Tíminn - 05.11.1961, Qupperneq 2

Tíminn - 05.11.1961, Qupperneq 2
2 Tvær nýjar bækur AB Út oru komnar hjá Almenna bókafélaginu tvaar nýjar bækxu-, NÁTTÚRA ÍSLANDS, scm er al- hliða lýsing á íslenzkri náttúru eftir 13 þjóðkunna vísindamenn, og bókin VÖLUSKRÍN, úrval úr smásögum og Ijóðum Kristmanns Guðmundssonar. Náttúra íslands skiptis't í 14 kafla eða greinar um íslenzka náttúru, og eru þrettán þeirra að stofni til fyrirlestrar þeir, sem höfundarnir fluttu í rikisútvarpið ó'sunnudögum í fyrravetur. Efni bókarinnar er sem hér segir: Upphaf íslands j og blágrýtis- myndunin, eftir Trausta Einars'son. Móbergsmyndunin, eftir Guð- mund Kjartansson. Um íslenzka steingervinga, eftir Jóhannes Áskelsson. Eldstöðvar og hraun, eftir Sig- urð Þórarinsson. Jarðhiti, eftir Jón Jónsson. Hagnýt jarðefni, eftir Tómas Tryggvason. Veðurfar, eftir Jón Eyþórsson. Jöklar, eftir Jón Eyiþórsson. Vötn, eftir Sigurjón Rist. Jarðvegur, eftir Björn Jóhannes- son. Sjórinn við ísland, eftir Unn- stein Stefánsson. Lífið í sjónum, eftir Ingvar Hall- grímsson. Grös og gróður, eftir Eyþór Ein- arsson. Dýralíf á landi og í vötnum, eftir Ingimar Óskarsson. Fortnálsorð ritar Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri. Eins og ráða má af efnisskránni, er bók þessi í hópi merkilegustu rita, sem samin hafa verið um ís- lenzka náttúrufræði og auk þess „fyrsta og eina heldarlýsingin sem til er á íslenzkri náttúru frá sjónarmiði nýjustu náttúrufræða", eins og Vilhjálmur Þ. Gislason seg ir í formála sínum. Þetta er braut- ryðjandi verk á sínu sviði og ritað með hliðsjón af því, að það sé auð- veldur lestur hverjum íslendingi sem er. í bókinni er mikill fjöldi mynda og korta. Hún er 322 bls. að stærð og prentuð í prentsmiðjunni Eddu. Völuskrín er eins og áður segir úrval af smásögum og Ijóðum Kristmanns Guðmundssonar. Hef- ur höfundurinn annazt val efnis- ins, en formála ritar dr. Gunnar G. Schram. Er bókin gefin út í til- efni af sextugsafmæli skáldsins, sem er hinn 23. okt. s. 1. Hún er 250 bls. að stærð og prentuð í Borgarprenti. Verzlunarmeim mótmæla Stjóm Landssambands íslenzkra verzlunarmanna hefur gert eftir- farandi samþyikkt: „Landssamband íslenzkra verzá- unarmanna mótmælir harðlega hvers kyns tilraunum meg kjam orku- og vetaissprengjur í gufu- hvolfinu vegna þeirrar gífurlegu hættu, sem iífi og heilsu macina er af þeiim búin. LÍV vifl-1 fyrir sitt ieyti leggja sérstaka áherzlu á mótmæli sín nú vegna þeirra glæpsamlegu til- rauna með kjamavopn, sem að undaniförnu hafa átt sér stað í Sovétdlkju'num. Þungri ábyrgð er lýst á hendur þeim mönnum, sem með slí'ku at- ferli varpa skugga dauða og tor- tímingar yfir mannkynið. Smáorrusta varS Innl á Laugavegi I gærmorg un rétt um hádegið. Umferðln var mikll niður Laugaveginn og bílarnir komust lítið áfram. Þá fór svo, að einn bíllinn snerti þann, sem.fyrir framan var. Snar aðist þá ökumaður fyrri bílslns út úr bílnum og bað hinn bless- aðan um að horfa fram fyrlr sig við stýrið. Varð þarna orðasenna á meðan löng bílalestin inn allan Laugaveginn flautaði og flautaðí. Loks leystlst umferðarhnúturinn með þvi, að ökumaður fremri bílsins snaraði sér inn í bíl slnn og 6k af stað. bessi smáævintýri í bæjarumferðinni eru orðin dag- legt brauð, ef dæma má eftir kon unnl, sem gengur fram hjá á gangstéttinni og lítur ekki einu sinni við. (Ljósmynd Tímlnn GE). ASalfundur Fulltrúaráðsins Aðaifundur Fuílfrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykfavík verður haldinn í Framsóknarhúsinu, miðvikudginn 8. p. m. kl. 8.30 síðdegis. Dagskrá: Venfuieg aóalfundarstörf. — Stjórnin. Auglýsingasími TÍMANS er 19523 Eldur i spóna geymslu ¥íðis Klukkan aS ganga þrjú á föstudaginn varð sprenging í olíukyntum miðstöðvarkatli í kjallara trésmiðjunnar Víðis við Laugaveg. Járnslegin hurð milli miðstöðvarklefans og spónageymslunnar stóð opin, þegar sprengingin varð í katl- inum. Eldstólpinn frá katlin- um náði inn um dyrnar og kveikti þar í skrælþurrum spónum og sagi, sem var þar í tonnatali. / Sjálfvirkur slökkviútbúnaður er í miðstöðvarklefanum, og átti hann að fara í ganig, ef hitastig yrði láigt. Búnaðúrinn reyndist ó- virkur. Allt slötokviliðið var kvatt út til að berjast við eldinn, sem gaus út úr spónageymsl'unni um járnilokur upp í trésmíðas'ali'nn. Lokurnar lyftust vegna hitans, jafnvel þótt á þeim væri staðið. Slökkvi'liðsmenn renndu slöng- um niður með lokunum og dældu vatni í spónageymslufna. Tókst þeim að slökkva eldinn eftir nær þriggja kluikkustunda viðureign. S'lökkviliðsmenn og starfsmenn tré smiðjunnar vöktuðu húsig þar tll í gærmorgun. Þann 7. júlí 1957 varð stór- bruni í trésmiðjunni, og brann þá af henni risið. Eftir það var húsið stækkag um eina hæð. Refur á Rauðasandi Patreksfirði — 4. nóv. — Þesis varg vart á Melanesi á Rauðasandi fyrir nokkru, að tófa var að elta kind uppi í fjallinu ofan við bæinn. Var tæfa búin að koma kindinni í sjálfheldu. Menn bragðu þegar við og fóru ag at- huga þetta. Kibba náðist lifandi, en þá hafði vinstra eyrað verið rifið af henni og hún sköddug í framan. iltur frá bænum smeri sér þegar að því að elta skolla og veitti honum eftirför upp á fjall- ið. Þar missti hann af melrakkan- um ,en kom í för sinni að flagi, þar sem sýnilegt var, að rebbi hefði tekizt á vig kindina. Enn er lágfóta ekki fundin, og eiga bænd- ur á þessum slóðum því dýrbítinn enn yfir höfði sér. SJ. TÍM.IjNJý.,-„sjmnudagipn,jaó.Vjejtnber JI961, 1200 vinna á Vellinum Á Keflavíkurflugvelli starfa nú um 1200 íslendingar á veg- um varnarliðsins, en það er mun minna en oft áður, sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem blaðið fékk hjá varnar- máladeild utanríkisráðuneyt- isins. Framkvæmdir eru nú litlar á Keflavíkurflugvelli aðrar en við hald á mannvirkjum. Á stöðvum varnarliðsins utan Keflavíkurflug- vallar eru víðast hvar engar veru- legar framkvæmdir nema á Stokks- nesi við Hornafjörð, þar sem er nú unnið að uppsetningu útvarps- skerma. f Aðalvík er nú unnið að því að rífa mannvirki varnatliðs- ins, en nokkuð er síðan sú stöð var lögð niður. * FÉLAGSMALA SKÓLi FRAM SÓKNAR FL0KKSINS Fundur í Félagsmálaskóla Fram- sóknarflokksins annað kvöld (mánudag) klukkan 8.30. EYSTEINN JÓNSSON, formað- ur þingflokks Framsóknarmanna, talar um stjómmálastefnur. Fundurinn verður haldinn í Edduhúsinu, II hæS og er allt Framsóknarfólk, eldra sem yngra velkomið. Sænskur styrkur Dr. Bo Akerrén, héraðslæknir í Visby á Gotlandi, og kona han5 hafa tilkynmt íslenzkum stjórnai' vöildum, að þau hafi í hyggju að bjóða fram árlega nokkra fjár- upphæð sem ferðastyrk handa ís- lendingi, er óskar að fara til náms á Norðurlöndum. Þau hjón komu til ís'lands á síðast'liðmu ári, og ákváðu eftir þá för, að sýna í verki vinarhug sinm tiJ íslenzku þjóðarinnar með framangreindum hætti. Akerrén-ferðastyrkurinn nemur ag þessu sinni eitt þúsund sænsk um krónum. Þeir sem kynnu að valja sækja um hann, skulu senda umsókn til menntamálaráðuneytis- ins, Stjórnarráðshúsinu við Lækj- artorg, fyrir 15. desember n.k. í umsólcn skai tekið fram, hvaða nám umsækjandi hyggist stunda og hvar á Norðurlöndum. Upp- lýsingar uim náms- og starfsferil skulu fylgja, svo og staðfest afrit prófskírteina og meðmæli. Um- sóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Varðberg á Selfossi Varðberg, félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, held- ur almennan fund í Selfossbíói í kvöld, sunnudag, kl. 8.30. Umræðuefnið verður ísland og \ vestræn samvinna. Framsögu- | menn verða Guðmundur H. Garð- |fp .irsson, formaður Varðbergs, Tómas Árnason, lögfræðingur og Pétur Pétursson, forstjóri. Að íoknum framsöguræðum verða frjálsar umræður. | Einnig verður sýnd kvikmynd með íslenzku tali: Ferð um 1 Berlín. " í,! ft TÓMAS GUÐMUNDUR Memntamálaráðuneytið. Klúbbfundur Framsóknarmanna verður haldinn á mánudag, 6. nóvember, klukkan 8,30 síðdegis á venjulegum stað. Merk mál verða rædd. Framsóknarmenn, mætið vel og stundvíslega. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu Framskónarflokksins í Edduhúsinu. Símar 12942 og 16066. ~ HÁGRENNi Félag ungra Framsóknarmanna á Akranesi efn. ■ til fundar í Félagsheimili templara föstudaginn ’0 nóv. n. k. kl. 8.30 s. d. EYSTEINN JÓNSSON, formaður þingflokks tramsóknarmanna flytur erindi um EFNAHAGS- 3ANDALAGID. Allt Framsóknarfóik og aðrir, sem hafa áhuga á málefninu eru velkomnir á fundlnn. AKRANES v Framsóknarfélag Akraness heldur skemmtisamkomu f félags. heimilinu Rein í kvöld kiukkan 8.30. Spiluð verður Framsóknar vist og dansað. Öllum heimlll aðgangur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.