Tíminn - 12.10.1961, Blaðsíða 5
TlMINN, miffvikudaginn 11. október 1961.
5
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastj&ri: Tómas Árnason. Rit-
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés
Kristjánsson, Jón Helgason. Fulltrúi rit
stjórnar: Tómas Karlsson. Auglýsinga-
stjóri: Egill Bjarnason. — Skrifstofur í
Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305 Aug
lýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323,
— Prentsmiðjan Edda h.f. —
Áskriftargjald kr 55.00 á mán innanlands,
í lausasölu kr. 3.00 eintakið
Staðreyndirnar í
skreiðarmálinu
í gær var birt hér í blaðinu skýrsla Halldórs Þor-
björnssonar sakadómara um rannsókn þá, sem hann
hefur framkvæmt í skreiðarmálinu svonefnda. Rétt þótti
að birta skýrsluna í heilu lagi, svo að lesendur blaðsins
gætu kynnt sér sem gleggst alla málavexti.
Upphaf þessa máls var það, að Frjáls þjóð skýrði frá
því, að Emil Jónsson sjávarútvegsmálaráðherra hefði
látið breyta merkingu á skreið gegn vilja yfirfiskmats-
manns. Breytingin hafi verið gerð að óskum Skreiðar-
samlagsins, en aðrir útflytjendur talið hana óþarfa. Tím-
inn rifjaði upp þessa frásögn Frjálsrar þjóðar, án þess
að leggja dóm á réttmæti hennar, en taldi málið hins
vegar svo alvarlegt, að það þarfnaðist fullkominnar
rannsóknar.
Emil Jónsson svaraði þessu með því að krefjast þess
af saksóknara, að hann höfðaði mál gegn ritstjórum blað-
anna fyrh- ærumeiðingar. Saksóknari fyrirskipaði þá
rannsóknina, sem nú er lokið, og mun hann síðan taka
ákvörðun um, hvort frekari aðger-ða sé þörf.
Eftir rannsókn Halldórs Þorbjörnssonar sakadómara
liggja málavextir vissulega Ijóst fyrir, en þeir eru þessir:
1. Samkvæmt reglum Fiskimatsins hefur útflutnings-
skreið verið flokkuð í þrjá aðalflokka: 1. fl. (prima), 2.
fl. (secunda), 3. fl. (Africa). Upphaflega var ekki flutt
út önnur skreið en sú, sem komst í þessa flokka. Síðar
var þó byrjað að flytja út þá skreið, sem ekki komst í
þessa flokka, undir enska orðinu Offal, sem gefur til
kynna, að hér sé um úrgangsskreið að ræða. Seinustu
árin hefur Offalsskreiðinni verið skipt í tvo flokka, betri
og lakari.
2. í maímánuði síðastl. sneri Skreiðarsamlagið sér
til yfirmanns skreiðarmatsins, Kristjáns Elíassonar, og
óskaði eftir að Offalsmerkið yrði fellt niður á betra
flokki úrgangsskreiðarinnar. Kristján hafnaði þessu,
fyrst munnlega og síðan bréflega,þar sem hann taldi
það hafa „augljósa hættu" í för með sér fyrir álit og
traust íslenzku skreiðarinnar.
3. Þessa synjun lét skreiðarmatið sér ekki nægja,
heldur sneri sér til sjávarútvegsmálaráðuneytisins. Þar
mætti Kristján á fundi með ráðuneytisstjóra og fulltrú-
um Skreiðarsamlagsins 10. júní, að boði ráðuneytisins.
Fulltrúar samlagsins létu þar í Ijós, að umrædd skreið
væri illseljanleg, nema Offalsmerkið væri fellt niður.
Ráðuneytisstjóri virtist styðja, að leyst yrði úr þessum
vanda samlagsins. Kristján neitaði þar að breyta
sjálfu matinu, en segist hafa að lokum fallizt á, að orðið
Offall yrði numið úr merkingu vörunnar sjálfrar, „ófús
þó", eins og segir í réttarskýrslum.
4. Rétt eftir þennan fund í stjórnarráðinu, barst
Kristjáni erlend kvörtun út af Offalsskreið. Þessi kvört-
un varð til þess, að Kristján frestaði að gefa út fyrir-
mæli til mafsmanna um áðurgreinda merkisbreytingu,
en sneri sér aftur til ráðuneytisins, vakti athygli
þess á kvörtuninni, og taldi viðhorf nú breytt frá því,
þegar rætt var um að veita leyfi til merkisbreytingar-
innar. Emil Jónsson sjávarútvegsmálaráðherra fékk nú
málið til úrskurðar. Eftir að hafá rætt við fulltrúa
Skreiðarsamlagsins, ákvað hann að merkisbreytingin
skyldi framkvæmd og er Kristjáni tilkynnt þetta í bréfi,
dagsettu 25. júlí, undirrituðu af ráðherra. Þá fyrst eða
Lærdómspexið má
ekki kæf a réttlætið
— segir Bjarni M. Gisiason í spjalli vid
um handrit, huldufólk og álfa
Bjarni M. Gíslason rithöf-
undur flúði fyrir rúmum mán-
uði Danmörku vegna rigninga
og kulda og ætlaði að sækja
sól og heiðríkju til íslands. En
þegar hann kom til íslands,
bárust fregnir um sumarblíðu
í Danmörku, en hér var aðeins
sólskin rnilli skúra. Bjarni lét
það þó ekki á sig fá, en fór
strax vestur á land á bernsku-
slóðir sínar, og þaðan seinna
til Norðurlands. TÍMINN hitti
hann að máli, þegar hann
kom að norðan og spurði
hann um ferðaiagið.
— Mér hefur þótt það skemmti-
legt. Það er nú kannske af því,
að ísland er ættland mitt, en ég
held, að það finnist fá lönd, sem
er jafn viðburðaríkt að heim-
sækja. F.iíkið og landið er eins
og samstæður vefur, þannig að
maður sættir sig aldreí við neinn
stað, sem síðasta áfangann, maður
verður stöðugt að halda áfram að
skoða nýtt og hlusta á aðrar per-
sónur, hvort sem það eru álfar
eða menn eða blendingur af hvoru
tveggja.
r>-''-f-r-Heldi»rðilj-:-að álfarnir séu
ekkiíflútnir. fyrir bílunum og flug-
vélunum og öllum þessum þyt
kringum okkur?
— Nei, ég held, að það hafi ekki
annað gerzt en það, að þjóðsagna-
persónurnar okkar eiu ekki leng-
ur þreyíulegar endurtekningar:
persónugervi fjallanna og nokk-
urs konar huldufólksáþrótt lifir
enn þá í skemmtilega slungnum
orðbrögðum. dásamlega frábrugðn
um hinum lélegu revíum nútím-
ans. Og stöðugt rekst maður á
vakandi áhuga fyrir ferskeytlunni,
hún sáldrast inn í samtölin eins
og sinfóniutónar og gerir menn
sátta við tilveruna. Fyrir vestan
kenndi fólk mér ferskeytlur, sem
ég orti langt fyrir innan ferm-
ingu og bætti öðrum við eftiir
sjálft sig, og á Nórðurlandi sýndi
gift kona mér eldspýtustokk, en
á hann hafði ég í æsku skrifað
stöku til hennar á balli á
firði. Þannig eldspýtustokkar varð-
veitast ekki nema í álfhéimum,
þar sem tæknin og lærdómshrok-
inn hafa ekki drepið ástina á
ljóðum alþýðunnar.
— Er það kannske tryggð þín
við þessa íslenzku álfheima, sem
hefur gert þig að baráttumanni
f.vrir heiniflutnmgi handritanna?
— Það má' vel vera, þótt ég
geti ekki beinlínis gert grein
fyrir því. Undirstaða allra mann-
legra athafna er alltaf byggð á
einhverjum meira eða minna
duldum boðorðum. Þau eru nokk-
urs konar lykill, sem sigurverkið
er dregið upp með. Allt þetta
mikla lærdómspex, sem í sam-
bandi við handritin rak áróður
um sjálft sig, var auvirðileg
skinhelgi, og mér var ómögulegt
að láta það þegjandi fram hjá
mér fara.
— Varstu ekki vonsvikinn vfir
Þessar myndir eru ur ferðalagi Bjarna M. Gíslasonar á æskustöðvarnar.
því, að afhendingu handritanna
var frestað?
— Mörgum frjálslyndum dönsk-
um íslandsvinum urðu það sár
vonbrigði, en mér fannst einhvern
veginn, að íslendingar væru þess
ekki albúnir að taka á móti þeim,
fjórum dögum síðar gaf Kristján þau fyrirmæli til fisk-
matsmanna, að þessi breyting skuli gerð. Gerði hann
það bréflega. Það er þannig fullkomlega upplýst, að það
er Emil Jónsson, er endanlega ákveður merkisbreyt-
inguna, og að fiskmatið gefur ekki út fyrirmæli um
hana fyrr en úrskurður hans er fenginn.
5. Þegar Emil Jónsson felldi þennan úrskurð, lá það
ekki aðeins fyrir, að yfirfiskmatsmaðurinn var andvígur
breytingunni, heldur að aðrir skreiðarútflytjendur en
Skreiðarsamlagið, töldu hana ástæðulausa og varhuga-
verða. Þeir buðust til að kaupa þá skreið, sem um væri
að ræða, án þess, að merkinu væri nokkuð breytt.
Þetta eru þá höfuðdrættirnir í skreiðarmálinu. Rann-
sóknin sýnir fullkomlega, að umrædd merkisbreyting
hefur í senn verið ástæðulaus og varhugaverð, svo að
ekki sé meira sagt, og að hún er knúin fram með ráðherra-
valdi gegn augljósri andstöðu fiskmatsins.
Þjóðinni er fátt mikilsverðara en að fiskmatið haldi
þannig á málunum, að útflutningsvörur okkar vinni til-
trú erlendra neytenda. Það á að vera hlutverk sjávar-
útvegsráðuneytisins og sjávarútvegsmálaráðherra að
styrkja fiskmatið í því erfiða og oft óvinsæla starfi, en
ekki hið gagnstæða.
svo að ég áleit frestinn nokkurs
konar glettni örlaganna. Móttaka
þjóðararfsins má ekki bera keim
af fumi, heldur jákvæðum skiln-
ingi og alvöru. Hins vegar hafa
landar mínir tekið frestinum skyn-
samlega, en kannske felst líka í
því játning þess, sem ég áður
minntist á Eg álít, að handritin
þurfi ekki að koma heim á nein-
um sérstökum afmælisdegi, hvorkl
háskólans eða annars. Heim-
koma handritanna hlýtur að vera
íslendingum nægur hátíðisdagur í
sjálfu sér, og það er skylda ís-
lendinga aö undirbúa heimkomu
þeirra með virktum. Ef helga ætti
heimkomu þeirra einhverjum sér-
stökum degi, þá getur tæplega
verið um annan dag að ræða en
300 ára afmæli Áina Magnússon-
ar 1963
— Ertu ekkert hræddur við
það, að eitthvað nýtt geti komið
fyrir, svo að lausn þessa vanda-
máls logmst út af á ný?
— Eg á erfitt með að trúa því.
Þær tilraunir til fjöldasefjunær,
sem fólust i áróðri vísindamanna,
voru svo óvandaðar, að margir
drógu sig algerlega frá, sem áður
höfðu hlustað á boðskapinn um
eignarrétt Dana á handritunum
Auk þess er danska þjóðin meira
hneigð til varfærinmar samúðar
við frændaþjóðir sínar og þjóðir
yfirleitt en til illinda. Þessi eðlis-
einkenni eiga sér djúpar rætur í
Framhald á 15. síðu.