Tíminn - 03.10.1961, Page 11
TÍMI.N.N, Þrigjudaginn 3. október 1961.
M
frá Byggingarsamvinnufélagi Kópavogs.
Til sölu er íbúð í raðhúsi við Álfhólsveg, í Kópa-
vogi, á vegum félagsins. íbúðin er fullgerð. Þeir
félagsmenn, er vilja notfæra sér forkaupsrétt sinn,
snúi sér til Grétars Eiríkssonar, Álfhólsvegi 6 A,
Kópavogi, sími 19912 fyrir 6. b-m.
F. h. BYGGINGASAMVINNUFÉLAGS KÓPAVOGS
Grétar Eiríksson.
Frá Ritfangaverzlun ísafoldar
Vorum að taka upp
ÞÝZKAR SKÓLA-TÖSKUR, með vösum framan á.
Verðið er mjög lágt.
Skólapennar á gömlu verði
Mikið úrval af kúlupennum, reiknings- og stíla-
bókum.
Bæjarins mesta úrval af pennaveskjum og skjala-
möppum.
RITFANGAVERZLUN ÍSAFOLDAR
Bankastræti 8 — Sími 13048
Læknaskipti
Þeir samlagsmenn, sem óska að skipta um samlags-
lækni frá n. k. áramótum, gefi sig fram í afgreiðslu
samlagsins í október mánuði, og hafi með sér sam-
lagsbók sína.
Listi yfir þá lækna, sem um er að velja, liggur
frammi hjá samlaginu.
SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR.
Blaðburður
Tímann vantar ungling eða eidri mann til að bera!
blaðið til kaupenda í VESTURBÆNUM.
AfgreiSsla TÍMANS.
Utboð
Tilboð óskast í uppsteypu á undirstöðum og kjall-
ara undir byggingu Sparisjóðs Hafnarfjarðar á
horni Strandgötu og Linnetsstígs í Hafnarfirði.
Útboðsgagna skal vitjað hjá sparisjóðsstjóranum
næstu daga milli kl. 11—12 gegn kr. 1.000.00 fekila-
tryggingu.
Hafnarfirði. 1. okt. 1961.
l. Sparisjóður Hafnarfjarðar.
„Ég hafði minn
eiginn fjallapela“
Hún heitir Hannelore Wagn-
er, en sver og sárt við leggur,
að hún sé ekkert skyld tón-
skáldinu Richard Wagner.
Þrisvar hefur hún hlaupið upp
og niður Heklu og tyllt tá í all-
ar sýslur á íslandi milli þess
sem hún hefur hjúkrað sjúk-
um og sárum á Heilsuverndar-
stöðinni. Um daginn brá hún
sér í göngur með Landmönn-
um og hoppaði upp um fjöll
og firnindi og rann á eftir ám
og lömbum yfir stokka og
steina í roki, rigningu og sól.
— Hvernig stóð á þessu uppá-
tæki hjá þér?
— Að fara í göngur? — Ég fór
austur í fyrra og sá þá leggja af
stað í göngur, og ég varð alveg vit-
laus í að komast með, og ég ákvað
að fara í sumar, hvað sem það
kostaði. Svo talaði ég við bóndann
í Næfurholti, og þar með var allt
klappað og klárt.
— Varstu ekki hrædd um, að
þú gæfist upp og yrðir rekin heim?
— Nei, nei, ég var viss um, að
allt gengi vel. Svo voru þetta allt
svo góðir kallar.
— Hvernig góðir?
— Nú bara góðir. Þeir voru ekk-
ert að finna að, þótt ég gerði vit-
leysur stundum.
— Þeir hafa ekkert haft á móti
því, að hafa kvenmann með sér?
— Þeir vissu nú ekki einu sinni
allir, að ég færi með þeim. Ég birt
ist bara allt í einu, flestum á óvart.
Kannske hefur þeim ekkert litizt
á það /yrst.
— Ég heyrði sagt, að þú hefðir
verið feiknalega dugleg.
— Hver skyldj nú hafa skrökvað
því að þér? — Ég gerði náttúrlega
það, sem ég gat, en ég verð betri
næst.
— Voru kallarnir ekki kátir?
— Þeir voru voða kátir. Þetta
eru nú líka fyrstu göngurnar inn
á Landmannaafrétt í nítján ár. Það
hefur ekkert verið rekið þangað
vegna mæðiveikinnar, svo að það
var von, að þeir væru kátir.
— Varst þú ekki kát líka?
— Mér fannst voðalega gaman,
og ég myndi fara strax aftur, ef
ég gæti, og þetta er svo dásamlega
falleg leið, og það er svo gaman
að ferðazt á hestum.
— Hvað datztu oft af baki?
— Ég datt sko aldrei af baki! —
Ég er náttúrlega ekki vön hestum,
bara skroppið á bak smávegis, en
þetta gekk allt vel.
— Hafðirðu góða hesta?
— Hvernig á ég að geta dæmt
um það? — Ég varð að minnsta
kosti ekki eftir. — Aðalhestinn
minn átti bóndinn i Næfurholti,
annars fékk ég hesta hjá hinum og ,
þessum og þeir voru allir þægir.!
Kannske svolítið æstir, ef þeim var
kalt á morgnana.
— Hvað voru kallarnir margir?
— Þeir voru vist einir tuttugu,
en það voru ekki allt kallar.
— Voruð þið marga daga?
— Við vorum níu daga. og það
var alltaf vitlaust veður nema tvo
daga. Það var bæði rigning og rok,
eitt tjaldið fauk og þrjú rifnuðu.
Það var bara stærsta tjaldið. sem
stóð, og svo fylltust þau stundum
af vatni.
— Gaztu nokkuð sofið fyrir þess-
um haihagangi?
— Maður þarf nú ekki mikið að
sofa í svona ferðum. Við sváfum
ekki nema fimm eða sex tíma á
Ég myndi fara strax aftur.
sólarhring og fórum alltaf á fætur
klukkan 4—5 á morgnana. Við
skiptum okkur í fiokka á daginn og
leituðum, annars var ég mest með
safnið. Við vorum þrjár nætur í
Landmannahelli og tvær nætur í
Landmannalaugum og söfnuðum
fénu þangað. Ég var með í að
smala Vondagil.
— Fannst þér ekki erfitt að
smala?
— Nei, nei, það var erfiðast í
hrauninu, því að þá hljóp féð í
allar áttir og það var erfitt að ná
því saman?
— Fékkstu ekki reiðsæri?
— Ég var svolítið aum fyrsta
daginn, en ég sagði þeim ekkert
frá því fyrr en þeir spurðu. Þá
létu þeir mig hafa annan hnakk
með gæru, og eftir það fann ég
ekkert til eymsla nema það, að ég
æpti mig hása.
— Þú hefðir átt að láta hundana
um það.
— Þeir urðu Iíka hásir, greyin.
— Hvað var safnið stórt?
— Hjörðin var á þriðja þúsund
kindur, og það var ógurlega gam-
an að horfa yfir hópinn meðan
maður rak þær, en mikið ósköp
voru þær orðnar þreyttar síðast.
Það var varla hægt að mjaka þeim
úr sporunum.
— Létu kallarnir þig ekki elda
ofan í sig?
— Það höfðu allir matarpakka,
en þegar við vorum í Landmanna-
laugum, var ég eldabuska hjá þeim,
lagaði kaffi og svoleiðis. Maður
verður að láta sjá, að maður sé
kvenmaður.
— Þeir hafa auðvitað verið dauð
fegnir að hafa þig?
— Ég gæti vel trúað, að þeir
tækju mig aftur, ef ég bæði þá
vel.
— Ætlarðu ekki að biðja þá vel
næsta sumar?
— Ég fæ sennilega ekki frí á
þeim tíma, sem göngurnar eru, svo
að ég kæmist ekki með þeim. þó
að þeir vildu mig.
— Höfðu þeir pela með sér?
— Jú, jú, þeir höfðu alhr pela,
en það sást aldrei á þeim. Þeim
þykir bara gaman að dreypa á
— Fékkstu að súpa á hjá þeim?
— Ég hafði nú minn eiginn
fjallapela. Birgir.
X • •'V.VN V-N-N- V N*N*N-N-N»N'N.N.N V ■ V- V ■ V ■ V "N.V >
Stálbátur til sölu
Mótorbáturinn Stígandi VE 77, 73 tonna, er til
sölu. Upplýsingar gefur Helgi Bergsveinsson, sími
588, Vestmannaeyjum.
vV.N*N*WVVVW>,W'N*VN*N«N'N'N-NNN,N-N'VV.V>