Tíminn - 05.04.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.04.1962, Blaðsíða 15
Sjötugur Framhald af 8 síðu flesta aðra bœndur á þessum ár- um. Haukur í Garðshorni var m'ikill vexti, karlmenni að burðum, smið ux góður, bæði á tré og járn, hneigður til söngs, félagsmála- maður góður og áhugamaður mik ill um samvinnumál. En máske var hann fyrst og fremst ræktun- armaður. Þessúm fjölþættu hæfi- leikum sínum beitti hann að einu marki. Með þrotlausri elju gerði hann litla jörð og lélega, að góð- býli, sem rann fram úr öðrum jörðum að ræktun og húsaprýði, ' löngu áður en ræktunar- og bygg ingaröldin hófst almennt í sveit hans og héraði. í Kalda-Kinn er oft vetrarríki mikið og snjóalög. En þar er jörð vel fallin til ræktunar. Engjar eru þar víða miklar, sléttar og grösug; ar, en voru hér áður allblautar. f ræktunarstarfi sínu lagði Haukur mikla alúð við að slétta gamla túnið fyrst. Notaði hann til þess plóg og herfi en dráttaraflig lagði hesturinn til. Þá voru nýræktir næstar er unnar voru á sama hát't. Grasfræ notaði hann ekki framan af árum, heldur „sjálf- græðslu", sem gafst vel. Að fram ræslu túnlandsins vann hann af mikiu kappi, bæði opnum skurð- um og lokræsum. Öll framræslan var gerð meg handverkfærum. M''" oft á haustin sjá, að ekki gekk bóndinn snemma til sængur, því að ekki var slökkt á ljóskerinu er hann notaði við skurðgröftinn fyrr en ákveðnu dagsverki var náð. Samhliða túnræktinni hafði Haukur mikinn áhuga á engja- rækt og hefur haft forystu um félagslegrar uppþurrkunar- og á- veituframkvæmdir í sveitirini, sem ná til meira en 1,0 jarða og er fyr ir skömmu lokið. , í sambandi við engjaræktar- áhuga Hauks er vert ag geta þess, að fáir hafa lagt eins drjúgan skerf til umbóta á verkfærum til engjaheys'kapar eins og hann, þeg ar hann fann upp „heyskúffuna". Það var áhald er hann setti í sam band við hestasláttuvél og rak- aði heyinu, með aðstog sláttu- mannsins, upp í þar til gerða blikk skúffu, er skilaði því í rastir með ákveðnu millibili og vann á móti mörgum rakstrarskonsum. Á þes- um árum var mestur hlutj hey- skapar víðast á útengjum. Smíð- aði Haukur mikmn fjölda af þess- um heyskúffum fyrir sveitunga sína og samsýslunga og allmikið fyrir ýmsa bændur úti um larid. Varð hann frægur fyrir og mun' á sínum tima hafa fengið viður- kenning Búnaðarfélags íslands fyr ix uppfimningu þessa, enda olli hún gerbyltingu í engjaheyskap, á þeirri tíð, a.m.k. í Þingeyjar- sýslu og sennilega víðar. Snemma á búskaparárum sín- um byggði Haukur íbúðarhús í Garðshorni, Það var einnar hæðar hús með kjallara. Húsið var byggt úr steini. Var það fullkomin ný- lunda og fyrsta. hús þeirrar teg- undar í Ljósavatnshreppi. Stein- smiðurinn var Haukur sjálfur og varð hann eftir það mjög eftir- sóttur sem húsasmiður. Haukur hefur gegnt ýmsum op- inberum störfum í sveit sinni. Lengi var hann formaður búnaðar félags sveitarinnar og um aldar- fjórðungsskeið hefur hann átt sæti í sveitarstjórn Ljósavatns- hrepps. Um hann leikur bjarmi þeirrar endurreisnar, er hófst á fyrstu tugum þessarar aldar og kostaði meiri manndóm en vél- væðing, ræktun og risabyggingar síðustu ára. Haukur Ingjaldsson er kvæ-it- ur Nönnu Gís'ladóttur frá Prest- hvammi, ágætri konu, sem stutt hefur mann sinn í hverju átaki í hart nær hálfrar aidar samstarfi og átti sjötugsafmæli í vetur, nokkrum vikum á undan bóndan- um. Þau hjónin eignuðust 6 dæt- ur. Ein dó í blóma lífsins. Þrjár eru giftar í Garðshorni, sem nú er skipt í þrjár sjálfstæðar jarð- ir. Ein dóttirin er gift á Akureyri og ein á Kambsstöðum í Ljósa- vatnsskarði. Þökk og heiður sé þeim Garðs- hjónum fyrir langt og giftudrjúgt starf í þágu sveitar og héraðs. Eg vona að: „Heið og hlý hausti ykkar sendi söl sumarauka." Baldur Baldvinsson. Lönd og leiðii* Framhald af 9. síðu on—Parísar-ferðimar verður hald ið frá Reykjavík alla mánudaga á tímabilinu 28. maí til 17. septem ber. — Svo er það þriðja ferðin, 10 daga ferð til írlands. Rún kost ar 9.200 kr.. á mann, og í írlands- ferðirnar. á að leggja af stað alla fimmtudaga á tímabilinu 31. maí til 13. september. Komið verður við í Glasgow, og þar fá þátttak- endur frjálsan dag á heimleiðinni. en auk þess verður dvalið í Dublin og ferðazt um suðurhluta írlands og jiokkrir fegurstu og vinsælustu staðir landsins heimsóttir. FjölskylduferS til Norðurlanda — Hvað geturðu sagt um nýj- ungar í Norðurlandaferðum? — Vel á minnzt. Við erum með algera nýjung, sem við köllum stundum „fjölskylduferð til Norð- urlanda". Hún verður farin í júlí, ferðafólkið fær bíl á leigu, þegar út er komið og getur eftir það ráðið ferðinni sjálft. Þessi ferð kostar 7.450 kr. á mann, en til þess er ætlazt, að fjórir fari saman í ferðalagið, þar sem Volkswagen- bílar verða leigðir handa þeim. Þess vegna er þessi ferð tilvalin fyrir t.d. litla fjölskyldu eða lít- inn hóp fólks, sem langar að fara saman í ferðalag. — Verður flogið utan? — Já. Ferðin hefst 24. júlí, og mKKMÁVÚW Börnum, barnabörnum og tengdabörnum mínum, ættingjum og vinum, þakka ég góðar gjafir og kveðjur. Sömuleiðis þakka ég sveitungum mínum símskeyti og forna vinsemd á 70 ára afmæli mínu. Sigríður Jónsdóttir, i Sjávarborg, Akranesi. Þakka heilum hug öllum þeim nær ogfiær sem auðsýndu samúð og vinarhug viS andlát og jarðarför föður míns Guðjóns Símonarsonar, . Framnesvegi 5, Fyrir hönd vandamanna ( • Gunnar Guðjónsson. þá verður flogið til Osló, en þeg- ar þangað kemur, bíður spánný Volkswagenbifreið eftir hópnum. Þann bíl hafa þátttakendur síðan til afnota þann hálfa mánuð, sem ferðin stendur og skila honum 7. ágúst, þegar flogið verður aftur heim frá Osló. Á þessum bíl geta ferðalangarnir ekið hvert sem þeir vilja og hagað ferðinni eftir sínu höfði, en vitanlega tekur ferða- skrifstofan -einnig að sér^ þessa skipulagningu, ef óskað er. í ferða kostnaðinum er innifalin flugferð- in til og frá Osló, notkun bílsins allan tímann, en miðað er við 2000 km. akstur,, benzínið miðað við það, en olía og smurning er einnig innifalið. Nýjar leiðir á gamalkunna staði — Hvað eruð þið með fleira á prjónunum? — Við erum með ýmislegt í bí- gerð. Eins og áður efnum við til fyrsta flokks hópferða til útlanda, og viljum við .sérstaklega benda á, að fararstjórar í þeim ferðum verða öruggir og vanir menn, Ein- ar Pálsson og Guðmundur Steins- son. Og svo erum við með víðtækt innanlandsprógramm. Við ætlum okkur að efna til Gullfoss—Geysis ferða með algerlega nýju sniði, svo að eitthvað sé nefnt. Hingað til hefur ferðalag að Gullfossi og Geysi þótt heldur leiðinlegt, af því að sama leið hefur verið ekin á staði og. af. Nú verður farið af stað alla fimmtudaga kl. 8 að morgni og ekin nýja leiðin milli Laugarvatris og Þingvalla að Gull- fossi og Geysi. Síðan verður ckið niður á flugvöllinn hjá Einholti. Laust fyrir hádegið leggur flugvél af stað frá Reykjavík og flýgur með hóp inn yfir hálendið og jökl ana, og þegar hún lendir hjá Ein- holti, tekur hún þá sem fóru aust- ur með bílnum um morguninn og flýgur. með þá inn yfir landið, en hinir sétjast upp í bílinn í stað- inn, skoða Gullfoss og Geysi, en halda síðan til Reykjavíkur. Svo get ég bætt því hér við, segir Ingólfur, að Lönd og leiðir hefur tekið að sér rekstur sjóstangaveiði bátsins Nóa, RE—10, og munum við gera hann út til sjóstangaveiði úr Nauthólsvík. Farnar verða tvær ferðir á dag, kl. 7 f.h. og kl. 3 síð- degis. Og svo má ekki gleyma hin- um vinsælu siglingum um sundin. Ferðast ósköpin öll, — en ítalía vinsælust — Ferðast íslendingar mikið miðað við aðrar þjóðir? — Já, mjög mikið. Mér finnst það t.d. mjög merkilegt, að maður hittir ekki fyrir þann íslenzkan ungling, 15—16 ára, sem ekki hef- ur farið til útlanda, — og það jafn vel annað hvort ár. SvallhúsilS (Framhald af 16. síðu). Eins og kunnugt er af fréttum, virðist mikil áfergja í pillur ríkj- andi hér í bæ og nærlendis, eink- um ef um deyfandi eða örvandi lyf er að ræða. Þessi áfergja virð ist grípa um sig og breiðast út, jafnvel svo að menn þykjast hólpn ir ef þeir ná í einhverja pillu, sama hvað er. Glösin, sem fundust í íbúðinni, virðast benda til, að hvers konar pilluát hafi verið stundað þar í ríkum mæli. Og sá hópur, sem telur að pillan sé allra meina bót, fer vaxandi. Stöð- ugt amstur lögi'eglunnar við pillu- manneskiur ber vott um það. V!M¥ANGUR (Framhald aí 2 síðu) framkvæmda, skuli gjaldeyris- staðan ekki hafa batnað. Á næstu árum miin þessi sam- dráttur segja alvarlega til sín í minni framleiðsluaukuifigu, húsnæðisvandræWum og fleiri einkennum „viðfeisnarinnar". — Er það efnaðra fólkið, sem ferðast svona mikið? — Ekkert frekar. Ferðalög eru bara ekki lengur svo dýr, að mjög efnaða menn þurfi til að takast þau á hendur. Þau eru orðin svo ódýr, ef þau eru vel skipulögð, að flestir. geta veitt sér þau. Þeir, sem ferðazt hafa á okkar vegum, eru ekki eingöngu heildsalar og verzl- unarfólk, heldur verkamenn og iðn aðarmenn úr ýmsum starfsgrein- um. — Og hvert vill fólkið helzt fara? — Fyrst og fremst t-il ítalíu, það er langvinsælast. Feneyjar og Róm eru töfraorð í eyrum flestra. f sumar ætlum við að hafa útúr- dúr til Grikklands innifalinn í ítalíuferðunum. — Hvórt vill ferðafólkið fljúga eða sigla? — Það vilja flestir fljúga aðra leiðina og sigla hina, en af því leiðir, að þá missa þeir allan af- slátt. Það verður aldrei hagkvæmt að nota ekki sama farartækið báð- ar leiðir. — Með allt þetta á könnunni lítur ferðaskrifstofan við Tjarnargötuna björtum augum til sumarsins 1962, en með Ingólfi Blöndal standa þeir Gunnar Ólafsson og Valgeir Gests- son, sem allir eru haldnir af sömu hugsjóninni: að reka fyrsta flokks ferðaskrifstofu í Reykjavík. Kynnir land og þjóð Framhald af 8. síðu Þriðji fyrirlesturinn nefnist Eld- ur og ís, og er honum ætlað að sýna að nokkru, hvern þátt þessi tvö öfl hafa átt í sögu íslenzku þjóðarinnar. Einnig verður sagt frá eldgosum og hafís og áhrifum þeirra á afkomu þjóðarinnar. Fjórði og síðasti fyrirlesturinn er um' ferðalög á íslandi. Gísli segir þar frá helztu ferðamanna- stöðum landsins, kynnir férðaþjón ustu og annað því um líkt, en auk þess talar hann um veiðirétt og það, sem ólíkt er hér og í Banda- ríkjunum, og sem er nauðsynlegt fyrir erlenda ferðamenn að fræð- ast um. , Kvikmyndiirnár, sem sýndar eru, hafa aðallega verið fengnar að láni hjá Fræðslumálaskrifstof- unni. Sýna þær fiskveiðar, nátt- úru landsins og margt fleira. Einn ig hefur Gísli á hverju ári sýnt Björgunarafrekið við Látrabjarg. Fyrirlestrar þeir, sem hér hef- ur verið minnzt á, eru haldnir að kvöldlagi og eru fyrir almenning, en annar þáttur í kynningarstarfi Gísla eru fyrirlestrar fyrir börn og unglinga, sem stunda skóla- nám á flugvellinum. Þeim er þann ig fyrir komið, að Gísli endur- tekur að nokkru leyti almenna fyrirlesturinn, en styttir hann, ef nauðsyn krefur,og reynir að gera hann þannig úr garði, að hann sé aðgengilegur fyrir skólaböm. A þennan fyrirlestur hlýða öll börn bæði úr barna- og unglingaskól- anum, 9 ára og eldri. Kennararnir hafa látið þess get- ið, að fyrirlestrarnir veiti mikla starfsmöguleika fyrir börnin. Hafa þau skrifað ritgerðir um Island og margt annað gert til þess að þau hafi sem mest gagn af starf- seminni. / - , Mikil aðsókn hefur verið að öllum þessum kynningarkvöldum. Auk þessa hefur Gísli Guð- mundsson talað inn á segulband nokkra 5 mínútna þætti um Is- land. Hafa þeir verið notaðir í Keflavíkurútvarpinu á milli ann- ars dagskrárefnis og kallast: „Hvað veizt þú um ísland?" Að sögn Gísla hefur starfsemi þessi heppnazt mjög vel að öllu leyti, og þakkar hann það góðum skilning yfirmanna á Keflavíkur- flugvelli og þá aðstoð, sem yfir- menn hans sjálfs hafa veitt hon- um, en mestan hluta þessa starfs vinnur hann þó í sínum eigin tíma. Rangárvallasýsla Framsóknarfélag Itangárvalla sýslu og Félag ungra Framsóknai manna, halda aðalfund sinn í fé- lagsheimilinu Hvoli, sunnudaginn 8. apríl n.k. og hef jast þeir kl. 2. — Auk venjulegra aðalfunda. í.v.í'a verður rætt um stjórnmálavið- horfin. Kaupa litla vél (Framhaid af 1. síðu). þess, að hið opinbera tæki til við að bæta úr flugvallaleysinu á við- komandi stöðum. Örn sagði, að ekki væri enn fullráðið, hvaða gerff flugvélar yrði keypt, en þeir hefðu kynnt sér þær gerðir, sem til greina gætu komið, út í æsar. Taldi hann, að lágmarkslengd flug brautanna yrði að vera 600 metrar. 2 ílugmenn? Ennfremur sagði Örn, að áður en gengið yrði frá kaupum vélar- innar, yrði að komast til botns í því, hvaða kröfur yrðu gerðar af hálfu loftferðaeftirlitsins, svo sem því, hvort þess yrði krafizt að tveir flugmenn yrðu að vera með vélina hverju sinni, eins og nú er fyrir mælt í öryggiskröfum. Bráðabirgðalausn Þótt þetta komist í framkvæmd, og flugþjónusta við Vestfirði verði tekin upp me. lítilli vél til bráða- birg',T.7, er það engin framtíðar- lausn, og verður að halda áfram að vinna aö því, að koma Vest- fjörðum í gott flugsamband við Reykjavík. Sigurvin Einarsson hef ur langi barizt fyrir því, að hingað verði keypt stór vél, sem geti not- að s.iúkraflugvellina, þar sem þeir eru fyrir hendi, og mun rétt að halda áfram að huga að því, þótt lítrl vél geti leyst vandann til bráí..birgða. Menntaskólinn (Framhald af 1. síðu). ur verið aðsetur tveggja bekkja- deilda, verður einnig rifið og í stað þess verður komið upp bygg ingu, þar sem í verða fatageymsl ur og snyrtiherbergi fyrir nem- endurna. Kostnaður 10 millj.? Ekki sagði rektor, að enn hefði verið gerð áætlun um kostnað, enda færi hann mikig eftir því hvert >verð lóðarinnar verður. Þó sagðist hann álíta að hann yrði ekki undir 10 milljónum króna. Ekki taldi hann kostnað við bygg ingaframkvæmdirnar verða neitt meiri þótt reist verði mörg lítil hús í stað einnar stórbyggingar, enda yrði einn aðalkostnaðarlið- urinn falinn í kaupum á kennslu' tækjum og húsbúnaði, og yrði sá liður hinn sami þótt húsin væru fleiri en eitt. Mikið vantar af kennslutækjum í skólann,' þar eð kröfur eru miklar hvað það snertir nú á dögum. Nauðsynteg aukning. Húsameistari ríkisins, Hörður Bjarnason, mun hafa yfirufnsjón með teikningu bygginganna og öllu sem að byggingu þeirfa snýr. Ætlunin er að hefja framkvæmd ir strax og hægt er, þar stem nauð synlegt er að hægt verði að taka kennslustofurnar í notkun er skól inn tekur til starfa næsta haust. Nemendur skólans eru nú 750, og búast má við að fleiri bætist við en nokkru sinni fyrr næsta haust, þar eð aldrei hafa verið l'afnmargir í landsprófi og í ár. Á undanförnum árum hefur kehnsla III. bekkjar farið fram eftir hádegi, en allir aðrir bekkir verið fyrir hádegi, en nú er nem endafjöldinn orðinn svo miMll, að 5 af 9 bekkjadeildum IV. bekkjar eru einnig eftir hádegi Sýnir þetta að mikil nauðsyn er á nýju húsi fyrir skólann. T f M I N N, fimmtudagur 5. aprfl 1962. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.