Tíminn - 03.11.1961, Blaðsíða 12
VT2
TIMIN N, föstudaginn 3. nóvember 1961
MINNING
Björn Jóhannsso
Brunnum
Sigurinn er: að sjá í þraut
sólskinsbletti stærri.
I.
Sumarið hefur lömguim verið
kallað bjargræðistimi íslenzku
þjóð'arinnar. Góð uppskera jarðar-;
gróðans hefur j afnan aukið hag-1
sæld hennar. En hér þarf fleira
að koma til. Athafnasvið þjóðar-
innar er ekki landið eitt, heldur
jafnframt hafið uimhtverfis það.
Bjargræðið, sem þamgað er sótt, |
má þjóðarbúið ekki skorta. Á fyrri
tíð þótti svipull sjávarafli, þegar
f'leytan var of smá og sá grái ut-
ar. Með nýjum og traustari sikipa
stól hefur íslenzkum sjómönnum
vaxið ásmegin í skiptum við Ægi.
Atvinnulífið hefur færzt út á haf
ið í vaxandi mæli og mestur hluti
ársins orðið bjargræð'istími við
sjávarsíðuna, — en að sama skapi
hefur lífsbaráttan orðið áhættur
samari em eUa.
Sumri hallar. Á Hornafirði er
atvinnulifið með blóma til sjós
og lands, enda starfað með bjart-
sýni og sóknarhug. Útgerðarmenn
og skipstjórar ákveða ag freista
þess að auka fjölbreytni í atvinnu
lífinu með því að sigla fiskibátum
milli landa, hlöðnum afla til sölu.
Vélbáturiinn Ifelgi skyldi tekinn
til silíkra ferðar. Vandað er til
útbúnaðar eftir beztu föngum. Níu
vaskir sjómenn á bezta starfs-
aldri búast í siglinguna. Enn er
suimar á norðurhveli og langur
tfcni til vetrarrosa Kunnugir vita,
að forystu hefur frábær skips-
stjórnarmaður, og að honum til
fulltingis er ráð'inn til fararinnar
þrautreymdur stýrimaður, sem
stundium áður hafði siglt fiskibát
um frá skipasmíðastöðvum erlend
is heiluim i höfn á Hornafirði.
Alir, sem þekkja skipverja, vita,
ag þar er valinn maður í hverju
rúmi og að þeirra heit er að
starfa og duga. Lagt er úr höfn
í ömdverðum september, þegar um
hve’-fið, bæði láð og lögur, virðist
breiða faðminn við lifinu laðandi.
Siglingin er einn þáttur af starfi
sjómannanna, en útþrá og löngun
til a líta erlenda strönd jafnframt
því, að sigling á sumardegi er
hei'l'landi, ýtir umdir að fleiri ráð-
ast í ski.psrúim en brýn nauðsyn
krefur. Áfangastað er náð og við-
skipti gerg í erlendri borg Enn
cr lagt á hafið heimleiðis. Þegar
komið er í grennd við Færeyjar,
brestur á ofviðri. Stærsta strand-
ferðarskip ísJemdi.nga klýfur að
sönnu h'áar hranmir Atlantshafis-
ins, en hindrast þó í ferð. En
hinir vösku menn á fiskibátnum
eiga við ofurefli að etja og lúta
í læíra haldi gegn hamstola nátt-
úruöflum úthafsins. Brotsjór
hvolfir Helga. Skipverjar snúast
með karlmennsku og snarræði
gegn bráðum lífsháska unz sjö
hverfa í djúpið. en tveir komast
f björgunarbát. Þessi harmleikur
gerist á stundarfjórðungi. Svo
skörp enr þarna skilin milli lífs
og dauða. Það hefur verið haft
eftir. að á hættunnarstund. þegar
boðinn heljar. hækkar, hafi skip-
sjóri sagt: „Við skulum halda hóp
inn“. Það eru síðustu fyrirmáeli
hans. er þeir heyra, sem björguð-
ust. Hér sanmast, að samskipta
þeirra er endir bróðurlegt orð
Björgunarbátinn rekur hratt und
an straumi og stormi í tæpan sól-
arhring. Mönnunum tveimur, sem
þar eru inna'nborðs. tekst að halda
bátnum á réttum kili. unz þeim
er bjargað. Meðan þessu fer
fram á úthafinu, bíða fjölskyldur
og aðrir vinir skipverja heimkomu j
þeirra með eftirvænti.ngu. En inn
an skamms berzt tii þeirra og
þjóðarinnar allrar fréttin af harm
leiknum — eins og reiðarslag.
Og nú vaknar sú spurning, sem
oft knýr fast á mannshugann:
Hví skulu deyja menn á miðj-
um aldri, menn, er oss virðist
lengur ættu að starfa, — fóstur-
jörð missa góða menn og þarfa?
Með raúnvísindum nútimans öðl
ast menn þekkingu á mörgu, sem
áður var hulið. En rúnir um lög-
mál Iífs og dauða eru óráðnar eft
ir sm áður.
En hér er orðig skarð fyrir
skildi, sem er va'ndfyllt. Atgervis-
rnenn hafa fa'l'lið í valinn fyrir ald
ur fram og svei.tarfélagið, sem i
hlut á, goldið afhroð. Þetta minn
ir enn á það, hve þeir, sem
standa í fremstu röðum á vett-
var.gi atvinnulifsins, leggja mik
ig á hættu, en þjóðin öll nýtur
ávaxta af því, sem aflað er.
FjölskyiduT þær, sem hér eiga
í hlut, hafa misst meira en svo
að bætt verði af mannlegum
mætti, Á siíkum reynslustundum
verður augljór'ara en elia gildi
þess lífsviðhorfs, sem á rætur í
kristnum dómi og þess sálarstyrks,
sem íslenzkt skáld lýsdr með þess-
um orðum:
Sigurinn er: ag sj'á í þraut
sólskinsbletti stærri.
II.
Einm þeirra sjö skipverja, sem
fórust af vélbátnum Hel'ga, var
Björn Jóhannsson, Brunnum í
iSuðursveit. Foreldrar hans eru
Jóhanin Björnsson, bóndi þar, og
kona hans, Sigurborg GMadóttir.
Björn var fæddur 18. des. 1935.
Hann ólst upp hjá foreldrum sin-
um og naut ástríkis þeirra og á-
nægju af samvistum góðra systk
ina. Eftir því sem hanm þroskað-
ist, sá hann æ betur verkefnin
blasa við Heimilið skyldi eflast
og í því efni þurfti margs við:
aukna ræktun, stærri byggingar,
nýjan vélakolst Hann var fús til
að leggja þar hönd ag verki. en
fjármagn skorti, svo að hann fór
í atvinuleit, en yngri bróðirinn
vann með foreldrum þeirra heima.
Björn tók að stunda sjóróðra á
fiskibátum Homfirðiinga, en starf
að'i þó lengst á sama bátnum. Þar
var hann eftirsóttur liðsmaður og
þótti góður félagi. Og sjálfur náði
hann góðum tökum á sjómanns-
starfi.nu og var orð'inn stýrimaður.
Aflavon og sá karlmannishugur,
sem því hefur löngum fylgt að
standa uppi í stafni og stýra dýr-
um knerri, var hvatning og upp-
örvun á þessum vett'vangi.
En Bjöm sleit aldrei tengslin
við heimilið á Brunmum. Þar átti
hann lögheimili frá fæðingu og
þangað til yfir lauk með harm-
leikmum á AtlantShafi 15. sept.
s.l. Björ ngleymdi ekki þeim verk
efmum, sem hann þegar í æsku
sá óleyst heima. Að þeim vann
hann með vandafólki sínu, þegar
hlé varð á störfum á sjónum, og
til þess áð leysa þau lagði hann
fram þá fjármuni, sem hanm
hafði aflað og afgangs voru brýn-
ustu þörfum.
En nú er sköpum ski.pt óvænt
og sviplega. 'Sá, er áður stýrði
dýrum knerri, horfinn í djúp hafs
inis. Hið hlýja viðmót hans og
handtakið trausta minnimgin ein.
Stuðnmgur frá hans hendi við
heimilið brostinn. — En minming-
in lifir. Foreldamir vita ófyllt
og opið standa sonar skorð, er sær
imn vann.
Björ má Brunmum sagði ekki
hu'g sinn allan hverjum sem var,
en verkin eru honum góður vitnis
burður Á stuttu æviskeiði tókst
honum að auka þekkingu sína og
þjálfun á sjómannsstarfi, afla sér
verðimæta með sjósókn og lyfta
heimili sínu og foreldra sinna til
betra hags. Fjármunir hans standa
áfram á vöxtum í þeim jarðvegi,
þar sem spor æsku hams lágu og
rætur hams eigi nlífs hlutu bezta
næringu. Sá, sem þaranig starfaði,
verður í minningunni góður sonur
sveitar sinnar Hann. sem kvaddur
er, á söguna stutta — en göfugá
P.Þ.
Tilkynning
Vér viljum hérmeð vekja athygli heiðraðra við-
skiptavina vorra á því að örur sem liggja í vöru-
geymsluhúsum vorum eru ekki tryggðar af oss
gegn bruna, frostum eða öðrum skemmdum og
liggja því þar á ábyrgð vörueigenda.
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS
Thorvaldsensfélagið hefur að venju látið prenta jólamerki, sem það selur
til ágóða fyrir vöggustofu þá, er það á í byggingu að Hlíðarenda, Jóla-
merkið er að þessu slnni gert eftir eirstyttu á birkistalli, er Ríkarður
Jónsson myndhöggvari gaf félaginu á 85 ára afmæli þess 19. nóvember
í fyrrahaust. Prentun var nú framkvæmd hérlendis og sá Hafsteinn Gu»
mundsson prentsniiðjustjóri í Hólum um hana í samráði við listamann-
inn. — Myndin hér að ofan er af styttunni, sem jólamerkin í ár eru gerð
eftir. Og svo minnast menn þess, þegar þeir sjá jólamerkin boðin til
kaups, að aurunum fyrlr þau er okki á glæ kastað, heldur renrla þeir
til þarflegrar stofnunar.
Læknarnir og vi<Sreisnin
Pramhain at 6 síðu>
konvulagi frá vöggu til grafar.
Nær væri að stöðVast hér á kross
götum og taka upp nýja stefrnu
byggða á frjálsu og heiíbrigðu at-
hafnalífi, sem stæla myndi sjálf-
stæðiskennd landsmanna að nýju,
svo ag þeir yrðu aftur þess um-
komnir að standa á eigin fótum,
hugsa ráð sitt og skapa sér efna-
hagslega óháða framtíð af sjálfs-
dáðum og af eigin fyrirhyggju.
Samvinnan og frj'álst athafnalíf
myndi skapa heilbrigt jafnvægi
hvort á móti öðru. Samvinnan er
á lífrænan og heilbrigðan hátt og
án byltingar sprottin upp úr jarð-
vegi frjólsrar samkeppni er gengið
hafði fulllanigt í gróðafíkni hömlu
og mótvægislauss kapítalisma.
Um leið skóp samvinman það mót-
vægi, sem með þurfti, og setti
frjálsri samkeppninni eðililegar
skorður. Aftur á móti hindrar
frjálst athafnalíf á hverjum stað
VARDBERG
félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, heldur
almennan fund í Selfossbíói, sunnudaginn 5. nóv.
Fundarefni: ísland og vestræn samvinna.
FRAMSÖGUMENN:
GUÐMUNDUR H. GARÐARSSON, viðskiptafræðingur.
PÉTUR PÉTURSSON, forstjóri.
TÓMAS ÁRNASON, lögfræðingur.
Að loknum framsöquræðum, verða frjálsar umræður. En*»
fremur kvikmyndasýning.
STJÓRN VARÐBERGS
og ''tíma þá hætfculegu öfugþróun
samvinnunnar — stefmminar yfir í
samkeppini'sl'aust fl.okkseinræði í
hvaða mynd sem það birtist. Þann
ig geta þessar tvær stefnur, hvort
heldur sem er í andstöðu eða sam
stöðu, bætt hvora aðra upp, en
báðar eiga þær margt jákvætt og
heilbrigt í fóruim sínum.
Raunar á þriðja lýðræðisstefn-
an, jafnaðarstefnan það líka, ef
hún fellur ekki f freistnj gegnd-
arlauss ríkisrekstrar- og skipulagn
ingahafta og tryggmgafargans með
eða án aðstoðar fjarstýrðra hag-
fræðimga. f kommúnisimaiiium er
hins vegar allt helsjúkt, og verð
ur það krabbamein ekki bætt,
nema tekið sé algjörucn sinna-
skiptum og þeir læri að semja sig
undir þau mannkynslög og tak-
mörk, sem heilbrigðu mannlegu
lífi og stjórnarfari er sett. Á með
an hann etur sig hvarvetna í gegn
um þau takmörk, og byltingin held
ur áfram að eta bömin sín, og
narta í lík þeirra, sem hún nær
ekki til á annan hátt, trúir
grundvallarstefnuskráratriðum,
sem þeir hafa aldrei hvikað frá,
heldur áfram að leitast vúg að
kollvarpa lýðræði og trúarbrögð
um leynt og ljóst, með slægð og
undirferli og friðarblekkingartali,
sem skiptist á við mannhatur, ógn
anir og árásir. er líka augijóst
hvers konar eyðileggingar- og
dauðameinsemd er á ferðinni. Á
meðan þeir halda því statt og
stöðugt og blákalt fram, að „há-
leit“ hugsjón þeirra sé hafin upp
yfir gildi jafnt einstaklingsi'ns sem
alls mannkynsins í heild «e til-
gangur framgangs þeirrar hug-
sjónar helgi öll meðulin eru beir
dauðamein og .sjálfsmorðsaðfe-5.
sem engiran heilbrigður íslending
ur getur alið í brjósti sér.
Reykjavík, 27. okt, 1961.