Tíminn - 05.04.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.04.1962, Blaðsíða 12
f Góður árangur keppni Rl f Á sundmóti Ármanns í fyrra- kvöld náð'ist allgóöur árangur í nokkrum greinum, enl yfirleitt var mótið heldur sviplaust og um litla keppni að ræða. Á þetta mót áttu að koma austur-þýzldr sund menn, en af einhverjum ástæðum var ekki hægt að koma því við. Eras og áður var Guðmundur Gíslason beztur og varð slgurveg ari í þremur greinum. 100 m. skrið sund synti hann á 57.8 sek., sem er afbragðstími keppnislaust. í 100 m. fjórsundi synti Guðmundur á 1:06.6 mín., og í 4x50 metra | bringusundi karla synti Guðmund ur lokasprettinn og tryggði sveit sinni sigur. Skemmtilegasta keppni kvölds- ins var í 100 m. skriðsundi kvenna Hin unga ísfirzka stúlka, Margrét Óskarsdóttir, veitti Hrafnhildi <Framh a 13 siðu Þorolfur Beck — annar fil vinstri — skorar þriSja mark St. Mirren í undanúrslitunum gegn Celtic á laugardag- inn. — Það er tíunda markiS, sem hann skorar fyrir St. Mirren, og er hann annar markhæsti leikmaður liðs- ins á þessu leiktímabili. Þórólfur hefur tekið þátt í öllum leikjum St. Mirren i bikarkeppninni nú — og vonandi fá hinir íslenzku áhorfendur að sjá hann skora í úrslitaleiknum 21. apríl. Meistaraflokksleikir í handbolta í kvöld Nokkuð hlé hefur að undan förnu verið í meistaraflokki karla á handknattleiksmeistaramótinu, en í kvöld fara fram tveir leikir ' í þeim flokki, sem ættu að geta orðið mjög skemmtilegir fyrir á- horfendur. Fyrst leika Fram og ÍR og ef að líkum lætur verður það senni lega baráttan um annað sætið á mótinu. Fram hefur aðeins tapað; einu stigi, gegn Víking, en ÍR i hefur tapaa einum leik, gegn FH. i Á eftir þessum leik keppa Víking ur og FH og verður gaman að fylgjast með hvemig hinni sterku vörn Víkings tekst upp gegn hin um harðskeyttu sóknarleikmönn um, FH. Og þarna gefst tækifæri til að sjá fimm þá leikmenn, sem kepptu á unglingameistaramóti Norðurlanda, Kristján Stefánsson FH, sem talinn var bezti leikmað urinn á mótinu, og Víkingana Rósmund Jónsson, Sigurð Hauks son og Steinar og Bjöm Bjarna- son. 35 lið frá 22 skólum i handknattleiksmótí Handknattleiksmót í. F. R. N. (skólanna) hefst föstudag- inn 6. apríl kl. 10.15 árdegis aS Það hefur vakið mikla ólgu í hnefaleikaheim'inum, að fyrir tveimur dögum lézt Benny Paret eftir leik sinn á laugardaginn við Emile Griffits um heimsmeistara- titil í millivigt í hnefaleik- um. Hlaut Paret mikla bar- smíð, þegar hann var nær meðvitundarlaus, og gat ekki borið hönd fyrir höf- uð sér. Myndimar hér fyrir neffian sýna atvikið og eru teknar af BBC — en hætt var við að sýna þær í sjón- varpinu, en hins vegar birt- ust þær í News of the World. Háværar raddir eru nú um það í Bandaríkjunum að banna hnefaleika hvað sem úr verður. Hálogalandi. Mótið hefur dreg izt mjög, vegna influenzufar- aldurs o. fl. A3 þessu sinni faka þátt í mótinu 35 lið frá 22 skólurn úr Reykjavík, Kópa- vogi, Hafnarfirði, Keflavík, Mosfellssveit og Akranesi. Þetta mun vera fjölmennasta mót, sem haldið hefur verið á veg um ÍFRN til þessa og sýnir það Ijóslega hvers,u vinsæll handknatt leikur er í skólum landsins. f þessu móti keppa margir beztu handknattleiksmenn landslns og má búast við mjög spennandi keppni í öllum flokkum. Stjórn íþróttafélags Menntaskól ans sér um mótið að þessu sinni, en haua skipa þessir menn: Einar G. Bollason; Hrannar G. Haraldsson; Kristján Stefánsson; Þórður Ásgeirsson og Guðjón Magnússon. r r ODYR PASKAFERD T1SKOT r r LANDS A URSLITALEIKINN Mikill áhugi hefur skapazt hér fyrir úrslitaleiknum í skozku bikarkeppninni, sem verður háður á Hampden Park í Glasgow hinn 21. þessa mán- aðar, en Hampden Park er stærsti leikvöllurinn í Evrópu — rúmar 150 þúsund áhorf- endur. Þórólfur Beck hefur átt mikinn þátt í velgengni félags síns, St. Mirren, sem leikur til úrslita við frægasta lið Skot- Norræn æskulýðsvika Norræna æskulýðsvikan, sem uugmennafélögin á Norðurlöndum hafa staðið að undanfarin ár, verður haldin í Valla í Svíþjóð dagana 12—18. júní_ 1962. Ungmennafélag íslands beitir sér fyrir hópferð á mótið. Þeir ungmennafélagar, sem vilja sækja þetta æskulýðsmót Norðurlanda, eru beðnir að tilkyuna skrifstofu Ungmennafélags íslands þátttöku fyrir 1. maí 1962. Skrifstofan veitir nánari upp- lýsingar um mótið, dagskrá þess og ferðakostnað. (Skrifstofa UMFÍ). lands, Glasgow Rangers, — en það er liðið, sem Albert Guð- mundsson hóf knattspyrnufer- il sinn erlendis með. Ferðaskrifstofan Sunna hefur á- kveðið að efna til hópferðar til Skotlands, þar sem úrslitaleikurinn yrði aðaltakmarkið. Farið verður héðan á skírdag með Viscountflug- vél Flugfélags íslands og komið heim aftur á 2. í páskum. Þó ferðin sé miðuð við úrslitaleikinn, er þó ýmislegt annað hægt að gera, t.d. tryggir ferðaskrifstofan aðgang að golfvöllum, og einnig verður hægt að verzla í förinni. Á páskadag verður farið í sameiginlega ferð um vatnahéruð Skotlands, og m.a. til Lock Lomond. í förinni verður íslenzkur fararstjóri. Kostnaður við förina er 4.800 kr. og er þá allt innifalið, ferða- kostnaður, hótelkostnaður og ferða lög um Skotland. Þá útvegar Sunna miða á úrslitaleikinn, en þeir eru mjög misdýrir, og þeir, sem vilja fá miða á beztu stöðum verða að taka þátt í kostnaði við þá. Framkvæmdastjóri Sunnu Guðni Þórðarson, skýrði blaðinu frá því í gær, að ferðin gæti orðið þetta ódýr, þar sem Sunna hefur tekið flugvél á leigu, sem bíður í Skot- landi meðan þátttakendur dveljast þar, og stafar það af því, að áætl-, unarferðir falla niður um páskana. Allar upplýsingar urtl förina veitir Sunna, Bankastræti 7. Norðurlandamút í starfsíþrdttum Starfsíþróttamót Norðurlanda er ákveðið dagana.21.—23. sept- ember 1962 á landbúnaðarskólan- um Hvam í Noregi. Þar verður keppt í þessum greinum: Plægingu með dráttarvél, drátt- arvélaakstri og vélþekkingu, vél- mjöltun, matreiðslu, saumaskap, blómauppsetningu og auk þess einni grein, sem viðkemur skóg- rækt og meðferð og nytjun skóga. Þau ungmennafélög, sem æfa vilja undir þátttöku í þessu móti, ættu að^ hafa strax samband við Stefán Ólaf Jónsson, kennara eða skrifstofu UMFÍ. T í M T N N, ffmmtudagnr 5. aprfl 1962.*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.