Tíminn - 03.11.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.11.1961, Blaðsíða 14
14 x IMIN N, föstudaginn 3. nóvember 1961 knúði hann til þess að ná henni til sín, var enginn kon- unglegur eiður né keisaraleg ósk, heldur miklu fremur ein eða önnur andleg neyð, eða öllu heldur leyndardómsfull von; en hana átti að klófesta með góðu, ef unnt væri, ann ars með valdi. Góð og ill með ul höfðu enn þá brugðizt, því að enginn efi var lengur á því að árásin á steinbrúnni við Víkina dauðu stóð í sambandi við þetta. Það var enn frem- ur víst, að fleiri tilraunir myndu gerðar, þar til vilja hans yrði framgengt, eða Rósamunda dáin, því að jafn vel gifting gat ekki verndað hana. Þess vegna voru allir á heimilinu hryggir, einkum þó gamli riddarinn Sir And- rev, er var beygður af sjúk- dómi, sorgarminningum og ótta. Þess vegna var Vulf glað ur yfir því að ferðast til South minster til þess að kaupa vín sem hann helzt hefði viljað drekka sig ölvaðan af, til þess að drekkja hugsunum sínum um stund. Þess vegna reið hann nú yf ir Steaplehæðina ásamt ábót anum, hlæjandi, eins og hann var vanur að vera, áður en hann fylgdi Rósamundu til altaris St. Péturs, til þess að tína blóm. Þegar þeir spurðu eftir kaup manninum, var þeim vísað til veitingahúss skammt frá dómkirkjunni og þar fundu þeir í litlu bakherbergi lítinn og undirferlislegan mann, er sat á trébekk milli tveggja vínfata. Hann hafði á höfði rauða klæðishúfu. Prammi fyr ir honum stóð hópur manna, aðalsmenn og borgarar, er sömdu við hann um kaup á víni, silki o.fl. og hver sem óskaði, fékk að bragða á vín- inu. — Þvoðu bikarinn, sagði hann á bjagaðri frönsku við aðstoðarmann sinn. — Þvoðu bikarinn, því að nú kemur helgur maður og hraustur riddari, sem óska eftir að bragða vöru mína. Nei, fylltu þá, því að tindur Troocidos- fjalls er ekki kaldari um há- vetur, en hér er, þótt maður sleppi nú sagganum, sem er engu betri en í fangaklefa, bætti hann við skjálfandi og sveipaði fastar að sér dýrihd is sjali, er hann hafði yfir sér. — Herra ábóti, hvort vilj ið þér bragða fyrr hið rauða eða gulleita vín? Hið rauða er sterkara en hið gulleita er dýrara og samboðinn drykk- ur dýrlingum paradísar og á- ( bótum hér á jörðinni, — Er hið gulleita frá Kyr- æniu? — Já, þér eruð vitur. Það er mælt, að það hafi verið ^ uppáhalds drykkur St. Hel-| enu, verndardýrlings míns, , þegar hún heimsótti Kýpur- 1 ! ey með kross frelsara síns. — Eruð þér kristinn? spurði ábótinn. — Eg hélt bér væruð j af hinum vantrúuðu. — Væri ég ekki kristinn, . myndi ég ekki heimsækja sinn. Þessi vín, bæði hið rauða og gulleita, geta haldið sér í heila öld. Svo var nú farið að þrátta um verðið, og í því stóð lengi, já, einu sinni lá við að þeir færu án þess að kaupa nokk- uð, en kaupmaðurinn kallaði aftur á þá, og bauðst til að ganga að skilyrðum þeirra, ef þeir keyptu helmingi meira, svo að það yrði nóg á vagn, sem hann skyldi svo færa þeim á aðfangadagskvöld. Þeir samþykktu það loks og H. RIDER HAGGARD! j með gull- og silfursaumuðum. sniðugustu verzlunarmenn i BRÆÐURNIR SAGA FRÁ KROSSFERÐATÍMUNUIVI þokuland yðar til að selja vin, svaraði maðurinn um leið og hann dró sjalið frá brjósti sér, og kom þá í ljós kross- mark úr silfri, er hann bar| á beru brjóstinu. — Eg er kaupmaður frá Famagusta á( Kýpurey. Nafn mitt er Georg! ios, og ég tilheyri hinni grísku kirk.iu, er þér hér á Vestur og Norðurlöndum teljið til villu- trúar. En hvað segið þér nú um vínið, hr. ábóti? Ábótinn smjattaði. — Georgios góður, það eru sannarlega guðaveigar. 1 — Það hefur þá líka fyrr, verið drykkur syndugra j manna en nú, því að þetta er \ sama vínið og Kleópatra Eg-j yptalandsdrottning drakk | með hinum rómverska unn- usta sínum, Antoníusi, sem þér, sem eruð lærður maður, hafið víst lesið um. Og þér, herra riddari, hvað segið þér um þessa svörtu vöru? Vér köllum hana Mavro, þó er það ekki hið algenga, því að þetta hefur staðið í tuttugu ár. — Eg hef bragðað það lak- ara, sagði Vulf og rétti fram bikarinn, til þess að fá hann fylltan á ný. — Já, og þér munuð aldrei fá það betra, þótt þér lifið eins lengi og Gyðingurinn gangandi. Gott og vel, herrar mínir, látið mig nú fá pant- anir ykkar, og séuð þér hyggn ir, þá hafið þær stórar, því að það er mjög líklegt, að slíkt tækifæri bjóðist ekki fyrst um héldu svo heimleiðs, sæmdir gjöfum, sem kaupmaðurinn að austurlenzkum sið hafði gefið þeim í kaupbæti. Ábót- anum hafði hann gefið út- saumaðan silkistranga, sem nota skyldi sem bekk á altar isklæði eða fána, en Vulf fékk hann tygilhnífsskaft, skorið úr viðsmjörsviði; það var mynd af skríðandi ljóni. Vulf þakkaði fyrir og spurði um leið, hálf sneyptur, hvort hann hefði ekki meira af silki dúlcum til sölu, og brosti ábót inn þá. Kaupmaðurinn sá, brosið og spurði, hvort þac!f ætti að vera í kvenkjól, og fóru þá sumir viðstaddir að hlæja. — Hlæið ekki að mér herr ar mínir, sagði kaupmaður- inn, — því að hvernig á ég, sem er alókunnugur hér, að vita, hvernig er ástatt fyrir þessum riddara, hvort hann eigi ekki móður, systur eða unnustu? Sjáið, hér er nokk- uð, sem er notandi handa hverjum sem er. Hann bauð þjóni sínum að færa sér silkistranga, sem hann opnaði og tók þar upp útsaumað silki, mjög fallegt. Loks keypti Vulf silkislæðu með ísaumuðum gullnum stjörnum, er átti að vera jóla gjöf handa Rósamundu, en þegar hann minntist þess, að hann mátti ekki í því né öðru vera fremri bróður sínum gagnvart henni, og þess vegna keypti hann líka silki-serk blómum, sem hann hafði aldrei séð fyrr, því að það voru austurlenzkar Anemon- voru og túlípanar; hann gat Godvin gefið Rósamundu ef hann vildi. Silkivörur þessar voru mjög dýrar, svo að Vulf bað ábót- nn að lána sér peninga í við bót, en hann hafði þá ekki. Georgios sagði að það skipti engu máli, því að hann ætl aði sér til Steaple og þar gæti hann fengið borgunina, enda kvaðst hann vonast eftir að geta selt þar meira af þess- háttar, þegar hann hitti kven fólkið. Hann bauð líka ábótanum og Vulf út á skip sitt, til þess að sýna þeim hvernig þar væri umhorfs, og margt fleira er þar væri, sem tilheyrði lcaupmannafélagi einu frá Kýpur, sem fylgst hefði með honum. Þeir höfnuðu .þó boði því, vegna þess að dimma tók, en Vulf bætti því við, að þeg- ar jólin væru liðin, myndi hann koma aftur ásamt bróð- ur sínum, til þess að skoða skip það, er ferðazt hafði svo I Janga leið. Georgios svaraði, að það j væri þeim velkomið, en gæti I hann bráðlega gert við stýr- ! ið, ætlaði hann að sigla til i Lundúna meðan veður væri gott, því að þar ætlaði hann að selja farminn. Hann bætti bví við, að hann hefði ætlað sér að vera þar um jólin, en vegna þess að stýrið hefði bil að í ofviðri, hefði þá rekið framh.iá Themsár-ósum, og hefðu þeir svo ekki komizt inn í Orouch-fljótið myndu beir hafa farizt. Hann kvaddi þá síðan, eftir að hafa beðið um og fengið blessun ábótans. Svo sneru þeir John ábóti og Vulf heimleiðis, vel ánægð ir með verzlun sína og kaup manninn, sem þeim fannst vera mjög þægilegur maður. Ábótinn stanzaði á Steaple og borðaði þar kvöldverð og sögðu þeir svo í sameiningu frá ferð sinni. Sir Andrev hló að sögu þeirra, sérstaklega því, að þeir létu Austurlanda- búann narra sig til að kaupa miklu meira vín en þeir þurftu, svo að það var hann en ekki þeir, sem hafði ábat ann. Síðan hélt hann áfram að segja sögur frá hinni auð- ugu Kýpurey, sem hann hafði lent viö fyrir nokkrum árum og dvalið um hríð; um hina skrautlegu hirð keisarans og íbúa landsins. Hann taldi þá j heimi, svo séða, að jafnvel j Gyðingar hefðu ekki við þeim. | Þeir væru líka duglegir sjó- , menn, enda hefðu þeir lært- af Fönikum, sem ásamt Grikkjum, væru forfeður þeirra. Hann bætti þvi við, að það sem þeir segðu um þennan kaupmann, stæði vel heima við lyndiseinkunn þjóð arinnar. Af þessum ástæðum grun- aði menn ekkert Georgios né skip hans, sem ekki var neitt undarlegt, þegar maður íhug ar, hve vel saga hans stemmdi við veruleikann, og hvað á- stæður fyrir nærveru hans og sölu á víni og silki voru trúlegar. VI. JÓLAVEIZLAN Á STEAPLE Fjórða dag eftir för Vulfs Föstudagur 3. nóvember: 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 Við vinnuna: Tónleikar, 15.00 Síðdegisutvarp. 17.40 Framburðarkennsla í esper- anto og spænsku. 18.00 „Þá riðu hetjur um héruð”: Ingimar Jóhannesson segir frá Gísl'a Súrssyni. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag.). 20.05 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karlss.). 20.35 Frægir söngvarar; II: Claudia Muzio syngur. 21.00 Upplestu.r: Guðmundur Böðv- arsson skáld les frumort kvæði. 21.15J Tónleikar: Fjórir rómantískir þættir fyrir fiðlu og píanó eft- ir Dvorák (Josef Suk og Josef Hala leika). 21.30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn" eftir Kristmann Guð- mundsson; XXIII. (Höf. les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Um fiskinn (Stefán Jónsson fréttamaður). 22.30 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón- list. a) Húmoreska í B-dúr op. 20 eftir Schumann (Svjatoslav Rikhter leikur á píanó). b) Maria Call'as, Tito Gobbi, kór og hljómsveit Scala- óperunnar flytja atriði úr „I Pagliacci" eftir Leon- cavallo; Tullio Serafin stj. c) Annar þáttur úr sinfóníu nr. 5 í e-moll op. 64 eftir Tjaikovsky (Hljómsveitin Philharmonia í Lundúnum leikur; Herbert von Karaj- an stjórnar). 23.25 Dagskrárlok. RTRÍKÍIR VÍÐFÖRLI Ólfurinn og Fálkinn 88 — Jæja, svo að þú ert mikils virði? sagði yfirforingi bófanna, er Eiríkur var leiddur fyrir hann. — Við göngum nú fljótt úr skugga um það. Hann skipaði, að fangarn- ir skyldu færðir burt og þeirra gætt vel. — Hvert varstu eiginlega að fara? spurði Eirikur hinn fang- ann, þegar þeir voru orðnir einir. — Til Tyrfings, svaraði hinn. — En hvers vegna sagðir þú, að við værum menn Bersa? — Það er það eina sem getur bjargað okk- ur, sagði Eiríkur, — en hvað vild- ir þú Tyrfingi? Maðurinn svaraði, að þeir hefðu átt að flytja gull þangað. Eiríkur heyrði þó varla svarið, því að í skininu frá eldin- um sá hann hjálm, sem líktist hjálmi Sveins. — Vertu nú sann- gjarn, heyrði hann rnann segja, — hann var góður bardagamað- ur, það sannaði hann, áður en þú gerðir út af við hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.