Tíminn - 12.10.1961, Blaðsíða 9
TÍMINN, fimmtudaginn 12. október 1961.
9
Björn Jóhannesson:
UM VÍXLSPOR ÁBURD-
ARVERKSMIÐJUNNAR
i.
Bréfaskriftir og blaðagreinar.
Þann 31. ágúst s. 1. sendi ég
stjórnarmaður Áburðarverk-
smiðjunnar, þeim Halldóri H. Jóns
syni, Jóni ívarssyni, Kjartani Ól-
afssyni, Pétri Gunnarssyni og Vil-
ihjálmi Þór, samhljóða bréf, svo-
hljóðandi:
„Herra........ (nafn) ..........
stjórnarformaður Áburðarverk-
smiðjunnar h/f,
Gufunesi.
Bg hefi jafnan fylgzt nokkuð
með starfsemi Áburðarverksmiðj
unnar h/f og þeim nýmælum
varðandi framleiðslu, er verk-
smiðjan hefir haft á prjónunum.
Eg mun og hafa átt nokkum þátt
I að verksmiðjan lagði ekki í ó-
skynsamlegar framkvæmdir, svo
sem framleiðslu „kalkáburðar"
(áburðarkalks) og blandaðs á-
burðar, og vonandi tekst einnig
að koma í veg fyrir framkvæmd
jafn fjarstæðukenndrar hug-
myndar eins og framleiðsla kalk-
ammonsaltpéturs er við íslenzkar
aðstæður.
Nú skilst mér, að síðasta hug-
dettan sé að flytja inn þrífosfat
og kalíáburð laust, sekkja vöruna
við Áburðarverksmiðjuna og
dreifa svo þaðan um landið. Eg
leyfi mér að fullyrða — og tel
auðvelt að rökstyðja þá staðhæf-
ingu — að hér sé um að ræða ó-
skynsamlega framkvæmd, er
myndi koma fram sem auknar á-
lögur á bændur og neytendur.
Aðrar niðurstöður varðandi þetta
mál hljóta að byggjast á misskiln
ingi eða röngum forsendum.
Um leið og eg leyfi mér að
lýsa framangreindu viðhorfi
mínu, vil eg vekja á því athygli,
að ákvörðun um framkvæmd um-
ræddrar hugmyndar um sekkjun
innflutts áburðar mun kalla
fram gagnrýni og mótmæli. En
vonandi er að efcki verði rasað
um ráð fram í þessu máli, og op-
inberar umræður um það komi
því efcki til.
Bréf samhljóða þessu hefi eg
sent öllrnn stjómarmönnum Á-
burðarverksmiðjunnar og afrit
af því landbúnaðarráðherra.
Virðingarfyllst,
Bjöm Jóhannesson (sing.)“
Til þessarar bréfritunar lágu
neðangreindar meginástæður:
1) Ég hafði fregnað — m. a. af
samtölum við Jón ívarsson — að
meiri hluti stjórnar Áburðarverk-
smiðjunnar hafði ákveðið að
kaupa tæki til framleiðslu kalk-
ammonsaltpéturs, með því að
blanda saman skeljasandi og
Kjarna.
2) Meiri hluti stjórnar Áburð-
arverksmiðjunnar hafði þá í und-
irbúningi „tilboð“ til landbúnaðar-
ráðherra um „verðlækkun" á inn-
fluttum áburði, er næmi kr. 100,00
á smálest í eitt ár, ef verksmiðján
fengi einkarétt til heildverzlunar
með áburð, enda yrði hann þá
fluttur inn laus, eins og nefnt er
í framangreindu bréfi.
3) Þar sem ég taldi og tel enn,
að fjárhagslegan — og sumpart
tæknilegan — grundvöll skorti
fyrir umræddar framkvæmdir,
sem yrðu því að teljast óskynsam-
legar og óæskilegar, kaus ég að
láta þessa skoðun í Ijós við stjórn
armenn Áburðarverksmiðjunnar, í
þeirri von að fram færi meiri og
gaumgæfilegri athugun á framan-
greindum atriðum.
Síðan hefur tvennt gerzt: (1)
Stjórn Áburðarverksmiðjunnar
hefur sent landbúnaðarráðherra
umrætt „tilboð", og (2) málið hef-
ur borizt á opinberan vettvang.
Mun Alþingi ætlað að taka ákvarð-
anir um veigamikla þætti þess. Því
tel ég eðlilegt að viðhorf mín komi
einnig fram opinber'lega. Um leið
vil ég þó lýsa þeirri skoðun minni,
að skynsamlegt sé að forðast í
lengstu lög opinberar umræður
um tæknileg fyrirkomulags- eða
framkvæmdaatriði. Slíkar umræð-
ur eru raunar oftast afleiðing eða
tákn ónógs tæknilegs undirbún-
ings eða handahófskenndra vinnu-
bragða að öðru leyti, og af þess
konar ástæðum er grein þessi knú-
in fram. Megintilgangur hennar er
að vekja athygli á annmörkum
tveggja fram kominna tillagna: (1)
framleiðslu kalkammonsaltpéturs
og (2) innflutnings ósefckjaðs á-
burðar. Um verzlunarhlið málsins,
þ.e. fram komna beiðni eða tilboð
um að Áburðarverksmiðjunni h/f
verði veittur einkaréttur til kaupa
og heildverzlunar á öllum innflutt-
um áburði, mun ég hins vegar
segja fátt eitt.
II.
Framleiðsla kalkammon-
saltpéturs á íslandi
er fjarstæða.
Hér á eftir er drepið á helztu
atriðin er mæla gegn því að kalfc-
ammonsaltpétur verði framleiddur
hér á landi:
1) Kalkþörf landbúnaðarins, að
því er ræktun og fóðurkalk varð-
ar, er þegar leyst á mjög hag-
kvæman hátt, og verður þar naum
ast um bætt. Sementsverksmiðjan
á Akranesi framleiðir nú þegar
áburðarkalk við stórum betri að-
stæður en hugsanlegt er að skapa
á nokkrum öðrum stað hér á landi.
Þeir, sem hafa þörf fyrir áburðar-
kalk, geta keypt það á Akranesi
við miklu lægra verði en unnt yrði
að bjóða annars staðar. Sé þetta
kalfc malað, er það án efa ágætt
fóðurkalk.
2) Þar sem kalkskortur jarðvegs
ins er svo mikill, að notkun sér-
staks áburðarkalks eykur sprettu,
myndi kalkammonssaltpétur ekki
nægja; til þess færir hann jarð-
veginum of lítið kalkmagn árlega.
Aðeins.notkun áburðarkal'ks getur
bætt úr þess konar þörf svo að
viðhlítandi sé.
3) Þar sem kalk eykur ekki
sprettu, en fóður er eigi að síður
talið of kalksnautt, er stórum hag-
kvæmara að bæta þar úr með því
að gefa búfénaðinum steinefna-
blöndu eða fóðurblöndu, sem inni-
heldur kalk, heldur en að reyna
að auka kalkmagn og fóðurgæði
grassins með því að bera kalk á
landið.
4) Hvert kg. af kalki komið til
bóndans yrði miklu dýrara í kalk-
ammonssaltpétri en ef það væri
keypt beint frá sementsverksmiðj
unni á Akranesi.
5) Loks er skeljakalk að mínu
áliti ónothæft til íblöndunar
Kjarna, þ.e. til framleiðslu kalk-
ammonssaltpéturs, sbr. grein
mína í „Tímanum" þann 8. júní s.l.
Enn fremur má geta þess, að í
tveim greinum í „Tímanum" (þ.
27. apr. og 8. júní s.l.) og í grein-
argerð til stjórnarmanna Áburðar-
verksmiðjunnar hef ég rætt þessi
mál og rakið annmarkana á fram-
leiðslu kalkammonssaltpéturs hér
á landi. Ekki hefur komið fram
gagnrýni á þessu áliti mínu, svo
að mér sé kunnugt. En þrátt fyrir
ýtarlegar upplýsingar um hina
mörgu og augljósu annmarka á
framleiðslu kalkammonsaltpéturs
hér á landi, sem verksmiðjustjórn
inni hafa borizt, samþykkir hún að
keypt skuli tæki til framleiðsl-
unnar.
ra.
„Tilboð“ Áburðarverksmiðjunnar
ekki á rökum reist. Ósekkjaður
áburður yrði dýrari.
Hér skal drepið á nokkur megin-
atriði.
1) Eins og innflutningi áburðar
hefur verið háttað eftir að Þor-
lákshöfn varð innflutningshöfn, er
um 80% flutt beint á hafnir útan
Reykjavíkur, en um 20% er skipað
upp í Reykjavík. Ef áburðurinn
yrði fluttur ósekkjaður beint til
Gufuness, þyrfti að skipa út aftur
nálega 4/5 hlutum hans til hinna
ýmsu hafna. Af því myndi ber-
sýnilega leiða mikinn aukakostnað
vegna upp- og útskipunar og flutn
ingsgjalda.
2) Uppskipunaraðstaða er nú
slæm í Gufunesi og verður ætíð
ótrygg, vegna þess að skip geta
ebki athafnað sig þar við bryggju
í sumum vindáttum. Stækkun
bryggju og viðhlítandi afkastamikl
ir kranar yrði tiltölutega dýrt
miðað við hina sáralitlu notkun,
og þar að auki yrði að flytja vör-
una á bifreiðum í geymslu- og
pökfcunarhús, þar sem um nokkra
fjarlægð er að ræða. Þetta er erfið
upp -og útskipunaraðstaða miðað
við það sem gerist við flestar
áburðarverksmiðjur.
3) Vinnutími sekkjunartækja
fyrir þrífosfat og kalíáburð yrði
tiltölulega skammur ár hvert, og
nýting tækjanna því léleg. Auk
þess myndi torvelt að halda sömu
mönnum við þessa vinnu ár eftir
ár, sökum þess hve pökkunartíma-
bilið.(ör1“iSttítt, ‘éh1 tnér er kunnugt
um'1 að' ábúPðaryé'rksmiðjur telja
það mikils virði að hafa vel þjálf-
að lið við þessi störf. Sekkjun í
Gufunesi yrði því augljóslega
miklu dýrari en í stórum verk-
smiðjum erlendis, þar sem sekkj-
unarvélar eru í gangi með æfðum
mönnum nær óslitið allt árið.
4) Áburðarsala ríkisins hefur
flutt allan erlendan áburð til
landsins með íslenzkum skipum.
Það er að sjálfsögðu ósk allra
landsmanna að láta íslenzk skip
ganga fyrir um flutninga að öðru
jöfnu, og vitað er, að bæði Eim-
skipafélag íslands og Skipadeild
S. f. S. hafa áhuga á að annast
áburðarflutningana. Hins vegar
hafa þessi skipafélög lakari að-
stöðu til strandferða, vegna skorts
á skipum af hentugri stærð. Má
gera ráð fyrir, að mánuðina marz,
apríl og maí þyrfti að leigja er-
lend skip til strandflutninga á
áburði frá Gufunesi, ef horfið yrði
að því ráði að sekkja þar allan
innfluttan áburð. Þar sem íslenzk
skipafélög eiga enn fremur örðugt
með að keppa á alþjóða-siglinga-
markaði, myndu þau standa hall-
ari fæti um flutninga á ósekkjuð-
um áburði erlendis frá, heldur en
í sekkjum á ströndina. Með þeirri
flutningaaðferð geta íslenzk skipa-
félög innt af hendi þjónustu, sem
erlend skipafélög hafa síður að-
stöðu til að veita, og hefur þetta
atriði styrkt samkeppnisaðstöðu
íslenzkra aðila um áburðarflutn-
inga til landsins. íslenzkum skipa-
félögum mun raunar ljóst, að inn-
flutningur á lausum áburði yrði
landsmönnum kostnaðarsamari en
sú flutningaaðferð sem tíðkazt hef-
ur, og telja þau því óhyggilegt að
hverfa frá flutningi í sekkjum.
Fleiri atriði mæla gegn inn-
flutningi á ósekkjuðum áburði, en
ekki sfculu þau rakin hér.
Gegn hinni óhagstæðu aðstöðu,
sem er stuttlega skýrð hér að
framan, vegur það eitt, að farm-
gjöld fyrir ósekkjaðan áburð eru
eitthvað lægri. Ég tel þó einsætt,
að sparnaður sá, er af þessum mis-
mun hlytist, myndi hvergi nærri
hrökkva til að standa straum af
auknum kostnaði á öðrum liðum,
sbr. framangreindar athugasemdir.
Ég hef átt þess kost að ræða þessi
flutningamál við sérfræðinga
tveggja áburðarverksmiðja, og var
álit beggja, að við okkar aðstæður
yrði tvímælalaust ódýrara og hag-
kvæmara að flytja áburðinn inn í
sekkjum eins og gert hefur verið
til þessa.
IV.
Um blandaðan áburð.
f framhaldi af því, sem drepið
er á um blandaðan áburð í bréfi
mínu til stjórnar Áburðarverk-
smiðjunnar frá 31. ágúst s.l. skal
tekið fram eftirfarandi:
í ársbyrjun 1959 samþykkti
meiri hluti stjórnar Áburðarverk-
smiðjunnar, þeir Ingólfur Jónsson,
Kjartan Ólafsson, Pétur Gunnars-
son og Vilhjálmur Þór, tillögu for-
manns stjórnarinnar um að reisa
í Gufunesi verksmiðju til fram-
leiðslu blandaðs áburðar. Var
þessi samþykfct studd áætlunum
verksmiðjustjórans. Fimmti stjórn
armaðurinn, Jón ívarsson, greiddi
atkvæði gegn þessari fyrirætlan
go gerði skriflega grein fyrir af-
stöðu sinni í allýtarlegu máli.
Sýndi hann þar m.a. fram á, að
bygging slíkrar verksmiðju myndi
samkvæmt þeim áætlunum er fyr
ir l'águ, hafa í för með sér aukna
gjaldeyrisnotkun og dýrari áburð
en þá var hér á markaði. Ekki
voru rök Jóns tekin til greina.
Greinargerð hans var stungið und
ir stól og þess gætt að nefna hana
hvergi á nafn næstu mánuðina.
Einnig ríkti þögn um það, að á-
greiningur væri innan verksmiðju
stjórnarinnar um hinar nýju ráða-
gerðir. Að lokinni samþykkt stjórn
ar Áburðarverksmiðjunnar var
svo hafin auglýsinigaherferð. Verk
smiðjustjórinn flutti Búnaðarþingi
boðskap um ódýrari og hentugri
ábufð, en í vændum væri, enda
lýsjti þingið einróma stuðningi sín
um við málið, og eitthvað mun
hafa borizt af samþykktum sama
efnis utan af landsbyggðimni. Og
í kjölfar samþykktar Búnaðar-
þings fór um landið „hrifningar-
alda“ fyrir verksmiðju er fram-
leiddi blandaðan áburð. Komst
málið jafnvel svo langt, að ráð-
herra þessara mála, er mætti á
aðalfundi Áburðarverksmiðjunnar
það ár, er sagður hafa lýst yfir,
að því miður hefði lasleiki skrif-
stofustúlku orðið þess valdandi,
að ekki hefði þegar verig gengið
frá bréfi sem heimilaði verksmiðju
stjórninni að hefjást handa um
að reisa hina fyrirhuguðu verk-
smiðju, Stendur íslenzka þjóðin
að mínum dómi í þakkarskuld við
skrifstofustúlkuna og þamn ó-
þekkta krankleika, er brá þannig
brandi sinum á réttum stað á réttu
augnabliki, því að fyrirhugað bréf
var sem betur fór aldrei skiifað
Málið tafðist meira en áformað
var og fékkst tekið til endurskoð-
unar af hálfu verkfræðimga Áburð
arverksmiðjunnar, enda hafði Jó-
hahnes Bjarnason vélaverkfræðing-
ur látið í ljós þá skoðun, að nýrra
athugama væri þörf.
Á meðan þessu fór fram dvald
ist ég erlendis og fylgdist lítt með
þessu máli. Við heimkomu mína
i byrjun júnímánaðar 1959 varð
ég þess m.a. áskynja, að fyrr-
nefndri grein Jóns ívarssonar
hafði verið haldið leymdri fyrir
ríkisstjórn og ráðherra verksmiðj
unnar, en jafnframt látið í það
skína að það væri cinróma álit
ræktunarfræðinga og verkfræð-
inga að fyrirhuguð verksmiðja
myndi verða hið mesta þjóðþrifa-
fyrirtæki og lyftistöng fyrir ís-
lenzkan landbúnað. Eg tókst þá
á hendur að gera grein fyrir nokkr
um atriðum varðandi umrædda á-
ætlun og koma þeim á framfæri
við rétta aðila. Nægði þetta litla
innlegg mitt ásamt greinargerð
og viðhorfi Jóns ívarssomar, sem
ekki var lengur leyndarmál, og
viðvörunarorðum er Ásgeir Þor-
steinsson verkfræðingur hafði lát
ið falla. Spilaborgin hrundi, enda
kom berlega í ljós, hversu fjar-
stæðukemndar hinar umræddu
fyrirætlanir voru. Það varð aug-
Ijóst, að verksmiðju er framleiddi
blandaðam áburð skorti með öllu
fjárhagslegan grundvöll, og jafn-
framt var hún gölluð frá ræktun-
arfræðilegu sjónarmiði. Bygging
fyrirhugaðrar verksmiðju hefði
bakað þjóðinni mikið fjárhagslegt
tjón. Og þegar þessi óvænti samn-
leikur birtist, setti menn hljóða.
Það varð þegjandi' samkomulag
að grafa málið í gleymsku, og má
með sanni segja að útför þess
færi fram í kyrrþey.
Eftir þetta frumhlaup fjórmenn
inganna í verksmiðjustjórainni
finnst mér óhjákvæmilegt að at-
huga fyrirætlanir þeirra með gagn
rýni.
Og reynslan hefur raunar stað-
fest, að gagnrými er ekki ástæðu-
laus að því er varðar fyrirhugað
ar framkvæmdir Áburðarverk-
smiðjunnar. Sömu mennirnir — að
Ingólfi Jónssyni landbúnaðarráðh.
undanskildum, en Halldór H. Jóns
son hefur tekið hans sæti í verk-
smiðjustjórninni — sem fyrir rösk
um t.veim árum síðan komust á
fremsta hlunn með að ráðast í
framkvæmd þá sem að framan er
lýst, hafa á ný bryddað upp á til
lögum, sem myndu verða fjárhags
legur baggi á ölluim almenninigi,
ef þær kæmu til framkvæmda. Á
ég þar við framleiðslu kalkamm-
on-saltpéturs og innflutning ó-
sekkjaðs áburðar, svo sem fyrr
er rakið.
V.
Niðurlagsorð.
Oft er vakin á því athygli í ræðu
og riti, að hlutverk Áburðarverk-
smiðjunnar sé fyrst og fremst
þjónusta við bændur og markmið
hennar sé að „mæta óskum
þeirra". En það eru fleiri en bænd
ur sem hér eiga hlut að máli, því
að verðlag áburðar kemur beint
fram i verðlagi landbúnaðarvara.
Því varða þessi mál neytendur í
bæjum engu síður en bændur.
Sem starfsmaður í þjónustu
bændastéttarinnar og sem neyt-
andi leyfi ég mér að mótmæla
umræddum ráðagerðum Áburðar-
verksmiðjunnar h.f. Skora ég á
íslenzk stjórnarvöld að hamla
gegn framgangi þeirra.
Að lokum er mér spurn: Hefur
íslenzkt þjóðfélag, eða Alþingi ís-
lendinga, sérstaka ástæðu til að
sýna hlutafélaginu Áburðarverk-
smiðjunni það einstæða traust
sem fælist í að veita henni einka-
rétt á allri heildverzlun með á-
burð? Og hvaða ástæða liggur til
þess að láta Áburðarsölu ríkis-
ins hætta störfum, stofnun, sem
rekin hefur verið af stakri ráð-
deild og samviskusemi og nýtur
fyllsta trausts viðskiptamanna
sinna?