Tíminn - 03.12.1961, Blaðsíða 5
I
T f MIN N, sun-nudaginn 3. desember 1961
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Rit.
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés
Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit
st^órnar: Tómas Karlsson Auglýsinga-
stjóri: Egill Bjamason. — Skrifstofur i
Edduhúsinu — Símar: 18300—18305 Aug
lýsingasimi: 19523 Afgreiðslusími: 12323
— Prentsmiðjan Edda h.f. —
Áskriftargjald kr 55.00 á mán innanlands.
í lausasölu kr 3.00 eintakið
HANNES HAFSTEIN
- ALDARMINNING -
Mbl. tekur undir áróður
kommúnista
Af hálfu kommúnista hefur lengi verið reynt að túlka
þátttöku íslands í Atlantshafsbandalaginu á þann veg að
henni fylgdi herseta í landinu
Hér í 'blaðinu hefur jafnan verið unnið að því að
hnekkja þessari blekkingu. í fyrsta lagi hefur verið sýnt
fram á, að ekkert það fylgir þátttöku okkar í Atlantshafs-
bandalaginu, sem við getum ekki sjálfir ráðið á hverjum
tíma. í öðru lagi hefur verið bent á. að það var skýrlega
áréttað af okkur sjálfum og viðurkennt .af bandamönnum
okkar, er við gengum í bandalagið, að við myndum ekki
leyfa hersetu á friðartímum. í þriðja lagi hefur svo verið
sýnt fram á, að varnarsamningurinn, sem var gerður við
Eandaríkin vorið 1951, er alveg óháður og aðskilinn frá
bandalagssamningnum, eins og sést á því, að hinn síðari
gildir til 20 ára, en hinn fyrri er uppsegjanlegur með IV2
árs fyrirvara.
Af hálfu annarra þeirra flokka, sem stóðu að þátttök-
unni í Nato og varnarsamningnum, hefur umræddum
áróðri kommúnista einnig verið mótmælt með þessum
rökum þar til nú, að svo kynlega bregður við, að Mbl.
tekur alveg undir áróður þeirra. Mbl. reynir nú að halda
því fram, að þátttöku í Atlantshafsbandalaginu fylgi, að
hér þurfi að vera her allan þann tíma, er við séum i
bandalaginu, og kallar það nýja stefnu hjá Framsóknar-
mönnum að halda því fram, sem ekki aðeins þeir sjálfir
hafa haldið fram allt síðan, að gengið var í Nato, heldur
einnig hinh’ flokkarnir, er að aðildinni stóðu.
Sjálfur Bjarni Benediktsson staðfesti líka í ræðu sinni
í háskólanum í fyrradag, að þessi skoðun væri rétt. Hann
sagði orðrétt: \
„Atlantshafsbandalagið er samtök sjálfstæðra og full-
valda ríkja. Þau hafa skuldbundið sig til ákveðinnar sam-
vinnu um tiltekið árabil, 20 ár. Samkvæmt sjálfum Atl-
antshafssamningnum höfum við ekki skuldbundið okkur
til að hafa neitt varnarlið í landinu á friðartímum, hvorki
okkar eigið né annarra. Uggur vegna versnandi ástands
varð til þess, að varnarsamningurinn við Bandaríkin var
gerður rúmum tveimur árum eftir að Atlantshafssáttmál-
inn hafði verið saminn. Að undangengnu umsömdu sam-
ráði getum við með tiltölulega skömmum fresti sjálfir
kveðið á um það, að hið erlenda varnarlið skuli hverfa úr
landi.“
Hér er það fyllilega staðfest, sem Framsóknarmenn
hafa haldið fram og halda fram um þessi mál. Þátttakan
í Atlantshafsbandalaginu skuldbindur okkur ekki til þess
að hafa hér her. Það er því alveg undir okkur sjálfum
komið á hverjum tíma, hvort hér er her eða ekki.
Mbl. ætti að hætta að taka undir þann áróður komm-
únista, að þátttakan 1 Nato skuldbindi okkur til að hafa
hér her, hvort sem við viljum eða ekki. Sjálfur formaður
Sjálfstæðisflokksins vitnar þar á móti því.
Ormar og víðsýni
í háskólaræðu sinni 1. desember kallaði Bjarni Bene-
diktsson kommúnista skurðgoðadýrkendur en skurðgoð
þeirra væru full af ormum og illum kvikindum. Á Alþingi
hefur Bjarni hins vegar nýlega hælt þeim manni sem
bezt hefur dýrkað umrædd skurðgoð, fyrir sérstaka við-
sýni. Þetta er það, sem kallað er að hafa tungur tvær.
Þú álfu vorrar yngsla land,
vort cigiS land, vort fósturland.
Sem framgjarns unglings höfuS hátt
þín hefjast fjöll viS ölduslátt.
Þótt þjaki böl meS þungum hramm,
þrátt fyrir allt þú skalt — j
þú skalt samt fram.
I dag er öld liðin, síðan sá at-
burður skeði á amtmannssetrinu á
Möðruvöllum í Hörgárdal, að
drengur fæddist. Slík tíðindi eru
ekki ætíð talin mikils vísir, en þó
réðu örlög sve, að þarna var á
ferð sveinn, er borinn var til
óvenjulega stórbrotins hlutverks
með þjóð sinni, og þau sköp ætluð
að verða hvort tveggja, dáð höfuð-
skáld og fyrsti ráðherra og æðsti
maður þjóðar sinnar á morgni
þjóðfrelsisdags.
Hannes Þórður Hafstein fæddist
4. des. 1861. Hann var sonur Pét-
urs amtmanns Hafstein, sem kom-
inn var af dönskum kaupmönnum,
og höfðu föðurfrændur hans haft
verzlunar’setur á Hofsósi. Móðir
Hannesar var hins vegar af sterk-
um íslenzkum ættum, Katrín
Kristjana Gunnarsdóttir, prests í
Laufási, og því systir Tryggva
Gunnarssonar, bankastjóra. Hún
var þriðja kona Péturs amtmanns.
Þegar Hannes fæddist, hafði fað
ir hans verið rúman áratug amt
maður á Möðruvöllum. Þar ólst
Hannes upp fyrsta áratuginn i
stórum systkinahópi. Árið 1870
hvarf Pétur frá amtmannsembætti
og ílutti að Skjaldarvík við Eyja-
fjörð, óg þar átti Hannes heima
unglingsárin. Vandist hann þar
sjómennsku, og stóð eftir það jafn-
an hugur til sæfara og siglinga,
að sögn kunnugra manna.
Tólf ára gamall var Hannesi
sendur í Latínuskólann. Var hann!
bráðger og þá þegar kominn vel á
námsbraut, enda sóttist honum
nám vel og var oftast efstur í sín-
um bekk í skólanum. Þótti kenn-
urum skólans, sem þar færi ein-
hver hinn efnilegasti piltur, er um
sinn hefði gist skóla þeirra.
Hannes var fríður sýnum, hár og
þrekinn um herðar, vel vax..,n,
snemma skáldmæltur, hrókur alls
fagnaðar, orti mikið á skólaárum,
einkum lofsöngva um lífið, fegurð
þess og unaðssemdir, þótti fynd-
inn vel og skaut fram meinlegum
stökum um félaga sína eða kenn-
ara.
Björn M. Ólsen, prófessor, lýsir'
Hannesi með svofelldum orðum
um þær mundir, sem hann lauk
prófi úr Latínuskólanum með
hárri fyrstu einkunn:
„Hann var hár vexti, þrekinn
um herðar og miðmjór, dökkur
á brún og brá en þó ekki vaxin
grön, svipur þó hreinn og heiður,
andlitið frítt og reglulegt eins og
mótað að rómverskum fegurðar-
lögum“.
•Nítján ára gamall, árið 1880 hélt
Hannes til laganáms í Kaupmanna-
höfn. Þá voru umbrotatímar í
Danmörku. Brandes var á hátindi
og boðaði stjórnmála- og menn-
ingarkenningar sínar af alefli.
Danskir 1 smábændur voru í upp-
reisnarhug og létu ekki standa við
orðin ein. Hreyfing Brandesar
hreif Hannes, og hann kynntist
Brandesi og ýmsum fyrirmönnum
hreyfingarinnar. Drachmann þótti
þá og djarfast skálda í Dantnörku,
og Hannes dáðist að ljóðum hans
og varð fyrir greinilegum áhrifum,
sem sjá má í ljóðum hans frá þess-
um árum. Hannes sinnti laganám-
inu lítt framan af, en las því meira
skáldskap og orti. Þá gerðist hann
og meðútgefandi tímaritsins Verð-
andi, svo sem kunnugt er, og þar
birtust ýmis Ijóð hans Náðu þau
mikilli hylli á íslandi og þóttu ort
af glæsileik og þrótti, þótt Verð-
andi ætti annars takmörkuðum vin
sældpm að fagna og kenningar
þær, sem þar voru boðaðar.
Einari H. Kvaran, rithöfundi,
meðritstjóra Hannesar við Verð-
andi þótti svo mjög kveða að þessu
unga glæsiskáldi, að hann taldí, að
snilld Hannesar hefði haft nokkuð
lamandi á'hrif á suma aðra, þeim
uxu svo í augum yfirburðir hans,
að þeir þorðu vart strengi að
hræra.
En Hannes naut líka lífsins og
æsku sinnar í ríkum mæli á þess-
um Hafnarárum, hafði góð fjárráð
og gat leitað á náðir Tryggva móð-
uibróður síns, sem þá bjó í Höfn,
þegar að kreppti í þeim efnum,
hann var allra manna glaðvær-
astur, fjörugur í vinahópi og flest-
um hugljúfi.
En námsferill Hannesar varð í
litlu frægur. Hann tók þó á sig
rögg, þegar leið að lokum garð-
vistartíma, rauk svo í próf var'bú-
inn og lauk því, þó með annarri
einkunn.
Kannes réðst þagar heim að
námi loknu. Hann var þá þegar
þjóðkunnugt og dáð skáld, rúm-
lega hálfþrítugur að aldri. Hann
hafði fremur hægt um sig næstu
árin, var sýslumaður Dalamanna
nokkra mánuði og dvaldi á Staðar-
felli. síðan málaflutningsmaður
við landsyfirréttinn, ritari hjá
landshöfðingja, og síðan sýslu-
maður ísfirðinga frá vori 1896 og
gegndi þvi embætti, unz hann varð
ráðherra 1 febr. 1904.
Hannes Hafstein lét sig Jitlu
skipta á yfirborði stjórn stjórnmál
mál fyrstu misserin eftir heim-
komuna, en á Þingvallafundinum
var hann annar fulltrúi Gull-
bringu- og Kjósarsýslu, og með
þeim fundi má segja, að þátttaka
hans í íslenzkum stjórnmálum
hefjist að marki. Svo kyn'lega vill
þó til, að það er enginn æsibyr,
sem þar fleytir Hannesi fram,
heldur verður hann þar til and-
spyrnu og stendur nær einn uppi
gegn fundarfulltrúum. Til fundar-
ins var, sem kunnugt er, boðað til
þess að knýja fram kröfu um end-
urskoðun stjórnarskrárinnar, er
fæli í sér verulegar stjórnarbætur.
Hannes inælti gegn þessu og
komst þá í fyrsta sinn í kast við
Benedikt Sveinsson og Skúla Thor-
oddsen, en í síðari stjórnmálaátök-
um urðu með þessum mönnum
ýmsar greinar. Hannes fór þó gæti-
lega á þessum fundum, en fékk þó
þegar það orð, að hann mundi
nokkuð íhaldssamur, enda var á
þeim árum aðeins litið á sjálf-
stæðismálin, þegar slíkir dómar
voru upp kveðnir.
Á þessum árum kvæntist
Hannes Ragnheiði Stefánsdóttur,
sonardóttur Helga Thordersen
biskups. Móðir Ragnheiðar var
Sigríður Ólafsdóttir Stephensen,
en hún hafði verið áður miðkona
Péturs amtmanns á Möðruvöllum,
föður Hannesar, en þau skildu
eftir skamma sambúð, barnlaus.
Þau bjuggu fyrst í Þingholtsstræti
12 í Reykjavík. Þau eignuðust
mörg böm, og er margt fólk frá.
þeim komið.
Á þessum árum, eða fram yfir
aldamótin, orti Hannes heldur
lítið, og eru engin hinna helztu
kvæða hans frá þeim tíma, nema
aldamótaljóðin.
Hannes bauð sig fyrst fram til
þingmennsku í Gullbringu- og
Kjósarsýslu, en náði ekki kosn-
ingu, en árið 1900 náði hann kosn
(Framhald á 12. siðu).