Tíminn - 14.01.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.01.1962, Blaðsíða 16
SKUGGA-SVEINN I STAÐ NEFNDARINNAR? Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri NEPTUNE-VEL I Tólf menn voru í vélinni — leit enn árangurslaus Bandarísk herflugvél með 12 mönnum innanborðs, fórst í Grænlandshafi á föstudag. Leit að flugvélinni eða braki úr henni hefur ekki borið árangur. Leitarflugi verður haldið áfram eftir því sem veðurskilyrði leyfa, en þau eru mjög slæm. Flugvél þessi var af gerðinni Victor Neptune. Hún fór frá Kefla vík laust fyrir kl. 7 á föstudags- morgun í ískönnunarflug. Síðast fréttist af vélinni rúmum tveimur tímum síðar eða kl. fimmtán mín- útur yfir 9, er hún sást í ratsjá. Þá var flugvélin 270 mílur norð- vestur frá Keflavík. Síðar reyndist árangurslaust, þrátt fyrLr ítrak- aðar tilraunir að ná sambandi við vélina Leit var1 hafin þegar á föstudag og leituðu flugvélar frá flugher Bandaríkjamanna í Græn- landi og danska flughernum fram til myrkurs. Leitarskilyrði voru mjög slæm og voru enn í gær- morgun, er leit hófst að nýju snjókoma, hafrót og hvassviðri og breyting á veðxi til batnaðar þá ekki fyrirsjáanleg næsta sólar hringinn. Skip og togarar á Grænlands- hafi voru beðin að svipast um eftir flugvélinni eða björgunarbátum, en hafrót er mikið á þessu svæði og hafa skip leitað hafnar vegna veðurs. Varðskip frá ísl. landhelgisgæzl- unni er við Vestfirði óg viðbúið, ef aðstoðar verður þörf. Fimm bandarískar flugvélar og ein íslenzk lögðu upp til leitar frá Keflavíkurflugvelli í gær og einn- ig leita flugvélar frá Prestvík og Grænlandi. Mikill hafís er á Græn- landshafi og mun leitinni einkum verða beint að ísbi'eiðunni. Neptune flugvélin hafði benzín til flugs þar til kl. 21.56 á föstudags- kvöld. Fréttamaður Tímans átti nýverið tal við Guðlaug Rósin- kranz, Þjóðleikhússtjóra, um fjárhag leikhússins, Skugga- Svein og þau verk, sem tekin verða til sýningar í leikhúsinu síðari hluta þessa leikárs. í haust hefur rekstur Þjóðleik- hússins gengið vel, aðsókn verið góð að leikritunum þrem, Allir komu þeir aftur, Strompleiknum og Sfcugga-Sveini, og virðist því ástæðulaust að bera kvíðboga fyr- ir framtíð leikhússins, þó að það hafi nú algerlega orð'ið að standa á eigin fótum. Neituðu að borga hallann — Hvað viljið þér segja um f járhag ieikhússins, sem verið hef ur mjög á dagskrá að undanförnu? — Fjárhagur Þjóðleikhússins var slæmur í haust, og mun hall inn hafa numið um 1,4 milljónum króna, en þá höfðum við ekki fengið neinn styrk í þrjú ár ann an en okkar hluta af skemmtana skattinum. Ríkisstjórnir hafa ann ars alltaf lagt til, að rikið greiddi reksturshallann, og í haust sótt- um við um það til Alþingis, að svo yrð'i gert, en að þessu sinni neitaði ríkisstjórnin að leggja til við þingið, að þetta yrði'. Hins vegar sögðu þeir, að leikhúsi.ð ætti að bera sig og skipuðu þriggja manna nefnd ti.l að athuga fjár- hag þess, en hún hefur ekki enn skilað áliti. — Hverjir eiga sæti í þessari nefnd? — Þeir eru þrír, embættismenn irnir Einar Bjamason, ríkisendur skoðandi, Birgir Thorlacíus, ráðu neytisstjóri og Magnús Jónsson, bankastjóri. — Það hefur þá verið grunur þeirra, að eitthvað mætti betur fara í rekstrinum? — Það hlýtur að vera, en ann ars er það ástæðulaust, því að yfirendurskoðandi ríkisins hefur alltaf samþykkt alla reikninga og aldrei haft neitt við þá að at- huga. — Hafa ekki leikritin í haust bjargað þessu við? — Jú, til allrar blessunar fyrir leikhúsið hafa þau leikrit, sem við höfum sýnt í haust, gengið vel og aðsókn verið góð. Fyrst var Allir kornu þeir aftur, sýnt 35 sinnum, oftast fyrir fullu húsi, en þá var sýningum hætt. Svo kom Strompleikurinn eftir Kiljan, sem einnig gekk mjög vel. Hann var sýndur tuttugu sinnum frám að jólum, en sýningar hefjast aftur nú í janúarlok. Fyrir jólin höfðu um 17000 manns séð. Allir komu þeir aftur, en kringum 10.000 Strompleikinn. Nú er verið að þýða hann á þýzbu og sænsku, (Framhald á 15 síðui Strand Þa8 er venjulega mjög mlk- II ánægja fyrir fólkið beggja megin Eystra-salts að fá sér smásiglingu milli Danmerkur og Svíþjóðar — og fá sér þá um leið vín og vindlinga fyrir lítinn pening. En ánægja farþeganna á ferjunni „Mols" hvarf skyndi- lega, þegar ferjan strandaði rétt utan hafnarinnar Snekk- ersten — og allir urðu að fara í björgunarbáta. HÁDEGISKLÚBBURINN kemur saman n. k. miðviku- dag á sama staS og tíma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.