Tíminn - 24.05.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.05.1962, Blaðsíða 9
dýrtíðin er orðin óbærileg, svo að ekki er við imandi. Almenn ingur sér einnig, að þar sem rikisstjórnin hefur tögl og halgdir og vilji hennar fær að ráða, eru stórvirkustu atvinnu- tæki þjóðarinnar, togararnir, bundnir við bryggjur mánuð- um saman, smiðjurnar stöðv- aðar og samkomulag járnsmiða og vinnuveitenda þeirra um lausn verkfallsins ag engu gert með valdboði ríkisstjórn- arinnar, þrátt fyrir marggefin loforð um að skipta sér ekki af vinnudeilum. Á Akureyri og Húsavík, þar sem aðrir ráða, var farin önn- ur leið. Þar var fundin lausn, sem báðir aðilar töldu sann- gjama, komizt hjá vinnustöðv- un og áframhaldandi undir- búningur síldarvertíðarinnar tryggður. Engum alikálfi slátrað í herbúðum stjórnarflokk- anna var vægast sagt engin ánægja með þessa farsælu lausn. Þar var engum alikálfi slátrað. Sama daginn og samn ingar tókust fyrir norðan mátti sjá í stjórnarblöðunum stórletraðar fyrirsagnir: „Er SÍS að reyna ný svik“ stóð í Morgunblaðinu og Alþýðublað- ið sagði: „SÍS þorir ekki“. Tónninn leyndi sér ekki. En það voru fleiri en SÍS, sem sömdu fyrir norðan, þar voru einnig að verki aðrir atvinnu- rekendur ! Þeir mátu hags- muni bæjarfélagsins og þjóðar heildarinnar meira en valdboð hinnar þröngsýtnu ríkisstjórn- ar. Stjórnarflokkarnir hafa gert það, sem aldrei hefur skeð fyrr, fellt gengi krónunn- ar tvö ár í röð. Þeir munu nú mjög hugleiða að bæta þriðju gengisfellingunni við, með sömu rökum og í fyrra eða öðr- um. f Mbl. s.l. sunnudag er komizt þannig að orði eftir að rætt hef ur verið um nýju kjarasamning ana á Akureyri og Húsavík: „Enn verður þó ekkert um það fullyrt, hvort þjóðarbúið fái vandræðalaust staðið undir slík um kauphækkunum“. Hótunin um gengisfellingu eða aðra slíka ráðstöfun leynir sér vissu- lega ekki í þessum ummælum. Kosningarnar á sunnudaginn i: skera úr um það, hvort þessi É hótun verður framkvæmd. fi Hvort stjórnarflokkarnir bæta H 3. gengisfellingunni við, nú að H loknum uosningum. Unga fólkið hart leikið Engir hafa þó orðið eins hart úti vegna kjaraskerðingar- «g dýrtíðarstefnu stjórnarflokk- anna og unga fólkið. Meðan Framsóknarflokkurinn réði, var stefnt að því, að sem flestir gætu með stuðningi venzla- manna, ráðdeild og dugnaði eignast húsnæði á viðráðanleg- an hátt. Nú hrekkur hámarks- lán húsnæðismálastjórnar vart lengra en fyrir þeirri hækkun einni saman, sem orðið hefur byggingarkostnaði meðalíbúð- ar síðan 1958. Einn af borgarstjórnarfull- trúum Sjálfstæðisflokksins skýrði frá því í Mbl. fyrir skömmu, að byggja þyrfti að meðaltali 800 ibúðir á ári hér í borginni næsta áratuginn, ef halda ætti í horfinu. Árið 1957, þegar Framsóknar (Framh. á 15 síðu) £ - - --------------B Hvers vegna styðja þeir B - listann? TVEIR JÁRNSMIÐIR 0G EINN SJÓMAÐUR SEGJA FRÁ AFSTÖÐU SINNI TIL KOSNINGANNA Á SUNNUDAGINN Karl Óiafsson, járnsmiður segir: Ef stjórnarflokkarnir fá ekki rækilega viðvörun í þessari kosn- ingu, mega launþegar vita á hverju þeir eiga von. Við höfum nú fengið smjörþefinn af því, sem eftir myndi fylgja, ef stjórn arflokkarnir auka fylgi sitt við, Karl Olafsson borgarstjórnarkosningamar því að hvert atkvæði, sem þeir fá, munu þeir túlka sem stuðning viS kjara skerðinguna og samdráttinn og þá telja þeir sér óhætt að ganga enn lengra. Vig járnsmiðir vorum búnir að semja um óbreytt kaup en nokkra hækkun til þeirra, sem búnir voru að vinna lengi í sama stað. Var þetta mjög sanngjörn og hófleg lausn. Atvinnurekendur voru búnir að samþykkja, áttu bara eftir að skrifa undir, en ríkis stjórnin stöðvaði allt á síðustu stundu, svo að nú er verkfall járn smiða hér í borginni til ómetan- legs tjóns. Slíkri rílkisstjóm er ekki hægt að veita traust. Þá er nauðsynlegt ag veita hin um yfirgnæfandi meirihluta Sjálf stæðisflokksins í Reykjavík aukið aðhald í borgarstjórninni. And- staða kommúnista er máttlaus og þeir hljóta að tapa fylgi nú. Alþýðufiokkurinn er algerlega genginn á mála hjá Sjálfstæðis- flokknum. Framsóknarflokkurinn er hins vegar næststærsti stjórnmála- flokkur landsins og sterkasti and- stöðuflokkur íhaldsins og reynsl an sannar, að hann hefur bezt stað- ið því snúning. Það er því nauð- synlegt ag efla Framsóknarflokk inn í Reykjavík og þess vegna kýs ég B-listann á sunnudaginn. Kjartan Eggertsson, stýrimaður er fæddur Reykvíkingur, 30 ára að Kjartan Eggertsson Hvers vegna hefur verið $ e:\ i prj"«v fi gengið fram hjá okkur? aian. jtiann neiur stunaaö sjo- mennsku á togurum og fiskibátum síðan hann var unglingur. Var á vertíð í Sandgerði í vetur. Kjartan stýrimaður segir: Að vel athuguðu máli, ætla ég að kjósa lista Framsóknarflokksins við þessar bæjarstjórnarkosningar. Það er í fyrsta skipti, sem ég kýs flokkinn. Kristinn Karlsson, járnsmiður, er borinn og barnfæddur Reyk- víkingur, 27 ára. Hann segir: „Það ætti öllum að vera ljóst, að það er nauðsynlegt að veita meirihluta Sjálfstæðisflokksins aukið aðhald í borgarstjórninni. f skjóli svo öruggs og yfirgnæfandi meirihluta, sem þar að auki er studdur af hinum stjórnarflokkn- um, krötum, þrífst alls konar hlut drægni og spilling samfara sleifar lagi og kæruleysi, þótt duglega sé lofað í bláu bókinni. G-öturnar í Reykjavík eru hrópandi dæmi um þetta ástand. Sjálfstæðisflokknum verður ekki veitt aðhald með því að efla Alþýðubandalagið. Þar ráða Moskvukommúnistar ríkjum og undirlægjuháttur þeirra við al- þjóðakommúnismann hlýtur að draga mátt úr allri heilbrigðri and stöðu við meirihlutann, enda fer ekki milli mála, að Sjálfstæðis- flokkurinn óttast mest efling Fram sóknarflokksins, umbótasinnaðs lýðræðisflokks, næst stærsta stjórnmálaflokk landsins. Hann einn getur veitt það aðhald sem nauðsynlegt er, og þess vegna kýs ég B-listann. Þar að auki munu stjórnarflokk arnir telja hvert það atkvæði, sem þeim er greitt við þessar kosning- „Ég veit satt að segja ekki, hvers við eigum að gjalda, eða hvernig stendur á því, að við megum ekki fá hitaveitu eins og nágrannarnir hérna í kringum okkur, Það er num- ið staðar í hitaveitulögn við húsvegg okkar, og síðan er gengið fram hjá okkur og byrjað að leggja í hús hinum megin við okkur", sagði Guð- rún Samúelsdóttir, húsfreyja að Háteigsvegi 23. Og hún hélt áfram: — Húsin nr. 23 og 25 við Háteigsveg eru verkamannabú- staðir byggð af Byggingasam- vinnufélagi verkaaianna. Þar búa nú tíu fjölskyldur. Það eru 6 ár síðan við keyptum íbúg þarna og fluttum þangað. Þá var búið að leggja hitaveitu í hús fyrir neðan okkur við Háteigsveg, Meðalholt og Einholt. Hefur verig gert fyrir 8—10 árum. Numið hafði verið staðar við húsin okkar, og aðeins nokkra metra sund á milli því ein hvers staðar varð að setja takmörk in, sögðu ráðamenn hitaveitunnar. í fyrravor var farið að vinna við hitaveituframkvæmdir og leggja í hús hinum megin við göt una. Ég hringdi í skrifstofu hita veitunnar og spurði, hvort húsin okkar fengju nú ekki áreiðanlega hitaveituna. Jú þau eru með var svarið. En þessi góði maður hlýt ur að hafa lagt aftur augun, með an hann svaraði mér, því ag þeg- ar ég fór til verkstjórans við þess ar hitaveituframkvæmdir og spurði hann, sýndi hann mér teikningar sínar, og þar voru hús in nr. 23 og 25 ekki með — hafði sem sé aldrei verið ætlun- in að hafa þau meg í þessum á- fanga, heldur ganga hreinlega fram hjá þeim. Þegar ég komst að þessu hringdi ég til hitaveitustjórans, og þar fékk ég hrein svör um það að þessi hús ættu ekki að vera með ag þessu sinni. Mig minnir, að þessu væri varpað á herðar verkfræðings hitaveitunnar. Nú var auðsætt að grípa yrði til stærri vopna, og fjölskyldurn ar tíu, sem í húsunum búa, skrif uðu nú borgarstjóra sjálfum sam eiginlegt bréf, þar sem málið var lagt fyrir hann, beðið um hita- (Framh a 15 siðu > Þessi mynd sýnir húsiS nr. 23 viS Háteigsveg, og einnig sér á horn hússins nr. 25 til hægri. Þarna búa tíu fjölskyldur, en þeim er neitaS um hitaveitu árum saman, þótt húsin hiS næsta í götunni, sem sér á til vinstri, hafi löngu fengiS hitaveitu, og aSeins séu nokkrir metrar á milli. Kristinn Karlsson ar, yfirlýsing um stuðning við kjaraskerðingar og samdráttar- stefnuna. Þeir munu því færa sig upp á skaftið, ef þeim verður ekki veitt viðvörun. Við, járnsmiðir höfum fengið að kenna á framkomu ríkisstjórnar- innar í kjaramálum. Við vorum búnir að semja um óbreytt kaup, en mjög hóflega hækkun til þeirra, sem búnir voru að vinna lengi hjá sama fyrirtæki. Það var mjög sann gjörn og hófleg lausn, algert lág- mark og atvinnurekendur voru búnir að samþykkja, en ríkisstjórn in bannaði samninga áður en end anlega væri gengið frá þeim. — Við járnsmiðir getum ekki vottað slíkri ríkisstjórn traust. Áhrifa- ríkasta svarið við framkomu ríkis stjórnarinnar í kjaramálunum er að efla Framsóknarflokkinn, kjósa B-listann. T í M I N N, fimmtudagurinn 24. maí 1962. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.