Tíminn - 12.10.1961, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.10.1961, Blaðsíða 13
TIMINN, fimmtudaginn 12. október 1961. 13 Hanus við Högadalsá: íslendðngar eru góðir nábúar frænda sinna í Færeyjum Það er ekki auðvelt að ímynda sér hvaða menningarlegt vegar- nesti Naddoddur hefur með sér Ihaft, hann fór frá Færeyj- um til íslands. Ritaðar heimildir eru engar til frá þeim tíma, og sagan þoku vafin. En við hljótum samt sem áður að gera ráð fyrir því að Naddoddur víkingur — og flestir þeir menn, sem síðan sigldu í kjölfar h-ans til íslands — hafi feomið úr sama menningarum- hverfi sem landnámsmenn Fær- eyja. Færeyingar hafa eflaust kunnað skil á Eddukvæðum og öðrum fornum norr'ænum kveðskap, svo sem samgöngum og leiðum var háttað í vesturveg bæði á víkinga- öld og síðar. íslendingar hafa tíð- um komið við í Færeyjum og öðru hverju haft þar fast aðsetur, svo j sem fornar tóftir og minjar bera vitni um: „íslendingatóftir" og „íslendingabúðir". Elzti kveðskapur, sem varðveitzt hefur í Færeyjum, danskvæðin, munu þó vera nokkru yngri, ort á fjórtándu og fimmtándu öld, en geymd í manna minmi um margra alda skeið. Kvæðin eru okkar dýr- asta menningareign. En vilji Fær- eyingar skilja kvæði sín, grund- völl þeirra og þann kveðskap sem áður tíðkaðist, þá hljóta þeir að leita tii íslands. Þar er grundvöll- inn að finna. Mörg kvæðanna bera þess ljós- an vott að þau eru komin frá ís- landi „Eitt er frþðið úr fslandi komið, skrivað í bók so breiða“, — slík upphafserindi og önnur ámóta sýna glöggt að kvæðið eða kvæðin hafa staðið á íslenzkri skinnbók. Til eru mörg færeysk kvæði, sem þegið hafa efni úr íslenzkum forn- sögum, til dæmis Njálssögu, Lax- dælu og Fóstbræðrasögu. Önnur færeysk kvæði geyma ævintýra- efni úr fornaldarsögu, til að mynda Hervararsögu. En einnig eru til fæi’eysk kvæði, sem rang- lega gera kvæðishetjuna að ís- lendi'ngi. í Göngu-Hrólfskvæð'i okk ar er GönguHrólfur íslendingur, enda þótt hin íslenzka Göngu- Hrólfssaga og kvæðið okkar sé öldungis óskyld að öðru leyti en því, að bæði segja viðurnefni hans af því dregið að hann hafi verið svo þungur að enginn hestur hafi mátt bera hann. Færeyingar ortu danskvæði og íslendingar rímur, eftir fornaldar- sögum, Karlamagnússögu, Þiðreks sögu og riddarasögum. Bragar- hættir rímnanna eru náskyldir kvæðalagi okkar. Venjulega eiu fjórar Ijóðlínur í hverju erindi og bera endarím, en að auki hafa rímurnar stuðla og kenningar. Þess eru einnig dæmi, að íslenzk- ar rímur hafi haft áhrif á færeysk kvæði. Fornsaga okkar er harla óljós, eins og fyrr er sagt. Við vitum fátt um líf og atburði í landi okk- ar á landnámsöld. Þeir fáu glamp- ar, sem lýsa í myrkrinu, eru ís- lendingum að þakka. Rit það, sem nefnt er Færeyingasaga byggist á eldri sögu, sem rituð hefur verið kriegum tólf hundruð á íslandi, en byggð á frásögnum úr Færeyj- um. Hún er ekki lengur til í heilu líki, en brotum hennar hefur ver- ið safnað saman. í Ólafs sögu Tryggvasonar er frásögnin um fyrsta landnám Gríms Kambans, ævi Sigmundar Brestissonar og kristniboðið. f Ólafs sögu helga eru frásagnir um diáp Þórólfs úr Kuneyjarnes, eftir Sigmund Petersen Dímun í Noregi, sendiför Karls hins mærska tii Færeyja og dráp hans þar. Sumar þessara frásagna tók Snorri Sturluson upp í Heims- kringu. En mestar heimildir um fomsögu okkar er að finna í Flat- eyjarbók, og kaflar úr Færeyja- sögu eru einnig varðveittir í ýms- um handritum Árnasafns. En menningarsamband fslands og Færeyja hélzt löngu eftir að „gullöldinni“ lauk. Þegar rætt er um skyldleika þjóðanna og menn- ingartengsl, mega Ljömur ek'ki gleymast. Jóni Arasyni er eigngð þetta volduga helgiljóð, sem ort var á fslandi á fyrra helmingi sextándu aldar, en barst síðan til Færeyja og hefur lifað þar merki- legu lífi öldum saman. Og Færey- ingar hafa einir varðveitt hið fagra sönglag þessa máttuga skáld- verks. Réttarstaða landa okkar var hin sama í mörg hundruð ár. En þegar menn tóku af alvöru að hugsa til þess að endurreisa tungumál Fær- eyinga og bjarga þjóðerní okkar eftir þrengingar margra ialda, þá var íslendingur í flokki björgun- armanna. Við minnumst með þak’k læti Jóns Sigurðssonar, sem var einn stofnenda þegar reynt var að koma á fót færeysku félagi til að safna og gefa út gömul rit á fær- eysku máli. Á þann hátt skyldi stuðlað að sköpun færeyskra bók- mennta og lestri færeyskra og ís- lenzkra rita í Eyjum. Einnig skyldi reynt, bæði í ræðu og riti, að glæða þekkingu eirlendra manna á þjóð okkar og tungu. Við Færeyingar teljum að ritmál okk- ar hafi verið skapað árið 1846. Það afrek eysti Vensil prófastur af höndum. Hann sneið ritmáli okk- ar þann fagra, fornlega búning sem þar ber nú á dögum. En einn þeirra manna, sem hvöttu hann og studdu. var Jón Sigurðsson. Síðan eru liðin vel hundrað ár, og á þeim tíma höfum við eignazt miklar bókmenntir bæði í bundnu og óbundnu máli. í einni grein bókmennta, Ijóðrænum kveðskap, má benda á hluti, sem eru sam- bærilegir við beztu verk heimsins. — Á síðustu tímum hafa mörg okkar beztu skáld — með Jóannes bónda Patursson í broddi fylking- ar — sungið íslandi lof. Og ís- lenzk skáld hafa einnig kveðið um Fæi'eyjar, til að mynda Hannes Hafstein um Klakksvík. í þessum stuttu og sundurlausu hugleiðingum um menningarsam- band fs ands og Færeyja hef ég með velvilja lagt mesta áherzlu á tungumál og bókmenntir, það er að segja þær ættarmenntir, sem kallast mega arfleifð þjóðanna. Þar er skyldleikinn ljósastur. En þegar talið berst að verklegum menntum, byggingarlist og öðrum hagnýtum listum, kemur brátt í ljós að göturnar greinast. í fyrri daga var íslenzkt byggingarlag ó- líkt því sem tíðkaðist í Færeyjum, og í öðrum verklegum efnum er munurinn einnig augsýnilegur. „Meira eru um skjól en um skart“, segir gamalt og beiskyrt, fsSby^S^ftiiítæki. Sú var tíðin í Færeyjum eins og á íslandi, að lítið var að bíta og brenna. En æðri list verður eigi sköpuð nema menn séu byrgir vel og aflögu- færir. í okkar landi var ástandið þannig öldum saman að enginn mátti af neinu sjá, þótt menn hefðu til að bera bæði hagleik og löngun til að prýða umhverfi sitt. Listhneigð Færeyinga er hin sama og annaira þjóða. En myndlist með nútíðarsniði hefur ekki getað ausið af fornum færeyskum upp- sprettulindum á sama hátt sem bókmemitimar. Eig kann ekki svo góð skil á íslenzkri myndlist, að ég geti bent á gagnkvæm áhrif eða skyldleika íslenzkrar og fær- eyskrar listar. En það mætti und- arlegt heita ef ekki sæist ættarmót með list þessara þjóða, sem eru nánar að frændsemi og hafa í mörgum greinum búið við svipuð kjör. Færeyingar leggja mikla stund á listir og eiga marga listamenn, að tiltölu við fólksfjölda. Á þess- ari sýningu eru um hundrað og tuttugu listaverk. Ég hygg að þar sé brugðið upp sannri mynd af færeyskri nútímalist, og á ég þar við þá list, sem Færeyingar hafa skapað og tekið færeyskt efni til meðiferðár. Það er ógerleg að benda á nokkra til- tekna stefnu eða „isma“ í fær- eyskri list. Hver listamaður fetar sína götu, og erlend áhrif eru auð sæ. Flest verkanna á þessari sýn- ingu mega kallast „natúralistisk“, en góðfús áhorfandi mun einnig verða var við nokkra tilhneigingu í átt til ,,abstrakt“-listar. Listafélag Færeyinga flytur Menntamálaráði íslands innilega þökk fyrir að koma þessari sýn- ingu í kring. Þar hefur verið við margvíslega örðugleika að etja. Við teljum þetta heimboð mikinn heiður fyrir okkar þjóð. Listin er að sjálfsögðu ekki fær um að skýra til fullnustu fyrirbæri lífsins. En sérhver listamaður — hvort sem hann byggir Færeyjar eða önnur lönd — leggur sinn skerf af mörkum til að glæða skilning okkar á veruleikanum, jafnframt því sem hann skapar ný verðmæti, fögur og sönn, sem ekki hafa áður verið til. Nú er mikið um harðýðgi og ill- deilur í heiminum, hvert sem aug- um er litið. Meðal maninanna ríkir sundrung. Einstaklingar og heilar þjóðir eru fótum troðnar. í slíkum ragnarökum eru þjóðir okkar smá- ar og máttarvana. En eitt getum við gert. Við getum sýnt fordæmi um það hversu tvær þjóðir, fátæk- ar og smáar, kunna að búa sam- an sem grannar og vinir. fslenzkur myndasmiður hefur gert fagra höggmynd af „Einbúanum í Átl- antshafi". Þessi myndasýning og fleiri slíkir atburðir sem á eftir munu fara, sýna að fslendingar eru engir einbúar, heldur góðir nábúar frænda sinna í Færeyjum. Hanus við Högadalsá, (formaður Listafélags Fær'eyja). Gaboon nýkomið Þykkt Stærð Verð: 16 mm 4x8' 526.00 19 — 4x8' 606.75 22 — 4x8' 682.00 Kristján Siggeirsson hf. Laugavegi 13 — Sími 13879. G ISLAV E D HJÓLBARÐAR 560x13 640x13 670x13 590x14 750x14 590x15 670x15 760x15 750x17 650x20 700x20 750x20 825x20 1000x20 1100x20 BÍLABÚÐ SÍS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.