Tíminn - 12.10.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.10.1961, Blaðsíða 8
T í M I N N, fimmtudaginn 12. október 1961. * Miklir annadagar í Steypustöðinni Stór og grá bygging stend- ur undir sandkambi, sem haldið er í skefjum með marg faldri tunnuröð, svo að hann renni ekki yfir hana og kæfi hana. Hún er með nokkrum gluggum og nokkrum dyrum á sér miðri. Tröppur með mörgum stöllum og mörgum hlykkjum liggja að þeim, þakt ar sementsryki. Ofan á koll- inum á byggingunni er stór vörubíll og snýr pallinum að „sílói“, sem stendur við hlið hennar eins og tröllslegt brennivínsstaup. Við sjáum mannshaus bregða fyrir í einum glugganum og göng- um upp tröppurnar með mörgu stöllunum og mörgu hlykkjunum og miðum á hausinn. Hann hverfur og við göngum inn um dyrnar skammt frá honum. — Kom inn, segja fjórar raddir í einum kór, og jafnmörg andlit horfa á okkur, þegar við göngum inn. Það er auðséð á þeim, að þau eru stikkfrí, og sum þeirra hafa kaffibrúsa fyrir augunum. — Eg hélt, að það væri alltaf vitlaust að gera á Steypustöðinni — Það er það lika, en við erum í kaffi. — Hvað vinna margir menn hérna? — Við vitum það ekki. Það verður fyrst að telja þá á fingr- unum, svo á tánum og byrja svo á fingrunum aftur, segir einn þeirra, og hoifir með velþóknun á fætur sína, sem liggja upp á 'krifborðinu fyrir framan hann. — Hvað eru margir bílstjórar á steypubílunum? — Þeir eru jafnmargir tánum og fingrunum, segir sá með fæt- urna á skrifborðinu. — Þeir eru tuttugu, segir annar til s'kýringar. — Jafnrnargir tánum og fingr- unum. — Hver.ær er mest að gera? — Það er alltaf mest að gera . En stundum er allt vitlaust. Það koma dagar, sem eru alveg vit- lausir. Núna fer mest í Miklu- brautina. Það má aldrei stoppa. Þegar við göngum út úr her- berginu, heyrum við æsta rödd í hátalara, og horfum allt í kring- um okkur, til þess að sjá þann, sem hún er að skamma, en sjáum engan, nema hvoírn annan. Um leið og við nálgumst, hættir rödd- in. Við höldum áfram að leita að röddinni, en hún lætur ekki á sér kræla. Loks komum við inn í s'kúr, sem er byggður utan um sílóið og í honum eru ótal takkar, handföng og tittir. Upp um alla veggi gefur að líta reyktóbaksbox, sem eru fest upp með stórum naglagaurum í gegnum belginn. Á meðan við erum að dást að þessari furðulegu skreytingarlist, vindur maður sér inn í herbergið og togar í eina stöngina, og um leið heyrast ægilegir skruðningar undir fótnm okkar. Maðunnn tog- ar í hverja stöngina af annarri, og það verða enn fleiri skruðn- ingar . — Til hvers ertu að toga þetta? — Eg er að vikta á bílinn fyrir neðan. Hann fær visst magn af hverju efni fy.rir sig. Sementið kemur úr bragganum hérna við hliðina. Það fer upp í skúffum og ofan í sílóið og blandast mölinni, sem bílarnir sturta ofan í það. Eg skammta svo bílunum, sem bakka að fyrír neðan okkur. — Er ekki stanzlaus straumur af bílum, sem koma að sækja steypu? — Það er oft fjandi mikið af þeim. Stundum verð ég að éta matinn mmn standandi hérna við viktina og kippa í stengurnar milli þess sem ég sting matnum upp í mig. — Er ekki mikill sementsmökk- urinn hérna, þegar mikið er að vikta? — Það er alveg grásvartur mökkurinn. Þetta er bölvaður við- bjóður. — Hvað ertu búinn að vera lengi við þetta? — Eg hef nú ekki verið lengi á viktinni. Eg keyrði áður bíl hjá þeim, annars er ég búinn að vera hérna í 13 ár. Það er langur tími, og maður myndi ekki tolla, ef það væri ekki kaupið. Þetta er svoddan bölvað ryk. Þó er það verra hjá þeim í bragganum. Hann fyllist alveg af ryki, þegar vestanáttin blæs inn um dyrnar hjá þeim. — Neglirðu tóbaksboxin á vegg- ina til þess að hrella sjálfan þig og venja þig af því að reykja? — Nei, við gerðum þetta einu sinni til þess að strj$g wofikstióih anum. Hann sá einu sinni boxin hjá okkur og sagði, að það væri ægilegt að sjá, hvernig við brennd- um peningunum. Um leið og við göngum út heyr- ist æsta röddin aftur og viktar- maðurinn tekur undir sig stökk og hleypur inn í litla skonzu rétt við dyrnar á skúrnum. Hann talar nokkur orð við æstu röddina. Hún anzar og segir: „Eg skipti“. — Við hvern ertu að tala? — Bílarnir hafa talstöð og kalla á okkur, þegar þeir þurfa að láta okkur vita um eitthvað varðandi keyrslu, segir viktarmaðurinn og tottar pípuna. Inni í bragganum stendur mað- ur við tr'éstokk, tekur sements- poka snarlega undir arminn, sker þá á háls með bognum hníf og hleypir innvolsinu niður í stokk- j inn um leið og hann þeytir tóm- j um pokunum aftur fyrir sig. Hann i tekur hvern pokann á fætur öðr- um og rekur hnifinn á hol í þá. Hreyfingar hans eru snöggar og hnitmiðaðaT, og það er auðséð, að hann er verkinu vanur. — Þú kannt þetta orðið? — Eg er búinn að vera við þetta í fimmtán ár. Þetta er ó- þverravinna, en maður verður að gera eitthvað, annars er allt búið. Eg er nú kominn á níræðisald- ur.... — Nei, nú trúi ég þér ekki. — Eg er áttatíu og eins. — Þú ert ekki meira en sex- tugur. Maðurinn tekur sementspoka léttilega undir arminn og rekur hnífinn í hann. — Eg er áttatíu og eins, en ég hef heilsu. Það er allt í lagi á meðan heilsan er, og hún er góð hjá mér. — Er það satt, að hann sé á níræðisaldri, spyrjum við aldraðan mann og alvarlegan, sem stendur á lyftitæki rétt hjá okkur. — Það r-r satt, en það trúir því enginn Þeir kalla hann „litla strákinn í bragganum". Það er von. Hann er eins og unglamb í hreyfingum. Sá áttræði stekkur með fjaður- Viktarmaðurinn togar í stangirnar og tottar pípu sína. (Ljósmyndir: Tímlnn, G.E.) Steypus'töðin. Verið er að fylla steypubíi, sem stendur undir silóinu til vinstrl. magnaðri hreyfingu upp á pall við stokkinn. iu _ {>að er um að gera að hafa nógu góða heilsu, segir hann og brosir. Annars er bölvuð óholl- usta af þessu ryki. Það smýgur í gegnum allt. Það eru engin föt til, sem halda því og maður verð- jur að fara í bað á hverjum degi. I Það þýðir heldur ekkert að þvo jytri fötin, þau verða bara hörð á !því. Eg fer nú bráðum að hætta 'þessu. En það er vont að hætta, j þegar maður er gamall. Þegar vinnan er búin, er allt búið. Nokkrir bilstjórar á steypubíl- jum standa í braggadyrunum og kasta mæðinni meðan bílar þeirra eru fylltir. — Er það satt, að þið séuð mestu ökufantar í bænum? — Maður hefur svo sem heyrt það utan að sér, en það er ekki Frrmhalo a ió siðu „Litli strákurinn í bragganum" hvetur hnífinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.