara fiam með nokkuð eðlileg-
um hætti, og þingræðisstjórn
verður mynduð í samræmi við
úrslit kosninganna, hefur óneit
anlega þokað í lýðræðisátt í
Tyrklandi, þótt ekki verði
hægt að segja, að þar ríki full-
komlega vestrænt lýðræði. Við
slíku er líka vart að búast, þar
sem aðstæður eru slíkar og í
Tyrklandi. Miklu skiptir samt,
að stefnt sé í rétta átt.
Þ.Þ,
/
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
) '
)
)
)
)
)
)'
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
(
)
)
)
)
(
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
j
' •’ V.X..V«-V*V»V*V»V*V*V«X»V»Ví,S»V«V*V»V»V»‘V*'V»x.