Tíminn - 05.04.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.04.1962, Blaðsíða 8
i N N ! N G: Kristián Einarsson forstjóri í S.í-F. Um miðjan dag, mánudaginn 27. þ.m., varð Kristján Einarsson forst'jóri í SÍF, bráðkvaddur, er hann var að ganga til skyldustarfa sinna í einu af þeim mörgu þjóð- þrifafyrirtækjum í íslenzkum sjáv arútvegi, sem hann hafði átt þátt í að stjórna og móta. Nokkru eftir að ég hafði áttað mig á þessari fregn um atí verá eða vera ekki á meðal samferða- mannanna hér á okkar strjálbýla landi, varg mér að orði við kunn- ingja: „Mikið var þetta sviplegt með hann Kristján Einarsson." Hann svaraði: „En er ekki bezt að fara einmitt svona? Engin lega, engin sjáanleg hrörnun, starfandi fram til hins síðasta, ganga upp stiga og kveðja svo nærri sjötug- ur?" m Sennilega er þetta rétt. En ósköp var þetta kalda viðhorf fjarri þeirri hlýju og þeim inni- leik, sem jafnan endurspeglaðist í persónuleika Kristjáns Einarsson ar. Góðvildin, hjálpsemin og ein- staklega viðfelldið og vingjarnlegt viðmót voru á meðal sterkustu persónueinkenna hans. Að eðlis- fari var hann einhver snjallasti diplómat, sem ég hef fyrirhitt, enda 'kom þessi hæfileiki að góð- um notum í þágu þjóðarinnar í þeim mörgu fisksölusamningaferð um, sem hann fór á langri starfs- ævi til fjölda landa ýmist sem með limur samninganefnda eða sem fulltrúi Sölusambands íslenzkra fis'kframleiðenda. Hitt er svo líka rétt, að Kristj- án Einarsson var í vissum skiln- ingi allt sitt líf að ganga upp stiga. Hann fæddist í Stakkadal á Eauðasandi 1. júlí 1893, en af Rauðasandi hefur, sem kunnugt er, komið mikið manrival, bæði prófessorar, sendiherrar, verka- lýðsleiðtogar, alþingismenn, skip stjórar og dugmiklir athafnamenn. Faðir hans var Einar Sigfreðsson en móðir Elín Ólafsdóttir. ^inar var bókhneigður en heilsuveill, en Elín svo harðdugleg, að enn eru landfleygar sögurnar af frá- bærum dugnaði hennar. Báða þessa eiginleika foreldra sinna og Rauðsendinga erfði Kristján í ríkum mæli. Fáa menn hef ég t.d. fyrirhitt, sem kunnu betri skil á íslenzkum og enskum ljóðaskáldum en hann, og athafna samt æviskeið hans og frábær ár- angur í lífi og starfi, sýnir, hversu vel hann ávaxtaði og hagnýtti arf- inn frá móður sinni. Að loknu námi að Hvítárbakka 1914, þar sem hann kynntist eft- irlifandi konu sinni, frú Ingunni Árnadóttur frá Stóra-Hrauni, stundaði Kristján um tíma nám í Menntaskólanum, en varð að hætta vegna vanheilsu. Árið 1918 giftust þau Ingunn og sama ár réðst Kristján til útflutningsnefnd ar í Reykjavík og starfaði hjá henni, þar til hann setti upp verzlun í Reykjavík árið 1921, sem Ihann rak fram til 1925 að hann varð framkvæmdastjóri út- flutningsdeildar Alliance. Hann átti mikinn þátt í undirbúningi að stofnun SÍF og varð forstjóri þess frá stofnun 1932 fram til dauðadags. - Jafnframt umfangs- miklum störfum að saltfisksölu- málum átti Kristján einnig þátt í ag stofna Qg stjórna ýmsum öðr- um fýrirtækjum, sem tengd voru íslenzkum sjávarútvegi og auk þess var hann um tíma ræðismað ur Kúbu á íslandi. Sem viður- kenningu fyrlr hin þýðingarmiklu störf Kristjáns í þágu íslenzks sjávarútvegs sæmdi fofseti ís- lands hann riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu 3. desember 1957. Af þessu lauslega yfirliti um nokkur helztu störf Kristjáns Eiri^ ars'sonar má sjá, að fátæki, harð- duglegi og vingjarnlegi drengur- inn af Rauðasandi hafði gengið sinn stiga með sæmd. Hér hafa þó ekki verið talin þau verk Kristjáns, sem lengst og bezt munu lifa í vitund þeirra mörgu, sem nutu þeirra, þ. e. sú mikla hjálpsemi, aðstoð og örvun til jákvæðra starfa í lífinu, sem hann, veitti svo ótalmörgum, þeg ar þeir þurftu á að halda. Af þessu leiðir, á'ð vinahópur- inn er stór, sem staldrar nú við og kveður góðan dreng, jafnvel stærri en hinn mikli hópur ætt- ingja og tengdafólks, sem er þó óvenju stór. Til er dæmisaga, sem segir að sinn á hvorri öxl manns séu tveir ósýnilegir persónugervingar. Ann ar nærist á því góða, hinn á því illa, sem við gerum, og því meira, sem við fáum áorkað til góðs í líf- inu, því betra og hamingjuríkara verði líf okkar. Eg kynntist Kristjáni Einars- syni ekki fyrr en hann var svolítið farinn að reskjast, og það var sér staklega ánægjulegt og lærdóms- ríkt ag sjá, hvernig hann var stöð- ugt að efla og þroska hið góða með sjálfum sér og láta aðra njóta ávaxtanna af iðju sinni. Af nátt- i úrugreind sinni, eðlisávísuri ogi lífsreynslu, skynjaði hann boð-| Skap Páls postula, þegar hanni sagði í Rómverjabréfinu: „Skuld-j ir ekki neinum neitt nema þaðj eitt að elska hver annan; því að! sá sem elskar náunga sinn hefurj uppfyllt lögmálið." Þess vegna var vinsemdin, kær leikurinn og hjálpsemin svo snar þáttur í lífi og starfi Kristjáns. Svo er kristindóminum fyrir að þakka, að við eigum okkur hug- sjónina um Paradísarheimt fyrir utan gröf og dauða. Þess vegna verður kristileg hugsun um dauð ann tæpast sorgleg hugsun ef rétt er skilin. Við erum ekki spurð að því, hvort við viljum koma til lífs- ins né heldur, hvenær við viljum fara. En hitt vitum við, að eins og nótt fylgir degi þannig fylgir dág- ur nóttu, og er þá ekki rökrétt að álykta út frá hliðstæðu og segja: eins og dauði fylgir lífi þannig fylgir líf dauða? Boðskapur krist- indómsins og aðferð rökfræðinn- ar benda þannig í sömu átt. Þegar ég því fyrir hönd fjöl- margra vina votta frú Ingunni, börnum hennar og öðrum ættingj um Kristjáns sáluga Einarssonar, samúð okkar vegna andláts og jarðarfarar hans, þá 'vona ég að þag sé þeim nokkur huggun í 'hörmum að geta tengt minning- una um góðan dreng og þróttmik ið og jákvætt ævistarf hinu rök- studda fyrirheiti kristindómsins um endurfundi í bjartari og betri tilveru. f Hannes Jánsson. í dag er kvaddur í dómkirkj- unni í Reykjavík merkur og mæt- ur maður, Kristján Einarsson for- stjóri. Hann var kominn hátt á sjötugsaldur, þegar hann lézt. Fæddur og uppalinn var Kristj- án vestur á Rauðasandi, en starf- aði lengst af í Reykjavík, en var oft í miklum ferðalögum erlend- is við markaðsleitir og sölu fisk- afurða. Kristján var óvenjulega við- felldinn og elskulegur maður í umgengni — glaður og góðviljað- ur. Hánn var mjög tíður gestur á gestaheimiH mínu í tugi ára, og alltaf þar einn af vinsælustu gestum, sem að garði bar. Við vor- um víst sinn á hvorri st,iórnmála- skoðun, en á það var aldrei minnzt. Leitað var venjulega að því sameiginlega, en ekki að því sem sundur skildi, og við það urðu samfundirnir alltaf ánægjulegir og heillandi. Stundum hef ég komið á fjar- læga staði erlendis (S-Am-eríku og víðar), þar sem menn höfðu kynnzt Kristjáni einum fslendinga. Alls staðar þar hefur verið sama sagan: Allir lofuðu og dáðu Kristj án fyrir elskulega framkomu og ýmiss konar vinsemd. Færi betur ef sem flestir fslendingar gætu sér eins góðan orðstír út um fjar læg> lönd eins og Kristján gerði. Þegar ég renni huganum yfir allar þúsundir gesta minna í mín um gestaheimilum, þá eru þar fáir, sem ég renni jafnhlýjum huga til fyrir viðkynningu eins og Kristjáns Einarssonar. Vil ég vera einn í þeim fjöl- menna hópi, sem segir nú að leiðarlokum á þessa leið: Vertu blessaður og sæll, Kristján. Inni- legar þakkir fyrir alla þína tryggð og vinsemd á meðan leið- irnar lágu saman á ævibrautinni. Vigfús Guðmundsson. Haukur Ingjaldsson plægir grundina og ber ábuio undtr strenginn. SJÖTUGUR: laukur Ingjaldsson, Garðshorni, Kalda - Kinn bónd Hinn 28. febrúar sl. varð Hauk- ur Ingjaldsson Garðshorni í Kalda Kinn 70 ára. Hann er fæddur að Mýri í Bárðardal, sonur Ingjalds Jónssonar Ingjaldssonar bónda þar, en móðir Hauks var Marze- lina Helgadóttir bónda Jónssonar á Hallbjarnarstöðum í Reykjadal. Ungur að árum fluttist Haukur með foreldrum sínum að Garðs- horni í Kinn. Tók hann við búi þar af föður sínum 25 ára að aldri og hefur búið þar síðan. Það heíur verið á orði haft, að undra stór hópur þeirra manna, sem hófu hér störf á fyrstu tugum þessarar aldar, eigi að baki sér merkilega og sérstæða sögu. Þetta er vafalaust rétt og ber margt til, en fyrst og fremst þó, að þeir vóru kynslóðin, sem í æsku fékk til þess tækifæri, að móta hug- sjónir og skáldskap þeirra manna er hófu merki okkar og eggjuðu til frelsis og framkvæmda á seinni hluta og í lok síðustu ald- ar. Einn í hópi þessara manna er Haukur Ingjaldsson. Hann óx upp í Skjóli gagnmerkra foreldra Móð ir hans bókfróð og víðlesin. Fað- ir hans fæddur ræktunarmaður sem fram kom í framúrskarandi mikilli nákvæmni í hirðing áburð ar og kostgæfni við ag lokka gras ið upp úr vallarþúfunum, en fyrst og fremst náði hann þó verulegum árangri sem garðræktarmaðuf. Bæði voru þau hjón snyrtin í verk úm svo af bar og vinnugleði þeirra var frábær til efsta dags. Erfðir Hauks hnigu því til einn ar áttar. Honum var létt um nám og fékk líka aðstöðu tjl náms meira en almennt gerðist. Um tvítugsaldur naut hann skólavist- ar á unglingaskóla á Ljósavatni en síðan í gagnfræðaskólanum á Akureyri og lauk þar námi í fremstu rög nemenda. Fljótlega að þessu námi loknu tók Haukur við merki foreldra sinna og hóf búskap í Garðshorni. Garðshorn var þá fremur léleg jörð, umbótalítil, þýft tún að mestu en í góðri rækt. Gömul bæj ar- og peningshús, sem þurftu að endurbyggjast. Hlöður nær eng- ar. Enginn var þá Byggingar- eða Ræktunarsjóður og ekki jarðrækt arlög. Ekki landbúnaðarvélar, ak- vegur eða bílar. Engin nálæg brú yfir Skjálfandafljót. Ekki sími, ekki rafmagn og engir „styrkir". Þetta allt vantaði Hauk, eins og (Framhald á 15 síðu) ynnir varnarli andið og Undanfarin ár hefur Gísli Guömundsson, einn af starfs- mðnnum Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna hér á landi, unnið mikið starf við að kynna Bandaríkjamðnnum á Kefla- víkurflugvelli ísland og íslend- inga. Gísli hefur aðallega gert þetta með kvikmýndasýning- um og fyrirlestrum, en einnig hefur hann verið fararstjóri í fjöldamörgum ferðum um allt|h7fa veríð fjórir fyrirlestrar með land. I hálfsmánaðar millibili. Gísli hóf þetta starf fyrir um 7 árum, en um það leyti hafði hann ekki hafið starf sitt hjá upp- lýsingaþjónustiinni. Þá fólst þessi kynning aðallega í fararstjórn í hópferðum bandarískra manna og kvenna, ^sem aðsetur höfðu á Keflavíkurflugvelli. Kynningarkvöld Síðustu þrjá vetur hefur Gísli haldið fyrirlestra og sýnt kvik- myndir frá íslandi í Viking Ser- vice Club á flugvellinum. Haldnir Fyrsti fyrirlestur vetrarins var haldinn 19. marz s.l. og var hann yfirlit yfir víkingaöldina, fund Is- lands, landnámið, þjóðveldið, og náði hann fram að lokum þess. Hver fyrirlestur er 15—20 mín- útur, en síðan er klukkutíma kvik myndasýning á eftir. Annar fyrirlesturinn í vetur verður um íslenzkar fornbók- menntir, og verður þá einnig rak- ið til samanburðar menningar- ástand í Evrópu á sama tíma. Einnig verður rakið lauslega efni nokkurra helztu íslendingasagna. (Framhald á 15. slðu). m .•rni<rvnv''TrT:>(<'l''lvlvl-!-l'y' tt» TÍ.MI NJPí, fimmtudagur5.aprfl 1962. '¦ I v! T i » •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.