Tíminn - 14.01.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.01.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjár.sson, Jón Helgason Frétta- ritstjóri: Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Egill Bjarnason. Ritstjórnarskrifstof- ur í Edduhúsinu; afg-reiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur Bankastræti 7 Símar: 18300 — 18305. Auglýsingasími 19523 — Afgreiðslusími 12323. — Prentsmiöjan Edda h.f — Áskriftargjald kr. 55 á mán. innan Iands. í lausasölu kr. 3 eint. Framfaraaflið Baldvin Einarsson var langsýnn, gerhugull og raunsær hugsjónamaður. Honum var ljóst, að það var ekki nóg að afla þjóðinni stjórnarbóta í orði, heldur skipti meginmáli að vekja þjóðina til framfara og dáða, hvetja hvern ein- stakling til athafna og framtaks. Að hans dómi var það mikilvægast í stjórnarathöfnum að laða fram þessa kosti n\eð skynsamlegri hvatningu og stuðningi af opinberri hálfu. Hann benti á, að þegar menn höfðu ekki slík tengsl við landstjórnina, „kom svo mikil stöðnun í borgaraiegt líf, að því eftir það fór heldur fram en aftur". Mikilvæg- ast í upphafi endurreisnar taldi hann að vekja menn til dáða og athafna, og hann kallaði það „að lífga þjóðarand- ann,, en þjóðarandinn er öflugri en gull og silfur, sem þó hafa verið kölluð afl þeirra hluta, er gerast skulu", sagði hann. Það hefur lengi verið kjarni íhalds og afturhalds, að „gullið og silfrið" í fárra manna höndum væri „afl þeirra hluta, sem gera skal". Baldvin Einarsson benti á, að ann- að afl væri mikilvægara. Það væri atorka allra einstak- linga þjóðarinnar og félagslegur samtakamáttur þeirra, „lifandi þjóðarandi", sem væri „öflugri en gull og silfur". Ekki er fráleitt að telja Baldvin Einarsson frumkvöðul frjálslyndrar umbótastefnu i landinu á morgni endur- reisnarinnar, og víst er um það, að þarna eru vatnaskilin, rót hins djúpstæða og ósættanlega ágreinings milli íhalds- samra auðhyggjumanna og umbótasamrá félagshyggju- manna um það, hvert,sé og eigi að vera „afl þeirra hluta, sem gera skal“. Sá ágreiningur stendur enn og markar stjórnmálabaráttuna á íslandi, og sporin í þessum efnum eru greinileg. íhaldsstefnan, sem mestu réð fyrstu áratugi aldarinn- ar, efldi hina fáu og stóru og fékk þeim það gull, sem þjóðin átti til framkvæmda. Almenningur fékk gnga hvatningu til sjálfstæðrar uppbyggingar og ekkert gull í hendur. Skömmu fyrir 1930 var snúið af íhaldsbrautinni með tilkomu umbótasinnaðra manna við stjórnvöl. Þeir settu framtak hinna mörgu, „lifandi þjóðaranda" ofar „gulli og silfri" sem afl til framkvæmda, eins og Baldvin. Sú stefna hélzt með litlum úrtökum allt til 1958 og bar æ glæsilegri árangur í framförum og kjarabótum almenn- ings. Æ fleiri urðu efnalega sjálfstæðir með eigin atvinnu- tæki og eigin húsnæði, jafnframt var dregin burst úr nefi hinna stórríku. Þeir voru ekki lengur aðalaflið. Framtak hinna mörgu einstaklinga, þótt fátækir væru, og hags- munasamtaka þeirra, var aðalaflið, sem þjóðarfjármagnið skyldi þjóna. Lömunin Með núverandi ríkisstjórn var taflinu snúið við. Kreppt var á allar lundir að framtakssemi almennings. Þjóðarfjármagnið dregið úr höndum hans, fryst eða feng- ið fáum útvöldum. Nýtt mat á „afli þeirra hluta, sem gera skal“ var innleitt — auðhyggjumatið. „Stöðvun á hið borgaralega líf“, — eins og Baldvin kallar það — lét heldur ekki á sér standa, því að „lýðurinn eigi átti lengur neinn verulegan þátt í landstjórninni". Framtak almenn- ings tók að lamast. Menn neyddust til að hætta að byggja, kaupa báta, reisa bú. „Þjóðarandinn“ var ekki lifandi með sama hætti og fyrr — hann var drepinn í dróma. Og nú bíða menn — bíða þess, að aftur verði hægt að byggja ný hús, rækta og kaupa báta. Walter Lippmann ritar um alþjóðamál- vipuð stífni og Portúgalar ýndu í Goa getur verið hættuleg Hollendingar hafa faritJ allt öðruvísi og hyggilegar a<S 1 TVO NÝJA atburði er rétt að athuga samtímis, þ.e. átök Indverja við Portúgali út af Goa og deilu Indónesa við Hollend- inga um vestur-hluta Nýju-Guin eu. Fljótt á litið sýnast þessir atburðir svipaðir, en okkur verð ur æ ljósara, því betur sem við skoðum þá, að á þeim er mikill eðlismunur. Stjórn Portúgala tók strax þá afstöðu, að staða Goa væri alls 'ekki til umræðu og yrði það ekki. Og í þessu er einmilt meg in-ntunurinn fólginn. Goa er lít- ill skiki á meginlandi Indlands, en dr. Salazar krafðist þess, að á landsvæði þetta væri litið sem hluta af Portúgal og höfuðborg þess væri Lissabon. Hann var óbifanlegur í því, að Goa yrði að halda áfram að vera óað- skiljanlegur hluti Portúgals og aftók með öllu að eiga nokk- urn þátt í umræðum um aðra skipan. Bretar og Frakkar yfirgáfu Indland í friði, en Portúgalar hafa í fimmtán ár neitað að fara í friði, og meira að segja neitað að ræða þann möguleika að fara nokkurn tíma. í Goa- deilunni hlýtur það atriði að ráða úrslitum, að þrátt fyrir þá staðreynd, að Goaer portúgölsk nýlenda á Indlandi, þá neita Portúgalir að Ijá máls á því, að ger'a í friði það, sem Bretar og Frakkar höfðu gert gagnvart öðrum hlutum Indlands. GOA VARPAR skæru ljósi á aá veilu, sem John Foster Dulles óttaðist mest í fari Sam einuðu þjóðanna og mér er mjög minnisstæð frá þeim sam ræðum, sem ég átti við hann um þessi efni. í bókinni „Stríð eða friður“, — sem birt var 1950, meðan hann starfaði sem ráðgjafi við stjórn Trúmans og áður en hann varð utanríkisráð herra, — segir hann m.a., að „möguleikinn á friðsamlegum breytingum er grundvallanði frumskilyrði friðar“, þvi að „ef við reisum skorður við öllum br'eytingum, þá getum við verið vissir u-m að snöggar breyting- ar verða knúðar fram með valdi“. Það er einmitt þetta, sem við DULLES — spádómar hans hafa raetzt varðandi Goa á í Goa. Dr. Salazar reisti skorð ur við öllum breytingum, og eftir 15 ár er snögg breyting knúin fram með valdi. ÞVÍ HEFUR nýlega verið haldið fram, að aðgerðir Nehru í Goa séu fyrirmynd Sukarno og átylla til að sölsa vestur- hluta Nýju Guineu undir sig. Þ'ettá tvennt er gjörólíkt. Hol- lendingar hafa alls ekki reist neinar skor'ður við breyting- um, eins og Portúgalar hafa gert. Þeir hafa þvert á móti boð ið fram friðsamlegar breyting- ar eftir viðurkenndum leiðum meðal Sameinuðu þjóðanna. Hendur Hollendinga eru því hreinar í þessu efni og þeir eiga rétt á fullri aðstoð ann- arra þjóða við tryggingu þess, að sú breyting, sem koma skal í vestur hluta Nýju-Guineu. verði friðsamleg breyting. Ef Indónesar beita hervaldi er það beint og opinskátt brot á stofn skrá Sameinuðu þjóðanna, þar sem Hollendingar bjóða fram friðsamlega breytingu. EYJAN NÝJA-GUINEA ligg ur í austur frá Indónesíu og norður af Ástralíu. Hollending- ar ráða vesturhlutanum, en Ástralíumenn austurhlutanum. íbúarnir, Papúar, eru svo frum stæðir, að Kongóbúar eru há- þróaðir í samanburði við þá. — Það kemur ekki til álita, að þeir geti í fyrirsjáanlegri fram- tíð ráðið málum sínum sjálfir í þeirn heimi, sem við búum við í dag. Þeir komast ekki af án leiðsagnar þroskaðri þjóðar við að -halda uppi lögum og reglu, í þjóðfélagslegri fram- þróun og í utanríkisviðskiptum. Ef Hollendingar færu, og Ástr’a líumenn í fótspor þeirra, þá yrðu einhverjir aðrir að koma til, sem væru engu meiri Pap- úar en hinir fyrri valdhafar. Indónesar hafa nú kjörið sjálfa sig til þessa hlutvei'ks. ÍBÚAR Goa eru Indverjar og á því byggja Indverjar sínar kröfur. En Indónesar krefjast ekki vesturhluta Nýju-Guineu á þeim forsendum, að þar búi Indónesar. Krafan er byggð á því, að þetta hafi verið hluti af nýlenduveldi Hollendinga og þeir séu ai'ftakar að því veldi. Þeir eru ekki að berjast fyrir afnámi nýlenduveldis, heldur að þeim sé afhent hollenzk ný- lenda. Lagaleg og siðferðisleg réttarstaða þeiiíra er í þessu efni einmitt hin sama og um var að ræða á öldinni sem leið, þegar hin miklu nýlenduveldi voru að skiptast á landsvæðum í Afríku. Meðlimir Sameinuðu þjóð- anna hljóta að spyrja sjálfa sig, hvers vegna þeim beri að stuðla að stofnun nýs heimsveldisríkis í Kyrrahafinu. FRÁ MÍNUM bæjardyrum séð er málið þannig vaxið, — bæði siðferðilega og í veruleika — að ný skipán sé óhjákvæmi- leg, þar sem hvorki Hollending- ar, Indónesar né nein önnur þjóð fái nýlenduvald í sínar hendur. Þetta þýðir, að gera yr'ði vesturhluta Nýju-Guineu að verndarríki, sem einhvers- konar umboðsstjórn Sameinuðu þjóðanna væri falið á hendur, til að vernda og mennta Papú- ana og styðja þá til framfara. Væri þetta framkvæmanlegt. þá mundu Sameinuðu þjóðirnar endurheimta mikið af því trausti, sem þær hafa gl-atað að undanförnu. Stúdentar métmæk stækkun l ... , . ■ ; ; . '/. , ú" r- iá sjónvarpsstöð varnarliðsins Blaðinu liefur borizt eftirfar- andi ályktun, sem samþykkt var á fundi Félags ísl. stúdenta í París: Fundur í Félagi íslenzkra há- - skólastúdenta í Frakklandi, hald- inn í París 15. desember 1961, mótmælir eindregið ákvörðun ís- lenzkra ráðamanna um að veita bandarísku herliði á Keflavíkur- flugvelli heimild til þess að auka til muna orku sjónvarpsstöðvar, sem starfað hefur nokkur ár í þess I þágu. Ko'mi þessi ákvörðun til framkvæmda, verður veitt yfir landslýð sjónvarpssendingum á er lendu máli og telur funduxdnn furðu sæta að þurfa skuli að benda á röksemdir gegn slíku ein- dæmi. Tiltæki sem þetta er fyrst og fremst. alvarlég skerðing á menn- ingarlegu fullveldi þjóðarinnar og ekkert sjálfstætt ríki, sem virðir sjálft sig, getur unað við slíka til- högun. hvert svo sem innihald og gæði slíkra ^endinga kynni að vera. Fyrir fslendinga á íslandi á að sjónvarpa og útvarpa á ís- lenzku. Allt annað fyrirkomulag er fáránlegt og það sem verra er, hættulegt menningu og hugsunar- hætti þjóðarinnar. Áhrif amerískra lifnaðarhátta eru ekki einkennandi fyrir ísland heldur alla Vestur-Evrópu, og er hverjum sjálfrátt að líta á þá þró- un sem sýnist. Hitt munu allir dómbærir menn sammála um, að áhrif ameríkanisma á tungumál menningu þessara þjóða eru í- skyggilegri. Viljum vér benda á í þessu tilfelli, að einn víðkunn- (Framhaid á 15 siðuj. T f MIN N, sunnudaginn 14. janúar 1962. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.