Tíminn - 14.01.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.01.1962, Blaðsíða 6
menn og málefni Um næstu mánaðamót verða fjögur ár liðin frá sein ustu bæjar- og sveitarstjórn- arkosningum í kaupstöðum og kauptúnum. Ef kosningalög- unum hefði ekki verið breytt, myndi kosningabarátta nú standa sem hæst, en venju- legt bæjarstjórnatímabil er 4 ár. Lögunum hefur hins vegar verið breytt á þann veg, að bæjar- og sveitarstjórnarkosn ingar skuli eftirleiðis fara fram samtimis í kaupstöðum, kauptúnum og sveitum sein- asta sunnudaginn í maímán uð . Samkvæmt því lengist kjörtímabil bæjar- og sveitar stjórna í kaupstöðum og kaup túnum að þessu sinni um fjóra mánuði, en í sveitum verður það óbreytt, því að þar var áður kosið að vorinu. Breytingin var gerð til þess að tryggja kosningar samtím is um allt land. Bæjar- og sveitarstjórnar- kosningar fara þvi ekki fram fyrr en seinast í maímánuði að þessu sinni. Enn er því góð ur timi til stefnu og menn ó- víðast farnir að hugsa fyrir undirbúningi kosninganna. Þó sjást þess merki hjá bæj arst j órnarm eir ihlutanum í Reykjavík, að hann finnur á sér að kosningar eru í nánd. Hitaveitulánið Eitt af merkjum þess, að bæjarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík rumskar- vegna þess að kosningar eru í nánd, er það, að hann hefur nú loks ráðizt í að fá stórt lán til hitaveituframkvæmda, en fyr ir því hafa minnihlutaflokk- arnir barizt árum saman, en ekki fengið neinar undirtekt- ir fyrr en nú, þegar kosningar eru í nánd. Sleifarlagið og seinagangurinn á hitaveitu- framkvæmdunum er ekki að eins búinn að stórskaða Reyk víkinga heldur þjóðina í heild því að mikinn erlendan gjald eyri hefði mátt spara á und- anförnum árum, ef hitaveit- an hefði komizt fyrr og betur á veg. Það sýnir bezt, hvernig sof ið hefur verið í þessum mál- um alveg fram á seinustu stundu, eða þangað til kosn- ingar eru í nánd, að stóri gufuborinn var ekki notaður neitt á árinu, sem leið. Annað merki kosninga- skjálftans hjá bæjarstjórnar meirihlutanum í Reykjavík er það, að Bjarnamenn leggja nú mikla stund á þann áróð- ur, að Geir Hallgrímsson sé miklu betri borgarstjóri en Gunnar Thoroddsen hafi ver ið! Að vísu er ekki á við mikið að jafnast, en þó stendur allt af í Bjarnamönnum, þegar þeir eru beðnir um að færa einhver rök að því, að Geir hafi reynzt eitthvað betur en Gunnar! Efnahags- bandalagið Óhætt er að segja það, að þær umræður, sem hingað til hafa komið fram um afstöðu íslands til Efnahagsbandalags Evrópu hafa verið harla lítið gagnlegar. Þar hefur mest borið á þeim, sem ýmist vilja fulla aðild eða enga að banda laginu. Þeir, sem vilja enga aðild að bandalaginu, mála fjandann á vegginn og telja hina mestu hættu á ferðum, ef við forðumst ekki öll sklpt við það. Hinir, sem vilja ólm ir ganga í bandalagið, teikna hins vegar annan fjandann á vegginn og telja bandalag ið muni beita okkur tolla- þvingunum og alls konar refsiaðgerðum, ef við göng- um ekki í það. Hvort tveggja er álíka fjar stæðukennt. Ef skynsamlega er haldið á málum, ætti að vera hægt að ná sérsamning- um við bandalagið, t.d. líkt og Grikkland, án þess að við þyrftum að skerða rétt okkar og sjálfstæði. Fjarstæða er að ætla þeim þjóðum, sem eru aðilar að bandalaginu, svo illt, að þær muni beita okkur við skiptaþvingunum og ofríki, ef við gerumst ekki fullkomnir aðilar. Hér er um að ræða vin samlegar þjóðir, sem eiga að vilja og munu skilja sérstöðu okkar, ef málin eru lögð rétt fyrir þær. Óbein aðild Hjá þeim sem ræða um af- stöðuna til Efnahagsbanda- lagsins af hófsemi og aðgát, kemur það ótvírætt fram, að þeir álíta fulla aðild að banda laginu hættulega. Full aðild að bandalaginu myndi opna landhelgina fyrir útlending- um og þeir fengju hér þá at- vinnuréttindi að vild Við yrðum meira og meira háðir fyrirmælum Efnahagsbanda- lagsins um stefnuna í efna- hags- og viðskiptamálunum. Eftir slíkt hefðum við ekki lengur neina tryggingu fyrir því, að við gætum verið hús- bændur í landinu, heldur gæti svo farið, að öll helztu yfirráð hér færðust meira og minna í hendur útlendinga. Hinu er svo ekki að neita, að því geta fylgt veru- legar torfærur, ef við höfum ekkert samstarf og engin tengsl við bandalagið. Jafn- vel þótt við reiknum með því, að vinaþjóðir okkar, sem eru í bandalaginu, beiti okk- ur ekki viðskiptaþvingunum, ættum við samt á hættu að dragast út úr þeirri eðlilegu þróun, sem nú er að verða á samstarfi vestrænna þjóða. Þess vegna er eðlilegt, að við leitum eftir að hafa gott sam starf við bandalagið, t.d. með því að tengjast við það á þann hátt, sem bandalagssáttmál- inn ætlast til að hægt sé fyrir þær þjóðir, sem ekki telja sig hafa aðstöðu til að verða beinir aðilar. Þetta er sú leið, sem Grikkir hafa valið, og Svíar, Svisslendingar og Aust urríkismenn ætla- sér að fara. í Noregi er og talsvert fylgi við þessa leið, þótt ef til vill verði annað ofan á, enda er afstaða Norðmanna ekki á neinn hátt sambærileg við afstöðu íslendinga. Ranglátari tekju- í SÍLDíNNI ihafa borið minna úr býtum |en áður. Þetta er afleiðing þess, að | „viðreisnarstefnan", — þ. e. I gengisfellingarnar vaxtaokr- ið, lánsfjárhöftin og sölu- skattarnir, svo að nokkuð sé nefnt, — hefur breytt stór- kostlega tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu til hags fyrir nokkra fáa, en til óhags fyrir allan fjöldann. Ef þessu heldur áfram, mun sá draumur forsætisráðherr- ans vissulega brátt rætast, að endurreist verði á íslandi þjóð félag „hinna góðu, gömlu daga“, þegar fáir voru ríkir, en margir fátækir. skipting Stjórnarblöðin bera ekki á móti því, að óvenjugott ár- ferði. ásamt því hve vel hafði verið búið í haginn af fyrri stjórnum, hafi tryggt miklu meiri þjóðartekjur á seinasta ári en nokkru sinni fyrr. Þess ar tekjur hefðu þó getað orð ið mun meiri, ef ekki hefði komið til meiri og minni at- vinnustöðvanir af völdum verðbólgustefnVmnar. Á móti þeirri staðreynd verður ekki heldur borið, að mikill meirihluti landsmanna, þ .e. bændur, flest launafólk og margir atvinnurekendur „Pólitískar kröfur Alltaf þegar bændur og láglaunamenn krefjast kjara bóta stendur ekki á blöðum Sjálfstæðisflokksins að tala um pólitískar kröfur og póli- tísk verkföll. Þegar þeir, sem eru betur settir gera kröfur, hóta verk föllum eða fara í verkfall, heyrist aldrei neitt slíkt í Mbl. Stjórnarblöði nhafa t.d. ekki neitt minnzt á pólitískt verk- fall í sambandi við verkfall verkfræðinga eða á pólitísk- ar kröfur í sambandi við kaup deilur lækna, lyfjafræðinga og flugmanna. Ef kröfur og kaupdeilur lækna, verkfræðinga, lyfja- fræðinga og flugmanna eru ekki sprottnar af pólitískum ástæðum, sem þær heldur ekkj eru, hvers vegna ættu þá kröfur bænda og láglauna fólks fremur að vera pólitísks eðlis? Þær eru það heldur ekki Stjórnarblöðin eru aðeins að setja þann stimpil á þær, til þess að reyna að spilla fyrir málstað þessa fólks. Vel mættu tóæncíúr og lág- launamenn álykta af þessu, hvert er hið raunverulega við horf stjórnarflokkanna til þeirra. Þrengt að einka- framtakinu Stjórnarblöðin guma öðru hvoru mjög af því, að stjórn- arflokkarnir hafi dregið mik ið úr höftunum. Sannleikur- inn er hins vegar sá, að þeir eru búnir að gera ísland að mesta haftaland V-Evrópu. Hvergi í Vestur-Evrópu er nú orðið erfiðara fyrir allan meginþorra einstaklinga að hefjast handa um fram- kvæmdir en einmitt hér á landi. Flestar aðgerðir stjórnar- innar hafa verið stranglega miðaðar við það að auka höftin, sem þrengja að fram taki einstaklinganna. Þessar eru þær helztu: 1. Með tveimur gengisfelling- um og stórauknum sölu- sköttum hafa allar fram- kvæmdir verið gerðar miklu dýrari en áður. 2. Miklu hærri vextir en yfir- leitt þekkjast annars stað- ar. 3. Stórfelldur lánasamdríttur og frysting á sparifé. Og þetta er gert undir for- ystu þess flokks, sem þykist sérstakur vinur og verndari einkaframtaksins. Vel kemur það í ljós, að þegar forkólfar Sjálfstæðisflokksins mæla á þann veg, er það ekki einka- framtak hinna mörgu, sem þeim er umhugað um. _________________________________•______í_ TÍMINN, sunnudaginn Í4. janúar 1962. 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.