Tíminn - 07.03.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.03.1962, Blaðsíða 5
Skíðalandsgangan 1962 hófst á laugardaginn var við mikla þátttöku eins og þeg- ar hefur verið skýrt frá hér í blaðinu. Þetta er í annað skipti, sem efnt er til slíkr- ar göngu, en gengnir eru fjórir kílómetrar, og skipt- ir tími ekki máli. Fyrir fimm árum tóku það marg- ir íslendingar þátt í skíða- landsgöngunni, að vega- lengdin, sem þeir gengu samsvaraði því, að þeir hefðu gengið tvívegis um- hverfis jörðina um mið- Tölurnar streyma inn. Eitt hundrað og níu þátttakendur voru í göngunni við Skíðaskál- ann í Hveradölum á laugardag með borgarstjéiann og for- mann skíðasambandsins í broddi fylkingar. Daginn eftir, sunnudag, voru þátttakendur þar 170. Sá yngsti þeirra var fimm ára. Ármenningarnir komu saman í Jósepsdal á sunnudag, og þar lagði formaðurinn, Jens Guð- björnsson, fyrstur af stað. Áð- ur en sól rann til viðar, voru þátttakendur orðnir 107 og með al þeirra var formaður fulltrúa- ráðs félagsins, Ólafur Þorsteins son. Hvasst var í Skálafelli, en það aftraði ekki konum að taka þátt í göngunni. Tuttugu og fimm úr Skíðafélagi kvenna þreyttu gönguna á laugardag. Víkinga, Valsmenn og ÍR- inga vantaði snjó í Sleggju- beinsskarð, svo að ekki varð af göngu þar á laugardaginn, en braut verður lögð þar næstu daga. Og þannig gengur gangan fyrir sig um allt land. Myndirnar hér á síðunni eru frá opnun göngunnar hér sunn anlands við Skíðaskálann í Hveradölum. Á fjórdálka mynd- inni efst eru nokkrir úr stjórn skíðasambandsins, skíðaráðs Reykjavíkur ásamt borgarstjóra og á tvidálka myndinni til vinstri er formaður fram- kvæmdanefndar göngunnar, Stefán Kristjánsson ásamt fjöl- skyldu sinni, sem gekk fyrsta daginn. Til hægri er Áslaug Sig fúsdóttir, sem lagði blómsveigi baug. Og nú þegar við leggjum öðru sinni í skíða- landsgöngu eru horfur á því, eftir þátttöku um fyrstu helgina að dæma, að vegalengdin, sem nú verði gengin samsvari fjórum ferðum umhverfis jörðina. , , í; við bautasteina L. H. Miillers og Kristjáns Skagfjörð, og á neðstu myndinni eru þátttak- endur á leið til rásmarksins. — Einar B. Pálsson er til vinstri en borgarstjórinn og Gísli Krist jánsson, í stjórn skíðasambands ins, á miðri myndinni. ; ;; U ' g r : . : ': . , •ÍÍSÍHSi-ÍSH" L A ... H TÍMINN, miftVikudagnin 7. marz 1962 / 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.