Tíminn - 24.05.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Ámason. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs-
ingastjóri: Egill Bjarnason Ritstjómarskrifstofur í Edduhúsinu;
afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Bankastræti 7.
Símar; 18300—18305 Auglýsingasími 19523 Afgreiðslusimi
12323. Áskriftargj. kr 55 á mán. innanl. í lausasölu kr. 3 eint.
— Prentsmiðjan Edda h.f. —
„Svín, asnar og
ræningjar“
í þeirri kosningabaráttu, sem nú er að ljúka, hefur
af málgögnum Sjálfstæðisflokksins verið notað meira af
ljótum orðum og upphrópunum og andstæðingunum ver-
ið gerðar upp verri getsakir en áður eru dæmi um í ís-
len2:kri blaðamennsku. Orðbragð íhaldsblaðanna hefur
minnt á margt hið lakasta, sem notað var af þýzkum naz-
istum á sínum tíma.
Þannig sagði Mbl. t.d. mjög hróðugt frá því, að ein
af ræðukonum Sjálfstæðisflokksins á kvennafundi hefði
líkt Framsóknarmönnum við svín og var bersýnilegt, að
blaðinu .fannst þar vel að orði komizt.
Mörg önnur svipuð nafngifti hefur verið að finna 1
íhaldsblöðunum, og ekki bætti forsætisráðherrann úr,
þegar hann kom fram á ritvöllinn í Mbl. í fyrradag. Hann
kallaði andstæðinga sína bæði asna og ræningja. Mbl. var
svo hrifið af þessum ummælum ráðherrans, að það lét
birta mynd af tveimur andstæðingum þess í asnalíki!
Þegar sjálfur forsætisráðherrann gengur þannig á
undan, þá er ekki óeðlilegt, þótt hinir minni spámenn
fylgi á eftir. En hvar 1 heiminum skyldi finnast forsætis-
ráðherra, er notaði slíkt orðbrað?
Ekki hefur tekið betra við, þegar íhaldsblöðin hafa
tekið að lýsa stefnu andstæðinga sinna. Það hefur ekki
verið látið nægja að færa allt úr lagi og snúa á verri veg,
heldur beinlínis reynt að stimpla suma þeirra svarna „ó-
vini“ þess bæjarfélags, þar sem þeir lifa og ala upp börn
sin. Blað Gunnars Thoroddsens, Vísir, hefur ekki aðeins
látið sér nægja að segja þetta um Framsóknarmenn,
heldur bætt því við, að þeir vilji helzt sjá Reykjavík „í
auðn og eldi“!
Það var orðin von manna, að íslenzk stjórnmálabar-
átta væri að hefjast á meira menningarstig hvað orð-
bragð snerti. Skrif íhaldsblaðanna hafa borið vott um allt
annað. Ofsi þeirra og ofstæki hefur verið meh-a en áður
er dæmi til. Vilja menn verðlauna þetta og stuðla þannig
að því að lengra verði haldið á þessari braut? Hin fá-
menna íslenzka þjóð þarfnast vissulega alls annars en
meiri ofsa og ofstækis. Það myndi hjálpa til að kenna
stjórnmálamönnum þetta, ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi
hæfilega ráðningu hjá kjósendum fyrir málflutning og
munnsöfnuð blaða hans og ýmissa forráðamanna í kosn-
ingabaráttunni nú.
„Vígið okkar“
Það er sagt, að oft ratist málóðum satt á munn. Vafa-
lítið hefur mörgum dottið þetta í hug, er Ólafur Thors
kallaði Reykjavík „vígið okkar“ (þ.e. Sjálfstæðismanna)
i viðtali við Mbl. í fyrradag.
Sjálfstæðisflokkurinn er svo lengi búinn að stjórna
Reykjavík, að foringjar hans eru farnir að líta á hana
sem þeirra persónulegu eign — „vígið okkar“. Þess hafa
líka sézt mörg dæmi í verki. Staðsetning Morgunblaðs
hallarinnar, sem mjög spillir allri skipulagning miðbæj
arins er gott dæmi um þetta. Lokun Vallarstrætis vegna
Sjálfstæðishússins er annað dæmi.
Það er engri borg hollt, að einn flokkur sé svo viss
um völdin, að hann geti litið á hana sem einkaeign.
Þess vegna eiga Reykvíkingar nú að skapa borgar-
stjórnarmeirihlutanum aukið aðhald. Það gera þeir bezl
með því að efla Framsóknarflokkinn og tryggja kiör
tveggja fulltrúa hans í borgarstjórnina.
Er það óráðlegt að veita Geir
Hailgrímssyni aukið aðhald?
Sjaldan hafa úrslit í kosning-
um komi meira á óvænt en í
þingkosninguniun í Bretlandi
1945, þegar íhaldsflokkurinn
bcið hinn mesta ósigur, þótt
hann væri undir forustu Chur-
chill, sem var þá þjóðhctja í
augiun flestra Breta. Utan Bret
lands höfðu menn yfirleitt bú-
izt við því, að Bretar myndu
launa Churchill forustuna á
stríðsárunum, með því að end-
urkjósa hann og flokk hans og
fcla honum forustu áfram.
Frá sjónarmiði þeirra, sem
þekktu vel til hrezkra málefna,
kom þetta hins vegar ekki á
óvart. Bretar hafa síðan
snemma á 19. öld fylgt þeirri
venju að endurkjósa ekki sama
flokkinn til forustu til langs
samfellds tíma í einu. Brezkir
kjósendur hafa óttast að láta
sama flokkinn fara lengi með
völd. Þeir hafa talið betur
henta að skipta um forustu
öðru hvoru.
Reynslan hefur sýnt, að þetta
er góð regla, jafnvel þótt stund
um hafi komið í Ijós, að ekki
væri skipt um til hins betra.
Þá hafa Bretar líka skipt um
aftur strax í næstu kosningum.
Með þessu ha-fa Bretar tryggt
það, að í stjórnmálum þeirra
hefur ekki skapazt sú spilling
og kyrrstaða, sem yfirleitt fylg-
ir Iangvarandi, óslitnum völd-
um sama flokksins.
SEINUSTU misserin hafa
ýmsir verið að halda, að Bretar
væru að hverfa frá þessum
gamla sið sínum. íhaldsflokkur
inn hefur virzt svo traustur í
sessi, að sumir hafa verið farn
ir að spá því, að hann myndi
fara með völd fram að aldamót-
um. Þetta hefur hins vegar
skyndilega breytzt nú eftir ára-
mótin. íhaldsflokkurinn hefur
beðið Iivern ósigurinu öðrum
meiri, bæði í aukakosningum til
þingsins og í liéraðs- og bæjar-
stjórnarkosningum. Að sama
skapi hafa Frjálslyndi flokkur-
inn og Verkamannaflokkurinn
bætt aðstöðu sína, einkum þó
sá fyrrnefndi. Allt bendir til, að
yrði kosið til þings nú í
Brctlandi, myndi íhaldsflokkur-
inn bíða mikinn ósigur.
Bretar ætla því bersýnilega
ekki að hverfa frá þeirri reglu
sinni, að skipta um stjórnarfor-
ustu með hæfilegu millibili.
CHURCHILL
ÞAÐ ERU fleiri, sem fylgja
þessari venju en Bretar. Banda
ríkjamenn hafa ekki síður gert
þetta. Óumdeilanlega var Stev-
enson álitlegra forsetaefni en
Eisenhower, þegar þeir leiddu
saman hesta sína í forsetakosn-
ingunum 1952. Það, sem lijálp-
aði Eisenhower þá, var ekki að-
eins herfrægð hans, heldur
engu siður hitt, að demokratar
voru búnir að fara með stjórn
í samfleytt 20 ár. Það heróp
republikana gafst þeim því vel,
að tími væri til þess kominn, að
skipta um stjórnarflokk í Was-
hington.
Hið sama var svo aftur upp
á teningnum fyrir tveimur ár-
um síðan, þcgar Eisenhower var
búinn að stjóma í 8 ár. Óum-
deilanlega hafði Nixon orðið
meiri reynslu að baki en
Kennedy, sem þá mátti heita
óskrifað blað. Það reyndist hon
um hins vegar sá styrkur, sem
úrslitum réð, að ekki væri rétt
að láta rcpublikana drottna
Iengur í einu en þessi átta ár.
Það er í samræmi við þá
reynslu Bandaríkjanna, að ekki
sé gott að sami maður fari
Iengi með völd, að enginn mað-
ur má vera þar forseti lengur
en í 8 ár. Svipað ákvaeði, jafn-
vel enn strangara, gildir um
ýmsa ríkisstjóra þar.
ÞAÐ ER ekki sízt i ýmsum
borgum í Bandaríkjunum, sem
Bandaríkjamenn hafa öðlazt þá
reynslu að ekki sé gott að láta
sama flokkinn fara lengi með
völdin. í ýmsum stórborgum
Bandaríkjanna hefur einum
flokki tekizt að fara lengi með
völd. stundum áratugum sam-
an. Þetta hefur þótt gefa slæma
reynslu. Með því að misnota oft
aðstöðu sína meira og minna
hefur viðkomandi flokki hins
vegar tekizt að koma sér unp
svo öflugri flokksvél. að ekki
hefur reynzt mömilegt að
hnekkja meirihluta hans.
Þeir kaflar, sem þvkja einna
ljótastir í sögu Bandaríkjanna,
hafa einmitt verið skráðir, þar
sem slíkar flokksklíkur hafa
komist til valda.
ÞAÐ ER EKKI ófróðlegt að
rifja upp þessar staðreyndir í
sambandi við það þorgarstjórn
arkjör, sem nú fer fram í
Revkiavík. Ifér hefur sami
flokkurinn farið með völd ára-
tugum saman og meirihluti
hans aldrei verið öflugri en nú.
í skjóli bessa örugga meiri-
hluta síns hofur hann ekkert
tillit þurft að taka til annarra
flokka eða kjósenda. ncma sein
ustu vikurnar fvrir knsningar.
Verkin sýna þe«s glögg merki,
að þetta er ekki hennilegt.
Meirihluti þessa flokks í
Reykjavík er samt svo sterkur.
að engin von er til þess, að
honum verði hrundið að þessu
sinni Hins vegar mætti skapa
honum aukið aðhald. Það værí
strax spor í þá átt að tryggja
bænum þætta stjórn.
Bretar töldu sig hafa ráð á
að hafna ChurchiII sumarið
1945 til þess að koma í veg fyr
ir langvarandi stjórn sama
flokks. Er Geir Hallgrímsson
svo miklu meiri maður en
Churchill, að Reykjavíkingar
hafi ekki einu sinni ráð á að
tryggja Iionum meira aðhald í
borgarstjórninni?
!20
Þátttakendur í utanríkisráðherra 1
fundi Norðurlanda, sem haldinn
var í Reykjavík 21. og 22. maí,!
1962, voiu dr. oecon. Kjeld Philip,
utanríkisráðherra Finnlands, Guð
mundur í. Guðmundsson, utanrik-'
isráðherra íslands, Halvard Lange, :
iitanríkisráðherra Noregs og Sven t
af Gijerstam, ráðherra frá Sví-!
þjóð.
Ráðherrarnir ræddu vandamál |
bnu, sem steðja að Sameinuðuj
þjóðunum. Þeir lýstu fullum stuðn
ingi Norðurlanda við samtökin,
sem þeir telja þvðingarmesta að-.
ilann, sem vinnur á friðsamlegan'
hátt að því að afstýra og jafna
deilur þjóða í milli Þeir létu í
ljós von um, að öll þátttökurikin
mundu styðja Sameinuðu þjóðirn
ar bæði á sviði stjórnmála og fjár-
mála. til bess að þau gætu varð-
veitt og aukið áhrif sín og árang-
ursríka þjónustu í þágu friðarins
eins og t.d. í Kongó Ráðherrarnir
voru sammála um, að stuðla að
Ráðherraf undurinn
umbótum a starfsfyrirkomulagi
samtakanna.
Á fundinum var einnig rætt um
einstök atriði varðandi væntanlegt
framhaldsþing allsherjarþings j
Sameinuðu þjóðanna svo og varð-
andi hið 17. reglulega allsherjar-
þing.
Ráðherrarnir ræddu afvopnunar
málin á grundvelli viðræðna
þeirra. sem fram hafa farið í Genf
síðan 14. marz, og lögðu áherzlu á
þýðingu þess, að viðræðum um
þetta þýðingarmikla mál yrði
haldið áfram.
Enda þótt augljóst sé. að ekki
megi búast við, að hægt verð' að
r.á yfirgripsmiklum og áþreifan- j
legum árangri í náinni framtíð, þá'
ætti öllu falli að vera mögulegtl
að sá samkomulagi um tilteknar I
; áðstafanir. Þannig samkomulag I
gæti stuðlað að bættn alþjóðlegri
sambúð og skapað frjóan jarðveg
fyrir áframhaldandi viðræður um
afvopnunarmálið.
Ráðherrarnii lögðu áherzlu á
nauðsyn þess að kjarnaveldin
haldi viðræðum áfram í því augna
miði að ná svo fljótt sem auðið
er. samkomulagi um að hætta til-
raunum með kjarnorkuvopn.
I þessu sambandi lýsti fundur-
inn yfir ánægju sinni með það. að
tillaga 8-veldanna, sem fram hef-
ur verið lögð í Genf. skuli að
nokkru leyti geta orðið grund
völlur að áframhaldandi samn
ingaumleitunum
Samkvæmi boði finnsku ríkis
stjórnarinai mun næsti fundur
utanríkísráðherra Norðurlanda
verða haldinn i Helsingfors í sept
ember 1962.
T I M I N N, fimmtudagurinn 24. maí 1962.
/