Tíminn - 14.03.1962, Síða 16

Tíminn - 14.03.1962, Síða 16
SpÉraMM ■ ■ i '> P N' Myndln sýnir er Bjarni K. Bjarnason, borgardómari, hafði tekið vlð greinargerð Páls S. Pálssonar, hrl., verjanda Hjálmtýs Péturssonar, í máli Rithöfundasambands íslands gegn honum. Við hlið borgardómara sést ritari bæjarþingsins, Bergljót Eiriksdóttir, skrá móttöku skjalsins í þingbókina. Eftir framlagningu skjalsins var tekinn frestur til gagnaöflunar, meðal annars til þess að veita stjórnarmönnum Rithöfunda- sambandsins kost á að gefa skýrslu fyrir réttinum vegna áskorana lögmanns Hjálmtýs Péturssonar að bryggju án leyfis Síðdegis á sunnudag sigldl þýzk- ur togari, Sonne frá Bremerhav en, upp að bryggju Ihér í Reykja- vík og batt, án þess að tala við nokkurn mann. Hafði togarinn fengið eitthvað í skrúfuna og kom inn til að láta ná því burt, en eftir það sigldi hann út aftur. Unnsteinn Beck. tollgæzlustjóri. sagði í gær, að hann hefði ekk- Iert samband haft við land ann að en binda, fyrr en tollverðir komu á vettvang, en þeir voru _ staddir suður á flugvelli, þegar i togarinn kom inn, og hafnsögu menn vissu ekkert, fyrr en hann var lagztur við hafnarbakkann. Ekkert hafði tollurinn að athuga við togarann, og fór hann út aft ur um hæl, þegar búið var að hreinsa úr skrúfunni. Mun það stafa af þekkingarleysi skipstjór ans, að hann sigldi hér rakleiðis inn, en það gera skip víða erlend is og bíða síðan, unz þau fá af- greiðslu. Annars hafði togarinn tilkynnt umboðsmanni sínum hér, að hann væri væntanlegur, þó ekki væri nákvæmlega vitað, hvenær. Á 6. síðu í blaðinu í dag er mynd af öðrum togara, sem ætl aði að sigla inn í leyfisleysi á sunnudag, en var rekinn út aft- ur. eins í gær var mál Rithöf- undasambands íslands gegn Hjálmtý Péturssyni, tekið fyrir í bæjarþingi, en þá lagði verjandi Hjálmtýs, Páll S. Pálsson, hrl., fram greinargerð sína í málinu. Eins og kunnugt er, þá reis mál þetta út af kröfu, sem Matthías Jóhannessen, skáld, gerði á hendur Hjálmtý og./eða Tímanum vegna tilvitnana í gagnrýni, sem stefndi skrifaði í Tím- ann seint í janúar í vetur. Þar sem mál þetta hefur vakið mikla athygli, og einnig þar sem Rithöfunda- samband íslands hefur vilj- að gera það að eins konar prófmáli, þykir Tímanum ástæða til að birta hér greinargerð Páls S. Páls- sonar, hrl. GREINARGERÐ stefnds I bæjarþingsmálinu Rithöfundasamband íslands f. h. Matthíasar Jóhannessen gegn Hjálmtý Péturssyni. Ég mæti í máli þessu fyrir Ihönd stefnda og geri þær réttar- ikröfur, að hann verði algjörlega sýknaður af öllum kröfum stefn anda og að honum verði til- dæmdur hæfilegur málskostnað Úr úr hendi stefnanda. Stefnukröfur málsins eru þær, láðiumbj. m. verði dæmdur til þess að greiða stefnanda kr. 2000.00, auk 8% ársvaxta frá 30. jan. 1962 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. í stefnu er þess getið, gð krafan sé vegna „birtingar á 4 ljóðum" í blaðagrein, sem birt var í dag- blaðinu Tíminn hinn 30. jan. s.l., undir heitinu „Skyldu bátar mínir róa í dag“ eftir umbj. m Hjálmtý Pétursson. Birting ljóð- anna hafi verið í algjöru heim- ildarleysi, og neitað hafi verið um greiðslu ritlauna fyrir þau til höfundarins. I greinargerð er vitnað til þess, að samkvæmt lögum eigi hver höfundur eignarrétt á því, er hann hefur samið, og að „ljóð“ Matthíasar Jóhannessen njóti slíkrar verndar. Telja verði tvímælalaust að ljóð Jóhannesar (mun eiga að vera Jóhannessen) njóti verud- ar laga um rithöfundarrétt og beri því umbj. m. að bæta hon- um tjón það sem hann hafi af hlotið, en það megi telja hæfi- íegt kr. 2000.— með tilliti til þess, að Ijóðin séu tekín upp í blaðagreinina og birt án heim- iidar skáldsins. Lögð er sérstök áherzla á að blaðagrein umbj. m. hafi ekki verið ritdómur, því að ekki sé venja að krefja um greiðslu fyrir tilvitnanir úr rit- verkum í ritdómum. Áður en lengra er farið vil ég leitast við að bregða upp svipmynd af blaðagreininni (dskj. 4), sem gaf stefnanda til- efni til fjárkröfunnar. Greinarhöfundur hefur mái sitt á því að rifja upp gamal- kunna þjóðsögu um gortarann Árna í Botni, og að líkt sé farið um „skáldin", em „yrki kvæði án þess að geta það“. Nú sé út- varpið farið að veita verðlaun afreksmönnum á andlega svið- inu og hafi á s.l. ári orðið fyrir valinu, sem tvö beztu ljóðskáld- in, Jón úr Vör og Matthías Jo- hannessen. Greinaihöfundur tekur sér síðan fyrir hendur að gefa nokkurn samanburð á ljóðum þessara höfunda og ljóðum skáldanna Hannesar Hafstein, Jóhannesar úr Kötlum, Stein- gríms Thorsteinsson, Davíðs Stefánssonar, Jónasar Hall- grímssonar, Gríms Thomsen, Guðmundar Inga, Steins Stein- arr, Arnar Arnarsonar, Einars Benediktssonar og Matthíasar Jochumssonar. Samanburðurinn hefst á nokkrum almennum inngangs- orðum, þar sem greinarhöfund- ur lætur þá skoðun í ljós, að telja hefði mátt sjálfsagða kurt- eisi af útvarpsins hálfu að kynna á öldum Ijósvakans verk nýju „ofurmennanna" með sam anburði við Ijóð gömlu þjóð- skáldanna, sem aldrei fengu verðlaun og áttu sum hver við skort að búa, en orktu þó „heil- aga glóð í freðnar þjóðir". Nú sé hins vegar öldin önnur, og greinarhöfundur spyr, hvort nokkur kvæði eða vísur nýlið- anna lifi á vörum fólksins. Kveðst greinarhöfundur síðan vilja gera samanburð á verð- launaskáldskapnum og þeim skáldskap, sem varð til af innri þörf. Hefst síðan samanburður (Framhald á 15 síðu > HJÁLMTÝR PÉTURSSON MATTHÍAS JÓHNNESSEN Kiljan vara- forseti Kaupmannahöfn, 13. marz. — Einkaskeyti: Samkvæmt frétt í Information voru þeir Halldór Kiljan Laxness, Jean Paul Sartre og sovézki rit- liöfundurinn Mikoian Bajan kjörn- ir varaforsetar evrópska rithof- undasambandsins. ítalska skáldið Guiseppe Ungaretti varð forseti sambandsins. — Aðiis. JAZZ Munið Jazzklúbbinn í kvöld kl. 8.30 að Tjarnargötu 26. Trío Kristjáns Magnússonar „Jamsession“. Allir jazzunnendur velkomnir. F.U.F. Fundi frestað i Fundinum um Efnahagsbanda- Iagið, sem lialda átti á Akureyri n.k. föstudag, er frestað vegna inflúenzufaraldurs í bæ og héraði. Skipulagsmái Framsóknarfélögin í Reykjavík lialda fund í félagsheimilinu að Tjarnargötu 26, fimmtudaginn 16. þ. m. kl. 8.30. Fundarefni: Skipulagsmál bæja. Framsögumaður Skúli Norðdahl, arkitekt. — Stjómin. a

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.