Tíminn - 23.12.1961, Síða 1
Skákþáttur
Friðriks Ólafssonar
Bls. 12
Fólk er beðið að
afhuga, aS kvöldsími
blaðamanna er
1 8303
324. tbl. — Laugardagur 23. desember 1961 — 45. árg.
Síldin færir fólki jólaglaðning
sem nemur milljónum króna
í gær var landað síld fyrir
um tvær og hálfa milljón
króna
í gær var mikill afli hjá
síldarskipunum, en ekki var
jafn miklu magni síldar land-
að þá eins og á fimmtudaginn.
Þá var landað 34.745 tunnum
á 6 stöðum, en í gær 26.575 á
7 stöðum. Reikna má með, að
fyrir bræðslusíidartunnuna fá-
ist tæpar 90 krónur, og gerir
þá dagsaflinn í gær um tvær
og hálfa milljón króna.
Líklega hefði verið hægt að
veiða meiri síld, en vegna þess,
hve allar löndunarstöðvar voru
fullar frá deginum áður var ekki
hægt að' taka á móti meira síldar-
magni. 'Timanum er kunnugt um
það, að a. m. k. þrír bátar, Eld-
borg, Árni Geir og Auður, hættu
veiðum og sneru heim, vegna þess
að þeir óttuðust, að hvergi yrði
hægt að landa, og liggja yrði með
síldina yfir hátíðina. — Hafnar-
fjörður lokaðist svo að segja í
fyrradag, Keflavík taldi sig ekki
geta tekið á móti meiru fyrir jól,
Reykjavík gat ekki tekið nema úr
Reykjavíkurbátum og árangurinn
var sá, að margir bátanna fóru
til Vestmannaeyja, en þangað
komu í gær tæpar 7000 tunnur
síldar.
Ca, 12000 í Reykjavík
f Hafnarfirði var tekið á móti
ca. 1400 tunnum, en það voru slatt-
ar úr mörgum bátum, sem komu
með frá 80 upp í 150 tunnur hver.
Til Reykjavíkur bárust um það bil
12000 tunnur, ca. 2500 til Akra-
ness, Keflavík tók á móti nálægt
3000 tunnum, Sandgerði um 700
tunnum og Giindavík 325 tunnum
úr einum bát.
Mest í bræSslu
Mest áf þessari síld var milli-1
síld og stór innan um, og fór að!
langmestu leyti í bræðslu. Eitt-
hvað mun þó hafa farið til fryst- j
ingar í sumum verstöðvunum, en |
það var ekkhmikið. Mest af þess-i
ari síld veiddist á Skerjadýpi, suð-1
vestur af Eldey, en nokkuð út af
Jökli.
Fimm milljóna tap
Fyrstu fimm daga þessarar
viku bárust 93.101 tunna á land í
6 verstöðvum, Grindavík, Sand-
gerði, Keflavík, Hafnarfirði,
Reykjavík og Akranesi. Auk þess
kom einhver síld til Vestmanna-
eyja, en ekki er blaðinu kunnugt,
(Framhald á 15. síðu).
Ný veiðitæki skapa
nýja möguleika við
síldveiðar
Gífurleg síldveiði hefur und-
anfarið veriS á Skerjadýpi,
suSvestur af Eldey, og undir
Jökli. Síldin hefur borizt til
allra Faxaflóahafna, og auk
þess til Vestmannaeyja,
Grindavíkur, Sandgerðis og
lítilsháttar á Breiðaf jarðar-
hafnir. Samkvæmt upplýsing-
um frá Fiskifélaginu í gær
höfðu aflast rúmar níutíu og
þrjú þúsund tunnur síldar
fyrstu fimm daga vikunnar.
Þarna er ekki talinn með síld-
araflinn í gær, föstudag.
Hundrað og átta skip hafa
stundað þessar veiðar, sem
eru þær mestu er hér hafa
þekkzt á þessum árstíma. Hef-
ur þessi aflahrota orðið til að
veita óhemju fé inn í við-
skiptalífið núna rétt fyrir jól-
in. Hefur mörgum verið kær-
komin þessi jólagjöf Ægis og
vonandi að áframhald verði
eftir helgidagana, sem nú fará
í hönd.
Mest af síldinni hefur farið í
bræðslu, en tæpar níutíu krónur
munu greiddar fyrir tunnuna af
bræðslusíld. Nemur því síldarafl-
inn þessa fimm daga vikunnar nær
átta og hálfri milljón króna.
Blaðið hafði tal af Jakob Jak-
obssyni, fiskifræðingi, og spurði
hann um orsakir þessarar miklu
aflahrotu. Hann sagði að afla-
brögðin væru nýjum veiðiaðferð-
um að þakka eða öllu heldur þeim
nýju tækjum, sem beitt væri við
veiðarnar i stöðugt ríkara mæli.
Sífellt ykist sá fjöldi skipa, sem
búinn væri þessum tækjum og
kæmi það að sjálfsögðu fram í
auknu aflamagni. Þessi nýju tæki
jeru fiskisjár og kraftblakkir. í
jfyrra voru þrjátíu skip búin.þess-
jum tækjum, en í ár eru þau orðin
hundrað og segir það rækilega til
i6Ín.
Mikið magn
í Sú síld sem nú veiðist er ung,
sagði Jakob, fimm ára og yngri.
Það sem veiðist undir Jökli er
þriggja til fimm ára, en á Eldeyj-
arsvæðinu er síldin enn yngri eða
SILD Þessi stúika var aS vinna aS flokkun á síld hjá Bæjarútgerðinni í gær. Hún notar jólafríið sitt tll að1 til þriggja ára, og er
ná sér i óvæntar tekjur. Stúlkurnar hjá Bæjarútgerðinni sögðust eyða launum sínum í jólagjafir. Það er skyn j yirði'sTum sterka ^irfUm^væra
(Framhald á 15. síðu).
samlegt, þegar síldina og jólin bera upp á sama tíma. (Ljósm.: TÍMINN — GE).
Unnið dag og nótt í síld