Tíminn - 12.10.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.10.1961, Blaðsíða 14
14 TÍMINN, fimmtudaginn 12. október 1961. — Jæja, mamma mín. Þá þreyti ég þig ekki meira. En þó að ég hafi sært þig núna, þá leitaðu til mín, ef þig vant ar eitthvað. Þér neita ég um fátt, helzt ekki neitt. XXIX. Eftir að Hallfríður hafði fylgt systkinunum úr hlaði, kvatt stóru, fallegu börnin sín tvö, og horft á eftir þeim, unz þau hurfu sýnum, reik- aði hún inn í herbergi sitt, lokaði að sér dyrum, varpaöi sér upp í rúmið sitt og brast í ofsalegan krampagrát. Slikt voðafár hafði aðeins einu sinni áður gripið hana, á kirkjuhólnum á prestssetrinu, þegar verið var að moka ofan í gröf ástvina hennar. Þegar feðgarnir komu heim, var Hallfríður mikið veik. Hafði læknrinn verið sóttur og börnin hennar öll setzt að á Móum og vakað yfir henni til skiptis margar nætur. Var hún nú öðru sinni flutt á kviktrjám á læknissetrið. Þar lá hún vikum saman og allt sumarið fór í afturbata. En Hallfríður komst til heilsu á ný, og átti læknis- frúin mestan þátt í því. Hún var Hallfríði svo óviðjafnan- lega góð og vakti hana til lífs ins með nákvæmri hjúkrun og hressu og hlýju yfirbragði. Engin ástvina hennar kom oftar að finna hana en Gest- ur. Hún þráði hann svo mjög. Henni fannst hún hafa mis- gert svo mikið við hann, að það yrði aldrei bætt. Það var ekki fyrr en hann heimsótti hana á miðju sumri og hafði þá heitbundizt góðri stúlku, að fór að rofa til hjá Hall- fríði. Þá þráði hún mikið Ás- grím litla. Honum fylgdi allt- af létt viðmót. „Sólskinið mitt,“ sagði hún um Ásgrím. Henni fannst hann bera það með sér, að hann væri kjör- inn til þess að ganga fram fyrir fólkið í skrúðklæðum menningarinnar. Hann lofaði henni því að verða annað hvort prestur eða læknir. Jóakim kom oftast vikulega að heimsækja Hallfríði. Hann var hress og sá úrræði til allra hluta. Honum þótti bat- inn koma seint og spurði oft lækninn, hvort Hallfríði gæti ekki eins batnað heima við góða hjúkrun. „Hún hef- ur ekki þolað fjarveru mína í vor,“ sagði hann. „Við get- um hvorugt án hins lifað. Og á það ekki svo að vera um hjón, læknir góður?“ Læknirinn brosti og lét það svar nægja. Sigurbjörg var flutt frá Móum fyrir tveimur árum. Nú dvaldi hún á heim- ili bróður síns, sem bjó stór- búi í næstu sýslu. Þeir feðgar höfðu gist þar í báðum leið- um, er Akureyrarförin var far in, og meira að segja dvalið þar dag um kyrrt í heimleið inni. Hafði þá Jóakim viljað fá Sigurbjörgu heirn með sér, svo að hún gæti verið við fermingu Ásgríms, eins og þurðar gengin. Hann vildi heldur ekki að Ásgrímur réð- ist burtu í atvinnuleit yfir sumarmánuðina. Hann var því alltaf heima, vann föður sínum og las mikið. Næ$ta vetur var hann í fjórða bekk menntaskólans. En svo las hann fimmta og sjötta bekk utanskóla á einum vetri og náði góðu stúdentsprófi. Það ár var hann lengur heima en undanfarin skólaár. Og er hann fór til Reykjavíkur, 39 hann orðaði það. Sigurbjörg verið tilleiðanleg, en bróðir hennar aftekið það með öllu. Á miðju sumri fór Jóakim aðra ferð að heimsækja barnsmóður sína, var mikið um það talað í sveitinni og lögðu það flestir út á einn veg. Sigurbjörg lifði aðeins þrjú ár eftir þetta. Ásgrímur heimsótti hana jafnan, er hann fór til Akureyrar og heim aftur, þessi tvö ár sem hann var þar í skóla. Gladd- ist hún mjög við þá heim- sókn. Er hún úr sögunni. Um miðjan septembermán- uð kom Hallfríöur heim. Jóa- kim fagnaði henni og undir bjó veizlu. Hann nefndi það fermingarveizlu Ásgríms og þriðju brúðkaupsveizlu sina. Fögnuður hans var svo mik- inn, að hann kunni sér lítt hóf. Öll börnin hans sátu þessa veizlu nema dóttirin á Akureyri. Hún lét aldrei sjá sig á Móum. Dregur nú að sögulokum. Vorið, sem Ásgrímur lauk gagnfræðaprófi á Akureyri, brá Jóakim búi, leigði Páli jörðina og hafði kú á eftir- gjaldinu. Auk þess átti Páll að sjá um skepnur föður síns, en nú hafði hann aöeins fáar ær og nokra hesta. Fyrir þess um skepnum heyjaði hann. Voru nú efni hans mjög til hafði hann með tvo unga reiðhesta, þá síðustu, sem faðir hans tamdi og seldi þá við háu verði i Reykjavík. Jóakim átti þá engan tam- inn hest lengur, sem gaman var að koma á bak. Sala góð- hestanna voru hans ráð, enda litlir fjárhagsmöguleikar aðr- ir. Þegar sveinninn var far- inn með eldishestana, sást vel, að Jóakim var brugðið. Hann herti sig upp að vísu, en sjáanlega var það þó gam all, hrumur maður, sem gekk um gafða í Móum. Gestur var kvæntur fyrir nokkrum árum og honum fæddust börn árlega og stund um tvö í einu. Hann átti því í vök að verjast efnalega og þetta haust réðst Elín, systir hans, til hans í vetrarvist. Guðbjörg var líka gift. Gekk hún að eiga roskinn ekkju- mann, sem átti uppkomin böm frá fyrra hjónabandi. Var sambúð þeirra góð, en ekki hafði þeim enn fæözt barn, en það var á leiðinni. Maður Guðbjargar var orð- lagt valmenni, en fremur eignalítill. Þau bjuggu á litl um jarðarparti í sambýli við son Jóseps, mann Guðbjargar, og tengdason. Þennan vetur bauð Jóa- kim Páli jörðina Móa til kaups. Gerðu þeir uppkast að sölusamningi. Átti Páll að greiða jörðina að hálfu á fjórum árum með jöfnum afborgunum, og hinn helm- inginn á næstu 10 árum. Voru það talin hagkvæm kjör og verðinu stillt í hóf. En áður en gengið yröi til fulls frá kaupunum, lagðist Jóakim fársjúkux. Reyndist það svæs in lugnabólga. Elín og Guö- björg komu þegar báðar og stunduðu föður sinn ásamt Hallfriði. Hann var órólegur mjög í veikinni og hélzt illa í rúminu og fór lítt að ráðum læknis. „Eg hef aldrei fengið lugnabólgu fyrr. Það kemur ekki til þess að hún vinni á mér. Eg læt mig ekki.“ Það var kalsaveðux þessa daga og bse&nn orðinn gamall og gis- inn. Það var því erfitt að halda hjónaherberginu heitu, og sóttin elnaði stöðugt. Jóa kim hafði oft óráð og var rænulítill marga stund. Eina nótt svaf hann mikið og var því sjáanlega af honum dreg ið. Hallfríður sat við rúmið, en systurnar höfðu lagt sig í öllum fötum í xúmið á móti. Þá vaknaði sjúklingurinn allt í einu og horfði sljóum augum um herbergið. — Hallfriður, Hallfn'ður, ertu hér? — Já, vinur minn,“ sagði hún og greip fálmandi hönd hans. — Hvað get ég fyrir þig gert?“ — Dauðinn er þarna, þarna í horninu. Rektu hann út. Eg kem ekki. Nei, nei, nei. Ekki. Farðu. Hallfriður. Hann er ósveigjanlegur. Getur þú fylgt mér, fylgt mér.“ — Já, elsku vinur. Eg get bað, ef guð vill. — Elsku vinur. Hallfríður, sagðirðu elsku vinur?“ — Já, elsku vinur. Eg er hér hjá þér. Eg held í hönd þína Finnurðu það ekki? — Elsku vinur, elsku vin- ur. Þú segir það, Hallfríður. Nei, dauði, ég er ekki til. Nei, nei. — Hann róaðist snöggvast. — Elsku vinur, þú alltaf hjá mér, líka í gröfinni? — Já, elsku vinur, líka í gröfinni, sagði hún. — Eg hræðist, hræðist dóm stólinn. Ásgrimur minn, drengurinn minn. Jórunn. — Þú hér, — hvað? Er ég að deyja? Hallfríður, þú fylgir mér. — Eg geri það, ef guð vill, sagði hún. — Guð vill, já. Guð vill, komdu, dauði. Hallfriður með. Eg er til, já, reiðubúinn, komdu. Sjúklingurinn lokaði aug- unum, féll í væran svefn. Litlu síðar skildi hann við. Ásgrímur kom að jaxðarför föður síns og mælti nokkur orð yfir gröfinni og þótti mælast vel, svo ungur sem hann var. Fimmtudagur 12. október: 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 „Á frivaktinni", sjómannaþátt- ur (Sigriður Hagalín). 15.00 Miðdegisútvarp. 16.30 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Concert Arts hljóm sveitin leikur verk eftir tvö bandarísk nútlmaskáld: Vladi- mir Golschmann stjórnar. a) „Hljóðlát borg“ eftir Aaron Copland. b) Tveir „kórískir" dansar eftir Paul Creston. 20.20 Erindi: Þvert yfir írland; fyrri hluti (Dr. Björn Sigfússon há- skólabókavörður). 20.45 Einsöngur: Jussi Björling syngur sænsk lög. 21.00 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói; fyrri hluti. Stjórnandi: Jind- rich Rohan. Einleikari: Micha- el Rabin fiðluleikari frá Banda ríkjunum: a) Karneval eftir Dv’orák. b) Fiðlúkonsert í e-moll eftir Mendelssohn. 21.45 Kórsöngur: Nonman Luboff- kórinn syngur kvöldljóð. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Smyglarinn" eft- ir Arthur Omre; XX. — sögu- lok (Ingólfur Kristjánsson rit- höfundur). 22.30 Sinfónískir tónleikar: Sinfónía nr. 6 í esonoll op. 111 eftir Prokofjeff (Fílharm- oníusveitin í Leningrad leikur; Evgenij Mravinskij stjórnar). 23.10 Dagskrárlok. Náttúrufræðingurinn frá upphafi. Óbundið úr- valseintak. Einnig fjöldi eigulegra úrvalsbóka. Fornbókaverzlun Stefáns Guðjónssonar Klapparstíg 37 EIRTKUR VÍÐFFÖRLI Ölfurinn og Fálkinn 69 Eiríkur gerði snögga árás á Bú- staðalénsmanninn, og þeir féllu báðir til jarðar. Eiríkur varð ofan á. Hann spratt á fætur og brá sverðinu, en hinn maðurinn hreyfð ist ekki. Við nánari athugnu kom í Ijós, að hann var hálsbrotinn. Sveinn reis nú upp. — Hvar er hinn? spurði hann, reiður yfir að hafa misst af bardaga. — Það lítur út fyrir, að aftur hafi verið leikið á okkur, sagði Eiríkur og benti á hundna hestinn. — Eg býst við,að hann hafi orð- ið hér eftir til þess að taka okk- ur höndum, en hinn hafi haldið áfram með skilaboðin. Það er rr.ikil heppni, ef hann næst, áður en hann kemst alla leið. , . i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.