Tíminn - 14.01.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.01.1962, Blaðsíða 2
Kasavubu og Mobutu leika í kvikmynd! „Congo Vivo" er nafnið á kvikmynd þeirri, sem framar öðrum má segja, að fekin sé í brennidepli atburðanna. Hún er tekin mitt í barátfu siðast iiðins árs í Kongó, og við hlið frægra kvikmynda- leikara koma fram þeir Kasa- vubu, forseti hins unga lýð- veldis, og hershöfðingi hans, Mobutu. Einhverra hluta vegna eru þ.að ekki stóru kallarnir í Hollywood, sem framleiða þessa mynd, held- ur hinir hæfileikamiklu starfs- bræður þeirra á ítalíu. Sá, sem ber hita og þunga verksins, er kvikmyndakonungur Rómar, sfór- framleiðandinn Dilno de Lau)r- entiis, sem m. a. hefur stjórnað kvikmyndum eins og „Odysseif- ur“, „Strið og friður“, „Barra- bas“ o. fl. Þegar Kongó hlaut frelsi sitt fyrir hálfu öðru ári, ákvað de Laurentiis að gera kvik- mynd um hið nýja ríki Afríku. Tekin í Leopoldville Allt frá 30. júní 1960, þegar Lumumba var útnefndur fyrsti forsætisráðherra hins nýja lýð- veldis, hefur de Laurentiis verið með kvikmyndatökumenn sína í Kongó. Þeir hafa tekið fjölda mynda af atburðum þessa mikla ófriðartíma síðast liðins árs, sem munu verða notaðar í kvikmynd- ina. Þær eru að mestu leyti tekn- ar í Leopoldville. De Laurentiis, sem er frægur fyrir raunveruleikamyndir sínar, lét koma kvikmyndavélunum fyr- ir í vörubíl, og lét hylja rúðurn- ar með svörtu klæði. Myndirnar voru teknar út um bakrúðuna, sem gerð var úr sérstöku plast- efni. Þetta efni gerði það að verk- um, að hægt var að sjá út um hana, en utan frá var ómögulegt að sjá það, sem fram för inni í bilnum. Með þessum ráðum tókst að gera myndirnar svo raunveruleg- ar úr garði sem unnt var, og það varð til þess, að stjórnLn í Kongó hefur frá upphafi stutt mynda- tökuna á allan hátt. Það er einn- ig orsök þess, að Kasavubu og Mobutu koma fram í myndinni. Kasavubu ánægður — Ég er ánægður yfir að fá á þennan hátt tækifæri til að segja kvitayndahús'gestum um allan heim sögu þjóðar minnar og frá þeim vandamálum, sem land voxt á við að etja, segir Kasavubu. Ríkisstjórnin hefur rétt kvik- myndatökunni hjálparhönd á all- an hátt. Vopnaðir hermenn hafa gætt fólksins dag og nótt, ef skyndilega yrði á það ráðizt. Til allrar hamingju hafa hermenn- irnir þó ekki þurft að koma til skjalanna neitt að ráði fram að þessu. í það eina skipti, sém þeir ætluðu að gera það, kom í Ijós, að um leik var að ræða. Þá var verið að taka myndir af upp- hlaupi, sem sett var á svið inni í Leopoldville. Forseti Kongó, Joseph Kasavubu, ásamt ítalska leikaranum Gabrlele Fer- zette fyrlr framan hvíta húsið í Leopoldville. Einnig Mobutu hershöfðingi leikur sjálfan sig í „Congo Vivo". Hér hefur Ferzette viðtal við hann. tórnu/, m V'C& l cé í fu/m 'if'CQÍ- ] HINN 24- sept. 1959 var þjóðinni birt merkilegt „Ávarp" undirritað af 22 þjóðkunnum mönnum úr öll- um stjórnmálaf lokkum landsins, þar sem fiuttur var sá boðskapur, að þessir menn hefðu ákveðið „að beita sér fyrir því, að nú þegar verði gert merki, er sé tákn rétt- lætiskröfu íslenzku þjóðarinnar um fiskveiðilögsögu". Einkunnarorðin voru FRIÐUN MIÐA — FRAMTÍÐ LANDS, og skyldu „hreinar tekj- ur af sölu merkisins ganga til að búa sem bezt úr garði hið nýja varð-skip, sem þjóðin nú á í smið- um" eins og segir í ávarpinu, sem lýkur með þessum orðum: „Væntum vér þess, að sem flestir íslendingar beri merki þetta á barmi sér þá daga, er framkvæmda nefnd máls þessa ákveður, að sala merkisins fari fram, og votti með þvf hug sinn f brýnasta hagsmuna- máli þjóðarinnar og auðsýni vilja sinn til þess að f engu verði vikið fyrir ofbeldl þvl er eitt af mestu herveldum heims nú beitir þjóð vora". UNDIR ÞETTA RITUÐU 22 menn og skulu ekki þulin nöfn þeirra hér, enda voru þeir þá fultlrúar allrar þjóðarinnar, sem vildi leggja á sfg drjúgar fórnir til þess að standa fast saman um 12 mílna landhelg- ina og gegn ofbeldi Breta og að „víkja f engú", eins og í ávarpinu segir. Þó hefur síðar borið þann skugga á, að í þessum 22 manna hópi eru menn, sem síðar hafa goldið jáyrði við því, að vikið væri fyrir ofbeldinu og Bretum hleypt inn fyrír tólf mílurnar. Stingur þar einna mes’t í augu nafn lög- fræðings, er um þessar mundir varð einn af rltstjórum Morgun- blaðsins og gegndi því hlutverki síðan með miklum bægsiagangi, að mæla því bót og róa að þvi öllum sínum ritárum, að „vikið væri fyrir ofbeldlnu" og Bretum hleypt inn. EN SLEPPUM ÞVÍ. Önnur ástæða er til að minnast á þetta nú. Fjársöfn- un mun hafa gengið allvel. Merkið seldisf drjúgt, ýmsir lögðu fram upphæðir nokkrar, hreppsfélög og bæjarfélög og ýmis önnur félög munu hafa verið í þeim hópi — safnast þegar saman kemur. Nýja varðskipið er komið til landsins og heitlr Óðinn. Hins vegar hefur varia heyrzt stuna né hósti frá fjár söfnunarnefnd þessari og engin tæmandi greinargerð blrzt um það, hve mikið fé safnaðist i heild, né hvernig því var varið. Væri nú ekkl úr vegl, að skýrsla þessi birtist og endurskoðaöir reikning- ar sýndlr almenningi, svo og betur frá því skýrt, hvernig fénu var varið í samræmi við yfirlýstan til- gang, því að auðvitað hefur varla verið heimilt að víkja frá honum. Einu sinni var talað um að kaupa þyrilvængju á Óðin fyrlr þelta fé. — Hárbarður. Jean Seberg Meðan kvikmyndatökuvélarnar suðuðu, kom skyndilega æðandi brynvarínn bíll, fullur af her- mönnum. Svo eðlilegt var upp- hlaupið, að hermennirnir ætluðu þegar í stað að grípa til sinna ráða. Stjórnandinn gat þó í tæka tíð komið þeim í skilning um, að um leik væri að ræða. Áhöfn hins brynvarða bíls ákvað þó að vera til staðar sem statistar til þess að halda „upphlaupinu“ í skefjum. Raunveruleikinn sjálfur „Congo Vivo“ er saga, tekin úr fyrirsögnum dagblaðanna, ástar- saga, sem með uppþot og kyn- þáttahatur að bakgrunni, gefur sanna mynd af þessu erfiða og ruglingslega ástandi, siem skap- azt hefur við sjálfstæði eins ungs ríkis. Myndin segir sögu ungxar belgískrar konu. Eiginmaður hennar hefur orðið að flýja Leo- poldville, en hún verður eftir í borginni til þess að reyna að bjarga viðskiptamálum hans þar. Hún kynnist ítölskum blaða- manni, Roberto, sem hún verður ástTangin af, en getur þó margra hluta vegna ekki farið á brott með honum. Önnur ástarsaga grípur þarna inn í. Ungur her- maður í Kongó, Abbe, og ítölsk blaðakona, Eleanor, eru ástfang- in hvort af öðru. Sú ástarsaga endar með því, að hann deyr í örmum hennar eftir blóðugan bardaga. Fórst um leiS og Hammarskjöld Hiutverkaskipan í kvikmynd- inni er sannarlega alþjóðleg. Ameríska leikkonan Jean Seberg leikur Annette, en blaðamaður- inn Roberto er leikinn af ítalan- um Gabriele Ferzetti. Það er í atriðum með honum, sem Kasa- vubu og Mobutu koma fram. ítalski blaðamaðurinn hefur við- tal við þá. Kongóhermaðurinn Abbe er leikinn af Bachir Tour frá Sene- gal, en hann hefur áður leikið bæði í leikhúsi og kvikmyndum í Frakklandi. Ung leikkona frá Madagascar, Frederique Andrew, fer með hlutver'k Eleanor. Auk þess kemur fram í myndinni fjöldi ítalskra leikara. í hlutverk amerísks negrablaða manns hafði verið valinn Serge Barrau frá Haiti. Það átti þó ekki fyrir honum að liggja að leika það hlutverk eða nokkurt annað framar. Barrau var meðal far- þega í flugvélinni, sem Dag Hammarskjöld fórst með. y Embætti misnotað í fyrrakvöld flutti Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, „yfir lit“ um sjlávarútveginn 1961. Þessi pistill Davíðs var svo til ómengaður áróður fyrir ríkis- stjórnina og „viðreisnina". — Davíð sagði m.a., að gengis- fellingin í sumar hefði verið óumflýjanleg vegna „liinna miklu kauphækkana í sumar“ og hún hefði fyrst og fremst verið gerð fyrir útveginn. Þetta rökstuddi hann ekki nánar. — Sannleikurinn er sá, að báta- flotinh hefur ennþá ekki feng ið eina einustu krónu í tekju- aukningu vegna gengisfelling- arinnar. Frægt er orðið, að aðalfundur LÍÚ, þar sem menn, er yfirleitt fylgja stjórnarflokk ununi að málum voru í meiri- hluta, neitaði að leggja bless- un sína yfir genigisfellinguna, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir ríkisstjómarinnar og beiðni um siðferðisvottorð sér til handa. Undir þv£ er erfitt fyr- ir stjómarflokkana að sitja og því er Davíð Ólafsson send ur út af örkinni, misnotar em- bætti sitt á lúalegasta hátt og rýfur trúnað og blessar og þakkar gengisfellinguna í nafni útveigsins. Hugsjónir Davíís í sjávarútvegsmálum Davíð lét einnig liggja hlý orð til „lausnar landhelgismáls ins“. Davíð stóð í makkinu við Breta í fyrravetur sem sérstak ur trúnaðarmáðUr ríkisstjómar innar og má því segja að hon um sé málið skylt. Um svipað leyti tók hann, sæti 4 Alþingi sem varaþingniaður Sjálfstæð- isflokksins. Þá lagði Davíð fram tillögu um að íslenzki bátaflotinn yrði sendur til veiða við vesturströnd Afríku, — þ.e. hugsjónir hans voru: Brezkir togarar í íslenzka Iand- helgi — íslenzki b'átaflotimt til Afríku. (Sennilega liafa Bret- ar bent honum á „miðin við Afríkustrendur“. Bretar hafa cflaust hoðið þessi mið í stað- inn fyrir að togarar þeirra fengju að bregða sér inn fyrir 12 mflumár okkar. Bretar eiga sjálfsagt þessi Afríkumið — þeir ku eiga megnið af úthaf- inu, a.m.k. eiga þeir Selvogs- bankann, það er alveg víst, því að hann Ingólfur á Hellu sagði það á fundi á Selfossi á dögun um, að þeir hefðu gefið okk- ur sneið af Selvogsbanka fyrir allt að því ekki neitt). Svo laigði Davíð til að við gengjum skilyrðislaust í Efnahagsbanda Iagið, að því er manni skildist. Kannski hafa Bretar sagt Iion um það líka, Fishing News brennur í skinninu eftir að komast í fiskiðnað olckar og Iandhelgi. Það er ekki ónýtt að eiga framsýna embættis- menn — en það er víst ekki alveg öruggt, að það sé ætíð Davíð sem Ieggur Golíat að velli! Stefna Biarna Eftir þenann „fréttaauka" Davíðs fara menn ef til vill að skilja hvað Bjarni Ben. var að fara í áramótagrein sinni, er Iiann sagði að réttast væri að hætt'a að útvarpa umræð- um frá Alþingi. _ f staðinn eiga þjónar „viðreisnarinnar" að koma í útvarpið og flytja, í krafti emhætta sinna „frétta auka“ úr Morgunblaðinu til að sanna þjóðinni ágæti „viðreisn krinnar" og blessun álaganna, fyrir aíínenning. 2 TÍMINN, sunnudaginn 14. janúar 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.