Tíminn - 05.11.1961, Side 16

Tíminn - 05.11.1961, Side 16
383. blaff Sunnudaginn 5. nóvember 1961 Umræðufundur um erlent fjármagn Stúdentafélag Reykjavíkur j gengst annað kvöld kl. 8.30 fyrir almennum umræðufundi í Tjarnarcafé um efnið „Er- lent fjármagn á íslandi". Framsögumenn verða Alfreð Gíslason, læknir og alþm. og Steingrímur Hermannsson, verkfr., framkv.stj. Rann- sóknaráðs ríkisins. Vetrarstarf Stúdentafélag Reykja víkur er nú að hefjast og efnir fé- lagið til fyrsta almenna umræðu- fundarins í kvöld. Efni það'sem til meðferðar verður tékið er mjög ofarlega á baugi um þessar mund- ir- ekki sízt með hliðsjón af hugs- anlegri aðild íslands að efnahags- kerfi Vestur-Evrópuríkjanna. Félagið hefur fengið sem frum- mælendur tvo þekkta borgara og þar sem skoðanir manna urn mál- ið eru mjög skiptar, má telja full- víst að fundurinn verði fjölmenn- ur og umræður íjörugar. Eins og áður segir, hefst fund- urinn kl. 20.30 í Tjarnarcafé og er öllum heimill aðgangur, en þeir sem ekki framvísa síúdentaskír- teinum, greiða 25.00 í aðgangseyri. Blómasýningu Alaska lýkur Blómasýningu Alaska gróðra- stöðvarinnar við Miklatorg lýkur í kvöld klukkan 10. Sýningin hefur nú staðið undanfarnar tvær vik- ur við mjög góða aðsókn, enda enginn aðgangseyrir. Á sýningunni hefur fólk haft óvanalegt tækifæri til þess að kynnast ólíkustu tegundum gi'ænna og blómstrandi plantna. Mikill fjöldi blóma hefur selzt, en jafnóðum hefur verið' fýilt í skörð in. Sýningu Steinþórs að ljúka í dag er síðasti sýningardagur málverkasýning- ar Steinþórs Sig- urðssonar í Lista- mannaskálanum. Aðsókn hefur ver ið góð og yfir 20 myndir hafa selzt, Sýningunni lýkur klukkan 10 í kvöid. ☆ B Skemmtiþáttur: Hallbjörg Bjarnadóttir SÖngur: Árni Jónsson Un BING Farmiði idirlei 1 eö >rsson leikari: Skúli Hal Meðal vinningj eð Gulifoss! á t. farrými ti! Kaupmannahafnar cg heim aftur. Fimm þusund króna vöniávísun. Útvarpstæki og fleiri úrvaisvínningar. AÖgöngumiðasala í Edduhúsinu í ímar 16066 og 12942. Skemmtinefndin. NTB—London, 3. nóv. Margrét prinsessa fæddi son í dag, og er hann fyrsta barn hennar. Öll brezka þjóðin fagnaöi þessari frétt meÖ mik- illi hrifningu. ’ i Mikill fólksfjöldi hafði safnazt Isaman fyrir utan Clarenie House, 1 en þar var fyrst skýrt frá fæðing- I unni. Samtímis var tilkynnt, að Imóður og barni heilsaðist vel, og ! laust þá mannfjöldinn upp mörg- jum húrrahrópum. Hinn nýfæddi sonur fær titilinn Linley lávarður (greifi), en hann ! varður fimmti til ríkiserfða. Mar- grét prinses'sa mun sennilega 1 dveljast þrjár vikur í Clarence House, áður en hún hverfur aftur heim til Kensington-hallar. Jarðskjálfti Jarðfræðistofnunin í Upp- sölum mældi í morgun skjálfta bylgjur, sem taldar eru stafa frá jarðskjálfta í Norður- Atlantshafi. Bylgjurnar komu fram kl. hálfátta í morgun eftir norskum tíma. 4 Hús Almenna bókafélagsins við Austurstræti hækkar stöð- ugt, þótt hægt fari. Um dagtnn var verið að steypa þar, og þá var þessi krani notaður til þess að koma steypunni upp á þriðju hæð. (Ljósmynd TÍMINN GE). | Fékk far- I arleyfi NTB—Stokhólmi, 4. nóv. Innanríkisráðherra Suður-Afr- íku, Jan de Klerk, skýrði frá því í dag, að svertingjaleiðtog- inn Albert Luthuli fengi leyfi til að fara til Osló að faka við Friðarverðlaunum Nóbels ihinn 10. des. n. k. Hann fær ieyfi til að dveljast 10 daga í Noregi með því skilyrði að koma þá aftur beint heim til Suður-Afríku. Áður hafði stjórnin bannað Luthuli að fara brott frá heimili sínu í grennd við Durban. Hins vegar var málaledtan Lut- hulis um að fá að heímsækja Tanganyka neitað'. Jan Kiork sagði, að Luthuli hefði verið veitt friðarver'ðlaunin af einhverjum afinarlegum, pólitfskum ástæum. Hann hefði ekki átt þau skiiin. Luthuli fékk fréttina um brottfar arleyfið, er hann sat að snæðingi ásamt dóttur sinni á hóteli í Duir- ban, en þangað fékk hann að fara til að leita lækniis. Hann kvaðst rnjög glaður yfir að fá að fara till Osló, og þetta verður fyrsla ferð hans til Evrópu. August Schou, forstjóri Nóbelsstofminar- innar hefur einnig lýst gleði sinni vegna þess ,að Luthuli hefur nú fengið leyfi til að taka á móti verðlaunum sinum. Akureyri er oröinn meiri umferð arbær, en marga grunar. Þessi mynd er fekmn í sumar yfíi- Hafnarstræti og bílaþröngina f>ar. (Ljósmynd GPK). Framsóknarmenn . Munið klúbbfundinn annað kvöld

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.