Tíminn - 14.01.1962, Blaðsíða 4
varð rórra. Hlýðin var hún og
svo elsk að fósturforeldrum
sínum, að hún faðmaði þau
með hrömmunum, hvenær sem
færi gafst á. Þegar húsbóndi
heinnar fór á veiðar, fylgdi hún
honum og sótti það, sem hann
hafði skotið og lagði fyrir fæt-
ur hans. Elsa sýndi ávallt sam-
starfsmönnum húsbónda, síns
mikla alúð og hjálpaði þeim
stundum til þess að flytja til
þungar byrðar með hinum
óhemjulegu kröftum sínum. Ef
gestir komu, sat hún til borðs
með þeim og kunni sig ágæt-
lega, en átti stöku sinnum til
að sópa borðbúnaðinum a£
borðinu með halanum, ef hún
vildi gefa máli sínu s’érstaka
áherzlu.
Fósturforeldrum hennar var
ljóst, að þau gátu ekki haft
Elsu sem húsdýr til eilífðar, því
að lokum hlyti hún að enda
sem fangi. Hún yrði að hverfa
aftur til hinnar villtu náttúru
og haga lífi sínu eins og villt
Ijón gera. En það var enginn
hægðarleikur að gera rándýr,
sem var orðið húsdýr, að rán-
dýri aftur. Hjónin viídu ekki
LJON I FJOLSKYLDUNNI
Hjónin Georg og Joy Adam-
;on eru búsett í Kenyju Georg
er yfirveiðivörður á veiðisvæði
þar og hefur meðal annars það
starf með höndum að elta uppi
og drepa Ijón, sem leggja sér
mannakjöt til munns. — Dag
nokkurn, þegar hann var í ein-
um slíkum leiðangri, réðst
ösukreið ljónynja á einn af
starfsmönnum hans, sem neydd-
ist til þess að bera hönd fyiir
höfuð sér og skjóta Ijónynjuna,
sem særðist mikið, en gat þó
skreiðzt til bælis síns. Þegar
þeir félagar höfðu banað Ijón-
ynjunni, fundu þeir þrjá unga
í bæli hennar, sem voru aðeins
nokkurra daga gamlir. Geoig
tók ungana heim með sér, og
kona hans gekk þeim í móður-
stað.
Á helmili þeirra óx ungunum
fiskur um hrygg, og þegar þeir
voru orðnir stálpaðir, voru
tveir þeirra gefnir dýragarði í
Rotterdam í Hollandi, en einn
v'arð eftir hjá fósturforeldmm
sínum. Það var Ijónynjan
„Elsa“. Hún lifði skemmtilega
bernsku og átti sér að leikfé-
laga litinn klettagreifingja, sem
hafði tekið við hana ástfóstri
strax við fyrstu sýn.
Joy Adamson hefur skrifað
bók um Elsu, sem nefnist á
ensku „Born free“, og hefur
hún vakið feikna mikla athygli
og selzt í stórum upplögum. Það
þykir i sjálfu sér ekki lengur
merkijegt, þótt Ijón séu tamin,
því að mörg dæmi eru til um
það. Og þótt það sé fágætt, að
Ijón séu húsdýr með svipuðum
hætti og hundar og kettir, ger-
ir það ljónynjuna Elsu ekki svo
mjög athyglisverða. Það, sem
gerir hana með öllu einstæða,
er það, að eftir að hún hafði
náð fullum þroska, tókst fóstur-
foreldrum hennar að láta hana
lifa villtu lífi, án þess að
tryggðaböndin milli hennar og
þeirra slitnuðu.
Elsa var fullkomlega frjáls
hjá fósturforeldrum sínum og
gat hagað ferðum 'sínum eftir
eigin vild, en hún yfirgaf aldrei
fósturforeldra sína og fylgdi
hverju fótmáli þeirra eins og
tryggur hundur. Allan sinn mat
fékk hún úr hendi þeirra, því
að sjálf leitaði hún ekki bráðár
og drap ekki sér til matar. Þeg-
ar húsbóndi hennar þurfti að
takast á hendur viku og hálfs-
mánaðar ferðir vegna starfs
síns, fór hún með honum. Á
slíkum ferðum kunni hún bezt
við sig uppi á þaki Land-Rovers
ins, sem húsbóndi hennar átti.
Um nætur svaf hún ávallt í
tjaldinu hjá honum og lagði
venjulega framfæturna á öxl
hans til þess að vera viss um,
að ekkert illt henti hann, með-
an hann svæfi. Helzt kaus hún
að sofa í bedda í tjaldinu, en
annars lét hún sér nægja að
sofa á gólfinu. Það var mikill
leikur i henni, og hún lék sér
oft við George og konu hans,
en gætti þess jafnan að meiða
þau ekki. Þannig gerði hún oft
sýndarárásir á þau. sat fyrir
þeim og stökk aftan á þau af
fullum krafti, en gætti þess að
snerta þau svo léttilega, að það
rétt nægði til að fella þau, —
stóð svo yfir þeim og gretti sig,
eins og hún vildi segja: Á ég
að éta þig? Henni var ákaf-
lega illa við myndavélar, og
það brást ekki, að hún stökk á
húsbónda sinn og felldi hann
um koll, ef hann mundaði
myndavélina. Hún var mikið
mömmubarn allt fram á full-
orðins ár og jafnan, þegar
henni leið eitthvað illa, kom
hún til fósturmóður sinnar og
saug á henni þumalfingurinn
eins og snuð, þangað til henni
verða til þess að særa tilfinn-
ingar EIsu og þeim þótti vænna
um hana en svo, að þau gætu
skilið hana eftir einhvers stað-
ar eina án þess. að vita, hvern-
ig henni reiddi af. Þau ákváðu
að fara með hana á þær slóðir,
þar sem villt ljón halda sig, og
skilja hana þar eftir. Vonuðust
þau til, að hún samlagaðist
villtu ljónunum og tæki' upp
háttu þeirra og fengi sér jafn-
vel maka.
Þegar fósturforeldrar Elsu
voru komin með hana á slóðir
ljónanna, gerðu þau allt, sem
í þeirra valdi stóð, til þess að
koma henni í kynni við mynd-
4
TÍMINN, sunnudaginn 14. janúar 1963,