Tíminn - 16.02.1962, Page 7

Tíminn - 16.02.1962, Page 7
imt Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: rómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Frétta ritstjóri indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Egill Bjarnason Ritstjórnarskrifstof ur i Edduhúsinu: afgreiðsla auglýsingar og aðrar skrifstofur Bankastræti 7 Símar: 18300 - 18305 Auglýsingasimi 19523 - Afgreiðslusimi 12323 - Prentsmiðjan Edda h.f - Askriftargjald kr 55 á mán innan lands f lausasölu kr 3 eint Aukaaðild Alþýðublaðið hefur skýrt frá því, að á nýloknum flokksstjórnarfundi Alþýðuflokksins hafi verið samþykkt, að íslendingar ættu að sækja um aukaaðild að Efnahags- bandalagi Evrópu. Samkvæmt Rómarsamningnum, sem Efnahagsbanda- lagið byggist á, er hægt að tengjast Efnahagsbandalagi Evrópu, með fullri aðild og aukaaðild. Full aðild þýðir, að viðkomandi ríki gengst undir öll meginatriði Rómar- samningsins, og gerist þátttakandi í öllum stofnunum bandalagsins. Aukaaðild þýðir, að viðkomandi ríki gengst ekki undir önnur ákvæði Rómarsamningsins en þau, sem sérstaklega er samið um, og að það verður ekki þátttak- andi í stofnunum bandalagsins. Það hefur annars ekki verið neitt skilgreint til hlítar, hvað í aukaaðild getur falizt. Helzt virðist ætlazt til, að það verði mismunandi í hverju einstöku tilfelli. Forráða- menn bandalagsins hafa sagt, að í aukaaðild geti falizt allt frá 0.1—99.9% af skuldbindingum Rómarsamnings- ins. í raun og veru segir það því ákaflega lítið, þegar talað er óákveðið um það, að menn vilji heldur aukaaðild en fulla aðild. í aukaaðild getur falizt næstum hið sama og fullri aðild og líka miklu minna. Af þessu leiðir t. d. það, að menn eru litlu nær um afstöðu Alþýðuflokksins, þótt hann segist vilja samninga um aukaaðild. Það kemur ekki í ljós fyrr en flokkurinn segir þaá skýrt og skorinort, hvað hann meinar með þessu orðalagi, þ. e. hvað víðtæka hann vill hafa aukaaðildina, hvað íslendingar eigi að fara fram á, hvað íslendingar telji sig geta látið á móti og hvað þeir vilji ekki með neinu móti semja um. Um þessi atriði verða menn að fá að vita skýrt og skorinort, áður en tekin er afstaða til þess, að óskað sé eftir aukaaðild. Því miður hefur verið ákaflega lítið gert að því af hálfu stjórnarvaldanna að fræða menn um þessi atriði. Rómarsamningurinn hefur t. d. enn ekki verið þýddur á íslenzku. Engir útreikningar hafa verið gerðir um það, hvaða áhrif tolla- og viðskiptasamningur við Efnahags- bandalagið geti haft fyrir íslenzkt efnahagslif. Þetta var þrautreiknað í Danmörku áður en ákvörðun var tekin þar. Meðan þetta er ógert, er vitanlega ógerningur að taka nokkra endanlega afstöðu til þessara mála. Bíðum átekta Eins og rakið er hér á undan, skortir enn flestar upp- lýsingar og athuganir af hálfu stjórnarvaldanna um af- stöðu íslands til Efnahagsbandalagsins. Þetta er óheppi- legt, en mun þó sennilega ekki koma að sök, því að fram- vindan virðist ætla að verða sú, að íslendingar fái nægi- legt ráðrúm til að íhuga þessi mál. Samningar Efnahags- bandalagsins og Bretlands munu dragast á langinn og jafnvel ekki búizt við fullri niðurstöðu fyrr en á miðju næsta ári. Meðan þessir samningar eru ógerðir, mun lítið unnið að samningum við önnur ríki, enda fer afstaða þeirra mjög eftir þeim málalokum sem verða hjá Bretum og bandalaginu. Þá kemur sennilega til víðtækra samn- inga milli Efnahagsbandalagsins og Bandaríkjanna seint á þessu ári eða á næsta ári og þeir samningar geta skipt höfuðmáli. Fyrir íslendinga er tvímælalaust réttast að bíða átekta, unz miklu betur er séð hvernig ræðst fram úr öllum þessum samningum. Hvað langt kemst Fischer? SÁ ATBURÐUR gerðist á seinasta ári, að nokkrar einbeitt- ar amerískar konur lögðu upp í lengstu „friðargöngu11, sem enn hefur verið farin. Þær hófu göngu sína frá San Fiancisco og var förinni heitið alla leið til Moskvu. Þær fóru fótgangandi yfir þver Bandaríkin, en þaðan með skipi til Frakklands. Þar lentu þær í talsverðu stímabraki við yfirvöldin, því að vegabréf þeirra voru í einhverju ólagi. Ein af konunum lét sér ekki lynda þetta þóf, heldur fleygði sér í sjóinn og synti til lands. Eftir heilmikið þref og þras, gátu konurnar haldið för sinni áfram fótgangandi til Moskvu og .komu þangað um það leyti, sem Rússar voru að byrja á kjarn- orkusprengingum sínum. Rússar reyndu þó að taka vel á móti ' „friðarfulltrúum“ og fengu þeir að standa í klukkutíma á Rauða torginu með spjöld sín og fána, en engar ræður voru leyfðar þar. Síðar sátu konumar boð hjá frú Krustjoff. Sú konan í þessum hóp, sem vann sér það til frægðar að synda í land i Frakklandi, var Regina Fischer, 48 ára gömul hjúkrunarkona. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hún sýndi vilja- þrek og einbeitni. Þá eiginleika virðist sonur hennar, Róbert Fischer, sem nú er ein helzta sögupersóna á sviði skákíþróttar innar, hafa erft í ríkum mæli. Þau mæðgin hafa ekki heldur að öllu leyti fellt skap sainan. Fischer ólst upp hjá móður sinni, sem var fráskilin. Hún var að vísu stolt af skákfrægð sonar ins, en vildi þó að hann legði stund á skólanám jafnhliða. Fisc- her vildi hins vegar engu sinna nema skákinni. Endalokin urðu þau, að hann flutti frá móður sinni og býr nú einn eins og piparsveinn í Brooklyn. SEINUSTU misserin hefur ekki verið skrifað um annan skákkappa meira en Fischer. Aldur hans veldur þar vafalaust miklu. Hann verður skákmeist- ari Bandaríkjanna 14 ára gamall og hefur haldið þeim titli jafn- an síðan, en hann verður 19 ára í næsta mánuði. Hann varð yngri stórmeistari en nokkur annar maður fyrr eða síðar. Skák sigrar hans og æska hafa geit hann að eftirlæti blaðamanna. Þeir leitast eftir viðtölum við hann og hann leysir hiklaust frá skjóðunni og lætur óspart í ljós, að sjálfstraust bregst honum ekki. Blaðamennirnir færa þetta heldur í stílinn, eins og er vandi margra þeirra, og þess vegna veita þessi viðtöl stundum skrítna hugmynd um Fischer. Á móti því, sem nú stendur yfir í Stokkhólmi, fer Fischer ekki dult með það, að hann muni verða einn hinna sex útvöldu og síðan efstur á kandídatamótinu, þar sem keppt verður um réttinn til keppni um heimsmeistaratitil inn. Takmark mitt er ekkert ann að og minna, segir Fischer, en að verða orðinn heimsmeistari áður, en tvítugsaldrinum er náð, og setja með því met, sem seint mun verða leikið eftir. Margir brosa að því sjálfstrausti Fisc- hers, sem hér birtist, en jafn- vel mestu gagnrýnendur hans neita því ekki, að hann hefur meira til að bera en sjálfstraust ið, sem er líka nauðsynlegt þeim. er langt vilja komast. VAFALÍTIÐ er það, að áhugi Fischers fyrir skákíþróttinni er BOBBY FISCHER svo mikill, að hann vanrækir flest annað. Þrátt fyrir ungan aldur hans, eru fáir taldir víð- lesnari um skák en liann. Hann hefur lært að lesa rússnesku til þess að geta af eigin ramjeik fylgst með skákritum Rússa. Rússar telja, að Fischer viti orð- ið um flest eða allt, sem hefúr verið skrifað um skák á rússn- esku, og hefur stundum komið skemmtilega á óvart í því sam- bandi. T.d. álíta Rússar, að Fischer liafi sigrað Tal vegna þess, að hann hafi Verið búinn að kynna sér vissa vörn, sem hafi verið rætt um í lítið þekktu rússnesku blaði, en jafnframt fullkomnað hana nokkuð og þann ig tryggt sér sigurinn. Fischer ber sjálfur á móti því, að hann sé gæddur sérstakri skákgáfu, enda sé það meira og minna hugarburður, að einhver slík gáfa sé til. Góður skákmað- ur þurfi að vera í senn gæddur mörgum eiginleikum, eins og góðu minni, frjóu ímyndunarafli, viljastyrk og einbeitingu hugsun arinnar. Þá þurfi hann að vera vel hraustur og líkamlega heil- brigður ekki síður en andlega. Því til áréttingar leggur Fischer mikla stund á íþróttaæfingar. Mynd þessi gæti bent tll, að Fischer teldi sig þurfa góSa umhugsun. Þrátt fyrir mikið grúsk sitt, hef ur hann líka þroskazt vel líkam- lega. Hann er fremur hár vexti, herðabreiður en holdskarpur. Andlitið er fremur lítið og and- litssvipurinn oftast alvarlegur. Þegar hann situr við skákborðið eða grúfir sig yfir það, er hann oftast á einhverri hreyfingu, en fljótt verður þó Ijóst, að það staf ar ekki af óstyrkum taugum. Allt bendir til að honum sé gefið ó- venjulegt öryggi. ÞAÐ SÉST orðið á mörgu, að Rússar, sem eiga fremstu skákmenn veraldar, líta á Fisc- her sem slcæðasta keppinaut sinn. Þeir fylgjast því ekki síður með honum en hann með þeim. Ég las nýlega í sænsku blaði grein eftir einn af skákmeistur- um Rússa, Alexander Kotoff, er hann hafði skrifað fyrir blaðið um Fischer. Greinin var yfirleitt sanngjörn og vinsamleg. Þó var aði hann Fischer við of miklu sjálfstrausti. Það væri þó efa- laust að hann væri yfirburðar- maður sem skákmaður og það ætti að vera áhugamál skákunn- enda að hjálpa honum til þess að njóla sín þar sem bezt. Fyrir Fischer sjálfan væri þar mest að varast, að hann helgaði sig ekki svo skákinni, að liann sinnti ekki annarri menntun nægilega. Hann mætti ekki í þeim efnum taka sér til fyrirmyndar skákmann- inn Centovic í sögu Zweigs, sem ekki gat neitt annað en teflt. Mennirnir, sem hann ætti að taka sér til fyrirmyndar, væru menn eins og Capablanca, Aljechin og Botvinnik og aðrir slíkir, sem hefðu verið og væru ekki að- eins snjallir skákmeistarar, held ur f jölfróðir og hámenntaðir. Takist Fischer að fylgja þessu heilræði, en til þess skortir hann áreiðanlega ekki hæfileika, get- ur hann átt eftir að verða eitt sögufrægasta nafn skáklistarinn- ar. Þ. Þ. T f MIN N, föstudagur 16. febrúar 1962. I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.