Tíminn - 03.11.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.11.1961, Blaðsíða 2
2 T í MIN N, föstudaginn 3. nóvember 19S1 Flokksstarfið úti á landi „Menn geri sér hug- mynd um þau ósköp, sem dunið hafa yfir” Fyrsta kjarnorki!S!prsngjan var sprengd í Japan undir lok sííustu heimsstyrjaldar. — Eftir þann atburS skrifuíu ýmsir í hópi ís- lenzkra kommúnisfa miki'8 um hinar geig- vænlegu afleiíingar slíkra sprenginga. Sem dæmi skal hér nefna, atS 1945 gaf Björn Franzson m.a. þessar skýringar á ]iví máli: „Fáar fregnir hafa vakið meiri athygli meðal almennings en fregnin um kjarnorku- sprengjuna. Hinn 6. ágúst í sumar (þ. e. 1945) var tilkynnt, að bandarísk flugvél hefði þá um nóttina varpað slíkri sprengju á japönsku borgina Hiroshima. Það fylgdi fregn- inni, að sprengja þessi hefði sprengimagn, sem væri 2000- falt sprengimagn stærstu tund- ursprengju, er notuð hefur verið i þessari styrjöld. Einnig er þess getið til samanburðar, að eyðingarmáttur þessarar nýju sprengju, sem er raunar tiltöluiega smá, sé eins mikill og 20.000 lesta af sterkustu sprengiefnum, sem þekkzt hafa til þessa. Menn hugsi sér sextán skip á stærð við Eimskipafé- lagsskipið Gullfoss, sem allir kannasl við, fullhlaðin sprengi- efni og allur sá farmur sptyngi í loft upp í sama vetfangi. Með því móti má gera sér nokkra hugmynd um þau ósköp, sem dunið hafa yfir hina japönsku borg.“ Tímaiit Máls og mepningar 1945, bls. 274. Nú hafa Rússar framkvæmt stöðugar kjarnorkusprengingar um tveggja mánaða skeið. Sprengjur þeirra eru marg- falt geigvænlegri en sú, sem sprengd var í Japan 1945. Stærsta helspvengja Rússa, sem sprengd var yfir Norður- íshafi fyrir fáum dögum, jafn- gildir að styrkleika a. m. k. 2500—3000 sprengjum af þeirri gerð, sem reynd var í apan undir lok styrjaldarinnar. Menn hugsi sér 40—50 þús- und skip á stærð við flutninga- skip Eimskipafélags fslands í einum hnapp, öll fullhlaðin sprengiefni, og að það sé allt sprengt í einu vetfangi. Slík fimbulorka er leyst úr læðingi með einni helsprengju Rússa. 'Með því að hugleiða þetta má gera sér nokkr'a hugmynd um þau ósköp, sem dunið hafa yfir. Fordæma tilraunir Á fundi stjórnar Fulltrúaráðs verkalýðsféiaganna í Reykjavík, sem haldinn var í dag, var gerð eftirfarandi ályktun: „Stjórn Fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna í Reykjavík harmar það, að Sovétríkin skuli hafa rofið samkomulag stórveldanna um að hefja ekki tilraunir með jarnorku- vopn að nýju. Telur stjórn Full- trúaráðsins sig mæla fyrir munn allra launþega í Reykjavík, þegar hún fordæmir hin heimshættu- legu helsprengjuskot Sovétríkj- anna, sem stefnt er gegn öryggi allrar heimsbyggðarinnar, hags- munum, menningu og lífi allra jarðarbúa. Skorar stjórn Fulltrúaráðrins á alla íslendinga, samtök og einstak- linga, að tjá andúð sína á þessum viðurstyggilega verknaði með öll- um tiltækilegum ráðum og leggja á þann hátt fram sinn skerf til þess að hindra frekari tilraunir með kjarnorkuvopn." Á efri myndinni er Ragnar ÞórSarson gestgjafi að ræSa við frönsku kokkana sína, skeggjaða yfirkokkinn og stromphúfukiæddan aðstoðarmann hans. Á neðri myndinni sést yfir veitingasalinn í „Giaumbæ" (Ljósmyndir: Tíminn, G.E.) Innrás osr flótti í Katanga Mótmælir kjarna- sprengju Rússa Verkamannafélagið Hlíf í Hafn- arfirði hélt fund s. 1. þriðjudag (31. okt.) Var þar samþykkt eftir- farandi: „Fundur haldinn í Verkamanna- félaginu Hlíf þriðjudag 31. okt. 1961, samþykkir að segja upp kaupgjaldsákvæðum samninga við atvinnurekendur, í þeim tilgangi að leita eftir lagfæringum um að kaupmáttur launanna veiði eigi lægri en hann var, eftir að samn- ingar voru gerðir á s. 1. sumri.“ Fundur haldinn í Verkamanna- félaginu Hlíf 31. okt. 1961 mót- mælir harðlega kjarnorkuspreng- ingum Rússa og þá sér í lagi risa- kjarnorkusprengju þeirri er þeir sprengdu að morgni 30. þ. m. Þá lýsir fundurinn yfir andstöðu sinni við allar kjarnorkuspreng- ingar stórveldanna, hvar sem þær eru framkvæmdar. Fundurinn lýsir yfir stuðningi sínum við barátt- una fyrir algeru banni tilrauna með kjarnorkusprengingar og bar- áttunni fyrir útrýmingu á dráps- tækjum. Fundurinn skorar á ríkisstjórn- :r,a að hlutast til um að aldrei verði geymd kjarnorkuvopn í landinu. Þá var á fundinum kosin upp- stillinganefnd: Jón Jóhannesson og Halldór Helgason og í kjörstjórn Sigurður T. Sigurðsson (eldri). NTB—Leopoldville og Eliza bethville 2. nóv. — í dag var tilkynnt í Leopoldville, að herir miSstjórnarinnar í Kongó hefðu í morgun hafið innrás í Katanga. Mobuto sagði þá, að herihn væri þeg- ar kominn 50 km inn í hér- aðið, og sókn hans yrði ekki stöðvuð fyrr en Katanga hefði verið sameinað Kongó. Utan- ríkisráðherra Katanga, Evar- iste Kimba, sagði í kvöld, að herir Kongóstjórnar væru nú alls staðar á undanhaldi. Kimba sagði, ar$ miðstjórnar- hérirnir hefðu verið reknir á flótta í Kaminahéraði um 800 km. norðvestur af Eiísabethvil'le. Jafn framt skýrði hann frá því, að kröfur þær, sem Mobuto gerði nú, væru hreinar firrur. Hann sagði, að m.a. hefðu miðstjórnar- herirnir sent 300 óeinkennis- klædda hermenn sína til að ráð- ast á þorp eitt í Kongolo, og þeir hefðu veri.g' reknir á flótta. Kimba sagði, að Katangaher hefði verið skipað að berjast gegn mistjórn- arherjunum strax og frétist um imnrásina. Sömuleið'is sagði hann, að ef S.Þ. hefðu ekki tekið þátt í innrásinni, hefðu þær a.m.k. Samkoma í Næturklúbbnum Framsóknarfélögin í Reykja- vik efna til samkomu í Fram- sóknarhúsinu næst komandi sunnudagskvöld klukkan 20,30. Hallbjörg Bjarnadóttir fer með skemmtiþátt, Árni Jónsson syngur einsöng með undirleik Skúla Halldórssonar. Þar næst verður spilað Bingó. Meðal vinninga verður farmiði til Kaupmannahafnar og til baka, fimm þúsund króna vöruávísun, útvarpstæki og fleiri úrvals- vinningar. Upplýsingar og aðgöngumið- ar fást á skrifstofunni í Eddu- húsinu, síma 12942 og 16066. Tryggið ykkur aðgang strax, því marga mun fýsa að sjá þær breytingar, sem orðið hafa á húsinu og heyra og sjá hina góðu listamenn, sem sjá um •kemmtiatriði. Skemmtinefndin stutt miðstjórnina og ákvörðun hennar. Kimba gaf þessar upplýs ingar á blaðamannafundi í Elísa- bethvi'lie eftir að hann hafði rætt við ýimsa erlcnda ræð'ism'einn í borginni og gagnrýnt afstöðu margra landa til landamærastríð- anna. Tshombe, forseti Katanga, sem staddur er í Genf um þessar mundjr, sagði, að Katangamenti mundu standa fastir fyrir, þegar honum var skýrt frá tilkynningu Mobutos um innrásina. „En þessi árás er ekki neitt nýmæli,“ sagði hann. „Hún hófst í raunimni hinn 18. okt.“ Félagsmálaskóli Framsóknarflokksins Spiluð verður Framsóknarvist í Ungmennafélagshúsinu, Keflavík, ANNAÐ KVÖLD, 3. nóv. n.k. Góð verðlaun. — Dans á eftir. Samkoman hefst kl. 8.30 s.d. Kjördæmisþing á Sauðárkróki Framsóknarmenn í Norðurlandskjördæmi vestra, halda kjördæmis- þing sitt á Sauðárkrók! n.k. sunnudag, og hefst það kl. 2 e.h. Þingmenn flokksins i kjördæminu munu mæta á þinginu. Fundur verður í Félagsmálaskóla Framsóknarflokksins á mánudagskvöld kl. 8.30 Erindl flytur EYSTEINN JÓNSSON, form. þlngfl. Fram sóknarmanna, og talar um stjórnmálastefnur ( sfðara erindt. Fundurinn verður haldinn i EDDUHÚSINU, II. HÆÐ, og er allt Framsóknarfólk, eldra sem yngra, velkomlð. Keflvíkingar — Suðurnesjamenn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.