Tíminn - 12.10.1961, Qupperneq 3

Tíminn - 12.10.1961, Qupperneq 3
T tMI N N, finuntudagum lg. október 1961. 3 GOS VIÐ ÖSKJU Á ÞREM STÖÐUM Nokkrir menn, sem voru á ferð í flugvél yfir ÓdáSa- hrauni, sáu mikil gufugos á þremur stöðum við Öskju, skammt norðan eða norðaust- an við Stóra-Víti. Tryggvi Helgason flugmaður á Akureyri var þarna í flugvél sinni ásamt nokkrum fjárleitar- mönnum, sem voru að leita að fé Mývetninga, Bárðdælinga og Reykdæiinga. Tóku leitarmennimir eftir þremur miklum gufustrókum, er lagði upp úr jörðinni nokkur hundruð fet í loft upp, að' því er þeim virtist. Einn strókurinn var öUu stærstur. Kringum gufugos- in hafði myndazt mikið vatnslón og rann vatn úr því til norðurs. Dr. Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur fór í gær norður til A'kureyrar. Þaðan verður gerður út leiðangur á bilum suður í Öskju að rannsaka málið. Verður sennilega ekið í dag til Herðu- breiðarlinda og áð þar, en á morgun farið til Öskju. Jarðfræðingar telja ósennilegt, að þessi gufugos séu undanfari stórgoss', svipaðs og öskugossins mikla 1875. Hræringar eru oft miklar á þessu svæði og hafa jafn vel runnið hraun, án þess að mikil gos verði. Nánar verður ekki vitað um þetta nýjasta gos, fyrr en jarðfræðingar hafa skoð- að staðinn. Allir til London NTB—London og Jóhannesarborg, 11. okt. íbúar eyjarinnar Tristan de Cuhna, sem liggur milli Suður- Afríku og Suður-Ameríku munu allir verða fluttir til London að því er talsmaður brezka nýlendumálaráðuneyt- isins sagði í London í dag. Samtímis kom frétt um það í útvarpinu í Jóhatnnesarborg, að allur austurhluti eyjarinnar væri í þann veginn að springa sundur. Tálsmaður ráðuneytisins sagði, að vel yrði tekið á móti eyjarskeggj um í Lundúnum og reynt að hjálpa þeim að koma sér fyrir og fá atvinnu eins fljótt og hægt væri, en þeir eru um 260 talsins. Fæstir þeirna hafa séð meira af veröldinni en eyjuna sína, sem sumir kalla einmanalegustu eyju heims. í gær voru þeir fluttir með fiskiskipum til Næturgala- eyjar, sem er um 30 km frá Trist- an de Cuhna. í dag kom svo hol- lenzka skipið Tjieandane þangað að sækja þá. Þeir verða nú til bráðabirgða fluttir til Höfðaborg- ar, þar sem yfirvöldin eru í óða önn að undirbúa ferð þeirra á- fram til Lundúna. Það var snemma í gærmorgun, sem eld- fjall á Tristan de Cuhna tók að gjósa glóandi hraunleðju, og voru íbúarnir þá fluttir til Næturgala- eyjar í skyndi. Fréttir hafa borizt um, að gosið hafi orðið aðeins nokkur hundruð metra frá eina bænum á eynni og hafi því hraun flóðið eyðilagt og streymt yfir öll helztu mannvirki og mikil- væga staði á eynni. Murtutímanum Bandaríkin viðurkenna Sýrland Bandaríkin viðurkenndu í dag hina nýju ríkisstjórn Sýrlands. Talsmaáur utanríkisráðuneytisins í Washington sagði, að bandaríska stjórnin hefði fengið yfirlýsingu Sýrlandsstjórnar um, að hún hygð- ist standa við alþjóðlegar skuld- bindingar sínar. Talsmaðurinn skýiði frá því, að Bandaríkin hefðu tjáð Sýrlandsstjórn, að bandaríska aðalræðismannsskrif- stofan í Damaskus yrði gerð að sendiráði. senn að Ijúka — 40 tonn soðin niður Lemass í forsæti áfram NTB—Dublin, 11. okt. Sean Lemass, sem er leið- togi stærsta þingflokksins, sem sæti á í hinu nýkjörna þjóðþingi íra, var í dag end- urkjörinn forsætisráðherra landsins. Flokkur hans, Fianna Feil, missti algjöran meirihluta sinn í þingkosningunum í vikunni, sem leið. Hann er þó eftir sem áður stærsti flokkur þingsins. Lemass var endurkjörinn meS 72 atkvæð- um gegn_ 68, en tveir aðrir voru í kjöri. í kosningunum hlaut Fi- anna Feil 70 þingsæti, en stærsti andstöðuflokkurinn 47. Murtutfmanum fer senn að Ijúka í Þingvallavatni í haust. Veiðin hefur verið sæmileg, en þó heldur minni en undan- farin ár, eða um 40 tonn. Murtan hefur öll farið í niður- suðuverksmiðjuna Ora, nema tvö tonn, sem voru fryst í tilrauna- skyni. Markaðurinn er mjög góður núna. Eru horfur á því, að Ora geti tekið við allri murtunni, sem ekki hefur verið undanfarin ár. Hún verður seld til Bandaríkjanna ag Frakklands og sennilega eitt- hvað til Vestur-Þýzkalands. Daglegir flutningar Vörubíll frá Ora hefur farið dag lega austur að Þingvallavatni, far- ið hringinn í kringum vatnið og tekið við murtunni hjá bændun- um. Hún hefur svo verið geymd í kæli yfir nóttina og verið unnin daginn eftir. Veiðitíminn hófst fyrir þremur vikum, en veiðin var treg í fyrstu. Síðustu tíu dagana hefur hins vcg- ar verið prýðileg veiði. Veiðunum verður sennilega hætt um helgina. Flugsiys NTB—Stokkhólmur, 10. okt. Tveir sænskir flugmenn létu lífið í morgun, er flugvél þeirra, sem var af Lansen- gerð, fórst hjá Vanern. Þar með hafa tólf manns farizt á árinu með flugvélum af þessari gerð. Ellefu sinnum á árinu hafa orðið óhöpp í sambandi við þessar vélar. 4* t* fh fTtl nlr-llrilK Kiljans var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu 1 ^uumpicmui gærkveldl. Hér að ofan sjáum við Jón Sigurbjörnsson i hlutverki kúnstner Hansen, og til hliðar þá Róbert Arnflnnsson I hlutverki útflytjandans og Bessa Bjarnason í hiutverki innflytjandans. Hollenzka lögreglan sökuð um mannrán NTB—Haag, 11. okt. Sendiráð Sovétríkjanna í Haag bar hollenzkum yfirvöld- um það á brýn í dag að þau hefðu haft hinn 35 ára gamla lífefnafræðing, Aleksej Golub, á brott með valdi. Enn fremur heldur sendiráðið því fram, að hollenzka lögreglan hafi reynt að nema á brott konu hans, Irinu, sem nú er farin heim til Sovétríkjanna. Þetta er haft eftir A.D. Popov, blaðafulltrúa semdiráðsius, sem gerði mál þetta að umtalsefni á fu.ndi meg fréttamönnum í Haag í dag. Hann vakti athygli á því, að þessi orð sín bæri að skoða sem yfirlýsingu af hálfu sendiráðsins. Popov var sjálfur staddur á flug- vellinum sl. mánudag, er slags- málin milli hollenzku lögreglu- mannanna og starfsmanna sendi- ráðsins áttu sér stað. Hann sagði, að þegar Golub var færður til skrifs'tofu sovézka flugfélagsins Aerof'lot þar á velliinum hefði hann virzt ákaflega órólegur. „Ef Golub hefði verið frjáls maðúr, hvers vegna var þá fylgdarlið hans á flugvellinum ivona fjölmennt"? spurði Popov. Ofbeldi gegn sendiráðs- mönnum Sovétríkin leggja ríka áherzlu á að benda á ofbeldi það, sem hol- lenzk yfirvöld beittu ambassador Sovétrikjanna og aðra starfsmenn siendiráðsins. Þar hafi verið beitt ofbeldi, sem ekki eigi sér neina hliðstæðu í milliríkjaviðskiptum vorra tíma. Popov sagði einnig, að sendiráðinu hefðu borizt ýmsar upplýsingar um, ag hinar sönnu tilfinningar Golubs væru alls ekki þær sömu og hol'lenzkir aðilar vildu vera láta, hann hafi auðvit- að neyðzt til að tala þvert um hug sinn vegna aðstöðu sinnar. Popov benti einnig á, ag skjöl hefðu verið send ti.1 hollenzka ut- anrikisráðuneytisins, þar sem full yrt væri, að skóreimar hans og slifsi hefðu verið tekin af hon- um, svo að hann ætti erfiðara með að fremja sjálfsmorð. Talsmaður hollenzku lögreglunnar vísaði þess um fullyrðingum á bug, kvað Gol ub sitja í góð'u yfirlæti hjá hol- lenzku lögreglunni og ekki hafa reynt að fremja sjálfsmorð. Missti meirihluta Stjórnarflokkurinn, Fianna Fail, missti þingmeirihluta sinn í kosn ingunum i írlandi á fimmtudaginn. Hlaut flokkurinn 70 þingsæti, en aðrir flokkar til samans 74 þing- sæti. Fine Cael fékk 47 þingsæti og Óháðir 11. Aðrir smærri flokkar fengu samtals 16 þingsæti. Búizt er við, að Fianna Fai] myndi stjórn með einhverjum smáflokk anna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.