Tíminn - 07.03.1962, Page 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkværadastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs
ingastjóri: Egill Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu:
afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Bankastræti 7
Símar: 18300—18305 Auglýsingasími 19523 Afgreiðslusími
12323. Áskrifta>rgj kr 55 á mán. innani í lausasölu kr. 3 eint
— Prentsmiðjan Edda h.f. —
Stjórnin á Reykjavík
í forustugrein Tímans s.l. sunnudag. var bent á þá
staðreynd, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fullkomlega
brugðizt í stjórn sinni á Reykjavíkurbæ. Eftir 4—5 ára-
tuga langa stjórn hans á höfuðborginni blasa hvarvetna
við sleifarlag og óleyst verkefni. í umræddri grein Tím-
ans var m. a. bent á eftirtaldar staðreyndir:
„Sæmileg gatnagerð er grundvallarframkvæmd
borgar — ekki sízt höfuðborgar. Hvað blasir við í þeim
efnum? Algert öngþveiti, og alveg einstakt ófremdar-
ástand, sem gerir borgina eins og mann flakandi í sár-
um.
Engin höfuðborg mun til í sæmilegu menningar-
landi án þess að eiga ráðhús — víðast hvar öndvegis-
byggingu — og flestar aðrar borgir og bæir í nágranna-
löndum eiga sér ráðhús. Úrræðaleysi alveldismannanna
í Reykjavik í þessu máli er táknrænt um alla yfirstjórn
borgarinnar og löngu orðið sögulegt dómsorð um óhæ*t
forystulið.
Hvað er borg án framtíðarskipulags? Engir forsjár
menn borgar í menningarlandi hafa dirfzt að byggja
borg án ýtarlegs framtíðarskipulags. En Reykjavík hef-
ur verið látin byggjast í áratugi án þess að miðbærinn
hvað þá annað, lyti framtíðarskipulagi, en skipulags-
málin hins vegar höfð sem leikknöttur stórbraskar-
anna, sem hin einlita stjórn borgarinnar hefur alið
undir væng, og beinlínis notuð tii valdtryggingar.
Hvað er höfuðborg og megininnflutningsborg í af-
skekktu eyríki án mikillar og góðrar hafnar? í áratugi
hefur forsjáin í þessum efnum brugðizt, og úrræða
leysið eitt blasir við, eins og hver einasti borgari í bær.
um veit".
Þessa upptalningu hefði að sjálfsögðu mátt hafa miklu
lengri. T. d. hefði vel mátt bæta við löngum lista um það
sem vangert er á sviði uppeldismálanna.
Svo hefur farið, að höfuðmálgagn bæjarstjórnarmeiri-
hluta, Morgunblaðið, hefur ekki trevst sér til að mótmæla
þessari lýsingu Tímans. í stað þess hefur blaðið upp þann
söng í aðalforustugrein sinni í gær, að Tíminn sé að níða
Reykjavík. Þannig telur blaðið bersýnilega að Reykjavík
og Sjálfstæðisflokkurinn séu eitt. Þegar deilt sé á Sjálf-
stæðisflokkinn, þá sé líka verið að deila á Reykjavík. Þjóð-
in það er ég, sagði einvaldsherrann forðum daga.
Hér er að finna skýringuna á vanstjórn Sjálfstæðis
flokksins á Reykjavík. Hann er búinn að stjórna Reykja-
vík svo lengi og hefur mætt svo litlu andófi í þeirri stjórn
sinni, að hann er farinn að líta á Reykjavík eins og eigp
sína, sem hann megi fara með að vild sinni. Reykjavík á
að þjóna Sjálfstæðisflokknum, en Sjálfstæðisflokkurinn
ekki Reykjavík. Óhæfar götur. löngu úrelt og ónóg höfn
skortur á heildarskipulagi og ráðhúsleysið eru nokkui
dæmi þess, hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur m'eð
höndlað Reykjavík meðan hann hefur hagnazt sjálfur.
Og svo heldur hann sig geta sloppið undan allri gagn
rýni með því að láta blöð sín æpa: Það er verið að níð?
Reykjavik.
Það er vissulega ekki verið að niða Reykjavík, þegai
sagt er frá því, sem miður fer í Revkjavík Þvert á móti
er verið að knýja forráðamenn bæjarins til að hætta að
líta á Reykjavík sem einkafyrirtæki. sem reynt sé að hafa
sem mest upp úr. án þess að hugsa um hag og viðganp
borgarinnar að öðru'levti. Þeim Revkvíkingum mun vissu
lega fara fjölgandi, er skilja og viðurkenna þetta sjónar
mið.
dhæfa má aldrei ske
Ræða Karls Kristjánssonar í útvarps
omræðunum urn sjónvarpsmálið
Tillaga sú frá Alþýðubanda-
lagsmönnum, sem hér liggur fyr-
ir, er krafa um að hæstvirt ríkis-
stjórn afturkalli að fullu og öllu
leyfi varnarliðsins til sjónvarps-
starfsemi.
Eg tel óþarflega langt gengið
með þeirri kröfu.
Eg tel heldur ekki sanngjarnt
að banna, að þeir vesalings
menn, sem settir eru — vafalaust
gegn vilja sínum — í dvöl á
Reykjanesgrjótum, fái ekki að
stytta sér stundir þar við innilok-
að sjónvarp, — okkur að meina-
lausu — meðan þeir á annað
borð hafa leyfi íslendinga til að
dveljast þarna.
í nóvember í vetur lögðum við
fimm Framsóknarmenn fram á
þskj. 161 tillögu um sjónvarps-
mál. Sú tillaga hefur enn ekki
verið tekin til umræðu, en hún
sýnir afstöðu okkar til sjónvarps-
málsins á breiðara sviði, og mun
ég því áður en ég lýk ræðu minni
kynna þá tillögu
Fimmföld stækkun
En fyrst er að athuga þá furðu
legu staðreynd, að ríkisstjórn ís-
lands hefur veitt skilmálalaust
samþykki sitt til að varnarliðið
megi fimmfalda kraft sjónvarps-
stöðvar sinnar og hafa útsending
una lausbeizlaða.
Þegar stöðin væri orðin svo
■sterk er fullyrt af kunnáttumönn
um, að nothæft sjónvarp frá
henni eigi að geta náð til byggð
anna við Faxaflóa og um Suður-
land svp vítt og breitt, að á að
gizka 6 af hverjum 10 íbúum
ísiands, geti þar með fengið að-
stöðu til þess að njóta þessarar
áhrifaríku erlendu starfsemi
Þetta er, fyrir íslenzku þjóð-
ma, stórmál, sem Alþingi er sann
arlega skylt að láta til sín taka.
Hér er ekki um það eitt að
ræða, að leyfa varnarliðinu að
hafa sjónvarp fyrir sig — eins
og 1954, þegar þáverandi ríkis-
stjórn veitti samþykki sitt til
sjónvarpsstöðvarinnar. sem varn
arliðið hefur nú. Þá voru skil-
yrði sett, sem áttu að geta tryggt
að nothæft sjónvarp frá stöðinni
næði aðeins til dvalarsvæðis varn
aa'liðsins. Frá þeim skilyrðum
mun ég nánar greina síðar.
Hið nýja leyfi er aftur á móti
um hömlulaust sjónvarp, sem get
ur náð til meira en helmings
þjóðarinnar.
Menn kenna hæstv. utanríkis-
ráðherra um þessa miklu yfir
sjón. En ég tel ótrúlegt, að ríkis-
stjórnin öll eigi ekki um þetta
sameiginlega sök. Því verður
naumast trúað, að mál sem þetta
hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn
inni.
Auðvitað hefði málið líka átt
að leggjast fyrir Alþingi, úr þvi
að ríkisstjórnin fann sig of í
stöðulitla gagnvart hinu erlenda
valdi til þess á eigin spýtur að
synja um sjónvarpsleyfið. eða
setja fullnægjandi skilmála um
takmörkun sjónsviðsins. svo það
yrði aðeins varnarliðssvæðið. er
sjónvarpið næði til.
Þingbundin stjórn tekur séi
alltof mikið vald með því að gefa
leyfi sem þetta
Óveíífulega skjót
afgreiðsla
ÍA Einhver kann að spyrja: Áttt
þá ríkisstjórnin s.l. vor að kalla
aukaþing saman til að fjalla um
þetta mál?
Svarið liggur í augum uppi.
Málinu lá alls ekki svq á, að það
gæti ekki beðið reglulegs Alþing-
is.
Þetta er ómótmælanlegt, enda
upplýsti yfirmaður varnarliðsins
núna fyrir áramótin, eftir því,
sem íslenzka útvarpið hermdi, að
ekki væri þá farið að vinna að
uppsetningu hinnar nýju sjón
varpsstöðvar, og ekkert efm
til hennar komið til landsins
Menn, sem kunnugir þykjast
vera þessum málum, segja jafn
vel, að varnarliðið hafi enn enga
fjárveitingu fengið til þess að
setja stöðina upp
Ríkisstjórnin virðist hafa at-
greitt þetta mál með óvenjulega
miklum hraða miðað við það,
sem íslenzkir þegnar eiga að
venjast.
Saga hraðans er á þessa leið:
Þriðjudaginn 11. apríl fyrra ár,
ritar póst- og símamálastjóri ut-
anríkisráðuneytinu bréf og segir,
að yfirmaður varnarliðsins hafi
„nýlega“ snúið sér til póst- og
símamálastjórnarinnar varðandi
sjónvarpsstöðina á Keflavíkur-
flugvelli, og farið þess á leit, að
auka megi útgeislað afl úr 50 W
upp í 250 W. Segist póst- og síma
málastjóri hafa rætt þetta munn-
lega við útvarpsstjóra, sem ekk
ert hafi haft við orkubreytinguna
að athuga.
Spyr póst- og símamálastjóri i
bréfinu, hvort ráðherrann telji
nokkra annmarka á því, að póst-
og símamálastjórnin samiþykki
breytinguna.
Svo líður bara einn dagur, mið
vikudagurinn 12. apríl Hefur
sennilega farið í póstferðina með
bréfið.
En strax fimmtudaginn 13. apr-
íl, ritar ráðherrann bréf til póst-
og símamálastjóra og segir
hikstalaust, að utanríkisráðuneyt
ið geti fallizt á breytinguna á
sjónvarpsstöðinni.
Síðan líður föstudagur, svo og
laugardagur, enda skammvinnur
skrifstofudagur. Ennv fremur
sunnudagur, eins og sjálfsagt er
En strax á mánudag 17. apríl rit
ar póst- og símamálastjóri yfir-
manni varnarliðsins og tilkynnir
honum samþykkið, skilmálalaust.
eins og sjálfsagðan hlut.
Segi menn svo að íslenzka skrif
finnskan sé alltaf seinfær og sila
leg!
Eða að milliríkjamál taki ætíð
langan tíma!
Þessi gangur málsins sýnir at-
hyglisverða mynd af núverandi
stjórnarfari gagnvart erlendum
aðilum Sú mynd vekur ekki
traust
Nú verður hins vegar að gera
það, sem unnt er, til þess að
Bandaríkjamenn noti ekki óða-
gots-leyfið á þann hátt, sem skað
ar íslenzku þjóðina.
KJarni málsins
Óþarft er í þessu sambandi að
deila um það, hvort sjónvarp sé
æskilegt eða ekki
Kjarni málsins er, að eriend
þjóð hefur fengið leyfi hjá ís-
lenzku ríkisstjórninni til að reka
sjónvarp fyrir hermenn sína, er
dveljast á íslandi, og meirihluti
íslendinga a að njóta þess sjón
varps með hermönnunum.
Sjónvarp er með kostum sínum
og gölluih eitt allra áhrifaríkasta
uppeldis- og áróðurstæki, sem til
er.
Háttv 4 þingmaður Vestur-
KARL KRISTJÁNSSON
iands, Benedikt Gröndal, sagði í
vetur í Alþýðublaðinu:
„Sjónvarpið er einn bezti pré-
dikunarstóll nútimans".
Þetta er rétt hjá Benedikt,
svona tæki er sjónvarpið.
Hins vegar virtist hann vilja í
sömu andrá — og vill sennilega
enn — réttlæta það, að er'lend
þjóð fái að reisa sinn prédikunar
stól á íslandi — og prédika yfir
íslendingum sem sinnar eigin
þjóðar mönnum.
Það sannast hér á þessum
þingmanni, að ekki er nóg að
setja dæmi rétt upp. ef reiknað
er skakkt út úr því.
Mjög er það eðlilegt, að varn-
arliðsmenn vilji fá að hafa sjón-
varp meðan þeir dveljast hér,
eins og þeir njóta i heimalandi
sínu.
Þeim þykir daufleg og dægra-
löng vistin á Reykjanesskaga.
Skiljanlegt er, að Bandaríkja-
stjórn vilji láta þá hafa sjónvarp
til að stytta þeim stundir — og
ekki er ótrúlegt að skemmti- og
óramyndir séu þeim valdar meira
en í meðallagi til að drepa þeim
leiða úr geði
En jafn eðlilegt 'og þetta, er
éinnig hitt, að Alþingi vilji ekki
láta mata íslendinga á slíku
sjónvarpi. Kemur þar til metnaö
ur fyrir hönd þjóðarinnar, sjálf-
stæðisvil.ii og skyldug menning-
arvarzla.
Blöðin íslenzku hafa i vetur
flutt frásagnir manna, sem
reynslu hafa af sjónvarpi og
segja frá því, hvernig börn og
unglingar erlendis hópast að
sjónvarpi og sitji þar öllunr
stundum.
Geta mál nærri, að íslenzk
æska mundj iðka þær setur, —
hlusta sig, horfa sig og lifa sig
út úr þjóðfélagi sínu inn i þjóð-
félag prédikunarstólsins, — og
bíða tjón á máli sínu og menning
arerfðum
Hættait af einráðu, er-
lendii sfónvarpi
Enginn skilji orð mín svo, að
ég vilji innilokun íslendinga, svo
að þeir verði fyrir sem minnstum
áhrifum utan frá Nei. því fer
fjarri! Eg vil að þeir viðri sig i
vindum allra höfuðátta. en gæti
sín fyrir því að fjúka. Eg vil að
þeir laugi sig i straumum heims-
menningar. en drekki sér þó ekki
i þeim, — haldi áfram að vernda
tungu sína og sérþjóðlega menn-
ingu sina haldi áfram að vera
Jslendingar.
Þetta gera þeir ekki, ef þeir
láta eina erlenda þjóð yfir
skyggja sig með sjónvarpi og tal
varpi. sem auðvitað fylgir. og
■ h ■of'u
TÍMINN, miðVikudaginn 7. marz 1962
7