Tíminn - 14.03.1962, Side 2
Tveir sniilingar
Helena Rubinstein, hin
sjötuga ókrýnda drottning í
heimi fegurðarlyfjanna,
minnist þess oft, þegar hinn
frægi málari, Pablo Picasso,
ÚR ÖÐRUM LÖNDUM
málaði andlitsmynd af henni.
Eitt sinn lagði Picasso
skyndilega frá sér pensilinn
og sagði:
— Madame, ég get gíatt
yður með því, að það er jafn
langt á milli eyrna og augna
á okkur báðurn.
— Jæja, og hvað gefur
það svo til kynna? spurði
frúin.
Picasso ljómaði:
— Madame — að þér eruð
snillingur, eins og ég!
M.M. svarar
Marilyn Monroe barst ný-
lega sú fregn, að fyrrverandi
eiginmaður hennar, rithöf-
undurinn Arthur Miller,
hygði nú á nýtt hjónaband
með Ingeborg Morath, sem
er austurrísk að þjóðerni og
ljósmyndari að atvinnu.
Marilyn Monroe varð s-tór-
hrifin og óskaði þeim allra
heilla í samlífinu.
— Eg lærði mikið af Art-
hur og er þakklát fyrir árin,
sem ég átti með honum, seg-
ir Marilyn, sem um þessar
mundir nýtur lífsins í
Mexico City, þar sem hún
kynnir sér þjóðlega listsköp-
un Mexico-búa af miklum
áhuga og kaupir listaverk
til heimilis síns.
Lengi hafa gengið sögur
um það, að Marilyn sé að
hugsa um að giftast aftur
baseballhetjunni Joe Di-
maggio, en hún ber slíkt til
baka með einni athugasemd:
— Við erum búin að reyna
einu sinni ...
M.M. var nýlega spurð:
— Hvað metið þér mest í
fari karlmanns?
— Karlmennsku.
— Og hverju geðjast yður
alls ekki að í fari karl-
manns?
Þögn. Síðan hikandi: —
Ég get nú hreint ekki mun-
að eftir neinu í fljótu
bragði ...
— Hvert af hinum þrem
hjónaböndum yðar var ham-
ingjusamast?
— Tvö þau síðustu.
Hvílíkt yfirborS
Kvikmyndagagnrýnandi
einn sló því föstu nýlega, að
Anita Ekberg væri yfirborðs-
kennd. Ef til vill. En hví-
líkt yfirborð!
Ók beint é sjóinn
en vöknaði ekki
Tæplega sextug hreingern-
ingakona í Kaupmannahöfn
lenti í furðulegu slysi einn
daginn í síðustu viku. Hún ók
bifreið sonar síns beina leið
í sjóinn um hábjartan dag-
inn, sigldi um stund í honum
á sjónum og var síðan bjarg-
að í land, án þess að hún svo
mikið sem vöknaði!
Nánar tiltekið bar atvikið til á
þessa leið: Hreingerningakonan,
Paulina Nielsen að nafni, ætlaði
að leggja bílnum, sem hún hafði
'fengið að láni hjá syni sínum, í
Havnegade, meðan hún væri við
vinnu sína. Þegar hún ætlaði að
aka bílnum lítið eitt nær hafnar-
bakkanum, ránn fótur hennar af
hemlunum yfir á benzíngjöfina,
svo að bíllinn tók kipp, þaut af
stað og niður í höfnina.
Dregin út um gluggann
Bíllinn kom niður á þakið, en
snerist við og flaut á sjónum í
réttri stöðu. Konan, sem fékk
taugaáfall, sat hreyfingarlaus á
bak við stýrið. Mörg vitni voru
að slysinu, og meðal þeirra voru
tveir menn, sem voru nýkomnir á
bát inn í höfnina til þess að horfa
á kafara að störfum þar. Þegar
þeir heyrðu skvampið frá bílnum
og sáu, hvernig hann flaut á sjón-
um, brugðu þeir hart við og
sigldu upp að honum.
Önnur framrúðan var skrúfuð
niður, og annar mannanna æpti
til frú Nielsen: — Reynið að
koma yður út, kona góð!
Frúin svaraði engu og virtist
ekki einu sinni heyra orð manns-
ins. Hann hafði þá ekki frekari
umsvif, enda stór og kraftalegur
maður, heldur þreif til konunnar
og dró hana út um gluggann og
í bátinn. Meðan á þessu stóð fékk
hinn maðurinn tíma til þess að
koma kaðli utan um stuðarann á
bílnum, henda honum upp til á-
horfenda, sem safnazt höfðu sam-
an uppi á hafnarbakkanum og
þar með fcjarga bílnum frá því að
sökkva til þotns.
Handtaskan flaut líka
Einn viðbragðsfljótur áhorf-
andi hafði brugðið skjótt við og
gert lögreglunni aðvart, og þeg-
ar báturinn lagði að hafnarbakk-
anum, var sjúkrabíll mættur með
lækni og öll hugsanleg hjálpar-
tæki, sem til allrar hamingju
voru þarflaus í þessu tilfelli.
Einnig var mættur kranabíll og
kafarar.
Þegar mennirnir tveir höfðu
skilað konunni upp á hafnarbakk-
ann, sigldu þeir í skyndi aftur út
að bílnum og gátu bjargað kápu
konunnar, sem lá yfir bakið á
framsætinu, en náðu ekki að
grípa handtösku hennar, sem í
voru talsverðir peningar, áður en
vatnið byrjaði að þrengja sér inn
í bílinn. Kranabíllinn dró svo bíl-
inn upp á bakkann, áður en hann
hafði sokkið alveg. til botns.
Handtaskan fannst von bráðar
fljótandi á sjónum, og hafði ekk-
ert týnzt úr henni.
Konan var flutt á sjúkrahús, en
var útskrifuð þaðan eftir skamma
viðdvöl. Það getur hún þakkað
þessum viðbragðsfljótu og snar-
ráðu mönuurn, sem af íilviljun
voru staddir svo nálægt
Á þessari miklu „vindingsöid" er ekki erfitt aS geta sér til um, hva3
þau eru að aðhafast, skötuhjúin á myndinni þeirri arna, sem eru þau
Börge Ralow, fyrrverandi ballettmeistari og sænska söngkonan Lill Babs.
Þau eru aöeins að skemmta sér á miili þess sem þau koma fram í danska
sjónvarpinu. Og auðvitað eru þau að dansa twist.
Ofsatrúarflokkur
sprengir rafturn
Vancouver, Brezku Kólumbíu,
8. marz (UPI).
Fjallalögreglan kanadíska leit-
ar nú ákaft manna úr illræmdum
ofsatrúarílokki, en þeir eru sak-
aðir um að hafa staðið fyrir því
að sprengja í loft upp stóran raf-
tum.
Trúarflokkur sá, er hér um
ræðir, kallar sig Syni Doukho-
bors, og fluttust meðlimir hans
til Kanada um síðustu aldamót
frá Rússlandi. í Rússlandi hafði
flokkurinn verið mjög illa lið-
inn, m. a. vegna andstöðu sinn
ar við herþjónustu auk annars.
Eftir að fólkið flutti til Kanada
neitaði það að semja sig að
vestrænum lifnaðarháttum, og
varð það orsök margra og mik-
illa árekstra. T.d. hafa Synir
Doukhobors sprengt upp járn-
brautarteio.a, kveikt í húsum og
margt fleira.
Sprengingarnar um daginn
urðu þess valdandi, að raflínur,
sem vega 51 smálest, slitnuðu
niður og féllu í Kootenay vatn p
ið, sem er um 30 km. austan
við Nelson, B.C.
Mikið lögreglulið dreif þegar
að og fundust þá 4 sprengjur,
aem ekki höfðu sprungið, en
alls er það tjón, sem varð, met-
ið á 500 þúsund dollara. Spreng
ingarnar urðu aðeins 4 klukku-
stundum eftir ag 6 meðlimir trú
arflokksins höfðu verið teknir
höndum fyrir lögbrot.
Yfirvöldin hafa nú heitið 10
þúsund dollara verðlaunum
hverjum þeim, sem getur gefið
upplýsingar, sem leitt gætu til
handtöku skennmdarverkamann-
anna. i
„Furðulegt fyrirbæri“
Magnús Z. Sigurðsson ritar
lan>ga grein í Morgunblaðið í
gær, þar sem aðallega er rætt
um sölu á íslenzkum fiski og
sölustjórastarf Jóns Gunnars-
sonar fyrir Sölumiðstöð hrað-
frystiliúsanna. Greininni lýkur
með eftirfarandi orðum:
„Það er næsta furðulegt fyr
irbæri, hversu lengi fram-
kvæmd J.G. í markaðsmálum
hefur liðizt. Undanfarin ár
virðist hann hafa verið svo til
einráður um sölu helztu út-
flutningsvöru íslenzku þjóðar-
innar (að sjálfsögðu að undan-
skildum útflutningi SÍS). Ár-
angurinn kemur nú berlega í
Ijós, þegar það er loks komið
í hámæli, að frystihúsin innan
SH verði að bíða 8—10 mánuði
eftir greiðslu fyrir framleiðslu
sína og þrátt fyrir það, að ár-
ið 1961 var hagstætt markaðs
ár fyrir frystan fisk, eins og
J.G. sjálfur viðurkennir, liggja
enn mikiar birgðir frá fyrra
ári óseldar í landinu.
Eftir þann árangur, sem sölu
starfsemi J.G. liefur borið und
anfarin ár, mætti telja eðli-
legra, að hann reyndi ekki að
kenna öðrum, hvernig á að
selja frystan fisk.“
Efnahagsmúr íhaldsins
í Degi á Akureyri, sem út
kom sl. laugardag er eftirfar-
andi smágrein um íhaldsmúr-
inn eða auðmúrinn, sem ríkis-
stjómin og stuðningsflokkar
hennar eru að reisa á fslandi.
Greinin hlióðar svo:
„Ríkisstjórnin er að reisa
mikinn og háan múrvegg, líkt
og kommúnistar gerðu í Ber-
lín.
Ilinn nýi múr á íslandi er
þó hvorki úr steini né gadda-
vír notaður, heldur er hann
byggður úr efnahagsaðgerðum
íhaldsins og á að skilja sundur
ríka menn og fátæka — vera
varnargarður og brjóstvöm
liinna ríku.
Einar (ríki) Sigurðsson,
sem er eignalaus maður í
Reykjavík og svo illa stadd-
ur. að ríkið h,efur þurft að
greiða með honum eins og
hverjum öðrum stórómaga, er
búinn að kaupa tvo nýlega
báta í Vestmannaeyjum og
hyggst kaupa þrjá til viðbót-
ar þar, af mönnum, sem við-
reisnin er að sliga.
Hinir ríku skulu verða enn
ríkari og hinir fátækari enn
fátækari. En þetta kallar íhald
ið að treysta efnahagsgrund-
völlinn og auka hið frjálsa
framtak borgaranna.
íhaldið breiðir skrautklæði
og auglýsingaskrum yfir múr
inn. En þegar vel er að gáð,
sést hann hvarvetna í gegn og
vekur ugg og ótta almenn-
ings.“
Hagsmunamál bænda-
sféffarinnar
Mbl. segir í gær, að Fram-
sóknarmenn séu skammsýnir í
bændavináttu sinni vegna þess
að Tíminn hefur lýst sig andvíg-
an þvi að lagðar verði álögur
á bændur til að jafna gengis-
töp þau, sem lánasjóðir land-
búnaðarins hafa orðið fyrir
vegna gengisfellinga núv. ríkis
stjórnar. Þar ciga bændur að
bera skarðari hlut frá borði en
aðrir þjóðfélagsborgarar, því að
gengistöp af lánum, 'sem tekin
hafa verið til almenningsþarfa,
tók ríkisstjórnin á sig, er geng-
ið var fellt. Hinn nýi skattur
á bændur nemur 1% á allar
Framhald á bls. 15