Tíminn - 14.01.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.01.1962, Blaðsíða 5
arlegt karlljón, lögðu meira að segja spikfeita antilópu á borð með 'nenni. En allt kom fyrir ekki, — Elsa komst ekki í brúð- arsængina, enda var hún nær ófáanleg til þess að víkja frá fósturforeldrum sínum. Þau tóku það ráð að skilja hana eftir næturlangt í námunda við ungt karlljón, en daginn eftir fundu þau hana á nákvæmlega sama stað, sem þau höfðu skilið við hana. Þau skildu hana eftir þrjá og fjóra daga í senn og vonuðust til, að hungrið vekti upp í henni rándýrið og hún dræþi sér til matar. En allt kom fyrir ekki, — þau fundu hana ávallt á sama stað, sker- andi hungraða. Og þótt þau létu hana eina síns liðs í meira en viku, bar það engan árangur. Hún fékkst ekki til að drepa, og ekki vegnaði henni vel í ástamálunum, þótt þetta væri um miðjan fengitímann. — Þegar augljóst var, að Elsa myndi ekki gerast þegn í því Iiónasamfélagi. sem ríkti á þessum slóðum. fóru þau með hana til annarra Ijónasvæða, og loks er þau höfðu skilið hana eina eftir á aðra viku, drap hún sér til matar. En hún beið eftir þeim engu að síður, og söknuð- ur hennar vár sár sem fyrr og fögnuður hennar innilegur. þegar hún sá fósturforeldra sína aftur. Við hvern endurfund var gleði hennar ósvikin, — hún néri höfðinu við fætur þeirra, sleikti hendur þeirra og tyllti framfótum á axlir þeirra Loks tókst Elsu einitig að komast í brúðarsængina í til- huealífinu hafði hún það jafn an fyrir sið að stinga höfðinu inn um tjalddvrnar hjá fóstur foreldrurr sínum og láta vita. þegar hún fór á stefnumót. — Georg og Joy Adamson höfðu lokið ætlunarverki sínu. en þau söknuðu Elsu mjög og fóiu oft til fundar við hana til þess að að sjá, hvernig henni vegnaði Og þrátt fyrir það. að hún lifði að öllu leyti villtu lífi. tók hún þeim ailtaí með jafnmiklum fösnuði Stundum var eins og hún fvndi á sér komu beirra os kom til þeirra af sjálfsdáðum en 'innars sendu þau flugelda á loft og þr brást ekki. að hún kom. Elsa reynir að opna hurð með því að bíta í snerilinn. Hafnarf jörðnr VARDBERG, félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, heldur almennan fund í Bæjarbíó, þriðjudaginn 16. janúar 1962, kl. 21.00. Fundarefni: ísland og vestræn samvinna. Frummælendur: Björgvin Heimir Þór Guðmundsson Hannesson Vilhjálmsson Síðan verða almennar umræður, og kvikmynd sýnd ef tími vinnst til. STJÓRN VARÐBERGS. R Ek. HLUTA VEL TAN ER í LISTAMANNASKÁLANUM , í DAG 0G HEFST KLUKKAN 2. ÓGRYNNI VERÐMÆTRA VINNINGA EKKERT HAPPDRÆTTI. Jörð óskast Vil kaupa góða bújörð. Helzt á suðvestur- eða norðurlandi. Upplýsingar ásamt verðtilboði sendist Tímanum fvrir 10. marz. Merkt: Jörð 38 Gler og Listar Sandblásið gler (höfum sýnishorn) Undirburður, margar gerðir Glerkistur til sölu GLER 0 G LISTAR H/F Laugaveg 178, sími 36645. T í MIN N, sunnudaginn 14. janúar Í962. Konurnar á kirkjubekknum Það er oft talað með lítils- virðingu um konurnar, sem bezt sækja kirkjur. Og nýlega hefur norskur prestur skrifað grein um þetta, sem hann nefn ir grófu heiti og kallar: „Kerl- ingarnar." Fer hann þar að málvenju fólksins, sem reynir að lítils- virða trygga kirkjugesti og traust starfsfólk í söfnuðum. Norski presturinn segir: Árdegis á sunnudegi var ég á leið til kirkjunnar og heyrði allt í einu sagt glaðlega: „Góðan dag. Það er naumast að þú gengur í þungum þönk- um.“ „Já, ég er að fara í kirkjuna til að predika, sagði ég. „Fyrir kerlingarnar, sagði þessi kunningi minn glaðlega, og um leið með þessu venju- lega háðsbrosi þeirra, sem gera gys að „gamaldags guðrækni", sem svo er nefnd, Svo var hann horfinn. En þetta atvik var til þess, að ég fór að hugsa málið, held ur presturinn áfram. „Kerling- arnar,“ sem svo eru nefndar, eru flestar á aldrinum frá fert- ugt til sjötugs, það er að segja hinum virðulegasta aldri manns ævinnar. Og svo segir hann: „Ég dái þær og elska, og tel þær meðal hinna merkustu þegna þjóðar sinnar, og þar er næstum allur samanburður úti- lokaður. Þegar þessar konur hafa lok- ið erfiðum og oft leiðinlegum heimilisstörfum, við uppþvotta, bleyjuþvott af barnabörnum, húsþrif og þjónustubrögð, taka þær að sér í tómstundum, það sem kalla mætti hið almenna móðurhlutverk í þjóðfélaginu. í samstarfi og sambandi við söfnuð sinn vinna þær að fjár- öflun til alls konar menningar og líknarstarfa, allt frá því að skreyta kirkju sína dýrmætum gripum og til þess að styrkja öryrkja og öreiga, koma upp hælum og stofnunum fyrir mun aðarleysingja, ellimóða, blinda og daufdumba, vangefna og veg villta. Og auk þess hafa þær oft forustu um safnanir til flóttafólks og kristniboðs í fjar lægum löndum og heimshlut- um.“ „Hugsið ykkur,“ ségir hann, „til samanburðar blessaðar ungu stúlkurnar, sem eiga það helzta áhugamál að ganga í ang un á piltunum eða sigra í næstu fegurðarsamkeppni. Út af fyrir sig ekki óeðlilegar óskir, en hve himinhár munur. Eða við karlmenn, hvað gjör- um við yfirleitt í frístundum okkar? Sitjum eða liggjum með bók eða blað ýmist reykjandi eða í svefndæsi." Þannig farast þessum norska embættisbróður or'ð, og sann- arlega vil ég taka undir þau af öllu hjarta. Hvernig væri og færi um all- ar kirkjubyggingarnar og messu klæði, skreytingar og hljóðfæri helgidómanna, ef ekki væru kvenfélögin með alla sína baz- ara, kaffikvöld og fundi, nefnd- arfundi, símtöl og stjómár- fundi, alla sína fórnfýsi og fús- leika? Og hvað væri um fram- kvæmdir í öllum líknarsamtök- um og mæðrahjálp og vetrar- hjálp og gamálmennaglaðningi, ef ekki væru þessi kvennasam- tök og kvennastörf, konur sem alltaf hafa tíma til alls í öllum sínum önnum; konur, sem vinna kraftaverk í ysi hversdagsleik- ans, og gætu fyrst og íremst spurt eins og hinir útvöldu, þegar átti að fara að verðlauna þá: „Hvenær sáum við þig hungraðan eða þyrstan, sjúkan eða í fangelsi og önnuðumst þig“- Og það er undrun í röddinni, því þeim finnst þær ekkert hafa gjört annað en hið hvers- dagslegasta og sjálfsagðasta. Og ekki þarf því að segja, að boðskapur kristni og kirkju falli í hrjóstrugan jarðveg með an slík starfsemi er hvarvetna í blóma, og þær sem standa fremst og gera mest, eru yfir- leitt konurnar, sem sjaldnast láta sætin sín i kirkjunni auð. Ef ætti að reisa ipinnismerki um kristileg störf við kirkjur hér á landi, þá vildi ég leggja tii að þar yrði fyrst gert tákn konunnar á kirkjubekknum, hinnar fómfúsu, hugkvæmu kvenfélagskonu, sem vakir yfir velferð alls í söfnuði sínum, með hlýju brosi á vörum og vermandi glóð kærleika og gleði í augunum Árelíus Níelsson. Ötboð Tilboð óskast um hita-, vatns- og hreinlætislagnir í fjölbýlishús Reykjavíkurborgar nr. 16—30 við Álftamýri. Útboðsgögn verða afhent í skrifstofu vorri, Tjarn- argötu 12, 3 hæð, gegn 1000 króna skilatrvggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Hjartans þakkir til allra þeirra fjær og nær, sem sýnt hafa samúð og vináttu við jarðarför konunnar minnar, móður, tengda- móður og ömmu. Margrétar Magnúsdóttur, Hörpugötu 3 Slgurður Pétursson Hörður Sigurðsson Kristján Sigurðsson Hildur Sigurðardóttir Margrét S. Kristjánsdóttir Sigurður Harðarson 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.