Tíminn - 03.10.1961, Síða 8

Tíminn - 03.10.1961, Síða 8
8 TÍMINN, Þriðjudaginn 3. október 1961, Séð yfir bílahópimt, áður en lagt var af stað. Flaggið fellur, og R-10701 leggur af stað. Eftir þrjár mínútur fer næsti bfll. Brúðan fellur, og Pétur Urbancic bremsar harkalega. Honum tókst að forðast „barnið“! Ingvar Sigmundsson ekur gegnum hliðin. Og sami maður, Ingvar, nemur staðár við lokamarkið. Myndavélin hefur séð betur en við, hann er ekki alveg á strikinu. (Ljósm. Tíminn GE) Það er svo að sjá, sem á| svæðinu milli Skátaheimilisins og Heilsuverndarstöðvarinnar; sé eitthvað mikið að gerast. Þar er samankominn mikill fjöldi fólks og ógrynni af bíl- um. Og það eru svo sem engin undur, því í dag á að fara fram keppni 1 góðum akstri, og héð- an er lagt af stað. Það er Bindindisfélag ökumanna, sem fyrir þessari keppni stendur, og formaður þess, Ásbjörn Stefáns-' son, gerir okkur í fljótheitum nokkra grein fyrir keppninni. Við skulum aðeins líta á það, sem hann hefur að segja: 30 keppa Þrjátíu keppa, þó hafa nokkrir gengið frá, sem voru búnir að láta skrá sig. Enn fremur létu nokkrir skrá sig á biðlista, ef pláss kynni að losna. Bæði félagsmenn BFÖ og utanfélagsmenn keppa. Það hefur verið nokkuð um það spurt, hvers vegna tala keppenda væri takmörkuð við 30 manns. Því svara ég á þessa leið: blíðkast augnaráðið, og enn svar- ar hann: — Þið fáið ekkert að vita. Flaggið fellur f tveim fyrstu bílimum situr kvenfólk undir stýri. Éinn kepp- enda er á vörubíl, en allir hinir á litlum bílum, margir á Volkswag- en eða litlum Fordum, Opel eða Moskvits. Meðal áhorfenda eru margir áhugamenn um bíla, og Batti rauði fer um víða, gerir að gamni sínu og brosir breitt. Nú fara bilarnir að leggja af stað. Tveir bifreiðaeftirlitsmenn mæla lengd bílanna, skoða öku- skirteini og skoðunarvottorð, og gá að stefnuljósunum til öryggis. Síðan hverfa þeir inn í bílana, jafn óðum og þeir afgreiða þá til brott- ferðar, og ræða við ökumanninn. Svo stíga þeir út, rásflaggið fell- ur og ferðin hefst. Féll á fyrstu þraut Ásbjörn býður blaðamönnum að stíga inn í stóran Chevrolet sendi- ferðabíl, sem hann segir, að hafi góða sál. Svo leggjum við af stað, sömu leið og keppnisbílarnir, og Ásbjörn skýrir fyrir okkur leiðina og þrautirnar jafn óðum og þær koma fyrir. 60 gildrur 90 mínútna ferS Það er ekki gerlegt, að ýmsum augljósum ástæðum að hefja keppn ina fyrr en eftir hádegi — og ekki fyrr en kl. 2. Starfsmenn þurfa að borða, taka sig til og komast á varðstað, sumir nokkra vegalengd. Talið er að það taki um 90 mínútur að meðaltali fyrir hvern bíl að aka alla Ieiðina, er reiknað er með öll- um stönzum vegna ökuþrauta o þ. h. Væri keppnin látin ganga fram á kvöld, myndu síðustu bílarnir lenda í rökkri og væri því um mis- mun að ræða. * Skátar leiðsögumenn Skátar í búningum sínum eru leiðsögumenn ökumanna. Tók Þór Sandholt, skátaforingi mjög vel í það að útvega okkur hjálp þeirra, sem er mjög mikilvæg. Aðalsteinn Hallgrímsson er foringi hópsins og sjálfur leiðsögumaður. Varðstöðv- ar eru 26. Verðir, með aðstoðar- mönnum um 90. Ökuþrautir, allt með talið. 60. Ökuleið ca. 26 km. Óhugsandi að gera allt rétt Það má segja, að góðakstur þessi feli í sér flest það, sem góður öku- maður þarf að ástunda og kunna, m. a. kunnáttu í því að aka um bæinn og utan hans, kröfu um þekkingu á umferðalögum og hlýðni við þær reglur, sem settar eru, aðgát, viðbragðsflýti, skilning á mögulegum hættum, tillitssemi, leikni og ökuhæfni á öllum sviðum. Að komast í gegnum svona keppni án þess að að verði fundið, tel ég óhugsandi. Ýmsir standa sig þó vafalaust vel, því við eigum fjölda góðra ökumanna. Og einhverjir verða alltaf óánægðir með eitthvað í keppninm, telja, að ýmislegt hefi átt að vera öðruvísi. Hjá því verð- ur aldrei komizt.“ „Ert þú bílstjóri?" Það er nóg að gera við undir- búninginn. Starfslið keppninnar er önnum kafið við að númera þátttökubílana og úthluta leiðsögu mönnum keppenda. Þarna sjáum við ungling, sem er önnum kafinn við að skrifa eitthvað niður á spjald, og notar þak eins bílsins fyrir skrifborð. — Hvað skrásetur þú? spyrjum við. Pilturinn hrekkur við, eins og hann hafi verið staðinn að ódæði, og felur í flýti skriftir sínar. — Ert þú bílstjóri? spyr hann, og lít ur mig illu grunsemdarauga. — Nei, blaðamaður, segi ég. Ekki Hérna er fyrsta þrautin, og á henni féll ökumaður bílsins okk- ar. Hann tók ekkj nógu stóra beygju til hægri, þegar hann beygði upp á Barónsstíginn fyrir neðan Heiisuverndarstöðina. Verðir hér og þar Svo er farið niður á Laugaveg, til hægri niður Frakkastíg, — enda er bannað að beygja til vinstri_ þar — og niður á Skúla- götu. Á gatnamótum Laugavegs og Frakkastígs stendur vörður, hann hefur gætur á því, hvort ökumenn beita stefnuljósunum rétt og hvort þeir nemi staðar við stöðvunar- merkið hjá Hverfisgötunni, og það heitir ekki að stöðva bíl, fyrr en öll hjól standa kyrr. Af Skúlagöt- unni er beygt upp Klapparstíg og niður Laugaveg, vörður þar á horni til þess að fullvissa sig um notkun stefnuljósa og rétta hægri beygju, áfram niður Laugaveg jog Bankastræti og beygt út í Lækjar- götu. Tveir litlir strákar eru þar til taks og eiga að flækjast fyrir keppnisbílum á gangbrautinni yfir Lækjargötu við ljósin, til þess að sjá, hvort ökumenn virða rétt gang enda. f Lækjargötu er líka tíma- jöfnunarvörður, sem á að jafna tímann milli bílanna, svo að ekki komi tveir í einu að sömu þraut. sem á að koma á óvart. Svífandi tuskubrúSa Næst liggur leið keppenda um Bókhlöðustíg, en af því að við vit- um af viðbragðsflýtisprófinu þar, förum við klókindalega út Laufár- veg og komum aftur að Bókhlöðu- stígnum eftir Miðstræti. Og við komum mátulega til þess að sjá. þegar tuskubrúðu er fleygt fyrir einn keppenda Við sjáum ekki betur en henni sé bókstaflega fleygt á bílinn, en ökumaðurinn stanzar á augabragði, og bjargar þar með stórslysi, þótt hann komi við brúðuna. Sá, sem heldur brúð unni, stendur í hvarfi bak við hús- horn, strákur segir honum til, og þegar keppnisbíll kemur, sleppir hann brúðunni, sem er fest í streng, sem liggur yfir götuna, og hún steypir sér niður eins og gammur á bráð sína. Við bíðum eftir næsta bíl, og nú er brúðunm fleygt miklu fyrr, og ökumaður kemur ekki við hana. Þá er tommu stokk brugðið á loft, og fjarlægð- in milli bíls og brúðu mæld, síðan haldið áfram. Við höldum líka á- fram.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.