Tíminn - 14.01.1962, Blaðsíða 15
Skúrhur
inn um gluggann
ísafirði, 13. jan.
Ýmis óhöpp hafa þessa viku
hent báta frá Suðureyri í Súg-
andafirði. Freyja sökk í höfn-
inni á ísafirði, eldur kom upp
í Draupni í höfninni á Súg-
andafirði og Hávarður varð
fyrir stýrisbilun á Breiðafirði
og tapaði 6 bjóðum.
Mb. Freyja, sem er sex ára gam-
all bátur, 38 lestir að stærð og
hefur legið hér í bátahöfninni á
ísafirði siðan í haust, sökk s.l.
miðvikudagskvöld í höfninni.
Sennilegt er talið, að leiðsla frá
botnkrana skipsins hafi sprungið
Hólasveinar
(Framhald af 1. Síðu).
kominn nema til Akureyrar, þegar
einn kennaranna á Hólum hringdi
til hans og sagði honum, að pilt-
arnir neituðu að gera þetta og
væru komnir í verkfall. Gunnar
brá þegar við og fór aftur heim til
Hóla, en þá tilkynntu piltarnir hon-
um, að þeir ætjuðu ekki að kosta
með vinnu sinni tilraunir ríkisins
varðandi þetta. Gunnari tókst þó
að sýna þeim fram á, að um slíkt
væri ekki' að ræða og tókust svo
góðar sættir með nemendum og
stjórn skólans, að það sama kvöld
fóru allir saman á skemmtun.
Annað verk kom einnig til álita
meðal nemenda. Það þurfti að slá
upp skilrúmum í nýju hesthúsi, og
vildí GUnnar láta nemendur ann-
ast það. Þá bentu þeirá^að sam-
kvæmt reglum skólans ætti skól-
inn að sjá nemendum fyrir öllum
útbúnaði. Þeim var hins vegar bent
á, að á námsskránni eru búsmíðar,
og var það mál þar með úr sög-
unni.
Hélt Gunnar svo áfram för sinni
til Reykjavíkur, og vissi ekki ann-
að en að allt væri í bezta gengi.
En skömmu eftir komuna þangað
baret honum sú frétt, sem Tíminn
birti í gær, og þannig standa málin
enn í dag.
í frostunum, sem hér voru á milli
jóla og nýjárs. Engin tilraun hefur
verið ger'ð til þess enn þá að ná
bátnum upp, en beðið er eftir loft-
belgjum að sunnan, sem vátrygg-
ingafélögin hafa notað með góðum
árangri við að ná upp bátum.
Á fimmtudagskvöldið kviknaði í
hásetaklefa Draupnis frá Súganda-
firði, sem er 60 lesta bátur, eign
ísvers h.f. Brunnu klæðaskápar í
hásetaklefanum en fljótlega tókst
Stúdentar mótmæla
Framhald af 5. síðu.
asti prófessor í bókmenntum og
frönsku við Parísarháskóla, M. Eti
emble, hefur nú um þriggja ára
skeið fjallað í tveim höfuðfyrir-
lestrum sínum um áhrif amerísku
á franska tungu og’ tjáningarmáta,
ekki einungis íþróttamál, auglýs-
ingamál og tæknimál, ýmis, held-
ur og á innri byggingu málsins og
þar með á franskan hugsunarhátt.
— Fyrirlestrar þessir hafa vakið
mikla athygli — þeim hefur verið
útvarpað beint frá Sorbonne •—
og orðið til þess að blaða-, út-
varps- og sjónvarpsmenn hafa tek-
ið b;'ndum saman undir forystu
Eti. jies og hafið herferð gegn
þessum áhrifum.
Sjáum vér ekki fram á að ís-
lendingum, fámennri þjóð ,sé síð-
ur hætta búin, eins og sumir und-
arlega sinnaðir blaðamenn á ís-
landi hafa haldið fram, en frönsku
mælandi tugmilljónaþjóðum.
Afleiðingar þessarar ákvörðun-
ar íslenzkra stjórnarvalda geta
því ekki orðið til annars en flýta
fyrir þróun, sem þegar var hafin
og það þeim mun fremur sem dag-
skrá áðurnefndrar sjónvarpsstöðv-
ar er frámunalega léleg að allra
dómi og þorri landsmanna kann
hrafl í ensku eða amerísku. Vís-
ari vegur til þess að afmennta
þjóðina og gera mállausa, sem er
eitt og hið sama, er ekki til.
Skorar því fundurinn á Alþingi
og forráðamenn þjpðarinnar að
hindra slíkan ósóma.
að slökkva eldinn og vaið tjón ekki
mikið.
M.b. Hávarður, sem einnig er
eign fsvers h.f. varð fyrir stýris-
bilun á föstudag, þar sem hann var
við línudrátt á Breiðafirði. Þór
kom bátnum til hjálpar kl. 10 á
föstudagskvöld og dró hann til
ísafjarðar. Var hann 16 stundir á
Ieiðinni, enda mjög slæmt í sjóinn.
Talið er að stýrið hafi hrokkið upp
af svokölluðum „stamma". Gert
verður við bátinn á ísafirði. —
Báturinn tapaði 6 bjóðum við
þetta óhapp. —Guðmundur.
Brá(Sabirg($alögin
(Framhald af 1. siðu).
s stjórnin útgerðarmönnum
að nýi útflutningsskatturinn
skyldi látinn ganga til
greiðslu á vátryggingarið-
gjöldum fiskiskipa fyrir ár-
in 1961 og 1962. Umrædd
br'áðabirgðalög eru ekki um
það, — en margir höfðu
haldið, að ríkisstjórnin vildi
flýta sér svo við að efna það
loforð, að hún hefði gripið
til bráðabirgðalagasetningar.
Væntanlega skýrir ríkis-
stjórnin málið nánar, áður
en langt um líður.
Iðnaðarhúsnæði
til leigu. Upplýsingar í síma 32281.
ViSvönm
Bólusóttin, sem skotið hefur upp
kollinum víðe. í Evrópu, er nú
komin til Bretlandseyja. Þangað
barst hún, að því að talið er, með
Takistanbúa, sem kom frá Teher-
an til Bretlands. Þúsundir manna
í Bretlandi hafa látið bólusetja sig
af ótta við bóluna.
í gær barst Tímanum svohljóð-
andi tilkynning frá landlækni:
Vegna bólusóttar, sem hefur
stungið sér niður í Bretlandi, er
fólki, sem þangað fer, ráðlagt að
láta bólusetja sig áður.
(Framh. af 16. síðu).
er búið að þýð hann á ensku.
Lieikhús í London er búið að
tryggja sér þar sýningarréttinn,
en Lars Schmidt fékk réttinn fyr
i:r hin Norðurlöndin. Já, þessi
góða aðsókn kom sér vel fyrir
leikhúsið, og svo mikið er að
minnsta kosti víst, að fólk er ekki
hrætt við að þurfa að vinna hér
kauplaust. Við auglýstum eftir
símastúlku um hádegið, og síðan
hefur verið látlaus straumur. Og
þó var þetta aðeins ósköp lítil
auglýsing.
Alltaf uppselt
— Og nú er verið að sýna
Skugga-Svein?
— Já, mér fannst vel viðeigandi
að sýna hann á aldarafmælinu og
samdi við erfingja Matthíasar um
sýningarréttinn í því augnamiði
að hafa Skugga-Svein sem jóla-
leikrit.. Svo var hann frumsýndur
á annan í jólum og síðan hefur
aðsókninni ekki linnt og jafnan
verið uppselt á hverja einustu
sýningu svo að segja strax og
hún var auglýst. Það er eins og
allir bæjarbúar ætli sér að sjá
Skugga-Svein I tilefni afmælisins.
Allt hefur þetta bætt fjárhaginn
svo, að engin von er til þess, að
illa fari fyrir okkur að sinni, hvað
sem hver segir. Það er sýnilegt,
að þjóðin vill njóta leikhússins
og sjá það, sem þar er á boðstói-
um.
— Hvaða breytingar voru gerð-
ar á Skugga-Sveini?
— Þær eru miklu minni en
margir vilja vera láta. Þó að Karl
O. Runólfsson hafi samið ný lög,
halda öll gömlu lögin sér. Þáttur-
inn um Galdra-Héðin var tekinn
upp úr gömlu gerðinni, Útilegu-
mönnunum, en annars hefur ekki
verið bætt inn einni einustu setn-
ingu, sem höfundurinn samdi ekki
sjálfur, þó að höfð væri hliðsjón
af Útilegumannaversioninni.
Menningarstefna
— Ég vil ekki hvika neitt frá
þeirri stefnu, sem ég hef reynt
að halda: að gefa fólki kost á að
fylgast með því, sem er að gerast
úti í heimi í leikhús- og listalífi.
Hrakföll báta
frá Suðureyri
Fréttaritari Tímans á Skaga-, lengi hefur komið á þeim slóð-
strönd skýrði blaðinu frá því í um. Urðu þar talsverðar
gær, að þar hefði í fyrrinótt
geisað eitt mesta ofviðri, sem
Dagbókin /962
400 blaðsíður í þægilegu broti.
Verð aðeins kr. 56.65.
með þjónusíu-og varningsskrá
er bæði hentug og falleg bók, og ómissandi öllum
sem þurfa að hafa reglu á hinum fjölbreyttu störf-
um hins daglega lífs eða þeim, er halda vilja dagbók
í einhverri mvnd.
Ein blaðsíða fyrir hvern dag ársins.
Einfalt og handhægt reikningsform yfir allt árið fyrir innborganir og greiðslur
Vöru- og þjónustulyki11 með fimmtán hundrað vöru og þjónustuheitum.
Fyrirtækjaskrá með á fjórða hundrað nöfnum fyrirtækja í Rvík og úti á landi.
Þeir sem óska, geta fengið fyllt nöfn sín í bókina gegn 10 króna gjaldi. '
PRENTSMIÐJAN HÓLAR H.F. Sími 24216.
skemmdir, bílskúr fauk
raflínustaurar brotnuðu.
og
Um kl. 3 í fyirinóit tók aS
hvessa og gekk veðrið sífellt upp,
unz það náði hámarki um kl. 5,30.
Þegar blaðið átti tal við fréttarit-
ara sinn um sexleytið í gær, var
veðrið gengið niður.
Þegar ofviðrið var mest í fýrra-
morgun fauk bílskúr, sem byggð-
ur var við húsið Höfðatún, og fór
hann gersamlega í mél, en hurðin
af skúrnum fauk inn um glugg-
ann á íbúðarhúsinu, sern^ er úr
steini, en engan sakaði. Á sama
tíma brotnuðu tveir raflínustaur-
ar, og mátti heita, að þeir klippt-
ust sundur. Við það varð rafmagns
laust á staðnum, en unnið var að
því í gær að reisa nýja staura, og
vonuðust Skagstrendingar til þess
að fá rafmagnið ,,aftur í nótt.
Fréttaritarinn skýrði einnig svo
frá, að i gær_ hefði verkfræð-
ingur á vegum SÍS verið að athuga
aðstæður og möguleika á því, að
byggja heymjölsverksmiðju í sam-
bandi við SR á Skagaströnd. J.Þ.
Þjóðleikhúsið verður að rækja
það menningarhlutverk, sem því
er ætlað, hvað sem fjárhag og
gróða líður, með því að taka til
sýningar nýstárleg bókmennta-
verk, sem ofarlega eru á baugi á
bverjum tíma. Gott dæmi um slíkt
verk er Húsvörðurinn eftir Harold
Pinter. Þetta leikrit hefur vakið
athygli miklu víðar en í London,
Þar sem það var sýnt í fyrra, þá
nýtt af nálinni. Þar hlaut það
verðláun Evening Standard sem
bezta leikrit ársins. Á næstunni
verður það á efa sýnt víða um
heim, en nú gengur það á Broad-
way við miklar vinsældir.
— Hér var það frumsýnt í gær’-
kvöldi?
— Já, og undirtektir leikhús-
gesta voru mjög góðar og áreið-
anlega að verðleikum. Benedikt
Árnason var leikstjóri, og bæði
honum og leikurunum hefur tek-
izt mjög vel upp. Þetta er þannig
verk, að það er áreiðanlega ávinn-
ingur fyiir leikara og leikstjóra
að að fá að vinna við það, það er
svo vel formað. Ég sá þetta leik-
rit í London í höndum afbragðs-
leikara, en obkar Ieikarar hafa
sannarlega ekki brugðizt og skila
því mjög vél, ég held ekkert verr
en hinir.
— Teljið þér líklegt, að Hús-
vörðurinn verði vinsæll?
— Það er ég alls ekki viss um,
en ég hef svo mikla trú á áhorf-
endum, að ég er ekki hræddur
um, að það „falli“.
Nýtf, íslenzkf leikrit
— Hvað er svo fram undan?
— Það er von okkar, að hægt
verði að setja „My fair Lady“ á
svið í byrjun marz, en enn er ekki
ákveðið, hver verður þessi fræga
lady. Leikstjóri vei’ður Svend
Aage Larsen, sem hefur sett verk-
ið víða á svið, en það er ekki
neitt flaustursverk og æfingarnar
taka sinn tíma. Og ef dæma má
eftir viðtökunum, sem verkið hef-
ur fengið víðast hvar, ætti það
ekki að skemma fjárhag íeikhúss-
ins.
— Eru íslenzk leikrit á verk-
efnaskrá þessa leikárs?
— Já, við ætlum að sýna nýtt
leikrit fyrrihluta. febrúarmá:nað-
ar. Það er Gestagangur, verðlauna
leikrit Sigurðar A. Magnússonar.
— Um hvað fjallar Gestagang-
ur?
Verkið fjallar um viðfangsefni
og vandamál unga fólksins í
Reykjavík nú á dögum, fremur
stuttur þríþáttungur.
Þjóðleikhússtjóri kvað leikhúsið
hafa ýmislegt fleira á prjónununr,
en af þessu spjalli er ljóst, að
Þjóðleikhúsið er að rétta við og
ætlar sér ekki að missa sjónar á
því menningarhlutverki, sem því
er ætlað að rækja með þjóðinni.
Valhallarslagur
(Framhald af 1. síðu).
Allir hafa þessir dánumenn niik-
inn liðssafnað, og er barizt af
liörku og vígvöllurinn er að sjálf-
sögðu stjórnarfundir Eimskipafé-
lags íslands „óskabarns þjóðarinn-
ar“.
Engin Ieið er að spá um það,
hver fer að lokum með sigur af
hólmi, en sagt er að sumir sjáist
lítt fyrir í bardaganum. — Sjálf-
stæðisflokkurinn Iiefur séð svo
um, að nöfn umsækjendanna verði
ekki staðfest opinberlega svo að
hér geti verið um eins konar „Val-
hallar-bardaga" að ræða, þ. e. að
þeir, sem falla, rísi upp heilir að
kveldi. Þannig á að koma í veg
fyrir þá niðurlægingu, sem um-
sækjendurnir sumir telja sig verða
fyrir með því að falla fyrir þeim,
sem þeir hafa talið sig eiga í fullu
tré við — innan flokksins.
TÍMINN. sunnudaginn 14. janúar 1962.
15