Tíminn - 12.10.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.10.1961, Blaðsíða 6
6 T I MI N N, fimmtudaginn 12. október 1961. Það eru liðin 16 ár frá því að fyrsta bók kom eftir Guðrúnu Árr.adóttur frá Lundi, og þetta er 16. bókin, sem hún sendir frá sér. Guðrún frá Lundi var 58 ára að aldri þegar fyrsta bók hennar kom út. Þá mun hún hafa verið nær öllum landmönnum ókunn, nema nágrönnum sínum í þeim sveitum, þar sem hún hafði alið aldur sinn. Guðrún er fædd að Lmndi í Fliótum. Þar bjuggu foreldrar hennar, greind en fremur fátæk dugnaðarhjón með 11 barna hóp. Þegar Guðrú.n var ellefu ára, fluttist hún með foreldrum sín- um að Enni á Höfðaströnd. Þar lærði hún að skrifa. Og er hún ’hafði læit þá list, fór hún þegar að skrifa sögur. Er hún var 22 ára gömul gekk hún í hjónaband. Um sömu mundir eyðilagði hún mest- an hluta söguhandrita sinna. Með manni sínum, Jóni Þorfinnssyni bjó hún í 48 ár. En þá andaðist björgum, litlu koti fram undir ó- , byggðum og síðast í 17 ár á Ytra- Mallandi á Skaga. Þessi æviatriði Guðrúnar hef ég haft úr formála fyrir þessari síðustu bók hennar, er séra Helgi heitinn Konráðsson hefur skrifað. Hann segir og með- al annars í þessum formála: „Árið 1939 fluttist Guðrún með ínanni sínum til Sauðár'króks. Nokkru síðar byggði Jón sér lítið hús, og þar búa þau hjónin tvö ein, glöð og ánægg og elskuleg heim að sækja.“ Sóra Helgi endar umsögn sína nm Guðrúnu með þessum orðum: „Þegar ég heimsótti Guðrúnu síðast hittist svo á, að hún var að þvo þvottinm sinn. Hún stóð við rafknúna þvottavél, sem tók af henni erfiði vinnunnar. Ðg settist í eldhúsið hjá henni til að spjalla við hana um stund, og hún sótti konfekt til að gæða mér á. Ég sá í eldhúsi hennar ýmis raftæki, sem nauðsynleg þykja nú á tím- um. Og meðan ég virti þau fyrir mér, hugsaði ég til bernskuára húsmóðurinnar, sá fyrir mér hlóð- areldhúsið fullt af reyk og litla hann. Fyrst bjuggu þau hjón á 4, hluta úr Þverárdal, síðan á Vala- stúlku með taðpoka á bakinu að sækja í eldinn fyrir móður sína. Varla mundi hún fá sælgæti í munninn að verkalaunum. Og ég hugsaði um kjör þessarar húsmóð- ur á fyrstu búskaparárum henn- ar, þegar hún bjó í þröngum, köldum torfbæ með lítil börn, eitt í vöggu og önnur á palli. — Tals- verðar breytingar eru orðnar á síðan. Sagan um afa og ömmu er á- hrifamikil og gott fyrir ungu kyn- slóðina að kynnast henni. Því eiga þeir þakkir skilið, sem segja þá sögu. Hún mætti verða til að auka skilning þeirra, sem ungir eru, á gildi þess, sem þeim er veitt. Sag- an um afdalabarnið, er sigrar í lífsbaráttunni, er áhrifamikil og fögur“. Þorsteinn M. Jónsson: STÝFÐAR FIADRIR ásetning hennar. Ráðsmaðurinn var forkur duglegur, séður búmað- ur:, þrekmikill, myndarlegur og góður söngmaður.r„Það var barn- ið hennar, er sett hafði fótinn fyr- ir gæfu hennar.“ Þessa verður Eftir Guðrúnu frá Lundi Það hefur enn ekki verið mikið ritað um ævi Guðrúnar frá Lundi. Því er mikill fengur fyrir þá, sem fræðast vilja eitthvað um hana, að hirnni skilriku frásögn séra Helga. Séra Helgi hefur haft glögg an skilning og mikla samúð með sérstöðu meðal íslenzkra rithöf- unda. Hún hefur aldrei gengið í skóla, og er þvi „ómenntuð“ eftir því, sem kallað er. Annir við bú- skaparstrit hafa hamlað henni að fást við skriftir fyrr en hún var orðin öldruð. En frá því að bæk- BÆKUR OG HÖFUNDAR hinni aldurhnignu sveitakonu, sem gerist einn af afkastamestu skáld- sagnahöfundum þjóðarinnar, þeg- ar hún er nær sextugu, og hefur þá loks tíma til að skrifa. Ég ef- ast ekki um, að hinn gáfaði og góðviljaði prestur hafi hvatt Guð- rúnu til að skrifa eftir að hún kom í nágrenni við hann. Um þær mundir, sem Guðrún missti mann sinm, var hún svipt þeim litla skáldastyrk, er hún hafði haft. En samt heldur hún áfram að skrifa. Líklega er það nú orðið hennar líf og ef til vill eina yndi. Þegar ég er nú ag skrifa þessar línur, hef ég á borðinu hjá mér nýútkomna bókmenntasögu eftir dr. Stefán Einarsson. Ég fletti upp í henni til þess að sjá hvað hann segi um Guðrúnu frá Lundi. Hann segir þar': „Miklar og breiðar sveitalífslýs- ingar skrifar uppgjafahúsfreyja á Sauðárkróki, Guðrún Árnadóttir frá Lundi í Skagafirði, sem sendir frá sér hvert bindið á fætur öðru“. Þá telur hann upp sögur hennar og segir að þvi loknu: „Hún mun vera langvinsælasti og afkasta- mesti höfundur landsins". Hann skrifar ekki meir um hana, en það er mikið sagt í lokasetning- unni. Hann nefnir ekki, hvsð það muni vera í sögum Guðrúnar, sem gerir hana „vinsælasta höfund landsins“, enda er það líklega of- mikið sagt hjá dr. Stefáni. Réttara væri að segja, að hún væri meðal vinsælustu höfunda landsins. En allt bíður srns tíma. Bókmennta- fræðingar hafa ekki skrifað mikið enn um Guðrúnu frá Lundi. En líklegt þykir mér, að einhvern tíma muni einhver bókmennta- fræðingur skrifa langt mál um hana og bækur hennar, ef til vill doktorsritgerð. Guðrún frá Lundi hefur nokkra ý / ur hennar fóru að koma út, hafa þær verið lesnar meir en bækur flestra annarra rithöfunda vorra, en niðurjöfnunarnefnd skálda- styrkjanna telur hana lítt styrk- hæfa. En þótt hún fái litla eða enga viðurkeuniinigu hjá þeirri nefnd, heldur hún samt ótrauð áfram að skrifa, enda veit hún, að bækur hennar eru lesnar; og út- gefandi hennar mun greiða henni mjög há ritlaun. En hvers vegna eru bækur Guð- rúnar frá Lundi lesnar af fleirum en bækur flestra annarra höf- unda? Er það vegna þess að megin hluti þeirrar þjóðar, sem hefur skrifað og geymt Njálu, Eglu, Heimskringlu og Eddurnar, og fengið sína andlegu næringu frá þeim um aldir með því að lesa þær og læra, sé orðin svo heimsk og sneydd dóm.greind á bókmennt- ir, að hún vilji helzt lesa eitthvert rugl og léttmetj? . , m Guðrún frá Eundi var orðín 27 ára gömul er fyrri héimsstyrjöldin skall á. Hún hefur því lifað tvær heimsstyrjaldir. Fjöldi þeirra skálda vorra, sem nú skrifa bæk- ur, eru aldir upp á styrjaldarárum eða í hléinu á milli styrjaldanna. Þeir, sem flestir aðrir listamenn, hafa mótazt meir og minna af áhrifum styrjaldanna. Styrjalda- ótti, lífsflótti, uplausn og óeðli er mjög einkennandi í lífi, listum og bókmenntum margra nútíma- manna. En í skáldsögum Guðrúnar frá Lundi gætir lítt styrjaldaáhrif anna. Hún er skyldari þeim höf- undum, sem skrifuðu skáldsögur um síðustu aldamót en nútímahöf- undum. Henni lætur líka bezt að skrifa um menn og þjóðlíf eins og það var áður en heimsstyrjaldirn- ar gerbreyttu flestu. Guðrún frá Lundi kann þá list að gera alla atburði, jafn smáa sem stóra, sögulega, og hún er WJVmWmV.VmWmV^mWmW.VmVmWmVmV^'mWmWmVmV.WmW.V.WmWmW.W.Wm' Í Í. í í BINGÓKVOLD í LIDO, HEFST KL. 8.30 Í KVÖLD Margir glæsilegir vinningar, þar á meftal: Utanlandsfer'ð — kaffistell málverkaeftirprentanir — rafmagnsvörur matvörur — og fleiri verímætir vinningar. Húsfö opnatS kl. 8.00 Hljómsveit hússins leikur ti! klukkan 1. Söngvarar: Ragnar Bjarnason og Helena Eyjólfsdóttir. Stjórn Félags ungra Framsóknarmanna. jafnan snillingur í mannlýsingum. Hún hefur jafnan óþrjótandi sögu- efni úr hinu daglega lífi, án þess að tvinna inn í sögur sínar reyf- araatburði. Sögur hennaf eru rétt- ar lýsingar á mönnum og þjóðlífi, en ekki neinn spéspegill af raun- veruleikanum. Þetta er það, sem gert hefur Guðrúnu að vinsælum rithöfundi. Síðari sögur Guðrúnar hafa ekki verið eins svipmiklar eða risháar, sem tvær þær fyrstu, Dalalíf og Tengdadóttirin, fyrr en nú hin nýjasta saga hennar. Mér finnst hún vera á meðal beztu bóka hennar. Þegar í fyrstu linum sögunnar bindur hún lesandann fastan við söguefnið. Efnuð og glæsileg maddama, prestsekkja, er býr á stórbýli og er enn á góðum aldri, verður þess áskynja, að dóttir hennar og ráðsmaður hennar eru farin að draga sig saman. En sjálf hafði hún þó ætlað sér ráðsmann- inn, án þess þó að nokkrir aðrir hefðu haft hugmynd um þennan dóttirin að gjalda af hálfu móður sinnar um allmörg ár, án þess hún viti til þess að hún hafi brotið nokkuð af sér við móður sína. Sagan gerist á þeim tíma er enn voru fráfærur, langur vinnutími og hreppsómagar boðnir upp, þannig, að sá hreppti, sem lægst meðlag vildi taka með ómaganum. í sögunni eru margar og marg- breytilegar persónur. Höfundi fat- ast hvergi með mannjýsingar frem ur en í fyrri sögum sínum. Aðal- persónurnar eru hin vonsvikna, greinda, skapfasta og þrekmikla prestsekkja, Kristján ráðsmaður, er kvongast prestsdótturinnni, Rósu, reynist eftir giftinguna úr hófi ágjarn, eigingjarn, tillitslaus við allt fólk, sem hjá honum vinn- ur, telur lasleika og veikindi aum ingjaskap og leti, og Rósa kona hans, prestsdóttirin, alin upp við eftirlæti, góð stúlka, en verður fyrir mörgum vonbrigðum eftir giftinguna. í sögunni er jöfn stíg- andi. En hún er aðeins fyrsti hluti af stærra verki. Bíða margþætt óleyst viðfangsefni framhalds sög- unnar. ALLT Á SAMA STAÐ PAYEN PAKKNINGAR PAKKDÓSIR í FLESTA BÍLA Sendum gegn kröfu. EGILL VILHJÁLMSSON H.F. Laugaveg 118, sími 2-22-40. Þökkum innilega auSsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför Steindórs Jóns Björnssonar Sigrlður Steindórsdóttir Guðjón Brynjólfsson og börn. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hluttekningu við and- lát og jarðarför Guöjóns Jónssonar frá Búrfelli i Miðfirði. Systkinin. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför föður okkar og tengdaföður. Aage M. C. Frederiksen, vélstjóra. Guðrún og Martin Frederiksen. Margrét og Harry Frederiksen, Hallfríður og Björgvin Frederiksen, Svava og Adolf Frederiksen, Ágústa Frederlksen, María og Gunnar Frederiksen, Ásgelr Frederlksen. Jarðarför föður okkar, Ingvars S. Jónssonar, frá Seyðisfirði fer f;-sm f- itudaginn 13. okt. kl. 1,30 frá Fossvogskirkju. Jón Örn Ingvarsson, Ólafur Ingvarsson. ,v.w ,w, w.v.v.v.v, ■W.W,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.