Tíminn - 16.02.1962, Síða 1

Tíminn - 16.02.1962, Síða 1
Gerizt áskrifendur a9 Timanum — Hringið í síma 12323 Féik er heðið að athuga, að kvö9d«fími blaðamanna er 18303 & 39. tbl. — Föstudagur 16. febrúar 1962 — 46. árg, ÍSLAND OG EFNAHAGSBANDALAGIÐ RÆTT Á FJÖLMENNUM FUNDI FRAMSÓKNARFÉLAGANNA í REYKJAVÍK í FYRRAKVÖLD Eysteinn Jónsson ÞESSA DAGANA er veriS aS æfa ballettinn fyrir sýningar á „My fair Lady". Bidsted er kominn og við fórum og heimsóttum hann og baliettdansarana í gærmorgun. ÞaS er ekki dregið af sér á æf- ingunum. Sýningin skal vera góð. — Meira í blaðinu á morgun. FARA VARLEGA Umræður urðu góðar á fjölsóttum fundi Fram sóknarfélaganna í fyrra- kvöld. Fundurinn var hald inn til að ræða Efnahags bandalagið, en frummæl endur voru þeir Eysteinn Jónsson, alþm. og Helgi Bergs framkvæmdastjóri. FramsögUmenn röktu efni Róm- arsáttmálaris og uppbyggingu Efna hagsbandalagsins. í ræðum þeirra kom sú skoðun fram, að ekki kæmi til mála full aðild íslands að bandalaginu. Væri okkur hins vegar mikill vandi á höndum, að ná heppilegum tengslum eða sam- vinnu við bandalagið. Þá bentu ræðumenn á, að öll málefni banda lagsins væru mjög í mótun. Breytingar Frummælendur sögðu, að mál- efni bþndalagsins mundu vafa- laust breytast jafnóðum og geng- ið yrði frá málefnum þeirra þjóða, sem sótt hafa um að ganga í banda lagið, eða æskt að tengjast því. Ræðumenn lögðu sérstaka _á- herzlu á, að umfram allt yrðu ís- lendingar að fara varlega í þessu máli og bíða átekta. Þeir yrðu að byggja afstöðu sína á sérstöðu þjóðarinnar, sem ætti sér enga hliðstæðu. Frummælendur lögðu þetta víð tæka mál ýtarlega fyrir fundinn og skýrðu það í öllum atriðum. Að ræðum þeirra loknum tóku sex menn til máls, þeir Einar Ág- ústsson, sparisjóðssljóri, Hermann Pálsson, skrifstofumaður, Kristján Friðriksson, forstjóri, Már Péturs- son, formaður frjálslyndra stú- denta, Páll Hannesson, verkfræð- ingur og Björn Sigfússon, háskóla- bókavörður. Að lokum talaði Helgi Bergs aftur. Fundurinn stóð fram yfir miðnætti. /A múr" Berlín, 15. febrúar. Sovézkar flugvélar gerast nú æ athafnameiri á flug- leiðunum frá Vestur-Berlín og yfir borginni sjálfri. Gerðu flugmennirnir í dag sér leik að því að fljúga gegnum hljóð'múrinn í lítilli hæð yfir borginni. Hvað eftir annað flugu sovézkar MIG-orrustuþotur í dag með ferlegum drun- um gcgnum hljóðmúrinn í minna en 2000 metra hæð yfir Vestur-Berlín. Skókust gluggarnir um alla borgina frá morgni til kvölds, þegar flugmennirnir voru að þess- um leik sínum. Flugvélar hafa oft rofið hljóðmúrinn yfir Berlín, en aldrci áðúr hefur það verið gert jafn oft á einum og sama deginum. / SAMÞYKKIH FREST- MED SKILYRDI ? Nikita Krústioff NTB—Moskva, 15. febrúar. Vestrænir stjórnmálamenn í Moskvu telja ekki ósennilegt, að Krústjoff muni samþykkja tillögu Macmillan og Kennedy um að fresta toppfundinum, sem forsætisráðherra Sovét- ríkjanna stakk upp á að yrði haldinn i sambandi við 18- ríkja afvopnunarráðstefnu í Genévé. Muni hann í staðinn gera það að skilyrði, að Banda- ríkin hætti við kjarnorku- | vopnatilraunir þær í andrúms- loftinu yfir Jólaeyju í Kyrra- hafi, sem eru í undirbúningi. , Þeir telja alla vega ósennilegt, að Krústjoff muni segja blátt nei við miðlunartillögu Kennedy og Macmillan, sem þeir sendu hon- um í gær sem svar við toppfundar- Þllögu hans frá mánudeginum Vesturveídaleiðtogarnir töldu í tillögu sinni ekki útilokað, að þeir kynnu að mæta á afvopnunarráð- stefnunni sjálfir, ef greinilegt væri, að það hefði jákvæð áhrif á gang málanna, en þeir telja ekki tímabært að gera afvopnunarráð- stefnuna að hreinum toppfundi. Betra sé að hafa fundi með Krús- joff síðar. en fyrir 1. júlí, þegar skýrsla afvopnunarráðstefnunnar \rerður lögf fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Flestir stjórnmálafræðingar telja, að Kiústjoff sé nú annt um að ná raunvemlegum árangri í af- vopnunarmálunum, og að- hann muni reyna að forðast ófrjóa áróð- ursherférð gegn Vesturveldunum. Þess vegna komi vel til mála, að hann fallist á að fresta toppfundin- Framhald a ií>. siðu. Tveir skuggar í bænum SJA 4. SIÐU

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.