Tíminn - 03.12.1961, Side 1

Tíminn - 03.12.1961, Side 1
307. tbl. — 45. árgangur Skákþáttor Friðriks Ólafssonar bls. 12. i Sunnudagur 3. desember 1961 MM lokaíy 1. desember? stórUtflutningur á NÝJUM BlLUM HÉÐAN Það er ekki á allra manna vitorði, að hagsýnn varnarliðs- maður þarf ekki nema að slá á þráðinn til eins bílaumboðs- ins hér ! bæ til þess að græða allt upp í 100 þúsund krónur eða þar yfir á símtalinu, og allt er það með löglegum hætti. Varnarliðsmaðurinn hefur rétt til að panta sér toll- frjálsan bíl meðan hann starf- ar hér. Hann þarf ekki annað en að senda umsókn til yfir- stjórnar hersins, sem ber hana síðan undir varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins, og ekk ert á að vera íjví til fyrirstöðu, að það leyfi fáist. Það næsta, sem varnarliðsmað- urinn gerir, er að hafa samband við eitthvert bílaumboðið hér og panta þaðan Evrópubíl, sem hann lystir að fá. Bíllinn kemur síðan með fyrstu skipsferð, honum er landað í Reykjavíkurhöfn, þar er skellt á hann einkennisstöfunum JO—. Síðan liggur bíllinn óhreyfð- ur á bryggjunni og bíður eftir fyrsta möguleika á fari til Banda- ríkanna. JO— Segjum, að varnarliðsmaðurinn hafi kosið sér Opel Caravan. Hann fær þá gerð hér hjá umboðinu fyr- ir 1600 dollara og þá er flutnings- gjald, trygging og umboðslaun allt innifalið. Síðan borgar hann um 70—80 dollara fyrir flutninginn á bílnum til New York, þar sem bíll- inn sleppur við innflutningstolla og söluskatt í krafti þess, að hann er notaður bíll, eins og JO— núm- erið á honum sýnir. 25.000 kr. Ef varnarliðsmaðurinn keypti sér Opel Caravan í verzlun í Bandaríkjunum, kostar hann minnst 2300 dollara með innflutn- ingstolli, söluskatti og ofsaháum umboðslaunum (oft um 50% af bíl- verðinu). Mismunurinn á verðinu, hvort bíllinn er keyptur í gegnum umboð eða hér í Bandaríkjunum, er um 620 dollarar eða 25.000 ís- lenzkar krónur. 110.000 kr. En hann getur lika keypt sér dýrari bil, ef hann getur komizt yfir næga peninga til þess. Að kaupa og flytja spánnýjan Merced- es-Benz 300 til Bandaríkjanna gegnum íslenzkt umboð og á JO— númeri kostar alls 3300 dollara, en sami bíll kostar þar í verzlun 6.000 dollara. Mismunui'inn er 2700 doll- arar eða um 110.000 íslenzkar krónur og má segja að margir hafi meira fyrir að vinna sér inn slíka upphæð. I „transit" I Flestir varnarliðsmenn þykjast ekki þurfa á bíl að halda hér, held- • ur geyma að • nota bílleyfi sitt, iþangað til þeir eru í þann veginn I að fara heim aftur. Þ'á fá þeir sér j Evrópubíl með framangreindum jhætti, bíllinn kemur hingað bara j í „transit" meðan verið er að ! skella á hann JO— númerinu. íslenzku umboðin hafa af þessu drjúgar tekjur og hafa oft selt samtals 30—40 bíla á mánuði með þessum hætti. Þessa dagana er dá- lítil deyfð í sölunni, sem fyrst og fremst má rekja til þess, að starfs- menn flotans og þá aðallega yfir'- mennirnir eru yfirleitt ekki á för- um um þessar mundir. Mestu við- skiptin með þessu móti voru í fyrra, áður en Kennedy Bandaríkja forseti tók aftur, að starfsmenn herjanna gætu flutt heim bíla sína sér að kostnaðarlausu. Þá spöruðu menn sér minnst 80 dollara að auki, en nú er það af. 50 af hundofö íslenzku bílaumboðin hafa einn- ig flutt inn bíla beint frá Evrópu til Bandaríkjanna án viðkomu hér og einnig hafa þau selt bandaríska bíla til Bandaríkjanna fyrir varn- arliðsmenn. Þá er verðmismunur- inn aðeins fólginn í muninum á umboðslaununum hér og í Banda- ríkjunum, en á bílana leggjast að öðru leyti innflutningsgjöld og söluskattur sem á aðra bíla. Um- boðslaun hér heima fara sjaldan fram úr 10 af hundraði en í Banda ríkjunum þykir eðlilegt, að þau séu um 50 af hundraði. Munurinn er það mikill, að það borgar sig að kaupa bandaríska bíla hér. Með þessari frétt birtum við ljós mynd, sem ljósmyndari Tímans tók í fyr'radag. Myndin er einmitt af því, þegar verið er að skipa einum „transit“-bíl um borð í skip, sem er að fara til Bandaríkjanna. Eig- andi þessa bíls græðir nokkrar tug þú___dir á verzluninni. Það ber keim af ofrausn, að hér skuli einn og hálfur þjóðhátíðardagur vera hald- inn hátíðlegur, þegar flest- ar þjóðir láta sér nægja einn. 1. desember er nýlið- inn, og olli hann nokkrum erfiðleikum, vegna þess að almenningur yfirleitt áttar sig ekki á lokunum stofn- ana og verzlana. Hlýtur að koma til endurskoðunar hvort ber að leggja niður vinnu og loka búðum 1. desember. Sögulega ér þetta þýðingarmikill dagur, en þess er hægt að minnast með ýmsu móti, þótt allt yrði vandræðalaust vegna lokana. 1. desember er ekki lögskip- aður frídagur, og samkvæmt upplýsingum frá Dómsmála- ráðuneytinu eru engir dagar lögskipaðir frídagar nema hátíð isdagar þjóðkirkjunnar. Engar fastar reglur eru til um lok- un vinnustaða 1. desember og er vinnuveitendum í sjálfsvald sett hvort þeir l'áta vinna eða ekki, þar sem ekki eru til á- kvæði um þetta í neinum kjara samningum. Það er hins vegar orðin hefð, að flestir vinnu- staðir loka 1. desember. Kaupmannasamtökin mælt- ust til þess við kaupmenn, að þeir lokuðu verzlunum sínum klukkan eitt í gær, og munu flestir ef ekki allir hafa orðið vis þeim tilmælum. Mjólkurbúðir lokuðu klukk- an 12 á hádegi, samkvæmt venju, var blaðinu tjáð, og miðað við lokunartíma mjólk- urbúða á sunnudögum. Barnaheimili lokuðu einnig (Framhald á 2. sfðu í Mikið kvennaval bíður eftir Sven Aage Larsen Hver verður My fair lady? Það er spurning, sem margir hafa velt fyrir sér, frá því að Þjóðleikhúsið ákvað að taka þennan létta söngleik til flutn- ings. Leikmenn hafa brotið heil ann um það, og sj'álfsagt hefur það valdið forráðamönnum leik- hússins höfuðverk nokkrum sinn um. Tíminn hringdi í Þjóðleikhús- stjóra og spurði hann, hvort ekki væri búið að ráða í þetta hlut- verk. Hann kvað það ekki vera, og sagði, að það yrði ekki gert, fyrr en leikstjðrinn, Sven Aage Larsen, kæmi til landsins ,um eða upp úr áramótunum. Blaðið hefur hins vegar frétt á skotspónum, að þær Þuríður Pálsdóttir og Sigurveig Hjalte- sted séu báðar farnar að æfa sig í þessu hlutverki, og jafnvel sé í ráði ag l'áta fleiri æfa það, tO þess að Sven Aage Larsen hafi úr sem flestum að velja, þegar hann kemur. Hann er kunnugur íslenzku söngleikfólki frá fyrri tíð, og á því auðvelt með að velja beztu fínufrúna, þegar hann fær að kynna sér hinn þjálfaða kvennaskara. Það má því með sanni segja, að kvennaval bíði komu Sven Aage Larsen með mikilli ó- þreyju. [riísiindir á þessum Hvaö - hvenær hverju

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.