Tíminn - 03.11.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.11.1961, Blaðsíða 11
N N, föstudaginn 3. nóvember 1961 11 HARRY KARL - Og veiztu, hvaS þeir segja annað um hana? Þeir segja, að hún virði hann ekki meira en jörðina, sem hún gengur á, og hann elskar hana aðeins meira fyrir það. Konurnar tvœr sátu þétt saman yfir kaffibollúm á þekktu kaffihúsi í Holly- wood, og eins og konur, sem eru að slúðra um náungann, höfðu þær þennan illgirnis- lega og ísmeygilega svip, sem sýnir svo augljóslega, að þeim, sem talið snýst um, verða engin grið gefin. Skyndilega sagði önnur kvennanna: — Uss, þarna kemur hún. Lítil og grönn stúlka gekk fram hjá borði þeirra, hún var bein í baki og bar höf- uðið hátt. Þegar hún gekk fram hjá, kinkaði hún kolli til kvennanna, glotti og sagði: — Halló, stúlkur, hvern eruð þið að tæta í ykk- ur núna? Konurnar stirðnuðu og brostu þvingað, en Debbie gekk í burt með fyrirlitn- ingarbros á fallegum vörun- um. Því að Debbie Reynolds Karl er orðin vön slíkum atburðum Slúðrið um Debbie Reynolds — og sannleikurinn nú orðið. Einhvern tíma hefði j hún orðið reiðari og látið eitt-! hvað verra fjúka við þessar tvær kjafta'kerlingar, konur samstarfs- manna hennar. En nú yppir hún aðeins öxlum og gleymir atvik- um sem þessum. Bitbein kjaftakerlinga N Alltaf síðan Debbie giftist Harry Karl, sér eldri manni og mjög auðugum, hefur hún verið t bitbein kjaftakerlinganna í; Hollywood, þar sem slúðrið get- ur verið mjög slæmt. Áður en hún giftist Harrj þrábáðu vinir hennar og aðdá- endur hana um að gera það ekki. Jafnvel hin fræga Hedda Hopper gekk svo langt að skrifa opið bréf í blað sitt til Debbie, þar sem hún bað hana að gera nú ekki mistök á ný. Bent var á, að Harry hefði verið kvæntur fjórum sinn- um áður, Debbie væri fimmta til- raunadýr hans í leit að hamingju- sömu hjónabandi. Sagt var, að Debbie giftist honum einungis til að öðlast öryggi og föður handa börnum sínum. Öll blöðin sögðu, að Debbie væri alls ekki ástfang- in af Hariy. Þrátt fyrir þetta vék Debbie ekki frá ákvörðun sinni. Andstyggilegt slúður Og þá komst slúðrið fyrst af stað. Allir, sem höfðu beðið hana um að giftast Harry ekki, spáðu, að hjónabandið myndi ekki end- ast nema fáa mánuði. Sögur komust á kreik um, að Debbie færi á laun út með öðrum mönn- um. Þær sögðu, að hún vildi ekki einu sinni fórna manni sínum einum klukkutíma af degi sínum. Og það komu jafnvel upp enn verri sögur, svo slæmar, að þær eru ekki prenthæfar. Þetta andstyggilega slúður hef- ur aðeins bætt nýrri byrði á þessa stúlku, sem nóg hefur orð- ið að þo!a um ævina. Bezta vin- kona hennar hljóp á brott- með eiginmanni hennar, sem skildi hana eftir með sæit stolt og tvö lítil börn. Síðan hlaut hún að fylgjast með því, hve elskulegur og góður fyrrverandi eiginmaður hennar reyndist Liz. Hún varð fyrir sárindum daglega. Og nú að síðustu er hún ásökuð fyrir að reyna að öðlast hamingjuna með öðrum manni. Ef til vill er ekki hægt að segja, að Debbie sé yfir sig ást- fangin af Harry Karl. En hjóna-1 bandið getur heppnazt fyrir það. Þeim þykir sannarlega vænt hvoru um annað, og þau bera djúpa virðingu fyrir hvoru öðru. Orðrómurinn um, að Debbie hefði gifzt Harry vegna auðæfa j hans, er hlægilegur. Debbie er ein af auðugustu kvikmynda- j stjörnunum í Hollywood, jafnvel þótt hún mundi hætta að vinna núna. Harry er dásamlegur Eðlilega gleðst hún yfir hinum dýru gjöfum, sém Harry hleður á hana, einfaldlega af þvi að hún er kona. En sennilega þætti henni alveg eins váent um þær, j þótt þær væru ódýrari og smærri, j því að það er þó alltaf hugurinn ! á bak við. sem máli skiptir. Debbie hefur sagt um eigin- j mann sinn: — Hann er dásam- i legur gagnvart fjölskyldu minni. I Forelcjr^f mínir dýrka hann, j hann, hann er gömlu frænku I ;minni einstaklega góður, og börn- j um mínum hefur hann reynzt hinn bezti faðir. Oft áður en þau giftust fóru þau út með börnin, og Harry var j þeim mjög góður, en gaf þeim j aldrei neitt, án þess að hafa leyfi j móðurinnar fyrst. Einu sinni I hellti Todd litli úr fullri flösku af gosi yfir rándýr silkiföt Harry’s og brast í óstöðvandi grát yfir klaufaskap sínum. Harry tók hann bliðlega í fangið og hugg- aði hann, áður en hann sinnti sínu eigin vandamáli. Harry var alltaf til staðar Harry skildi hana alltaf, þegar hún vildi ekki fara út á kvöldin fyrr en kiukkan níu, því að hún vildi borða með börnum sínum, Carrie og Todd, koma þeim í ró og hlusta á bænir þeirra, áður en hún fór út. Og það, sem var bezt af öllu, Harry var alltaf til staðar, þegar Debbie þarfnaðist einhvers. Hún skildi það loksins, að það getur verið ást, þó að ekki sé neinn heitur logi og hjartsláttur út af engu. Hún komst að því, að það er til sú tegund ástar, sem er mild og blíð og getur verið marg- falt meira virði heldur en sú ást, sem kemur mönnum til að sjá stjörnur. Þetta eru aðeins fáeinar af á- stæðunum fyrir því, að hún gift- ist Harry Karl. Nú orðið er líf þeirra svo annasamt, að hún hef- ur varla tima til að sinna málefn- um sínum. Og þaðan af síður hef- ur hún tíma til að fara á laun út með öðrum mönnum, eins og slúðurkerlingar gefa í skyn. Bjartsýnin sigraði Svo slæmt sem það hlýtur að hafa verið að þola allt þetta slúður, hefur Debbie heppnazt að rísa undir því. í fyrstu grét hún sárt og spurði sjálfa sig, hvers vegna fólk gæti ekki látið hana í friði, hvorl hún hefði ekki orðið að þola nóg fyrir því. Eðlilega var hún bitur. Fólkið, sem látið hafði í Ijós aðdáun á henni fyrir Skótízkan tekur örum breytingum ekki síður en annað. Þvera táin er á undanhaldl, en mjóa táin heidur velli að mestu. Það, sem mesta eftirtekt vekur um þessar mundir, er það, hve mjög lakkskór ryðja sér tll rúms.s. Á myndinnl hér að ofan eru lakkskór nýjustu tízku, gerðir af danskri skóverksmlðju, og litlr þeirra eru, talið frá vinsítri: Kaffibrúnn, skærblár, bleikur, eldrauður. íj- /bJjScun nú sem stendur. Meðan vio eruni aó tala um skó, getum við litið á þennan hér. Hann heitir babydoll, og hefur hvorkl oddatá eða þverskorna. Táin á þess- um skó er í góðan boga og flöt. Efnið er mjúkt skinn, liturinn eldrauð- ur. — Það er litur, sem virðist ryðja sér mikið til rúms á kvenskóm DEBBIE REYNOLDS að standa sig svo vel í raimum sínum, hafði nú alveg snúið við henni bakinu. En smám saman sigraði bjart- sýnin hjá Debbie. Hún fullvissaði sjálfa sig um, að ef hún veitti þessu enga athygli, gæti slúðrið ekkert skaðað hana. Þegar ein- hver vinur hennar (því að hún á vini reyndar enn þá) segir henni frá einhverri sérlega rætinni sögu um hána hlær hún aðeins og segir, að þetta verði hún að segja Harry, hann muni áreiðan- lega hafa gaman af því. Daginn eftir brosti Debbie Það er ekki auðvelt að vera léttur í sinni og eðlilegur, þegar maður veit, að talað er um mann á bak. En Debbie finnur og hefur alltaf fundizt, að maður geti sigr- að næstum hvað sem er með því að líta á það með kímni. Jafnvel daginn eftir, að Eddie yfirgaf hana, sýndu myndir af henni hana brosandi, en þó með dökka bauga undir döprum augum. Hún hélt áfram vinnu sinni og gerði að gamni sínu, eins og hún var vön að gera, og fólk dáðist að henni fyrir það. H«fur lítíS breytzt En kímni Debbie kom henni til bjálpar á fleiri sviðum en í einka lífinu. Tii þessa hafði hún nær eingöngu leikið hlutverk lítillar, yndis-legrar stúlku, sem gáfu henni ekki mikla möguleika. Nú þegar betur kom í ljðs, hvílíkum léttleika og kímnigáfu hún hafði yfir að búa, voru henni fengin vamanhlutverk, og hún kom fram í sjónvarpsþáttum, sem öfluðu henni geysilegra vinsælda. Allir hrifust af hinni nýju Debbie. En sannleikurinn er sá, að Debbie hefur lítið breytzt. Henni hefur aðeins verið gefið tækifæri til að sýna þá hæfileika, sem hún býr yfir. Kímnigáfa hennar hefur bjargað henni frá skipbroti. Mikilvæg sannindi Það skiptir engu máli nú, hvaða sögur berast Debbie til eyrna, hversu slæmar sem þær eru. Hún aðeins hlær að þeim. Hún veit hver sannleikurinn er, og svo lengi sem hún er ánægð með hann, skiptir það hana engu, þó að kjaftakerlingar hvískri um hana yfir kaffibollunum. Og hún leiðir hjá sér þá karlmenn, sem brosa vongóðir til hennar vegna orðrómsins, sem um hana geng- ur. Því að Debbie hefur þroskazt á undaníörnum árum. Hún hefur lært þau mikilvægu sannindi, að þegar sorg og mæða drepur á dyr, skal maður aðeins brosa og taka öllu létt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.