Tíminn - 24.05.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.05.1962, Blaðsíða 1
Fólk er beðið að athuga, að kvöldsími blaðamanna er 1 8303 SÖLUBÚRN Afgreiðslan í Banka- stræti 7 opnuð kl. 7 alla virka daga 117. tbl. — Fimmtudagur 24. maí 1962 — 46. árg. ARAS A KRISTJÁN BENEDIKTSSON FSKJORIN Kristján Benediktsson, kennari, annar maður B-listans, var fyrsti ræðumaður hans i útvarpsumræðunum um bæjarmál Reykjavíkur, er fóru fram í gærkveldi. Kristján ræddi allmikið um landsmálin að þessu sinni, en í ræðu, sem hann flutti i fyrrakvöld, hafði hann rætt bæjar- málin. í ræðu Kristjáns í gærkveldi komu m. a. fram þessi meginatriði: Á kosningafuiuli Sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1958 sagði Ólafur Thors m.a.: „Spyrjið húsmæðumar, hvað launin endast og vörurnar kosta. Ekki skrökva þær. Ekki væri minni ástæða til að spyrja hins sama nú, en dæmt af kosningaloforðum Sjálfstæðis- flokksins, hefði ástandið átt að batna mjög eftir að hann og Alþýðuflokkurinn tóku við, en þessir flokkar hafa stjórnað saman síðan í árslok 1958. Á þeim fjórum árum, sem síðan eru liðin, hefur dýrtíðin magnazt meira á öllum sviðum en nokkru sinni fyrr. Síðan í október 1958 hefur verkamannakaup hækkað um 4*/i%, en vísitala framfærslukostnaðar um 27 stig. Byggingakostnaður meðalíbúðar hefur hækkað um 37%. Verð á erlendum vörum hefur tvöfaldazt. Á þessum sama tíma hafa þjóðartekjurnar jafnt og þétt aukizt vegna batnandi aflabragða og hækkandi útflutningsverðs. Þrátt fyrir það hafa kjör almennings versnað, því að þjóðararðurinn lendir í vaxandi mæli í liöndum fárra útvaldra. Þótt stjórnin hafi nýlega lofað að mæla með kauphækkun til hinna lægstlaunuðu, kom annað í Ijós, þegar verkamenn á Akureyri og Húsavík báru fram kröfur sínar á dögunum. Þá var ham- azt gegn þeim í stjórnarblöðunum meðan hægt var. Nú er byrjað að ræða um það í stjórnarblöðunum, að lækka verði gengið enn á ný vegna hinna hóflegu hækkana fyrir norðan. Morgunblaðið hóf að undirbúa jarðveginn fyrir nýja gengis- fellingu í seinasta Reykjavíkurbréfi sínu. Ríkisstjórnin er fyrst og fremst stjórn hinna fáu útvöldu, sem græða á gengisfellingum og skert um kjörum almennings. Kosningarnar á sunnudaginn munu skera úr um það, hvort fyrirætlun- in um nýja gengislækkun verður framkvæmd eða ekki. Sigur B-listans á sunnudaginn mun meira en nokkuð annað reynast stjórninni sú áminning, að hún þori ekki að framkvæma þessa fyrirætlun sína eða kjaraskerðingu í annarri mynd. Ræða Kristjáns er birt í heild á öðrum stað í blaðinu í dag. Auk hans töluðu fyrir B-listann: Ásta Karlsdóttir, Björn Guðmundsson og Einar Ágústsson. „ASNAR, SVÍN OG RÆN- INGJAR" SJA LEIÐARA ER ASTMOGUR KOMMÚNISTA! Það hefur vakið mikla at- hygli, að þegar Þjóðviljinn hef ur skammað nafngreinda for- ingja Sjálfstæðisflokksins und anfarna daga, hefur blaðið jafnan sleppt nafni Bjarna Benediktssonar, þótt hann sé þeirra ráðamestur! Þannig sagði svo í forustu- grein Þjóðviljans á laugardag- inn: „Þannig hefur ofstækis- klíku Kjartans Thors og Ólafs Thors, Gunnars Thoroddsens og Birgis Kjarans tekizt að | stöðva togarana í meira en tvo mánuði.“ í forustugrein Þjóðviljans á sunnudaginn segir á þessa ! leið: „Fyrrverandi kjósendur Sjálf stæðisflokksins hafa við orð, að flokksforustan hefði gott af því að fá rassskell í þessum kosningum, að rétt væri að sýna Birgi Kjaran, Gunnari Thoroddsen og Geir Hallgríms syni álit fólksins á bolabrögð- unum, sem beitt var í undir- búningi framboðsins og álit fólksins á kjaraskerðing- unni: i!“ Þetta og annað bendir ein- dregið til þess, að Bjarni Benediktsson sé að verða álík- (Framh. á 15. síðu) BJARNI BENEDIKTSSON Efri leturmyndin er úr leiðara Þjóðvilians laugardaginn 19. þ.m. Neðri myndin er úr leiðara sama blaðs daginn eftir. Þess er vandlega gætt að nefna ekki nafn Biarna í upptalníngunnl. Þetta er skiljanlegt, því að kommar eiga engum hérlendum manni meir að þakka en Bjarna Ben.l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.