Tíminn - 24.05.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.05.1962, Blaðsíða 15
Framboðslistar Ólafsvík: A-listi, listi almennra borgara í Ólafsvík er þannig skipað ur: Guðbrandur Vigfússon vélsmiður, Alexander Stefánsson kaupfélags stjéri, Elinbergur Sveinsson vélstjóri formaður verkalýðsfélagsins, Tómas Guðmundsson rafvirkja- meistari, Bíla- & búvélasalan selur: Ferguson Diesel 55 til 56 55 til 56 árgerð og Dauts 15 D árgerð 60, Farmall A 49, alur í topp- stani mjög lítið noatður. Massey-Harris, nýstandsett- ur, hentugur til að blása með. Hannómac 55 Diesel. Kartöfluupptökuvél (Underhaug). Heyhleðsluvélar og Múga- vélar. Tætarar. Blásarar. Loftpressa, byggð á vöru- bíl, og 25 kw Lister Diesel-rafstöð sem ný. Gott verð. Bíla og Búvélasalan, Eskihlíð B, sími 23136 m SHODfí© LÆGSTA VERÐ bíla í sambærilogum stærðar-og gæðaflokki TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ IAUGAVEGI 17Í - SÍMI S7881 Hermann Hjartarson skrifstofu- maður, Böðvar Bjarnason trésmíðameist- ari, Vigfús Vigfússon trésmíðameist- ari Bjarni Andrésson skólastjóri, Lúðvík Þórarinsson, bakaram., Sigurður ÞorsteinSson, verkam. Til sýslunefndar: Guðbrandur Vigfússon, vélsmiður. Varamaður: sr. Magnús Guðmundsson. Þeir aðilar, sem standa að list- anum, skuldbinda sig til a$ vinna sem ein ábyrg heild að málefnum byggðarlagsins í góðri samvinnu hver við annan með hag byggðar- lagsins fyrir augum, enda óháðir utanaðkomandi áhrifavaldi, þar sem þessi listi er ekki borinn fram af ákveðnum stjórnmála- flokkum eða félagshópun^ heldur listi almennra borgara í Ólafsvík. Ólafsfjörður. — Listi vinstri manna í Ólafsfirði: Ólafur Ólafsson, kaupfélagsstjóri. Bragi Halldýrsson, verkstjóri. Stefán B. Ólafsson, múrari. Ármann Þórðarson, gjaldkeri. Sveinn Jóhannesson, verzlunarm. Nivarð Ó. Jónsson, bóndi. Halldór KristinSson, útgerðarm. Gunnlaugur Magnússon, húsa- smíðameistari. Líney Jónasdóttir, húsfreyja. Gunnar Eiríksson, bóndi. Ásgrímur Gunnarsson, verkam. Ingvi Guðmu^dsson, verkamaður. Magnús Magnússon, verkstjóri. Björn Stefánsson, skólastjóri. Vettvangurinn (Framhald al 5. síðu.) sem hvorki var vatn né rafmagn fyrir hendi, en þó einungis með því skilyrði, að þeir yrðu á brott með starfsemi sína, þegar bæjar- stjóm hefði not fyrir lóðirnar til annars. Það orkar ekki tvímælis, að skipasmíði er þjóðfélagslega mikil væg iðngrein fyrir íslendinga óg nýsmíði og viðhald fiskiskipaflot- ans hlýtur að verða stór þáttur at vinnulífsins í hverjum útgerðarbæ. Sá háttur, sem orðið hefur hér á landi, að viðgerðarstöðvamar hefðu einnig með höndum nýsmíði báta hefur valdið því, að bátar verða óeðlilega dýrir, þar sem að- eins er um ígripavinnu að ræða. Þróunin hlýtur því óhjákvæmilega að stefna í þá átt, að byggðar verði skipasmíðastöðvar, sem eingöngu starfa að nýbyggingu fiskiskipa og virðist sú leið ein fær til að ná samkeppnisaðstöðu vjð erlendar skipasmíðastöðvar. Hjalti Auðunsson. Togari tekinn (Framhald af 16. síðu). sekt til ríkissjóðs, og afli og veið- arfæri gerð upptæk. Baxter áfrýj- aði dómnum og voru þá veiðar- færi og afli afli metin á rúmar 200 þúsund krónur, og setti skipstjór- inn 500 þúsund króna tryggingu. Joshua Baxter hefur ekki verið tekinn fyrir ólöglega veiði hér við land áður. Ræða Kristjáns (Framhaid a.t 9. síðu.) flokkurinn réði, var hafin bygg ing 916 íbúða. Á s.l. ári er að- eins byrjað á 391 íbúð, þrátt fyr ir óvenjulegt góðæri. Þessar töl ur sýna hvert stefnir. Hvar eiga milli 6 og 7 hundruð ung hjón, sem árlega hefja búskap í borg inni, að stofna sín heimili, ef þannig verður haldið áfram í byggingarmálunum. Á að láta allt reka á reiðanum í þessum efnum sem öðrum. Það er eðli- legt að fólk spyrji: „Hvað verð ur, ef svo heldur fram, sem nú horfir?" Margfaldur meirihluti Úrslit kosninganna næsta sunnudag eru vissulega þýðing- armikil fyrir okkur öll. Engar líkur eru þó til, að skipt verði um ráðamenn í borgarstjórn Reykjavíkur að þessu sinni. Til þess er núverandi meirihluti þar of sterkur. Borgarstjórinn, sem hér talaði í gærkveldi, get- ur því ekki í alvöru haldið fram að meirihluti hans sé í hættu núna. Eða finnst honum og flokksmönnum hans, að stjórn þeirra á borginni gefi tilefni til slíks ótta? Við upphaf þess kjörtímabils, sem nú er að enda, hlaut borgarstjórinn 11 af 15 atkvæðum í borgarstjórninni. Reykvíkingar. Með því að kjósa B-listann næsta sunnudag, stuðlið þér að því, að meirihlutaflokkarnir í borgarstjórninni fái aukið að- hald og tryggið þannig betri stjórn á málefnum yðar næstu 4 árin. En einnig dregur stuðn ingur yðar við B-listann úr þeirri hættu, að stjórnarflokk- arnir á Alþingi, Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkur- inn, framkvæmi hótun sína um nýja gengisfellingu að loknum ó,i kösníngutti. Og unga fólkið, sem nú kýs B-listann, stuðlar að því með at kvæði sínu og eflingu Fram- sóknarflokksins, að upp verði tekin í landsmálum ný stefna, sem auðveldar æskufólki að afla sér menntunar og eign- ast hús og heimili. Frarn til sigurs fyrir B-list- ann á sunnudaginn kemur. VÍÐAVANGUR (Framhald af 2. síðu). bókarinnar hefur samt orðið á skyssa. Hann hefur kastað át loforðinu 1962 um slökkvistöð- ina, en lofQrðið frá 1958 er ó- vart prentað aftan í bókinni. Það liljóðar svo: „að hafizt verði handa um byggingu nýrr- ar slökkvistöðvar, þegar er fjár festingarleyfi fæst og stefnt verði að því, að framkvæmdum verði lokið á 50 ára afmæli slökkvistöðvarinnar". — Stuttu eftir þetta loforð var lóðin und ir slökkvistöðina afhent öðrum. Slökkviliðid á hálfrar aldar af- mæli á þessu ári og aðbúnaður þess og húsakynni eru ófor- svaranleg. Hvers végna iFrambaJd al 9 siðu). veituna, mótmælt þvi óréttlæti, að fram hjá þessum húsum hefði verið gengið og óskag eftir svari. Þetta svar höfum við aldrei fengið, mér vitanlega, og engin skýr svör um það, hvers við meg- um vænta í málinu. Þegar við snúum okkur til ráðamanna við framkvæmdir hitaveitunnar, er svarið oftast á þá lund núna: — Ætli þið fáið hana ekki í sumar, kannske um leið og lagt verður i Háteigskirkju. Þess má geta, að búið er að leggja og steypa hitaveituleiðslu heim að vegg Háteigskirkju, sem ekki var V erkamannaf élagið Dagsbrún Félagsfundur verður í Gamla Bíói í kvöld, fimmtudag kl. 9 Fundarefni: Tekin ákvörðun um nýja samninga. Skorað er á félagsmenn að fjölmenna og sýna skírteini við innganginn. Stjórnin. með á áætlun fremur en húsitt okkar. En við, sem búum í þessum húsum, höfum oft spurt sjálf okkur: — Hvers höfum við átt að gjalda? Hvers vegna er okkur sýnt þetta óréttlæti að ganga fram hjá okkur, þegar fólkið í næstu húsum fær hitaveitu? Ég hef verið að horfa á skreyt ingar Sjálfstæðisflokksins í borg inni þessa dagana. Mér finnst, að hann ætti fremur traust borgar- anna skilið, ef hann sýndi svo- lítið meiri dugnað við gatnagerð ina og hitaveituna — og um fram allt meira réttlæti — í stað þess að leggja svona mikið kapp á jólaskreytingar að vorlagi á fjögurra ára fresti. Kínverjar til USA Framhald aí 3 síðu. al annars með sendingu matvæla og fatnaðar þangað. • Frá Taiphe berast þær fregnir, að þjóðemissinnastjórnin á For- mósu hafi haft samband við brezka konsúlinn þar og rætt möguleikann á að komið verði upp flóttamannahverfi í Hongkong. Brezk yfirvöld neita hins veg- ar að fundur þessi hafi átt sér stað. Talsmaður brezka utanríkis- ráðuneytisins sagði í dag, að í maímánuði hefði 50 þúsund kín- verskum flóttamönnum verið snú ið til baka frá Hongkong. Tals- maðurinn ítrekaði og fyrri um- mæli sín um það, að brezka stjómin myndi ekki taka tilboði Formósustjórnar um að kínversk- ir flóttamenn verði fluttir frá Hongkong til Formósu. Yfirvöld f Hongkong sögðu í dag, að nú liti út fyrir, að heldur væri að draga úr flóttamannastraumnum þang- að, enda mörgum vísag frá landa mærunum á hverjum degi. í dag voru t. d. 3500 flóttamenn sendir til baka sömu leið og þeir komu, með járnbrautarlest. Dagblaðið Standard í Hongkong segir í dag, að kínverskir landa- mæraverðir oig óeinkennisklæddir lögreglumenn taki á móti flótta- fólkinu, sem til baka komi, og orðrómur sé á kreiki um það, að fólkið sé flutt beint í þrælabúðir. Ástmögur (Framhald af 1. siðu). ur ástmögur kommúnista ogól afur Thors var, þegar hann fól Brynjólfi Bjarnasyni yfir- stjórn allra menntamála á ís- landi. Það verður ekki heldur haft af Bjarna, að hann kunni ekki að meta ástir kommún- ista. Það sýnir sendiför Ein- ars Olgeirssonar til Helsing- fors og kosning Einars Olgeirs sonar í Sogsstjórnina. Fram hæstur Vetrarvertíðin hófst í Keflavík 6. janúar, og voru gæftir sæmi- legar fram yfir 20. janúar, en eftir það voru slæmar gæftir fram í marz. Aflinn hjá línu- bátum var allsæmilegur miðað við róðrafjölda. Netavertíð byrj- aði síðast í marz, og voru gæftir þolanlegar. Aflinn í net var mjög lítill fram í miðjan apríl, en eftir það fór hann heldur að glæðast. Þeir 50 bátar, sem skráðir voru í Keflavík fóru í 2630 róðra ol öfluðu samtals 21,462 lesta. Til samanburðar voru skráðir 47 bátar í fyrra, og fóru þeir í 2558 róðra og öfluðu 22,526 lesta. Aflahæsti báturinn varð Fram eins og fyrr segir, og er skip- stjóri hans Eyjólfur Kristinsson. Annar varð Hilmir með 789 lestir í 67 róðrum, þá Baldur frá Dal- vík með 769 lestir í 78 róðrum, Bjarmi frá Dalvík með 743 lestir í 77 róðrum og fimmti varð Jón Guðmundsson með 700 lestir í 77 róðrum. íþróttir Framhald af bls. 12. áður segir — en UÍA leggur einn- ig til mann og verður það Gunnar Guttormsson íþróttakennari. Þá hefur íþróttafélag Reykjavíkur sýnt námskeiðinu þá vinsemd, að hinn ungverski þjálfari félagsins mun kenna þar síðustu dagana •— og gætu einnig eldri íþróttamenn á Austurlandi notfært sér þá kennslu hans. SKIPAUTGCRÐ RIKISINS M.s. Esja fer væntanlega héðan auka ferð til Austfjarða, miðviku daginn 30/5. Viðkomustaðir: Fáskrúðs fjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Norðfjörður, Seyðisfjörður og þaðan beint suður. Vörumóttaka á morgun og farmiðasala. Guðlaugur Einarsson MÁLFLUTNINGSSTOFA Freyjugötu 37, sími 19740 Útför unnusta míns, sonar okkar og bróður, Erlings Birgis Ólafssonar, sem lézt af slysförum hinn 16. þ.m., fer fram frá Fossvogskirkiu, föstudaginn 25. þ.m. kl. 10.30 árdegis. — Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað Ragnheiður Ásmundsdóttir Sigurbjörg Þorieifsdóttír og dætur Ólafur Gíslason. Jarðarför Halldórs. Gunnlaugssonar kaupmanns, Hveragerði, fer fram frá Kotstrandarkirkju, Ölfusi, laugardaginn 26. maí kl. 14. — Bílferð verður frá Blfrelðastöð íslands, Reykjavík, sama dag kl. 12,30. Eiginkona og börn. Innllegt þakklæti fyrlr auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för mannsins míns, Einars Sigvaldasonar, Drangsnesl. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Helga Bjarnadóttir lö T f M I N N, finimtudagurinn 24. maí 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.