Tíminn - 05.04.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.04.1962, Blaðsíða 13
111 M H II : I M Sti tii ngaro rð: Guðmundur Ólason í sólskini og birtu norðursins rétt við heimskautsbaug, undi svip hreinn, glaðvær og góður drengur lífi sínu vel í leik og starfi sveita- lífs. Svipmót hans var í samræmi við vorið sjálft, bjart og hreint, og glaðværð hans og bjartsýni fylgdi homim jafnan frá bernsku. Þannig var; Mummi. Guðmundur Ólason var fæddur í Leirhöfn á Sléttu 5. ágúst 1928. Foreldrar hans voru þau hjónin Óli Jónasson og Sigríður Guð- mundsdóttir. Bæði dóu þau með fárra mánaða millibili. Þau voru þá búsett á Raufarhöfn. Þá var Guðmundur 7—8 ára að, aldri. Þau voru tvö systkmin, en systir hans Plalldóra Óladóttir, nú frú í Reykja vík, þremur áium yngri en hann. Þótt þau systkinin væru ekki samvistum í heimili eftir foreldra- missinn, fengu þau bæði, hvort á sínuro stað, prýðilegt uppeldi, og ætíð var með þeim mikil vinátta og ástúð til síðustu stundar. Að vonum syrgir nú systirin horf inn bróður sinn, fallinn í mann- raunastarfi með svo sviplegum og sorglegum hætti, þegar Stuðla- berg fórst. En í heiðiríkju minninganna er gott 'að eiga horfinn ástvin sinn. Það er huggun harmi gegn. Guðmundur ólst upp hin síðari bernskuár sín hjá Sigþóri Jónas- syni, föðurbróður sínum, og konu hans. Þau bjuggu þá á Rifi. Mjög var Mummi þeim kær og öðru fólki þar, þá og ætíð síðár. Unglingsárin dvaldist hann svo hjá móðurbróður sínum, Valdimar Guðmundssyni á Raufarhöfn og konu hans, og átti þar heimili, unz hans fór að heiman af staðnum. Með þeim frændum voru miklir teerleikar og þeim öllum. Á Raufarhöfn stundaði Guð- mundur unglinganám og vandist verklegu starfi. Hugur hans hneigð ist til s.iómennsku, og hann var þá hraustur og bjartsýnn eins og margir jafnaldrar hans 'og félagar norður þar. En snemma á ári 1954, ér hann var kominn suður á vertíð, veiktist hann og dvaldist eftir það í rétt tvö ár á Vífilsstaðahæli. Hef- ur mér verið' sagt af kunnugum þar, að mjög hafi hann prðið þar vinsæll og þótt hinn bezti drengur af framkomu sinni og umgengni. Það fylgdi og, að hans létta skap og bjartsýni iriuni einnig hafa átt drjúgan þátt í þeim góða bata, er hann fékk þar. Þaðan réðst Guðmundur til starfa í Rafha í Hafnarfirði og. vann þar um fjögur ár. Guðmundur Ólason var verkhag- GUNNAR F. SIGURÞÓRSSON orrabló Flutf á skemmtun á Hvoli 3. febrúar s. I. Fækkar fornum háttum, feðra sið'ir gleymast. Einn og einn á stangli enn í minni geymast. Vinir kærir virðum venjur feðra og njótum, erfðir fornar eflum alltaf þorra blótum. Öll nú aftur hverfum árafjöld til baka. Ögn um öxí að líta engan myndi saka. Áður milda máttu menn því trúðu, goðin fórn og fyrirbænir, fegurst sáttaboðin. Æ sé gjöf til gjalda guðum jafnt sem mönnum bænin brögnum lyfti burt frá dagsins önnum. Sál til sælli heima sínu flugi beihdi. Saðning sáu hungri svangur finna reyndi. Böðull brandi lyftir búk frá höfði skilur blóð um bekki rennur bænir fólkið þylur. Ömar hofið andinn upp til hæða flýði fiiðþægingu fórnin færði þjáðum lýði. Nú er öldin önnur eymd og hungur flúin, gamlir siðir gleymdir goð'in týnd og flúin. Fólkið fornar venjur fyrirlítur, hæðir gengnum sporum gleymir gullsins vegu þræðir. Syngjum bræður, syngjum senn á kvöldið líður. Treystum tryggðaböndin, tíminn hvergi bíður. Gleymum gömlum erjum gleði hugann fyllum. Glói veig í glösum gengnu sporin hyllum. Skálum bræður, skálum skálum unz við föllum. Vífin armi vefjum vanga að barmi höllum. Unnum unaðsstundum eins í gleði og harmi í botn nú bergjum fullið bliki tár á hvarmi. Fallizt nú í faðma fjendur jafnt sem bræður. Gleymist eins og goðin gamlar skálaræður I Bragnar, blikar lyftum í botn svo vínið teygum. Fortíðinni framtíð fegri og betri eigum. Þá mun yel oss vegna vænkastsnauð'ra hagur, árdags upp þá rennur annar gleðidagur. Veikir vonir fanga, vit og þroski dafnar. Auði á annars kostnað enginn lengur safnar. Gunnar Friðberg Sigurþórsson. ur pryðilega, enda átti hann til þeirra að telja í báðar ættir, eink- um þó í móðurætt, svo að mjög er rómað af þeim, sem til þess þekkja. Eftir þetta hóf Guðmundur aft- ur sjómennsku, eins og hugur hans hafði staðið til, hafði nú stundað hana um skeið. Og nú er sú saga öll. Fremst öllu í fari og eigjnleikum Mumma var hans létta og glaða lundarfar, bjartsýni og brosmildi, sem gerði öllum, sem hann um- gekkst, nærveru hans svo þægilega og kæral Því er söknuður ættingja hans og vina mikill eftir sviplegt fráfall svo góðs drengs, sem hann var. ( Fyrir tveimur árum opinberaði Mummi trúlofun sína með eftirlif- andi konu sinni, Ragnheiði Líndal Hinriksdóttur. Þau giftust á síð- ustu jólum og stofnuðu heimili að Stórholti 22. Lítill sonur þeirra, Óli Guðmundur, sólargeisli mömmu sinnar, fær seinna að heyra það, að faðir hans hafi ver- ið drengur góður. Það er bæði satt og göfugt og einhver bezti orðstír hvers manns, að fornum skilningi og nýjum. Mikill harmur er nú kveðinn að eiginkonu hins látna, með dætur sínar tvær og soninn unga. í smæð mannlegs máttar gegn svo hörðum örlögum sem þessum, þegar úrval hraustra manna er burtu kallað svona skyndilega, beinir alþjóð huga sín'um og hjálp- arstarfi til huggunar þeim öllum, er sárast eiga um að binda, og hver framrétt bróðurhönd vill létta eftir mætti erfiðleika þá, er að steðja á hverjum stað'. Megi allt slíkt verða þeim til hjálpar og huggunar, er mikið hafa misst, og að það létti þeim líka raunir að finna það. Og nú á margur um sárt að binda á þessum sjóslysa-vetri. En í heiðríkju minninganna er þó gott að eiga horfinn ástvin sinn. Og þjóðskáldið Matthías Jochum- son komst þannig að orði í trausti trúar sinnar: „Og aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú". Með innilegri samúð óska ég þess, að eftirlifandi eiginkona Mumma sáluga megi finna áhrif þeirrar trúar,' sem þarna er lýst, og að hún geti sem oftast notið huggunar í heiðríkju minninganna. L. E. Samvinnusfarf ^róttir Framhald af bls. 12. Guðmundsdóttur mjög óvænta keppn'i, og það var ekki fyrr en á síðustu metrunum að Hrafn- hildi tókst að trygigja sigur. Hún sýnti á 1:07.5 mín, en Margrét á 1:09.0 mín. og stórbætti hún ár- angur sinn. Gaman verður að fylgjast með Margréti í framtíð- inni, en að undanfórnu hefur hún stórbæt árangnr simn á hverju móti. í 200 m. bringusundi áttust við kapparnir Hörður Finnsson, ÍR, og Árni Kristjánsson, Hafnarfirði. Hörður lagði ekki hart að sér, og lét sér nægja að sigra á góðum endaspretti. Tími hans var 2:43.7 mín. og Árni synfi á 2:44.6 mín. Á mótinu var keppt um þrjá bikara. Guðmundur Gíslason hlaut tvo þeirra, annan fyrir bezta ár- angur á mótinu, og sigur sinn í 100 m. skriðsundi. Hörður hlaut bigar fyrir sigurinn í 200 m. bringusundi. FramJiald af 7. síðu. samtaka, er standa að SL; var stofnað 1905. Svenska Ággihandelsförbundet (SÁ) nefnast landssamtök þeirra, er rækta fiðurfé sér til fram- færslu, einkum hænsni. Það hef- ur ársveltu upp á 160 millj. s.kr. rekur 10 „aggcentraler" og álfka mörg alifuglasláturhús. Meðlimir eru um 56.000. Mestu framleiðslu héruðin eru Skánn, Halland og Vestur-Gautland. Sveriges Skogsagareföreningars Riksförbund er samband þeirra bænda er skóglendur eiga. Nema þær helftinni af öllum skógum Svíþjóðar. Hlutur bændanna á þessu sviði er mestur í suður- Muta Iandsins, einkum á Skáni. í Norrlandi er aftur meirihluti skóganna í höndum ríkis og hluta félaga. Stærsta héraðssambandið, er stendur að SSR, er Sydöstra Sverriges Skogsagareförbund. — Nær það yfir Austur-Gautland og Bleking, ásamt Kalmar- og Kronobergslénum. Það rekur all mikinn trjávöru- og pappírsiðn- að og fer hann ört vaxandi. Hið sama er að segja um mörg önnur þeirra héraðssamtaka, er aðild eiga að SSR. Ársvelta þess nem- ur um 450 millj. s. kr. Lánastofnanir Iandbúnaðarins, Sveriges Jordbrukskasseförbund g Sveriges Allmanna Hypoteks- bank reka mjög umfangsmikla starfsemi og lána árlega út 2,4 milljarða s. kr. 80% heildarsölunnar. Eins og ljóst má vera, fer mik- ill meirihluti sænskrar landbún- aðarframleiðslu í gegnum hend- ur SL. Er talið, að 80% heild- sölunnar í þeim vörum sé á þeirra vegum. Stærstur ,er hlut- ur samtakanna í sölu á mjólk og mjólkurvörum, eða 98% 4 í kjötinu eru þau með 83% og í eggjunum með 65%. Heildarárs- velta SL og samtaka í)eirra, er að því standa, nemur um 7 millj- örðum s. kr. Aðalfundur SL, sem haldinn er hvert ár, er setinn af um 200 íulltrúum, sem kosnir eru af að- ildarsamtökunum. Stjórnina skipa tuttugu menn, og ræður aðalfundur vali þeirra að nokkru leyti, en landssamböndin eiga þar einnig hlut að máli. Stjórnin velur sér síðan formann og 5—7 manna framkvæmdastjórn. Aðalsamtökin sjálf hafa með höndum ýmiss konar almenna þjón ustu við aðila sína, gæta hags- muna þeirra í verðlags- og mark aðsmálum, sjá um samninga og samvinnu við önnur samtök og fyrirtæki, enn fremur fræðslu- og upplýsingastarfsemi. Þessi starf- semi skiptist niður á margar deildir, svo sem innkaupadeild, sem einkum 'annast kaup á á- höldum og varningi til skrifstofu vinnu, auglýsingadeild, lögfræði skrifstofu, skattadeild, um tutt- ugu bókhaldsskrifstofur, markaðs deild, utanríkisdeild og margar fleiri. Tæplega þúsund manns 'starfar nú hjá SL sjálfu og dótt- urfyrirtækjum þess, en alls hafa samtökin um 42.000 manns í sinni þjónustu. Aðalskrifstofur heildarsamtakanna eru að sjálf- sögðu staðsettar í Stokkhólmi, í Til fermingargjafa Gítarar á kr. 448 Mandólín á kr. 485 Fótboltar á kr. 98 Badmingtonspaðar og kúlur Fótboltasokkar í öllum litum. Sendum gegn póstkröfu. FÖNDUR OG SPORT Hafnarfirði, sími 51375. nýbyggðu stórhýsi við Klara Östra Kyrkogatan. Heitir það „Böndernas Hus", bændahöll þeirra Svíanna. Dótturfyiirtæki. Þá má telja nofckur merk dótt- urfyrirtæki á vegum SL, endur- skoðunarskrifstofuna1 Lantbruks- förbundets Revisionsbyra AB, sem hefur um 20 endurskoðunar- skrifstofur víðs vegar um landið, Lantbruksförbundets Byggnads- förening (LBF), sem hefur bað yerkefni að þjóna landsbyggðinni í öllu sem snertir bygginga- og skipulagsmál og hefur séð um teikningar og skipulagningu á fjölda bygginga fyrir sveitirnar, ekki einungis á þeim, er koma atvinnurekstrinum til góða, eins og fóðurverksmiðjunum og vöru geymslum, heldur einnig á elli- heimilum, samkomuhúsum ofl. f þriðja lagi er svo útgáfufyrir- tækið Tidskrifsaktiebolag, þekkt ara undir nafninu LTs förlag. Það heldur uppi mjög blómlegri starfsemi, gefur meðal annars út nokkur blöð. Er Jordbrukarnas Föreningsblad stærst þeirra; koma út af því vikulega um 360.000 eintök. Er það því í röð útbreiddustu blaða landsins. Þá má nefna Perspektiv, mjög vand- að tímarit um menningarmál. Kemur það út tíu sinnum á ári. Bókaútgáfa LT er í tveimur deildum, önnur fyrir fræðslurit varðandi Iandbúnaðinn og hin fyrir fagurfræðilegar bókmennt- ir. Hefur sú deild gefið út fjölda merkra bóka eftir sænska og aðra norræna höfunda, þar á meðal Gunnar Gunnarsson. Nýlega er þar komin út bók um þennan ís- lenzka höfund og verk hans, eftir sænska rithöfundinn Arvidson. Þá rekur LT bréfaskóla, er um 35.000 nemendur eru skráðir í á ári hverju, og kvikmyndafyrir- tæki, er sér um töku fræðslu- mynda. f þessu sambandi má geta þess, að LT er hluthafi í Nordisk Tonefilm, ásamt Kooperativa Förbundet og fleiri fyrirtækjum. SL hefur auk annars myndar- legan skóla á síhum vegum, Jord- brukets Föreningsskola Sánga- Saby, sem er staðsettur um þrjár mílur fyrir vestan Stokkhólm. Þar er árlega haldinn fjöldi nám skeiða fyrir fólk, sem býr sig undir störf við Iandibúnaðinn eða á vegum SL og aðildarsamtaka þess. t Þá er vert að nefna Jordbruk- ets Utredningsinstitut, sem sér um skýrslugerðir, verðjöfnunar- mál, efnahagsvandamál einstakra . fyrirtækja o.fl. Það fer ekki milli mála, að SL og aðildarsamtök þess hafa leyst af hendi ómetanlegt starf fyrir . sænska bændur og framleiðendur í landbúnaðinum. Hin voldugu samtök hafa átt drjúgan þátt í að stórbæta kjör umbjóðenda sinna, og auk þess gert þá enn sterkari hlekki í þjóðfélagskeðj- unni en áður, með stóraukinni menntun þeirra, er við fram- leiðslustörfin, iðnaðinn og dreif- inguna vinna. Þetta, ásamt stór- felldum tæknilegum framförum, hefur átt drýgstan þátt í að gera sænskan landbúnað að því veldi, sem hann er í dag. Enda þótt sænskum bændum fækki ár frá ári, vegna sífelldra fólksflutn- inga til borga og bæja, hefur síð ur en svo dregið úr framleiðsl- unni. Svíar eru fullkomlega sjálfum sér nógir með landbén- ' aðarvörur og vel það. Þar eð SL byggist á grundvelli samvinnuhugsjónarinnar, þarf engan að undra, þótt gott sam- komulag ríki milli þéss og KF, sem einnig er þess stærsti við- skiptavinur. Bæði hafa þessi vold ugu samtök átt ómetanlegan þátt í mótun nútímaþjóðfélagsins sænska, að líkindum fullkomn- asta velferðarríkis, sem heimur- inn enn hefur séð. D.Þ. T I M I N N, fimmtudagur 5. apríl 1962. VJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.