Tíminn - 08.12.1961, Page 8

Tíminn - 08.12.1961, Page 8
8 T í M I N N, föstudaginn 8, desember 1961. Á dögunum bar svo vel í veiði, að ég hifti á götu hér í bænum Gunnar Oddsson, for- mann F.U.F. í Sksgafirði og þar sem hann var á hraðri ferð gafst ekki tóm til mikilla orð- ræðna. Ákváðum við því að hittast í betra tómi, jafnframt því, sem ég falaðist eftir frétt- um í Vettvanginn. Gunnar kvaðst, eins og margra er sið- ur, hafa lítið að segja en er á reyndi sannaðist hið gagn- stæða. Gunnar Oddsson er borinn og barnfæddur Skagfirðingur, un.gur maður, fæddur 11. marz 1934, og býr nú í Flatatungu í Akrahreppi. Eins og fleiri Skagfirðingar dáir hann hestamennsku, enda mikill hestamaður. En þó báðir hafi ánægju af hestum og reiðmennsku, var hugmyndin ekki sú að ræða um þá hluti, svo að ég sný mér vafningalaust að umræðuefninu og spyr Gunnar um félagsmál þeirra Skagfirðinga. — Já, það má segja, að ekki sé ýkjamikil félagsstarfsemi hjá okk- ur, segir Gunnar, en þó starfandi ungmennafélög og kvenfélög í hverjum hreppi en starfsemi þeirra ekki mikil. Hann þagnar um stund, en segir síðan: / — Innan félaganna eru þo, t.d. ungmennafélaganna, íþróttaæfing-1 ar og skákiðkun. Á hverjum vetri| er svo háð skákkeppni á vegum! ungmennasambandsins, og taka1 allflest ungmennafélögin þátt í henni. íþróttastarfsemin 'er nokk-| ur, aðallega beinist hún að sundi, frjálsum íþróttum og knattspyrnu og haldin eru árleg kappmót iðk- enda. — Ungmennafélögin eru alls staðar þátttakendur í byggingu og rekstri félagsheimila, þar sem þau eru þegar byggð eða fyrirhug-; uð, heldur Gunnar áfram. Þar sem; félagsheimili er til staðar, gjör-j breytist aðstaða til félagsstarfsemi J að sjálfsögðu fyrir viðkomandi fé- lag og starfsemi þeirra félaga, sem þessa aðstöðu fá, eykst yfirleitt verulega. Á þessu ári voru tekin í notkun tvö ný félagsheimili í/ Skagafirði, á Stóru-Ökrum í Akra- hreppi og í Melsgili hjá Reynistað í Staðarhreppiv — En Gunnar, ekki er nægilegt að félagsheimilin rísi upp um sveitir, ef umgengnisháttur manna er ekki í samræmi við búnað hús- anna? — Alveg rétt, segir Gunnar, fé- lagsheimilin eru yfirleitt vel búin og glæsileg hús, sem ættu að geta orðið verðug skemmtiaðsetur sveita sinna, ef svo væri uní þau gengið sem ber, alls staðar. En því miður skortir víða á að svo sé, á mörgum stöðum á landinu, sér- staklega er framkoma og um- Gunnar Oddsson, formaður F.U.F. í Skagafirði, segir frá félagslífi Skag- firðinga og starfsemi F.U.F. gengnishættir margra manna á þann veg, að hrein ómenning er að. — Nú svo er í framhluta Skaga- fjarðar starfandi karlakór, segir hann og heldur áfram; og hefur verið starfandi um 34 ára skeið,1 óslitið. Kórinn hefur sungið mikið, bæði heima fyrir og einnig farið víða um land. — Og búnaðarfélögin, segi ég. — Búnaðarfélög eru að sjálf- sögðu ^tarfandi í hverjum hreppi og hafa staðið fyrir ýmsum verk- um, svo sem rekstri siriærri vinnu- tækja í umferðarvinnu og sömu- leiðis hafa sum félögin komið sér upp stevpimótum fyrir byggingu útihúsa og votheysgryfja. Öll stærri verkefni, svo sem framræs'la og landbrot eru á veg- um ræktunarsambandsins. Ræktunarsambandið hefur orðið Skagfirðingum heilla- og nota- drjúgt við landbrot og ræktun landsins. Til þess að létta undir með bændum, hefur sambandinu tekizt að velta ræktunarkostnaðin- um áfram um eitt til tvö ár, að minnsta kosti', meðan beðið hefur verið eftir ríkisframlaginu. — Já, það hefur verið mjög fróð legt að heyra þetta, en hvað. seg- irðu mér af þínu eigin félagi Gunnar, F.U.F. í Skagafirði? — Það má segja, að starfsemi F.U.F. í Skagafirði sé nokkuð mikil öll ár. Meðal annars má nefna að haldnar hafa verið þrjár til fjórar skemmtanir á ári og nokkrir fundir. Á skemmtunum eru yfirleitt blandað saman gamni og alvöru og hefur það tekizt vel. — Þið hafið efnt til stjórnmála- námskeiða er ekki svo? Ungir Framsélmarmenn á Siglufirði hyggja á auknmgu starrsemi sinnar Einn þeirra f jölmörgu ungu manna, sem skipað hafa sér undir merki Framsóknar- flokksins undanfarin ár er Bogi Sigurbjörnsson á Siglu- firði. Þegar ég fyrir skömmu sat kjördæmisþing Framsókn- armanna í Norðurlandskjör- dæmi vestra á Sauðárkróki hitti ég Boga, en hann var full- trúi fyrir Siglfirðinga á þing- inu. Bogi Sigurbjörnsson er ungur maður fæddur 24. nóvember 1937 að Hofsstöðum í Fljótum og bú- settur nú á Siglufirði. Hann er kvæntur Sigurhelgu Stefánsdóttur, og eiga þau eina dóttur barna.. j Bogi er deildarstjóri í Kjötbúð j Siglufjarðar . Hann er félagi í F.U.F. á Siglufirði. ; Mér lék nokkur hugur á að! fregna af ýmsum málum á Siglu-1 firði, þessum fornfræga síldaibæ, j sem hafði þó sett niður í hugum j fólks um tima, vegna ógjöfulleiks, sjávarins á silfrið. Ég náði tali af Boga, er hlé varð á þingstörfum og bað hann að segja mér eitthvað af háttum þeirra Siglfirðinga. — Um atvinnuástandið er það að segja, að það hefur verið með bezta móti á þessu ári, ekki sízt nú síðari hluta ár'sins. Að sjálf- sögðu byggist þetta nær eingöngu á hinni góðu síldveiði, sem varð á sumrinu. — Og er þá ekki framkvæmda- hugur í Siglfirðmgum núna? — Jú, því er ekki að neita. að þegar síldin veiðist er annar svip- ur á bæjarlífinu en ella og áhrifa hennar gætir lengur en aðeins þegar verið er að vinna aflann og Rætt viS Boga Sigurbjörnsson, deildar- stjóra á Siglufirði BOGI SIGURBJÖRNSSON ganga frá honum til útflutnings. Á vegum bæjarins er nú verið að byggja ráðhús, einnig sjúkrahús og mjólkurstöð. Þá hefur staðið yfir undirbúningur að því að steypa götur í bænum, og það verk langt komið. — En framkvæmdir á vegum annarra aðila? — Síldarverksmiðjur Ríkisins hafa verið að undirbúa í haust byggingu niðurlagningar- verksmiðju á síld í tilraunaskyni, og er það verk hafið fyrir nokkru. Verður þetta þó nokkur bygging. — Og byggingar ibúðarhúsa? — Frekar lítið er um íbúðar- húsabyggingar á Siglufirði nú^og hefur svo verið undanfarin ár. — Hefur fólksstraumurinn frá Siglufirði ekki stöðvazt? —Nei, því miður. Hvað sem því veldur, hefur burtflutningur fólks úr bænum sízt minnkað síðustu árin, og í haust fluttust burt úr bænum til dæmis milli 20 og 30 manns, þó að því er virðist, ekki vegna atvinnuleysis. — Bogi, hvað getur þú sagt mér af starfi F.U.F. á Siglufirði? — F.U.F. á Siglufirði er gam- alt félag orðið, stofnað fyrir hálf- um þriðja áratug, og hefur á þeim tíma barizt ötullega fyrir fram- gangi mála Framsóknarflokksins og innan félagsins hefur flokkur- inn ávallt átt sveit baráttufúsra, ungra manna. Ég hygg að það megi segjast, að við, sem í félag- inu erum nú, höfum hug á enn frekara starfi en verið hefur, og að auka veg félagsins sem mest, bsejarfélaginu og flokknum til hagsældar og vegsauka. i — o — Ég þakka Boga Sigurbjörnssyni fyrir samtalið, og við göngum til nokkurra þingfulltrúa, sem eru að ræða um, á hvern hátt hraða megi úrbótum í samgöngumálum Sigl- firðinga, á landi, frekar en nú er gert. H.G. GUNNARODDSSON — Á síðastliðnu ári hefur að vísu ekki verið haldið stjórnmála- námskeið, en' síðasta námskeið, sem efnt var til, var haldið á Sauðárkróki. Það stóð í vikutíma og fundir voru haldnir á hverju kvöldi. Var námskeiðið fjölsótt, og munu að jafpaði hafa sótt fundi þess 30—50 manns. En í allt sóttu það hátt á annað hundr- að manns, en margir komu auk þess á alla fundina. Þar voru tekin fyrir og rædd mörg félagsleg mái-- efni, bæði til lands og sjávar. Leið beinandi var Magnús Gfslason, bóndi á Frostastoðum í Blöndu- lilíð. — Fleira úr félagssiarfíRE’ — Aðalstarf félagsins er þó að sjálfsögðu fólgið í vinnu og undirT búningi við kosningar. Til dæmis tók félagið á sínar herðar mikið starf við tvennar kosningar á ár- inu 1959. — Og svo að lokum Gunnar, hvað um þjóðmálin? — Ungir Framsóknarmenn í SkagafirSi berjast nú af al- efli gegn þeirri afturhalds- og kreppustefnu, sem núverandi stjórnarvöld reka og munu gera sitt til að henni linni. Það hljóta allir hugsandi og réttsýnir menn að sjá, að vegna þeirrar uppbyggingar, sem átt hefur sér stað hér á landi síðustu áratugina, hefur þjóðin aldrei átt betri mögu- leika á því en einmitt nú að lifa sjálfstæðu lífi í landinu og óháðu öðrum þjóðum. Af þessum sökum átel ég það mjög, að stjórnarvöldin eru nú að reyna að læða beim hugsunarhætti inn hjá þjóð- inni, að henni sé eigi unnt að sitja landið nema til komi er- lendir betlistyrkir, erlendir at- vinnuveitendur eða jafnvel landssal. H.G. Óþjóðhollusta stjórnar valdanna ámælisverö

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.