Tíminn - 14.01.1962, Blaðsíða 8
urr? /ze/t&ma
.... . .OstfgK---—«—
UfTT
I smábæjum, sem eru
úr alfaraleið, er ekki mikið
um að vera. Venjulega eru
'gOturnar aðeins tvær, sín
hvorum megin við járnbraut
ina. í annarri götunni eru
bankaútibúið, kvikmynda-
húsið og verzlanirnar. í
hinni eru íbúðarhúsin.
Sj aldan koma ókunnugir
til langdvalar í slíkan sof-
andi bæ, þess vegna er hann
lika ákjósanlegur staður fyr
ir mann, sem af einhverri
ástæðu vill draga sig í hlé
eða hverfa umheiminum, svo
framarlega sem hann getur
áunnið sér traust bæjarbúa
og fallið hnökralaust inn í
fábreytilegt líferni þeirra.
Vindfall var slíkur bær, og
þar hittum við Jakob Bass-
ett, eiganda bóka- og rit-
fangaverzlunarinnar. Hann
rak einnig skrifstofu, sem
annaðist kaup og sölu fast-
eigna og lóða. Sú skrifstofa
tók ekki mikinn tíma hans,
því að útfærsla bæjarins
var ekki hröð. Því var það,
að Jakob lifði kyrrlátu og
áhyggjulitlu lífi og um-
gekkst fáa.
Þegar voru liðin nokkur
ár síðan hann settist að í
Vindfall, og hann var fyrir
löngu orðinn eðlilegur með-
limur þessa litla bæjarfé-
lags. Honum virtist llða á-
gætlega. Hann var lítill og
þriflegur, andlitið var næst
um því barnslegt, hann var
síbrosandi og málgefinn.
Eiginlega átti hann ekki
nema einn náinn vin, og sá
var algjör mótsetning við
hann. Það var andbýlismað
ur hans, vagnasmiðurinn
Mikael Potter. Herra Potter
var hár og renglulegur, nokk
uð lotinn, dökkur á brún og
brá og svo fámáll, að mað-
ur hefði næstum getað hald
ið, að hann væri mállaus.
En þrátt fyrir þennan
mikla mismun, sem á þeim
félögum var, virtist þeim
líða vel í návist hvors ann-
ars. Á kvöldin, þegar bóka-
verzluninni hafði verið lok-
að og eldurinn var slokknað
ur í afli smiðsins, gat maður
verið viss um að hitta þá tvo
einhvers staðar saman. Þá
hafði hinn fjörlegi og mál-
gefni Jakob tækifæri til að
beita frásagnarlist sinni. Það
var áreiðanlega vandfund-
inn betri áheyrandi en hinn
þögli Mikael Potter, sem
aldrei greip fram í fyrir hon
um með einu einasta orði.
Já, þannig hafði það verið
í langan tíma. En þá kom
skyndilega nokkuð fyrir.
sem gerði strik í reikning-
inn. Dag nokkurn i nóvem-
ber fór Mikael einhverra er-
inda til nágrannaborgarinn-
ar, og upp frá því varð Jak
ob að vera án hans félags-
skapar á hverju miðviku-
dagskvöldi, því að þá ók Mik
ael út úr bænum í litla fer-
eykisvagninum sínum, eftir
að hafa snyrt sig og klætt
mjög vandlega.
Þó að að Jakob léki mikill
hugur á að vita, hvað vinur
hans aðhefðist, fékk hann
forvitni sinni ekki svalað.
Mikael sagði aldrei orð um
það.
Það var sem sagt á mið-
vikudagskvöldum, sem Mik-
ael fór sínar leyndardóms-
fullu ferðir út úr bænum.
Fjórða miðvikudaginn í
röð — þáð var í desember
og ekki langt til jóla — ók
hann að venju, nýrakaður
og íklæddur bláu fötunum
sínum, eftir veginum með-
fram járnbrautinni til súð-
urs. Eftir um það bil einn-
ar mílu akstur ók hann inn
í húsagarð. Þar tók á móti
honum þrifleg kona, sem
greinilega var af léttasta
skeiði, en var þó ekki líkleg
til að kveðja þennan heim
alveg á næstunni. Augsýni
lega voru ekki aðrir heima
á bænum en hún. Og það
var nú einmitt sú staðreynd
að húsbóndinn var ætíð
fjarverandi á miðvikudags-
kvöldum, sem gerði ráðskon
unni hans kleift að bjóða til
sín gestum þetta kvöld.
Mikael hafði hingað til
séð um sig sjálfur og verið
hæstánægður með sinn bú-
skap. En síðan hann hitti
þessa konu, þegar hann
heimsótti húsbónda hennar
í viðskiptaerindum. hafði
hann verið eins og dáleidd-
ur af hinum undraverða
hæfileika hennar til að
skapa á einni svipstundu
glæsilegt veizluborð, alsett
dýrindis krásum, og hreinsa
síðan til eftir máltíðina af
iafnmiklum röskleika.
Húsið leit út eins og þar
færi fram stórhreingerning
á degi hverjum. En það var
nokkuð, sem tæpast var
hægt að segja með sanni um
hús Mikaels. Það var alls
ekki sjálf konan, sem aðdá
un Mikaels beindist að, held
ur hinn óvenjulegi dugnað-
ur hennar við húsverkin
Það hafði heillað hann svo
mjög, að hann, þessi orðfái
maður, gat ekki orða bund-
izt um það. Frú Johnson
hafði orðið upp ineð sér af
þessu og boðið honum að
koma aftur í heimsókn
næsta miðvikudag. Þannig
hafði þetta nú viljað til.
Eins og járnið dregst að
seglinum, dróst hinn þöguli
maður að allri þessari dýrð.
Hann fann sig knúinn til að
fara aftur og aftur og njóta
þess að sjá vinnubrögð þess
arar einstöku konu. Og nú
var hann sem sagt hér í
fjórða skiptið.
Hann hafði etið sig mett
an af krásunum, sem hún
bar á borð fyrir hann, og
nú sátu þau þarna, hún með
handavinnu sína, og hann
auðum höndum. Þá kom
skyndilega yfir Mikael, að
nú yrði hann blátt ífram að
hafast eitthvað að í málinu.
— Heyrið þér — hm! Gæt
uð þér ekki hugsað yður —
hm — að sjá, hvernig ég bý?
Frú Johnson leit snöggt
upp frá handavinnu sinni.
Svxipur hennar var eins og
hún hefði nú loksins fundið
eitthvað, sem hún hafði
lengi leitað að.
— Jú, þakka yður fyrir,
það vil ég gjarnan, svaraði
hún.
Frá því að eiginmaður
hennar lézt fyrir sex árum
— hattur hans og yfirhöfn
höfðu fundizt á árbakkan-
um, en aldrei hann sjálfur
— hafði hún haldið heimili
fyrir ókunnuga. Nú þráði
hún ákaft að eignast sitt
eigið heimili. Henni leizt vei
á þennan orðfáa smið, sem
svo augljóslega dáðist að
vinnubrögðum hennar og
mat þau að verðleikum.
Frú Johnson hafði tekið
sína ákvörðun. Að hún hafði
tekið ákvörðun, þýddi í raun
inni, að hún hafði náð settu
marki, því að hún var rögg-
söm kona, sem ekkert lét
aftra sér, ef því var að
skipta, og vei þeim, sem stóð
í vegi fyrir henni, þegar hún
viidi hafa sitt fram.
Þau bundu fastmælum, að
hún skyldi koma til Wind-
fall næsta sunnudag, og síð
an ók Mikael heim á leið. Á
leiðinni þrauthugsaði hann
málið og komst að þeirri nið
urstöðu, að hann yrði að
trygp-ía sér dugnað frú John
son. Enn fremur komst hann
að þeirri niðurstöðu. að
hann yrði að tryggia sér
hann á hann hátt. að hann
yrði ekki frá honum tekinn
aftur. Af því leiddi svo, að
líklega neyddist hann til að
kvænast ekkjunni.
Skilningur Mikaels á til-
verunni var mjög einfaldur.
Þegar„eitthvað skyldi gerast.
varð að gera bað hreinlega.
Hann var ekki með neinar
flóknar vífilengjur. Hann 61
ekki í brjósti neina ósk um
að kvænaát, en úr því að
ekki var hægt að tryggja sér
konuna með öðru móti, varð
svo að vera.
Það eina, sem hann velti
fyrir sér, var, hvernig hann
ætti að koma orðum að bón
orðinn. En paá olli honum
líka áhyggjum, svo að um
munaði. Honum veittist
nógu erfiðlega að halda uppi
venjulegum samræðum.
Hversu örðugt hlyti honum
ekki að reynast að bera upp
bónorð?
Mikael sökkti sér þó ekki
niður í neinar heimspekileg
ar hugleiðingar. Honum
fannst aðeins örðugleikinn
við að stynja upp þessu
lausnarorði eins og óyfirstíg
anlegur múr, sem girti fyrir
honum veginn.
Sunnudagurinn rann upp.
Mikael sótti frú Johnson á
jámbrautarstöðina, eins og
talað hafði verið um. Þegar
heim til smiðsins kom,
renndi hún þegar í stað rann
sakandi augnaráði umhverf
is sig. Mikael horfði þögull
á.
— Hér vantar starfsama
hönd, hljóðaði dómur frú
Johnson. Og án frekari um-
svifa lagði hún frá sér yfir-
höfnina, bretti upp ermam
ar og hófst handa við fegr
un heimilisins.
Aðdáunin fyllti brjóst
Mikaels. Ó, að hann gæti
komið orðum að ^því, sem
honum lá á hjarta. En það
gat hann nú einmitt ekki.
Það var eins og talfæri hans
væru undir lás og slá. Hann
gekk út, settist á bekkinn
fyrir utan húsið og reykti
pípu sína af óvanalegri
ákefð. Fengi hann ekki gert
út um þetta mál í dag. yrði
það vafalaust aldrei gert.
Og þá yrði heimili hans að
fara á mis við allt, sem þessi
furðuvera gat töfrað fram
Þá fékk Mikael allt í einu
vitrun. Munnur hans opn-
aðist, og pípan féll til jarð-
ar. Jakob — já. Jakob varð
að hjálpa honum. Hann gat
talað, hann yrði ekki í vand
ræðum með að bera upp bón
orðið fyrir hann. Smiðurinn
reis á fætur. Skyldi Jakob
vera kominn heim af sunnu
dagsgöngunni? Hann varð
hiátt áfram æstur og hrað-
eði sér yfir til bóksalans.
Jakob var enn ekki kominn
heim, en Mi.kael þekkti venj
ur vinar síns og vissi í hvaða
átt hans væri að leita.
Spölkorn fyrir utan bæinn
hitti hann litla manninn.
— Er það nú asi á þér,
maður. Hvað er eiginlega á
seyði?
— Ja — öh — hm! Eg
barf að tala við þig. '
— Út með það, maöur!
— Það er — hm — það
er erfitt.
— Já, ég veit, að þú ert
ekki beinlínis málóður, en
reyndu nú samt að koma
þessu út úr þér.
— Þú verður — hö — hm!
Þú verður að bera upp bón-
orð fyrir mig.
— Verð ég hvað? Bera
upp bónorð? Ertu með öll-
um mjalla? A—ha, nú skil
ég þetta með miðvikudags-
kvöldin. Já, ég hefði átt að
geta sagt.mér það sjálfur,
að það væri kvenmaður með
í spilinu. Mikael þó, ertu
ekki skynsamari en þetta?
—' Já; en — höh — hm!
Hún er svo skrambi leikin
við að skúra og fægja og
elda mat og allt svoleiðis.
— Ájá, er hún það? Hlust
aðu nú á mig, gamli vinur.
Eg ætla að trúa þér fyrir
leyndarmáli, sem ég mundi
ekki segja nokkrum lifandi
manni, sem væri agnar vit-
und lausmálli en þú. Eg hef
verið kvæntur.
— Hefur þú? Andlit smiðs
ins lengdist til muna af undr
un.
— Það geturðu hengt þig
upp á, að ég hef veríð. Og
það konu, sem ekki átti sinn
líka í öllu því, sem þú nefnd
ir áðan. Eg hélt það út í þrjú
ár, þá gat ég ekki þolað
þetta lengur.
— Hvað gerðirðu þá?
— Eyg dó, lagsmaður!
— Ha—a?!!
— Eg dó, minn kæri vin-
ur. Eg drukknaði á svipleg-
an hátt, og jarðneskar leif-
ar mínar fundust aldrei. Eg
get sýnt þér, hvað dagblöð-
in skrifuðu um þetta. Eg
geymi bau heima hjá mér.
— Eg get nú ekkl séð
neina skynsemi í þvi. sem
bú ert að segja. Þú ert líka
vafalaust að spauga.
— Nei, þetta er rammasta
alvara, get ég sagt þér.
— En ég skil þetta ekki.
— Nei, þú skilur þetta
siálfsagt ekki. fyrr en þú ert
búinn að reyna sjálfur,
hvernig það er.
— Eg er bara svo — hm
(Framh. á 13 síðu '
Gamansaga eftir Sophus Lang
8
T f M IN N, sunnudaginn 14. janúar 1962.