Tíminn - 29.10.1961, Blaðsíða 7
T í MI N N, sunuudaginii 29. október 1961.
7
— SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ —
Eftir vantraustsumræðurnar. - Ráðherrarnir voru fáorðir um árangur „viðreisnarinnar“, en
lýstu henni sem gamalli stefnu Framsoknarflokksins! - Ríkisstjórnin viðurkenndi stjómar-
skrárbrotið með þögn sinni. - Augljós og auðskilin hræðsla við nýjar þingkosningar. - Stjóm
arflokkarair óttast Framsóknarflokkinn mest. - Framfarir eða samdráttur.
Umræðurnar, sem fóru fram I
um vantrauststillögu Fram-
' sóknarmanna og útvarpað
var síðastl. miðvikudagskvöld
og fimmtudagskvöld, voru á
margan hátt hinar athyglis-
verðustu.
Það mun ekki §ízt hafa
vakið athygli áheyrenda, að
ráðherrarnir og fylgismenn
þeirra gerðu sáralítið til þess
að draga fram þann árang-
ur, sem náðst hefði með „við-
reisninni". Þeir fóru fram hjá
því eins og mest þeir gátu. Nú
var ekki heldur verið að
skruma af því, að „viðreisnar
stefnan“ væri alveg ný og
þrauthugsuð stefna hinna
beztu sérfræðinga og stjórn-
vitrunga, sem völ væri á, en
slíku var óspart haldið fram,
þegar henni var hleypt af
stokkunum fyrir einu og
hálfu ári síðan. Nú var komið
allt annað hljóð í strokkinn.
Nú kepptust talsmenn stjórn
arflokkanna með Gylfa Þ.
Gíslason í fararbroddi við að
færa rök að því, að „viðreisn
arstefnan“ væri sannarlega
ekki neitt nýtt, heldur væri
hún ekkert annað en gamla
stefnan, sem Framsóknar-
flokkurinn hefði stutt 1950, er
gengi krónunnar var lækkað
þá!
Þetta tvennt, aö talsmenn
stjórnarflokkanna töluðu sem
minnst um árangur „viðreisn
arinnar", en reyndu sem mest
að stimpla. hana sem gamalt
úrræði Framsóknarflokksins,
talar skýru máli. Það er ó-
tvíræö játning þess, að „viö-
reisnin“ hefur misheppnast.
Þess vegna er rætt sem
minnst um árangur' hennar.
Þess,vegna er hin glæsta og
þaulhugsaða „viðreisnar-
stefna“, sem mest var gum-
að af fyrir ári síðan, allt í
einu orðið gamalt úrræði
Framsóknarflokksins!
Gömul aftur-
. . |
haldsstefna
Þaö er vitanlega meö öllu
rangt, að „viðreisnarstefnan"
eigi nokkuð skylt við það, sem
gert var 1950. Þá var ekki sam
fara gengislækkuninni, grip-
ið til róttækrar samdráttar-
og kreppustefnu með vaxta-
okri, lánsfjárhöftum og niður
skurði á verklegum fram-
kvæmdum. Þá voru ekki jafn
hliða gerðar róttækar ráö-
stafanir til aö skerða fram-
tak hinna mörgu einstakl- |
inga. Hér er því um megin- ■
mun að ræða.
Hitt er hins vegar rétt, að
„viðreisnarstefnan" svokall-
aða er gömul stefna. Hún er
þrautreynt úrræði afturháldsj
stjórna, sem hafa það að
Frá gslnu í Öskju.
i
markmiði að efla fáa auð-
jöfra á kostnað fjöldans. Nið-
urstaðan hefur jafnan orðið
á sömu leið. Samdráttur fram
kvæmda og framleiðslu. Versn
andi afkoma launafólks,
bænda og minni milliliða. —
Batnandi hagur stórra milli-
liða og stóratvinnurekenda,
sem búið hafa við fengsæl-
ustu aðstöðuna. Ójafnari
tekjuskipting og aukin stéttá
skipting; harðnandi stétta-
baráttu og aukin sundrung.
Þessar hafa líka orðið af-
leiðingar af „viðreisn" stjórn
arflokkanna. Þess vegna vllja
þeir líka lítið ræða um árang
ur hennar. Þess vegna er nú
reynt að eigna Framsóknar-
flokknum hana!
Stjórnarskrár-
brotið
Stjórnarflokkarnir gáf-
ust upp við að ræða um margt
fleira en árangur „viðreisn-
arinnar". Þeir gáfust alveg
upp við að ræða setningu
bráðabirgðalaganna um að
svipta Alþingi gengisskrán-
ingarvaldinu. Ólafur Jóhannes
son sýndi fram á með ljósum
rökum, að setning þessara
laga væri brot á stjórnar-
skránni. Ráðherrarnir reyndu
ekki hið minnsta til að mót-
mæla þessu og töluðu þó ekki
færri en fjórir þeirra eftir að
Ólafur hélt ræðu sína.
Fátt sýnir gleggra í hvert
óefni málum þjóöarinnar er
komið. Ríkisstjómin hefur
framið svo augljóst brot á
stjórnarskránni, að hún
treystir sér ekki til að verja
það. Sú stjórn, sem fremur
slíkt ofbeldi er vissulega lík-
leg til að láta ekki þar num-
ið staðar, ef þjóðin grípur
ekki nógu fljótt í taumaria.
Á sama hátt reyndu ráð-
herrarnir ekki heldur neitt
til þess að færa frambærileg
rök fyrir siðari gengislækk-
unirini. Um þaö mál þögðu
þeir sem mest. Þannig urðu
þeir að játa, að hún hefði
ekki verið gerð af nauðsyn,
heldur hefði verið hefndar-
ráðstöfun, sem jafnframt
átti að hræða samtök bænda
og launafólks og draga úr
kjarki þeirra til að leita rétt-
ar síns.
Málefoaleg uppgiöf
Þegar litið er yfir bað. sem:
^r rifjað upp hér að framan,
verður ekki annað með sanni
sagt en að ríkisstiórnin og
fylgismenn hennar hafi svo
til alveg gefizt upp við að
verja og réttlæta stefnu sína
í vantraustsumræðunum. —
Þess munu ekki áður dæmi
í slíkum umræðum, að ríkis-
stjóni hafi haldið eins aum-
lega á máli sínu. Málefna-
leg uppgjöf stjórnarliðsins
gat ekki orðið augljósari en
hún varð.
Það kom því ekki neitf á
óvart, er stjórnarliðið felldi
vantrauststillöguna. Þing-
mbnn stjórnarflokkanna ótt-
ast nú vitanlega ekkert meira
en að þúrfa að standa frammi
fyrir kjósendum og ganga
undir dóm þeirra. Það er ann
að en álitlegt fyrir menn, sem
hafa brugðizt nær öllu því,
er þeir Iofuðu fyrir seinustu
kosningar, eins og Hermann
Jónasson lýsti svo rækilega
í ræðu sinni.
Þaö upplýstist líka í um-
ræðunum, að' stjórnarflokk-
arnir telja sig þurfa að grípa
til nýrra bragða áður en kos-
ið er. Um það er samt ekki að
ræða, að þeir ætli að bæta
ráð sitt. Stefnan á að verða
óbreytt. Nú á aðeins að grípa
til nýrra loforða, því að ekki
dugar lengur að minna á hin
gömlu. Það á að gefa ný við-
reisnarloforð.. sem kalla á
framkvmmdaáætlun. Með
henni á að glepja kjósendur
á nýjan leik.
Látið mannalega
Það er oft vani þeirra, sem
höllum fæti standa, að reyna
að bera sig mannalega. Þetta
reyndu ráðherrarnir, þrátt
fyrir allt, í vantraustsumræð-
unum. Þeir reyndu að láta
líta svo út, að Framsóknar-
menn flyttu vantraustið til
þess að fá að komast í stjórn
með þeim. Sú ósk yrði hins
vegar ekki uppfyllt.
Sumir fulltrúar Sjálfstæðis
flokksins létu þó i það skína,
að slíkt gæti komið til mála
eftir næstu kosningar. Trú
Sjálfstæðismanna virðist yfir
leitt sú, að Alþýðuflokkurinn
verði ekki nothæf hækja
lepgur.
Vitanlega þarf ekki að taka
það fram, aö það hvarflar ekki
að Framsóknarmönnum að
taka þátt í neinni stjórn fyrr
en þjóðin hefur áður fengið
að dæma um „viðreisnina“ í
kosningum. Forráðamenn
stjórnarflokkanna vita það
líka mætavel, að það langar
enga til að verða meðábyTga
í „viðreisnarævintýri“ þeirra.
Og það vill enginn vinna með
beim fyrr en þeir hafa hlotið
dóni sinn fyrir það og hafa
dregið af honum réttar álykt-
anir um breytta stefnu og
betrumbót. Það er frumskiJ-
yröi til þess, að þeir geti orðið
samstarfshæfir.
Þaö, sem þjóðin þarf nú
fyrst af öllu, eru nýjar kosn-
ingar, sem leggja grundvöll
að nýrri og betri stjórnar-
stefnu. Úrslit kosninganna
ein geta ráðið því, hverjir
mynda næstu stjórn.
Óttinn við Fram-
sóknarflokkinn
Það kom glöggt fram í van
traustsumræðunum, að stjórn
arflokkarnir telja Framsókn-
arflokkinn höfuöandstæðing
sinn og raunar eina andstæð-
ing sinn, sem þeir þurfi
að óttast.
Áróður þeirra beindist nær
eingöngu gegn Framsóknar-
flokknum. Kommúnistar voru
svona eins og rétt nefndir
fyrir siðasakir.
Þetta þarf ekki heldur að
koma neitt á óvart. Stórnar-
flokkarnir hafa orðið þess
greinilega varir, að Framsókn
arflokkurinn á vaxandi
fylgi að fagna. Fleiri og fleiri
snúa baki við stjórnarflokk-
unum og kreppustefnu þeirra.
Þessir menn gera sér Ijóst. að
framleiðslu- og framkvæmda
stefnu, er skapi sem allra
pr vænlegust til að leysa vand
anri. Slík breyting þurfi að
(Framhald á 12. síðu).