Tíminn - 24.05.1962, Blaðsíða 12
Engin kæra
in fram
RITSTJORI HALLUR SIMONARSON
Blaðinu tókst ekki að afla
sér neinna nýrra tíðinda um
leik Fram og Vals, sem hætt
var eftir 56 mínútna leik í'
fyrrakvöld. Allir aðilar vörð-
ust frétta af málinu — en
eftir því sem næst verður
komizt, hefur engin kæra ver-
ið lögð fram í málinu hvað
sem síðar verður. Dómar-
inn Haukur Óskarsson, gaf
skýrslu um málið, og hlýtur
sú skýrsla að verða tekin fyr-
ir einhvern tíma — en eins
og áskipað er nú hvað leiki
snertir, verður erfitt að finna
nýjan tíma fyrir leik milli
Fram og Vals.
Leikurinn í fyrrakvöld hafði
boðið áhorfendum upp á skemmti-
leg tilþrif leikmanna beggja liða,
og var gremja þeirra því enn
meiri af þeim sökum, að þeir
fengu ekki að sjá góðan leik til
loka.
Það er ekki ástæða að skrifa
mikið um leikinn, en þó er rétt að
minnast á mörkin. Valsmenn
byijuð'u vel og náðu tveggja
marka forustu eftir hálftíma leik.
Fyrra markið skoraði Steingrímur
Dagbjartsson, útherji Vals. Hann
fékk knöttinn frá Bergsteini Magn-
ússyni, og renndi honum laglega
milli fóta Birgis Lúðvíkssonar í
markið. Bergsteinn vann einnig að
síðara markinu. Hann gaf knött-
inn langt fram til miðherjans,
Þorsteins Sívertsen, sem tókst að
hlaupa Halldór Lúðvíksson af sér.
Geir markvörður var heldur seinn
út — og tókst Þorsteini að renna
knettinum fr'am hjá honum í mark
ið. 2—0 fyrir Val. Fram lagaði
aðeins stöðuna fyrir hléið. Nýlið-
anum í stöðu miðvarðar hjá Val,
Guðmundi Ögmundssyni, urðu á
mistök, sem urðu til þess, að Grét-
ar Sigurð'sson komst frír að mark-
inu, og vippaði hann knettinum
laglega yfir Björgvin í markið.
Vals'liðið hafði sýnt ágætan leik
í þessum hálfleik og snögg upp-
hlaup þeirra komu Framvörninni
oft í mikinn vanda. Framliðið náði
sér ekki beint á strik — og það
bætti ekki úr skák, að Guðmundur
Óskarsson meiddist. Voru Fram-
arar því 10 um tíma, en síð'an
kom Þorgeir Lúðvíksson í stað
Guðmundar. Léku því þrír bræður
Leikjanámsk eið fyrir
börn á íþrót tasvæðum
Eins og undanfarandi vor,
verður nú efnt til námsskeiða
fyrir börn á leiksvæðum, í-
þróttasvæðum og opnum svæð
um víðs vegar um bæinn. Hef j
ast námsskeiðin föstudaginn
25. maí, og verða þrjá daga í
viku á hverju svæði. Kennar-
ar verða íþróttakennarar.
Námsskeiðin verða á þessum
stöð'um: Mánudaga — miðviku-
daga — föstudaga á Víkingssvæði,
Valssvæði, K.R.-svæði, Ármanns-
svæði og Laugalækjartúni.
Þriðjudaga — fimmtudaga —
laugardaga á Skipasundstúni,
Þvottalaugablelti, Landakotstúni
(fyrir hádegi), Vesturvelli (eftir
hádegi), og Álfheimatúni.
Fyrir hádegi verður tekið við
börnum á aldrinum 5—9 ára og
starfað kl. 9.30—11.30. Eftir há-
degi verða börn á aldrinum 10—
12 ára og starfað kl. 2—4. Náms-
skeið'in eru opin fyrir drengi og
stúlkur, og meðal kennaranna
verða nokkrar konur.
Námsskeiðin verða starfi'ækt út
júní og verður námsskeiðsgjald kr.
15.00.
Að þessari starfsemi standa
Æskulýðsráð, íþróttavellirnir, Leik
vallanefnd og íþróttabandalag
Reykjavíkur.
Þa3 urSu miklar og heitar umræð-
ur meðal áhorfenda að leik Fram og
Vals í fyrrakvöld —; og var þar
margt og misjafnt lagt til málanna.
Á tveggja dálka myndlnni hafa
nokkrir áhorfenda þyrpzt kringum
Baldur Þórðarson — þann línuvörð-
inn, sem hætti störfum — og er hann
að skýra sín sjónarmið. Á þriggja
dálka myndinni sjást leikmenn, dóm
arinn og línuvörðurinn halda til bún-
ingsklefanna, þegar leikurinn hafði
verið flautaður af. Ljósmyndir: R.H.
í Framliðinu, Halldór, Birgir og
Þorgeir — synir Lúðviks Þorgeirs-
sonar, hins kunna knattspyrnu-
frömuðar og kaupmanns í Lúlla-
búð, og konu hans Guðríðar Hall-
dór'sdóttur — og eru einnig kunnir
Framarar í hennar ætt, því hún er
systir Guð'mundar og Sigurðar,
sem mikið hafa komið við sögu
Fram.
Það var eins og nýtt Framlið
kæmi inn á völlinn eftir hléið.
Strax á fyrstu mínútu lék Þorgeir
laglega upp að endamörkum og
gaf út til Hallgríms Schevings,
sem kom á fleygiferð og spyrnti
hann viðstöðulaust og þaut knött-
urinn í markið. Mjög fallegt mark
— bæð'i undirbúningurinn og
markspyrnan. Þremur mínútum
síðar komst Fram marki yfir.
Baldur Scheving lék upp með
knöttinn, gaf til Grétars, sem með
hraða sínum komst frír að mark-
inu, og renndi knettinum laglega
fram hjá Björgvini.
Og nokkrum mínútum síðar
komst Baldur innfyrir vörn Vals,
en inn í vítateignum renndi Elías
Hergeirsson sér á Baldur og féll
hann við. Vítaspyrnan var sjálf-
sögð og Grétar skoraði örugglega
úr henni. 4—2 fyrir Fram.
Framlína PYam var mjög
skemmtileg þessar mínútur — en
því miður hófst leikurinn ekki að
nýju eftir vítaspyrnuna, þar sem
enn vantaði línuvörð, og er ekki
ástæða til að ræða meira um það
mál.
Korchnoj lék afsérmanni gegn
Fischer, en átti jsá unna stöðu
Mikill afleikur í vinningsstöðu í
tólftu umferðinni gagn Bobby
Fischer kostaði Victor Korchnoj
forustuna á áskorendamótinu í Cu-
racao, skrifar New York Times.
Korchnoj átti peð yfir í kóngs-ind-
verskri vörn og mun betri stöðu,
en lék af sér manni í tímahraki og
gaf skákina eftir 44 Ieiki.
Við það náði landi hans. Geller,
forustunni með 7% vinning, en
gerði jafntefli við Keres eftir að-
eins 18 leiki, en eitt stórmeistara-
jafnteflið á mótinu. Filip hafði
svart gegn Tal og lét fyrrverandi
heimsmcistarann fá sitt sjötta tap
á mótinu. Áhættusöm skiptamuns-
fórn Tal leiddi til sóknar, sem Tal
I tímaliraki, tókst ekki að fram-
fylgja og gaf hann skákina eftir
39 leiki. Petrosjan og Benkö gerðu
jafntefli í 23 leikjum í líflegri
skák. þar sem báðir höfðu fórnað.
f elleftu umferðinni tefidi Gell-
er mjög sterklega gegn Filip og
tókst að innbyrða vinning í 30 Ieikj
um. Keres og Petrosjan gerðu tíð-
indalítið jafntefli í 18 leikjum, en
skák Korchnoj og Benkö varð
skemmtileg, þótt hún yrði jafntefli
eftir 41 leik. Byrjunin var óreglu-
leg, en Korchnoj átti tilgangslaust
peð yfir, þegar samið var.
Fischer beitti Sikileyjarvörn
gcgn Tal — en þegar skákin fór í
bið átti hann peði minna. Betri
staða kóngs hans gerði það að
verkum að hann hafði örlitla
stöðuyfirburði, og honum tókst að
nýta það til sigurs, þegar skákin
i var tefld áfram.
Sumarbúðir fyrir
drengi að Eiðum
Vilhjálmur Einarsson og Ungverjinn Gahor
munu kenna á námskeiðinu
íþróttaskólinn í Reykjadal,
sem þeir Höskuldur Karlsson
og Vilhjálmur Einarsson starf-
rækja, mun hefja sumarstarf-
semi sína með sumarbúðanám-
skeiði að Eiðum fyrir drengi á
aldrinum 10—16 ára, og verð-
ur það dagana 4—10. júní
næstk. Vilhjálmur verður að-
alleiðbeinandi, en Ungverjinn
Gabor mun einnig kenna þar
síðustu dagana.
Vilhjálmur og Höskuldur skýrðu
blaðamönnum frá því í gær, að
þeir hefðu nú fengið styrk frá
ríkinu og Reykjavíkurbæ til þess
að starfrækja skólann í Reykja-
dal og mun hann hefja starfsemi
sína síðar í sumar. Kristján Ing-
ólfsson. formaður UÍA, kom þang-
að í fyrra og varð það til þess. að
hann bað þá félaga að gangast
fyrir námskeiði að Eiðum sem
hefst nú eftir nokkra daga
Aðstaða til að halda slík nám-
skeið er hin prýðilegasta að Eið-
um, góður íþróttavöllur, sundlaug
og íþróttahús. í námskeiðið ei
hægt að taka 40—50 drengi og ei
gjaldið 500 kr. fyrir þátttakenda
Umsóknir þurfa að berast sem
fyrst, og er tekið á móti þeim i
síma 8 á Egilsstöðum.
Aðalleiðbeinandi á námskeið-
inu verður Vilhjálmur eins og
(Framh. á 15. síðu)
Reykjavík—Landið
1
í kvöld kl. 8,30 mætast úrvalsli
landsbyggðarinnar og Reykjavíki
í þriðja sinn í knattspyrnuleik -
og verður það jafnframt fyrs
leikurinn á Laugardalsvellinum
þessu keppnistímabili. Ein brey
ing hefur verið gerð á liði Reykj
víkur, en það er. að Sveinn Jón
son, KR, kemur í stað Ormai
Skeggjasonar Val, en Ormar na
brotnaði í bæjarkeppninni vi
Keflavík á dögunum.
12
T 1 M IN N , fimmtudaginn 24. maí 1962