Tíminn - 29.04.1962, Page 8

Tíminn - 29.04.1962, Page 8
Áttatíu ára: Björn Daníelsso Björn Daníelsson, íyirv. kenn- ari frá Fáskrúðsfirði, varð 80 ára 2. apríl s. 1. Þann dag hef ég skrifað í dagbók: „í dag er vinur minn Bjöm Daníelssdn 80 ára. Nú býr hann á Akranesi, Brekku braut 28, hjá dóttur sinni Hrefnu og manni hennar, Sigurði Haralds syni gjaldkera. Hann er hress og hrókur alls faígnaðár enn, þótt búinn sé hann að undirgangast nokkra uppskurð'i á síðasta ára- tugnum og suma erfiða. Og nú er þessi hávaxni þrekmaður orðinn 57 kg. Ég óska honum heilsu og allra heilla '. Björn Daníelsson er fæddur 2. apríl 1882 í Ólafsgerði í Keldu- hverfi. Foreldrar hans: Daníel Jónsson bóndi þar og var lengi póstur á milli Grenjaðarstaðar og Skinnastaðar og kona hans, Katrín Arngrímsdóttir Bjarnasonar frá Fellsseli í Kinn. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í Ólafsgerði til tvítugsaldurs eða þar til hann fór á búnaðarskóla í Ólafsdal vorið 1903. Þegar Björn kom í skólann, kom fljótt í ljós, að hann var óvenju- lega vel lesinn og fióður um bæk- ur og höfunda þeirra, eftir því sem þá gerðist. Lítinn hluta úr tveim vetrum naut hann tilsagnar hjá hinum fræga og alkunna kennara, Guðmundi Hjaltasyni. En þessi stutti fræðslutími hefur vissulega gefið góða raun, og vakið drenginn. Því hér hefur ekki vantað áhug- ann, gáfurnar og dugnaðinn til að taka á móti. Björn unni mjög forn sögunum og öðrum bókmenntum íslendinga. Það' var hans unun að ræða um þau mál, enda viðræðu- góður, skemmtilegur og ólatur að veita af fróðleik sínum þar sem hann kom því við. Og mikil bless- un hefur hlotið að fylgja því að aðalævistarf þessa manns varð barnafræð'sla, því að þar hefur ver ið réttur maður á réttum stað. Við skólabræður Björns spáðum því al- veg óhikað, að hann yrði hrepp- stjóri. Hreppstjórar voru í þá daga mestir höfðingjar hverrar sveitar. Barnafræðslan kom okkur þá ekki í hug, því að hún var-lítt þekkt þá í sveitum. Það er ekki fyrr en nokkrum árum seinna, sem dr. Guðmundur Finnbogason frá Arn- arstapa kom með sína lýðmenntun. Hittumst í Skálholli. Ég, sem þetta skrifa, minnist þess nú á 80 ára afmæli Björns, þegar ég leit hann í fyrsta sinn. Ég beið á Akureyri eftir strand- ferðaskipinu Skálholti til að kom- ast með því eitthvað í námunda við Ólafsdal, því að þangað var ferðinni heitið. Eftir komu skips- ins að bryggju, tók ég mitt koffort á bakið og fatapoka undir handlegg inn (Þá var lítið um bílana) og fer með þessa pinkla um borð í Skálholt. í sömu svifum kemur strandferðaskipið Hólar öslandi inn fjörð'inn og leggst við hliðina á Skálholti. Þá koma í Ijós tveir ungir menn, myndarlegir og að- sópsmiklir, sem vinna að því að færa farangur sinn úr Hólum yfir í Skálholt. Það eru þeir Björn Daníelsson og Friðmundur Sigurðs son frá Syðra-Bakka í Kelduhverfi og báðir að fara til Ólafsdals. Hér varð strax fagnaðarfundur við fyrstu sýn. En ekki datt mér þá í hug, að hér væri á ferðinni einn tryggasti og ljúfasti vinur, er ég eignaðist á' lífsleið minni. Gamlar minningar vakna. Því miður má ég ekki blaðrúms- ins vegna segja hér ferðasögubrot- •v j» . POLYFONKÓRINN Það má segja, að í hverri viku núna upp á síðkastið, hafi menn átt þess kost að hlýða á kórsöng, og þá síðast lét Polyfonkórinn til sín heyra í Kristskirkju undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. Þessi samsöngur er um margt frá- brugðinn öðrum kórgöng, og kem ur þar ýmislegt til svo sem óvenju legt verkefnaval, og söngur án und irleiks, svo og fram úr skarandi örugg stjórn, sem ber með sér, að vinna og elja liggur að baki. Verk- éfnin voru valin af smekkvísi og kostgæfni, og gætti þar mest gömlu meistaranna eða fyrirrenn- ara Bachs. Fyrst á efnisskránni var hug- vekja eftir Orlando di Lasso (1532 —1594). Þá Mótetta eftir William Byrd (1543—1623) fyrir sexradda kór, hvort tveggja mjög fallega flutt. Nokkur nýlunda var frum- flutningur Messu fyrir blandaðan kór og einsöngvara eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Þetta verk ork- aði sem mótleikur innan um hin gömlu verk, og var óneitanlega fróðlegt og ánægjulegt n * v”'inast því einmitt við þessi skilyrði. Höfundurinn er ungur mað'ur, sem nýlokið hefur námi við Tón- listarskólann. Hefur hann ekki ráð izt í svo lítig verkefni sem þetta að forrni og efni til. Messan er í hefðbundnum stíl, en að innihaldi tekst höfundi að skapa sterkt og áhrifaríkt verk, sem er þrátt fyrir fastar skorður gætt sterkum „diss- onönsum”, sem samt láta vel í eyr um. Söngur kórsins og meðferð á þessu verki var sérlega fallegur. Verkið gerir miklar kröfur til söngfólksins, sem stóð sig ágæt- lega, þó nokkurs hiks etti hjá einsöngvurum. sanctuskafli verks- ins er fagur, en auðheyrilega mjög vandmeðfarinn. Fróðlegt væri að kynnast þessu verki nánar og þá að fá tækifæri til að lesa það í gegn. Samsöngurinn endaði á Mótettu fyrir 2 kóra eftir Johann 'lach (1642— 1703), mj " gilegt og létt verk á að hlýða og gætti þar í veraldlegs gáska þótt kirkjuverk væri. Söngstjóri kórsins hefur héi unn ið og mótað úr sínum efnivið svo að helzt mætti líkja við eitt „instrument“, sem hann stjórnar að sinni vild. Svo sterk eru blæ- brigði kórsins í oiluvn yfirgangi frá „piano“ til „forte“, að einmitt svona finnst manni aö þessi söng- ur þurfi að vera. U. A. I ið, fyrst með Skálholti til Borð- eyrar og síðan að segja sögu af göngunni frá Borðeyri að Ólafsdal, því að þá skeði sitthvað, sem vakn ar nú. Þegar til Borðeyrar kom, vorum við orðnir fimm Ólafsdæl- ingar. Á Sauðárkróki bættust þeir við: Jón S. Pálmason Þóroddssonar prests að Höfða og Kristján Arna- son Jónssonar prests að Mælifelli. Skálholt hafði ekki áætlun á Bitru fjörð í þessari ferð, og skipstjór- inn vildi ekki gera pínulitla lykkju á leið sína og skjóta okkur inn á Bitrufjörð, sem hefði stytt göngu ieið okkar meira en um helming Við urðum því að yfirgefa Skálhol gamla eftir þriggja og hálfs sólar- hrings siglingu frá Akureyri til Boiðeyrar. Má vera, að Skálholt hafi verið traust og gott skip, en ósköp var það seint í förum og s-ila keppslegt í öilum hreyfingum. Við komum farangri okkar í geymslu og bundum upp húðþykka leðurskó og skunduðum út með spegilslétt- um Hrútafirði um hánótt. Nesti höfðum við ekkert, en þegar bless- uð sólin brennheit fór að velgja okkur undir eyra og ys og þys dags ins að færast í algleyming, þá .fóru ferðalangarnir að skjóta hýru auga heim til bændabýlanna, til að fá j eitthvað í svanginn. En einmitt við j þannig hátiðahöld getur margt j sögulegt skeð, þar sem saman eru ! komnir nokkrir frískir og fjöingir drengir. Samt tel ég, að allt hafi farið skammlaust fram og þakka ég það beint prúðmennsku Björns míns Daníelssonar, sem snemma var maður með mönnum og gat rætt um daginn og veginn og bjai'gað þeim, sem illa gekk. Eg tel að Björn Daníelsson hafi verið fæddur til forystu. Eg byggi það ekki einvörðungu á þessu fyrsta ferðalagi okkar Ólafsdælinga. Hann var sjálfkjörihn leiðtogi okk ar í flestum félagsmálum innan skólalífsins. Og ekki skapaðist þetta af því að hann væri fram- hleypinn, ráðríkur eða vildi slá mjög um sig eins og það er stund- um orðað. Ekkert af þessu kom hér til mála. Prúðari mann í öllu félagslífi og tillögubetri í hverju máli gæti ég vart kosið mér, nema þá eins. Heim að Ólafsdal. Frá botni Gilsfjarðar göngum við með fram firðinum að sunnan í vesturátt. Undirlendi er hér ekk- ert, snarbrött hlíðin á vinstri hönd og himingnæfandi klettar hið efsta bera við heiðan himin. Eftir að hafa gengið röska klukkustund frá fjarðarbotninum opnast djúpur dal ur suður í hálendið. Dalur þessi er bæði mjór og stuttur og kletta hömrum girtur á þrjá vegu og und irlendi af skornum skammti. Þetta er hinn frægi Ólafsdalur. Inn í þetta afskekkta dalverpi flytur hinn margrómaði Iandbúnaðarfröm uður, sem ísland hefur átt, vorið 1871 og níu árum síðar er búnaðar- skóli reistur í þessari dalskoru. Nú er freistandi að meiga segja meira. Ferðin er á enda, húsaþyrp- ingin blasir við ferðafélögunum undir austurhlíðinni og er staðar- legt heim að líta. Við erum búnir að vera á ferð frá Borðeyri að Ólafsdal með smá stönzum sem næst 20 klst. Við höfum vaðið margar ár og læki, skór og sokkar af sér gengið. Við erum bæði syfj aðir og þreyttir. Það er laugar- dagskvöld 30. maí 1903. Hvíta- sunnudagur er á morgun. Sigurhá- tíð sæl og blíð. Blessuð hvíld í nám unda við göngulúna menn. f Kelduhverfi er útsýni yndislegt vítt til veggja og hátt til lofts í góð'M veðri. Blómlegar sléttengjar s*I f já svo langt sem augað eygir (Framhald á 12 slðu) ■MMtHBanMHi ííristínn tíomur iiefur alltaí viljað innræta mönnum elsk- una til alls sem lifir. Líf hins lága og smáa verður stund- um í kenningum Krists að nokkurs konar fyrirmyndum okkar manna. ..Lítið til fugl- anna, sjáið blóm vallarins“, segir hann í Fjallræðu sinni. Og um Franz frá Assisi er sagt, að hann hafi tekið orm- ana af götunni upp í lófa sinn og borið þá út í grasið, svo að þeir skyldu lifa, en yrðu ekki troðnir í sundur. Og ást- úð hans náði einnig til storms- ins og steinsins. Það var eins og allt yrði lifandi og alúðar- þurfi í vitund hans. Þarna birtist skýrt eðli og andi kristins dóms. Og ef til vill finum við það aldrei betur, hve allt þarf elsku með, en þegar vonir vorsins snerta hjartað að nýju eftir langan og dimman vetur. „Hér er bjart og hlýtt i kvöld, heilög gleði og friður, mun þá engum ævin köld ó, jú, því er miður.“ En ekkert jafnast þó á við það líf, sem lifað var í sam búð við hesta og hunda, ketti og kýr, kindur og geitur. Og, sem betur fer, kynnast því margir á íslandi enn, og vel mætti nota sér vel, hve leið margra borgarbarna liggur út í sveit, þegar vorar. Þau kynnast þar mörgu, sem aldr- ei yrði annars á vegi þeirra og eignast þar marga mállausa vini, sem kenna þeim meira í kristnum fræðum en lært er í mörgum kennslustundum í skólum. Góðar bækur bæta einnig mikið úr þeim reynsluskorti og tækifærafæð, sem borgar- búar eiga þarna við að búa. DATTUR kirkjunnar „Alheimsins líf - ein voldug ætt“ Gömul helgisögn hermir frá því, að þegar Eva var rek- in út úr Eden forðum, hafi hún beygt sig niður við hliðið og látið litla mús hlaupa upp í lófa sinn og hvolft yfir hana hönd til verndar. Þrátt fyrir vonbrigði sin, kvíða og harm átti þessi fyrsta móðir mannkynsins hjarta* handa þessum litla vesaling, og gleymdi sinni eig- in neyð andartak hennar vegna. Þannig rann henni blóðið til skyldunnar við allt. sem Guð hefur skapað Þetta er auðvitað helgisaga, skáldskapur, sem táknar samt eina æðstu eigind mannssálar. „Alla þá, sem eymdir þjá er yndi að hugga, lýsa þeim, sem ljósið þrá, en lifa í skugga.“ Þetta er miklu ríkara í fari þess fólks, sem enn á heima í einangrun og í afskekktum héruðum. Og satt að segja, mega borgarbúar gæta sín, að glata þarna ekki einum yndislegasta hæfileika manns- sálar, samúðinni með öllu hinu smæsta, ástinni til nátt- úrunnar. Þau, sem í sveitun- um búa, eru í miklu nánari snertingu við „allífið" en við, sem búum í borgum umkringd af skýjakljúfum og steinlögð- um strætum í ysi og glaumi véltækninnar. En samt eru mörg tækifæri til að æfa og innræta skiln- ing og ástúð gagnvart hinu smáa, ekki sízt þegar smá- fuglarnir hópast á húsaþök og tísta hundruðum saman við glugga, þegar harðnar í ári síðari hluta vetrar. Og ekki má gleymast að syngja með börnunum ljóð eins og kvæði Þorsteins Erlings: „í vor er hann hoppaði hreiðrinu frá“, og þá ekki síður: „Þér frjálst er að sjá hvar ég bólið mitt bjó.“ En eitt af áhrifamestu kvæðum af þessu tæi er þó tjóðiö um litla fuglinn eftir Sig Júl. Jóh.: En auðvitað verður að lesa þær, svo að þær verði að gagni. Einn fallegasti kaflinn um þetta samlíf manns og nátt- úru er í bókinni um Kara- massof-bræðurna eftir Dost- ojevsky, þar sem hinn heilagi Sossíma talar við unga mann inn úti á árbakkanum um nótt. 1 þögninni miklu, sem nótt- in er svo auðug af, er eins og allt sé á bæn til Guðs. Og Sossíma talar við sinn unga vin um fegurð tilverunnar, dýrð og leyndardóm Guðs, sem opinberist í hinu smáa. Hvert titrandi strá, hvert vaknandi skordýr, hver geisli frá stjörnu eða morgunroða, þekkir sinn tilgang, allt vitn- ar um uppsprettu þess leynd- ardóms, sem skóp það og heldur áfram að skapa. „Líttu til dýranna“, segir hann, „virtu fyrir þér auð- mýkt þeirra og undirgefni gagnvart mönnunum, sem oft kvelja þau og misþyrma þeim. finndu einnig frelsisþrá þeirra. Elskaðu blóm ög dýr. já, elskaðu hvern sólargeisla. Gjörir þú það, muntu síðast viðurkenna leyndardóm Guðs í hverjum hlut, uppgötva hið innra eðli þeirra. Kristur kenndi einmitt þetta i mörg- um líkingum og dæmisög- um.“ Og Sossíma heldur á- fram. „Allt hið skapaða er ein heild, líkt og úthafið. Verðir þú betri og göfugri, mun hverju blómi, hverjum fugli og dýri verða yndislegra að lifa.“ Þannig hugsa hin göfug- ustu skáld, hinir siðugustu spekingar um „alheimsins líf, sem er ein voldug ætt.“ Og einhvers staðar lýsír nóbels- skáldið okkar frá Laxnesi þessari allsherjar samkennd með orðunum: „Þeg/ir allt leitar út yfir sjálft sig“. þann- ig er það, sem gripur hjartað á fögrum ma.tzraorgni við sólris, þegar vorlo á aðcins eftir að stiga yfí:<- þröskúláinn til að l’óöla hrtr' r .íio íræ, hvern nrædtí-ai hug, hvert sinasfrá, íusl viS glugja, hverja rvút. í töfra- sprota !.fs íaguaðar Árslros IS’irisson. <d\ '.ííWiíYíVrtYtVrtl!*«?< «.f;Ví *}YíVoy*M w t»f T.v.’i’f'i« *,yi !! s r T í M I X M, svi ,r;ifrzxr 2'?. apiil 1962 i , i t : ' N í '■> i * *• i: 1'' * »';V i •, 8

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.