Tíminn - 04.05.1962, Qupperneq 4

Tíminn - 04.05.1962, Qupperneq 4
 Þó að vafalaust séu mestu ó- færurnar milli Hítarár og Haf- fjarðarár; þessara tveggja laxa- velda, þá er vegurinn víða far- inn að svitna, eins og það heitir á bílstjóramáli. En bílstjórar nefna það' að vegur svitni, þe‘gar farið er að sjá á blotann á yfir- borðinu og þjóðvegurinn er að fara úr klakaböndum. Svo koma svartar mjóar sprungur í hart og slegið slitlagið, og svo dettur vegurinn niður. Að vegur detti niður er það á bílstjóramáli, þegar hjólin á þungu vörubíl- unum fara að skerast niður úr efra laginu. Þá myndast hvörf í veginn og aurvilpur ... svo loks nýlega, bar það til, að bíl- stjórar urðu að fara á prófess- orabuxur sínar og smíða nýtt orð yfir verstu vilpurnar. Ljóna gryfjur skyldu þær heita. Þó manni þyki það ólíklegt, að Ijón sem félli í stóru gryfj- una rétt austan við Haffjarðar- á myndi halda lífi til lengdar, þá á orðið prýðilega vel við, enda breiddist það út örara en vegir svitnuðu í Mýrasýslu og er þá mikið sagt. Bílarnir börð- H ust eins og ljón í gryfju; jusu dökkbrúnni leðjunni með snjó- dekkjunum eins og í vellandi hverum og tíu hjóla trukkarnir nötruðu stafna á milli í kraft- gírunum. Mýrasýsluvegurinn var orðinn að tröllaukinni súkkulaðiverksmiðju með stríðs afköstum. Þeir lokuðu fyrir umferðina með opinberri tilskipan um helgina. Enda sjálfgert. Dia- mondinn úr Borgarnesi dró að vísu Ólafsvíkurrútuna í gegn- um svöðin, en bilferðir voru annars nær engar. Menjar mik- illa átaka lágu á víð og dreif: brotnir staurar, slitur af köðl- um möruðu í vilpunum og í einu hjólfarinu flutu nokkur hundruð lítrar af mjólk, pg stakk hvítur mjólkurliturinn í stúf við' leirbrúnt umhverfið. Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst og allt er hey 1 harðindum, stendur þar. A ein- um stað miklu vestar hafði ein- hverjum hugkvæmzt að nota spánnýja tegund af ofaníburði í ljónagryfju. Miðstöðvarofna. Þrir laglegustu helluofnar frá Ofnasmiðjunni skutu upp koll- inum í einni vilpunni. Þó að Ofnasmiðjan sé nú af- Þannig fer í vorveðrinu. (Ljósm.: H.H.). I AURBLEYTU kastamikið fyrirtæki, þá var ekki að búast við, að hún gæti lagt til ofaníburð í kílómetra- vís, og því var það, að víponinn okkar varð að gera sér það að góðu að' mala eins og þreyttur slefbátur gegnum drulluhlössin. Við og við tók hann þungar byltur og það urgaði í beittum tönnunum í lágdrifinu. Á Snæ- fellsnesi í dag er sá einn ham- ingjusamur, sem hefur drif á öllum — og það kemur meira að segja fyrir, að hann örvæntir líka. Það er sennilega eitthvað mis- lukkað efni í þessum vegi. Of leirkennt, og vantár gróft undir lag og svo er hann of lágur, sagð'i einhver. Annar sagði okk- ur, að þetta væri af því, að ' jörðin hefði frosið eftir miklar rigningar. En hvað sem öllu liður, þá ætluðu Mýramenn að hafa vaðið fyrir neðan sig, hvað framhaldið snertir, því þeir voru byrjaðir að aka möl í svitaholurnar,, sem voru að myndast við Langá og þaðan alla leið yfir í Borgarnes. Það voru líka síðustu forvöð, því hann var að byrja að detta niður. Gunnar Gunnarsson, frá Sam- vinnutryggingum', sagði okkur, að hann hefði nú aldrei séð svona végi né ekið um þá, en það væri nú ekki að' marka, hann hefði ekki byrjað að keycs bíl fyrr en 1928 — og svo stakk hann víponinum í svaðið og eðjan gekk í bull- kenndri öldu fram fyrir bílinn. Og áfram komst þessi sterki bíll, hægt og sígandi. En eins og svo oft, þá vaknar spurning. Hvað eru menn eigin- lega að stinga bílum í Ijóna- gryfjur, snúa sundur öxla og mölva jaxla úr tannhjólum? Vestast á nesinu, Snæfells- nesi eru miklar útgerðarstöðv- ar. Hafnir eru slæmar og kaup- förin geta ekki lagzt þar að bryggju. Ekki a. i m. k. þau stærri. Flytja verður mikinn hluta afurðanna á bílum, í veg fyrir skip í Reykjavík. Lýsi, skreið og saltfisk og til baka hjallaefni og umbúðir. Bænd- urnir verða að koma mjólkinni á markað í Borgarnesi og Reykjavík, menn þurfa að láta skera sig upp fyrir sunnan, skólabörn þurfa að komast heim í vorannirnar og bréfin verða að komast leið'ar sinnar. Þetta og ótalmargt annað veldur því, að jafnvel miðstöðvarofnar verða ekki lengur munaður, heldur ofaníburður og fram- drifið verður meira virði' en flest annað. Það munu nú vera veittar 17.000.000.00 króna til viðhalds þjóðveganna hér á landi. Hætt er við, að ef vegurinn um Borg- arnes og Hvalfjörð hættir ekki hið bráðasta að svitna í vorsól- inni, að þá eigi þeir á vegamála- skrifstofunni eftir að svitna svo um munar. Getum við' ekki gert eitthvað til að svona nokkuð endurtaki sig ekki. Getum við ekki gert vegina okkar eitthvað betri en þeir eru núna — hæf- ari til að þola vorið? Getum við notað annað efni í þá? Það er sýnilegt, að' um milljónir er að tefla, bæði í illri meðferð á bíl- iffl, sóun á vinnu og fjármun- um, ef byggt verður úr sama efni í framtíðinni. Ég lenti á litla bílnum mínum ofan í einni vilpunni og komst á kjöl. Þeir slitu af honum stuð- arana, en upp fór hann. Þó Bogi minn á verkstæðinu í Borgar- nesi sé ódýr og vel að sínu kom inn hefði fimmhundruðkallinn betur farið í púkk á veginn milli laxaveldanna miklu, Haf- fjarð'arár og Hítarár. Enda tók Gunnar, samvinnu- tryggingamaður fyrir augun, þegar mjólkurbílarnir tveir bylt ust í foraðinu eins og risavaxin dýr í fjörbrotum, skældust og skjögruðu. Jafnvel þótt óvíða aki fimari bílstjórar en á þess- um vegi, þá.glatast þarna mikil verðmæti. jg Góður árangur í Skógar- skóla Skógum, 30. apríl. Kennslu og prófum í yngri deild um Skógarskóla er nú lokið, og var árangur prýðilegur. í fyrsta bekk luku fjórir prófi með ágætis einkunn og tveir í öðrum bekk, og er það mjög góður árangur. Hæstu einkunn í fyrsta bekk hlaut Þórunn Þórhallsdóttir í Skógum, 9,35, en i öðrum bekk Helgi Magnússon, frá Sólheimum í Landbroti, 9,16. JRHj Korn í 20 ha. Eyjafjöllum, 30. apríl. Á sumardaginn fyrsta sáði Til- Fréttir frá landsbyggðinni raunadeild Háskólans korni í til- raunareiti á Skógarsandi, og um síðustu helgi sáðu bændur þeir, sem stofnað hafa kornraektarfélag undir Eyjafjöllum, korni í 20 ha. lands á sandinum. Vors er veru- lega farið að gæta undir Fjöllun um, tún ag grænka og vorsvipur kominn á úthaga, og sauðburður hefst í lok næstu viku. Kaldur sjór Neskaupstaður, 27. apríl Sjór hefur verið algjörlega dauður fyrir smábáta frá Neskaup stað síðustu vikur. Hafa bátarnir farið róður og róður, en afli verið lítill sem enginn. Er álit manna, að þetta stafi af þvi, ag sjórinn er óvenju kaldur. Er nú farið að hlýna og í gær réru nokkrir bátar og fengu þá sæmilegan afla. Aðeihs 6 — 8 bátar eru byrjað ir róðra, en búizt er við, að þeir verði um 30, aðallega trillur og dekkbátar. Byrjað er að ryðja Oddsskarð, og vonir standa til, að því verði lokið á 3 dögum. (Fréttaritari). Fryst ffyrir Ameríku Raufarhöfn, 27. apríl Gott veður hefur verig hér að undanförnu, og afli fiskibáta ver ið ágætur síðustu 3 vikur. Alls munu bátarnir vera um 20, sem róa héðan. þar af 5 — 6 dekkbátar. Hafa þeir fengið frá 5 upp í 8 lestir í róðri, og hefun þessi fiskur fengizt á handfæri og í net. Fiskurinn er yfirlcitt mjög góður. Nokkur hluti aflans er frystur fyrir Ameríku-markað, og er von á Jökulfellinu á næstunni til þess að taka farm til Ameríku. Einnig fer nokkuð í skreið, sem síðan er seld til Afríku og afgangurinn fer ,í salt. Hafin er bygging 200 fermetra fiskhúss fyrir kaupfélagið, en það sér um alla fiskverkun á Raufar- höfn. Vegir eru allir orðnir færir enda hefur veður verið gott sunn an gola og blíða. J. ^fíærir vegsr Ólafsfirði, 27. april Vorið er komið til Ólafsfjarðar. Veðráttan hefur verið hlý og mild síðustu daga, snjóf hefur sigið töluvert, en ekki hefur verið urp neina asahláku að ræða. Um síð- ustu helgi gerði dálítið næturfrost, en þó ekkert, sem orð er á gerandi. Vegir eru illfærir eins og er, enda hefur ekki verið hægt að ryðja þá, þar eð ýtan bilaði, og fyrst núna hefur fengizt ýta að láni og byrjað ér að ryðja. Aflabrögð hafa verið óvenju rýr að undanförnu, og aflinn farið nið- ur í nokkur hundruð kíló í róðri. Vélbáturinn Anna fór vestur á Húnaflóa og hefur verið að veið um þar, og aflað fremur vel. Fyr- ir páskana lagði hún afla sinn upp á Skagaströnd, en það sepi hún fékk í síðasta róðri fyrir páska, 8 lestir, kom hún með til Ólafs- fjarðar. B. Sprungnir úi Reyðarfirði, 26. apríl Byrjað er að ýta snjó af Odds- skarði. Allmikill snjór er til fjalla, þ ’átt fyrir fádæma blíðu undanfarn ar vikur. Vegir eru flestir illa farn- ir og með íhlaupum. Viðgerðir eru að hefjast. í dag fundust útsprungnir „bell- esar“ í garði frú Unnar Gunnlaugs- dóttur, Odda, Reyðarfirði. . M.S. TÍMINN, föstudaginn 4. maí 1962

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.